Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 5
( Laugardagur 5. okt. 1963 MORGUNBLADID 5 Félagshús í Flatey. Tveir gl uggar á búdinni sjást lengst til vinstri á myndinni. Verzlun Hermanns Jónssonar 50 ára VERZLUN llermanns S. Jóns sonar í Flatey á Breiðafirði varð fimmtíu ára nú á þessu vori, og því ein af elztu verzl- unum landsins. Hún er nú helzta verzlunin í hinum forna verzlunarstað og rekin af dóttur stofnandans, frú Jónínu Hermannsdóttur og manni hennar, Friðriki Saló- monssynL ★ Við höfum samband við Jónínu Hermannsdóttur í til- efni þessara tímamóta verzl- unarinnar og gaf hún okkur eftirfarandi upplýsingar: — Borgarabréf föður míns, Hermanns S. Jónssonar, var gefið út 20. janúar 1913 og verzlunin tók til starfa um vorið í einu herbergi í húsi hans, sem áður hafði verið svefnherbergi. Fyrst í stað var eingöngu verzlað með álnavöru, hreinlætisvörur og sælgæti. Um haustið var rif- inn veggurinn á húsinu og smíðað útskot og við það stækkuðu húsakynni verzlun- arinnar mjög. Verzlunin var í vestri hluta hússins, sem var byggt árið 1838 af Guðmundi Scheving fyrir tengdason og dóttur hans. Herdís Guðmundsdóttir konu Brynjólfs Benediktsson- ar og er langelzta húsið í Flat- ey. Austri endi hússins var byggður 10 árum síðar af Brynjólfi Benediktsen og þar segir í Vesturlendingum eftir Lúðvík Kristjánsson, sem þekkir ef til vill betur sögu þessa húss en ég, að þar hafi verið byggð stærsta og fínasta stofa á öllu Vesturlandi. Þeg- ar Brynjólfur byggði þann enda var Guðmundur Schev- ing dáinn, en ekkja hans, Jó- hanna minnir mig hún héti, dró þá upp úr kistu sinni veggfóður, sem Jörundur Hundadagakonungur gaf Guð mundi fyrir gott fylgilag við sig. Þetta veggfóður er nú hulið, en einhvers staðar mun vera til bót af því. Þá má geta þess hér, að verzlun hefur fylgt húsinu frá upphafi. Fyrst var þar Brynjólfur Benediktsen, síðan Jón Guðmundsson, sem keypti húsið af Herdísi Bene- diktsen. Hann bjó í vestari enda hússins en verzlaði í hinum. Af honum kaupir Hér mánn húsið og er sá' kaup- Áður en Hermann S. Jónsson stofnaði verzlun sína í Flatey stundaöi hann sjó í hartnær fjóra áratugi, lengst af sem skipsljóri. Þessi mynd var tekin af honum í sjóklæðum á efri árum. samningur til, gerður 5. októ- ber 1892. Kaupverð hússins var 16 hundruð krónur, en austurendinn ekki afhentur fyrr en ári síðar. Þetta er nú saga hússins, en verzlun föður míns byrj- ar 1913. Hún var starfrækt af honum og mér þar til árið 1943 að hann andaðist, 29. sept ember. Eftir það starfaði ég áfram við verzlunina, og fékk endurnýjað verzlunarleyfið til öryggis. þ.e.a.s leyfi til að reka verzlunina áfram undir sama nafni. Það var árið 1944. Verzlunin hefur því starfað óslitið í 50 ár. Það má segja til gamans, að í þetta hús kom fyrsti olíu- lampinn í eyjunni. Var það hjá frú Herdísi Benediktsen. Þá þekktust ekki nema tóigar kerti og lýsislampar. Þetta var hengilampi með skermi — eins og elztu lampar voru. Sú saga er sögð, að í fyrsta skipti er kveikt var á lampanum var verið að lesa írafells- Móra; konur voru við tó- vinnu, rokkar voru þeyttir og kambar urguðu. Þá fóru vinnukonur að sofa hver af annarri og var Móra kennt um og sagt, að þarna væri hann að sýna áhrif sín. Þá stendur frúin upp að stumra yfir vinnukonunum, sækja vatn og þess háttar En í þann mund kemur dragsúgur og hreint loft og rísa þá vinnukonurnar upp hver af annarri. Kolsýr- ingur hafði myndast í stof- unni og voru þetta afleiðingar hans. Þessa sögu sagði faðir minn mér, sem var fullorð- inn piltur þegar hún gerð- ist, og mundi þetta vel. ★ Jónína Hermannsdóttir hef- ur rekið verzlunina síðan fað ir hennar dó með góðri að- stoð eiginmanns síns, Friðriks Salómonssonar, sem til skamms tíma rak bókaverzlun í Flatey. Hin síðari ár hefur starfssvið verzlunarinnar víkk að að mun, einkum eftir að Kaupfélag Flateyjar var leyst upp árið 1954. Nú er verzlun Hermanns S. Jónssonar helzta verzlun í Flateyjarhreppi, en hins vegar fækkar fólki stöð- ugt á verzlunarsvæðinu og að sjálfsögðu er það mjög til- finnanlegt fyrir hina gömlu værzlun. 'Áheit og gjafir Áheit afhent Mbl. til Strandarkirkju S. H. 100, H. H. 100, G. G. 10, V. K9 30, G. E. K. 200, Ásta Kristins 60, E. B. 250, F. B. J. 10, V. E. 100, N. N. 10, S. 200, F. O. 50, J. E. 100, N N 100, R. Þ. 100, A. O. 1000, J. K. 100, M Br. 100, M. G.300, B. S. 50, K. G 100, Á. S. 500, Kristín og María 100, í. R. 100, Margrét Aðalsteinsdótt- ir 100, H. H. G. 100, G. R. 100, G S. 25, A. B. 100, R J. 50, B. K. 120, S. Ó. 200, S. J. S. 220, S. G. 10, B. B. 120, í>. S. G. 100, V. P. 125, N. N. 150, N. N. 100, A. G. 200, Frá þakklátum 300, G. Ó. 200, Margrét 100, K. S. 100, J. G. G. 1000, K E. 10, N. N. 300, K R. 100, A Ó Grindavík 200, N N 180, Ó- neíndur 25, V. V. 50, A. G. 7384 50, Frá ónefndum 25, E. G. 200, Sker- íirðingur 100, B. G. 100, S. S. 100, A. W. 200, N. N. 100, G. J. 100, K. J. 100, Ingveldur 50, E. S. K. 1000, B. T. 2000, S. G. 40, Frá ónefndum 1000, Kr. 300, H. og G. 100, Áslaug 125, B. S. 50, E. E. 100, J. S. 200, B. 50, H. H. 110, Ónefndur 150, K. D. 100, O. J. 50, Svava 100, Þakklát kona 100, V. S. 100. Föstudaginn 20. sept. sl. heimsóttu þrjár konur úr Rebekkustúkunni Bergþóru Blindraskólann, Bjarkarg. 8. Af hentu þær form. Blindravinafélags íslands, Þorsteini Bjarnasyni, höfðing- lega gjöf til skólans. Er það stórt knattlíkan upphleypt. Hnötturinn er gerður í Englandi og mjög vandaður. Mun hann koma að góðum notum við landafræðikennslu og áreiðanlega munu margir fleiri en nemendur fara höndum um hann sér til fróðleiks og skemmtunar. Blindravinafélag íslands þakkar þeim Rebekkusystrum innilega þessa nytsömu og veglegu gjöf. Ennfremur þakkar félagið þeim fyr- ir aðrar gjafir, vináttu og góðan skiln ing á vandamálum biinda fólksins, sem komið hefur fram á margan hátt í 25 ára starfi be* ’'°lferðar- málum blindra. Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar Eigum dún- og fið- urheld ver. Dun- og gæsa- dúnsængur og koddar tyr- irliggjandi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3 — Sími 14968 Bílamálun - Gljábrennsla Fljót afgreiðsla— Vönduð vinna. Merkúr hf.. Hverfis- götu 103. — Sími 11275. Keflavík 1 herb. og eldhús til leigu. Upplýsingar á Vesturg. 36. Reglusamur maður óskar eftir atvinnu: dyravörzlu, vinnulaunaútreikningi eða verðútreikningi. Heima- vinna kemur til greina. — Tilb. merkt: „Reglusamur — 3897“ sendist Mbl. fyrir 8. október. Miðstöðvarketill óska eftir að kaupa notað- an miðstöðvarketil með öllu tilheyrandi. Uppl. í síma 35972 eftir kl. 1. Hjólsög — Bandsög Til sölu hjólsög — til leigu bandsög. Hraunbraut 16, Kópavogi. Rafsuðuvél Ónotaður Mez transari til sölu. Hagstætt verð. Uppl. í síma 23117. Kona óskast til að sjá um kaffiveitingar fyrir lítið félagsheimili. — Sími 12764. íbúð óskast 2—3 herbergja íbúð óskast til leigu, má vera í Rvík, Kópavogi eða Hafnarfirði. Upplýsingar 1 síma 14296. Píanó — Pels Notað píanó og mjög fallegur pels til sölu. — Hagstætt verð. Sími 33250. íbúðir til sölu Til sölu eru íbúðir við Hjarðarhaga, Kleppsveg og Sólheima, 3ja, 4ra og 5 herb. — Félagsmenn, sem nota vilja forkaupsrétt sinn, hafi samband við skrif stofu félagsins að Hagamel 18, strax. B. S. F. prentara. Þakjárn Þakjárn 7 til 12 feta fyrirliggjandi. J.B. PÉTURSSON BLIKKSMIÐJA • STAlTUNNUGtRÐ JÁRNVORUVERZLUN Ægisgötu 4. — Sími 15-300. Dansskóli Eddu Scheving & fi '4 Kennsla hefst mánudag- inn 7. október. — Afhending skírteina fer ■ fram í dag: ! tj Uf’ Söfnin ÁRBÆJARSAFN er lokað. Heim- sóknir 1 safnið má tilkynna í síma 18000. Leiðsögumaður tekinn í Skúla- túnl 2. MINJASAFN REYKJ A VÍKURBORG- AR Skúatúni 2, opið daglega frá kl 2—4 e.h. nema mánudaga. ÞJÓÐMINJ ASAFNIÐ er opið á þnðjudögum, laugardögum og sunnu- dögum kl. 13.30—16. HSTASAFN ISLANDS ei opið á pnðjudögum, fimmtudogurn. laugar- dögum og sunnudögum fi.1. 13.30—16. Tæknibókasafn IMSÍ er opið alla | virka daga kl. 13—19 nema laugar- daga kl. 13—15. ÁSGRÍMSSAFN, Bergsíaðastræti 74, | er opið sunnudaga, pnðjutíaga og fimmtudaga kl. 1.30—4. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR er opið á sunnudöguncr miðviku- dögum kl. 1:30—3:30. Kópavogur í félagsheimili Kópavogs í dag frá kl. 4—7 e.h. Reykjavik KR-húsinu við Kaplaskjóls veg í dag frá kl. 1—3 e.h. Innritun í síma 23-500 daglega frá kl. 1—5 eftir hádegi. Unglingstelpa óskast til sendilerða á skrifstofu vora.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.