Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 2
MORCUNBLAÐIÐ r Laugardagur 5. okt. 1963 Vetrorstarf KFUIVI og K oð hefjast Á MIÐJUM komandi vetri verða liðin 65 ár frá því að K.F.U.M. hóf starf sitt meðal æsku þessa bæjar. Öll þessi ár hefur K.F. U.M. og K.F.U.K. hafið vetrar- starf sitt um svipað leyti og skól- ar hefjast. Að þessu sinni byrja fundir í barna- og únglingadeild- um félagsins n.k. sunnudag, þann 6. október. Félögin starfa nú á Gagarin og Tereskova til tunglsins Havana, 4. okt. (NTB-AP) SOVÉZKI geimfarinn Valen- tína Tereskova ræddi við fréttamenn á Kúbu í dag. — Sagði hún m.a., að Sovtérík- in myndu innan skamms senda mannað geimfar til ann arrar plánetu. Einnig sagði Tereskova, að Júrí Gagarín, fyrsti geimfari Sovtéríkjanna, yrði yfirmaður áhafnar geim- fars, sem sent yrði til tungls- ins á næstunni. Sagði Teres- kova, að hún yrði ein af áhöfn inni. Tereskova sagði að geimfarinu sem senda ætti til annarrar plánetu, yrði skotið á loft frá gervihnetti, sem væri á braut umhverfis jörðu. Send yrði til gervihnattarins eldflaug, sem maður stjórnaði. Myndi eld- flaugin lenda á hnettinum og taka eldsneyti áður en hún legði af stað í langferðina. — fjórum stöðum í Reykjavík og auk þess í Kópavogi. Aðalstöðv- ar félaganna eru eins og áður í húsi þeirra við Amtmannsstíg 2B, en auk þess hafa félögin und- anfarna vetur haft starf fyrir börn og unglinga í húsum sínum við Kirkjuteig 33, við Holtaveg, Langagerði 1 og í fyrra í Kópa- vogi í húsi Sjálfstæðismanna þar. Hvern sunnudagsmorgun kl. 10,30 er sunnudagaskólinn í hús- inu við Amtmannsstíg og á sama tíma er fundur fyrir drengi 9 —13 ára í Langagerði 1. Kl. 1,30 e.h. eru drengjadeilda- fundir í deildunum við Amt- mannsstíg, Kirkjuteig og Holta- veg. Telpnafundur á Amtmanns- stíg kl. 3 e.h. Unglingadeildir K.F.U.M. hefja starf síðar í vikunni, en þær hafa fundi á miðvikudögum eða föstudögum kl. 8,30, auk þess eitt eða tvö tómstundakvöld í viku. Verður meðlimum hverrar deildar tilkynntur fundartími með fundarboði. Sama máli gegnir um starf unglingadeilda K.F.U.K. en unglingadeildir fyrir stúlkur eru starfandi á mánu- dögum og fimmtudögum. Aðaldeildir félaganna eru fyr- ir þá, sem orðnir eru 17 ára og eldri. Fyrir konur hefur aðal- deild K.F.U.K. fundi á þriðjudög- um en aðaldeild K.F.U.M. hefir fundi fyrir karlmenn á fimmtu- dagskvöldum. Fundartími beggja er kl. hálf níu. Almennar samkomur á vegum K.F.U.M. eru í samkomusal fé- laganna við Amtmannsstíg 2B hvert sunnudagskvöld kl. 8,30. Félagsdómur. Dómendur í húsakynnum Hæstaréttar í gær (talið frá vinstri): Árni Guðjónsson, hrl; Einar B. Guðmundsson, hrl; Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari; Gunnlaugur Briem, ráðuneytisstjóri 0|g Einar Arnalds, yfirborgardómari. Félagsdómur Hlerkur áfangi í ísl. réttarsögu ara FÉLAGSDÓMUR verður 25 ára í dag. Var hann stofnaður 1938, skv. lögum nr. 80, það ár. Dómurinn er merkur áfangi í ísl. réttarsögu, og hef- ur starfsemi hans orðið til mikils ábata í þeim málum, sem afdrifarík hafa reynzt fyrir þjóðlífið á hverjum tíma og þarfnazt hafa skjótrar úr- lausnar. Fréttamenn voru í gær kvaddir á fund þeirra, sem nú sitja í Félagsdómi. Hafði for- seti hans, Hákon Guðmunds- son, hæstaréttarritari, orð fyr ir þeim, og skýrði nokkuð aðdraganda að stofnun og starfsemi dómsins. Leiklistarskóli LR settur í dag LEIKLISTARSKÓLI Leikfé- lags Reykjavíkur verður sett ur í dag kl. 5 síðdegis. Nálega 30 nemendur verða í skólanum í vetur, þar af 11 framhaldsnemendur. Kennt verður I eftirtöldum námsgreinum: Leik, fram- sögn, látbragðsleik, sviðshreyf ingum, raddbeitingu, andlits- föðrun, leiklistarsögu og bragfræði .Aðalkennarar eru leikararnir Helgi Skúlason og Steindór Hjörleifsson, en skólastjóri Sveinn Einarsson. Leiklistarskólinn er þriggja ára skóli, og brautskráðust úr honum í fyrra þeir fjórir nemendur, sem myndir sýnir, en þeir eru, talið frá vinstri: Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Jónína M. Óiafsdóttir, Elín Guðjónsdóttir og Katrín Ólafs dóttir. Ágætt héraðs- mót á ísafirði HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna á ísafirði var haldið laugardag- inn 21. sept. Frú Geirþrúður Charlesdóttir, formaður Sjálf- stæðiskvennafélagsins á ísafirði setti samkomuna og stjórnaði henni. Dagskráin hófst með einsöng Kristins Hallssonar, óperusöngv- ara, undirleik annaðist Skúli Halldórsson, píanóleikari. Þá flutti Matthías Bjarnason, alþing ismaður, ræðu. Síðan söng Sig- urveig Hjaltested, óperusöng- kona, einsöng. Þar næst flutti Ingólfur Jónsson, ráðherra, ræðu. Að lokinni ræðu Ingólfs sungu þau Kristinn Hallsson og Sigurveig Hjaltested tvísöng. Að lokum flutti Brynjólfur Jóhann- esson, leikari, gamanþátt. Ræðumönnum og listafólkínu var mjög vel tekið af áheyrend- um. Mótið var fjölsótt og fór vel fram. Samkomunni lauk síðan með dansieik. ^ Félagsdómur var settur á stofn árið 1938, skv. ákvæðum laga nr. 80, það ár. Skyldi dómurinn fjalla um mál, sem risu út af því, að ekki var fylgt reglum laga um: • Verkföll eða verkbönn, eða brotum gegn þeim fyrirmælum, að stéttarfélög skyldu opin öll- um í hlutaðeigandi starfsgrein. • í annan stað skyldi Félags- dómur fjalla um mál, sem risu út af ágreiningi um túlkun kjara samninga, svo og það, hvort kjarasamningar hefðu stofnazt, eða þeim löglega sagt upp, ef deila risi, vegna ágreinings um þessi atriði. • Þá skyldi dómnum vera heim ilt að fjalla um mál milli verka- manna og atvinnurekenda, ef að- ilar væru um það sammála að leggja ágreiningsmál sín fyrir dóminn, enda væru a.m.k. 3 dóm arar því samþykkir. Verkssvið Félagsdóms var víkkað 1943 með orlofslögum. Þó varð brátt Ijóst, að erfitt var fyr- ir dóm, staðsettan í Reykjavík, að reka orlofsmál hvaðanæva af landinu. Var því ákveðið 1945, að orlofsmál skyldu rekin fyrir almennum dómstólum, í viðeig- andi þinghám. 1954 var verksvið dómsins auk- ið. Þá var sett í lög, að stéttar- félögum, félögum meistara og iðnrekenda og einstökum at- vinnurekendum væri heimilt að leita úrskurðar dómsins um það, hvort ákveðin starfsemi félli und ir iðju eða iðnað, og til hvaða löggiltrar iðngreinar starfsemi heyrði. Með lögum nr. 55, frá 1962, voru dómnum fengin ný verk- efni, að því, er varðar kjara- samninga opinberra starfsmanna. Loks má telja, að Félagsdóm- ur hefur það verkefni að velja sáttasemjara í vinnudeilum í öll- um stéttaumdæmum landsins. Þau mál, sem Félagsdómur hef ur fjallað um, má flokka þann- ig, eftir fjölda mála: # Kjarasamningar. # Verkföll og vinnustöðvarnir. # Mál, sem risið hafa vegna félagsréttinda einstakra manna í stéttarfélögum, eða rétti stéttar- félags til inngöngu í samband stéttarfélaga. Einkenni dóma Félagsdóms er það, að þeim verður ekki áfrýj- að til Hæstaréttar, þeir eru end- anlegir. Hæstiréttur sker þó úr um, hvort einstök mál lúti dóm- sögu Félagsdóms. Annað einkenni mála dómsins er, að þau varða venjulega hags- muni fleiri aðila, en önnur dóms- mál. Hæstiréttur nefnir tvo menn í dóminn, er annar forseti hans. Þá nefnir Hæstiréttur 3 menn til kjörs fyrir félagsmálaráðherra, en ráðherra nefnir síðan einn þeirra til setu í dóminum, og ann an til vara. Alþýðusamband ís- lands nefnir einn mann í dóm- inn og Vinnuveitendasamband annan. Vinnuveitandi, utan Vinnuveitendasambandsins, get- ur og nefnt mann í dóminn. í sérstökum málum taka sæti dóm endur tilnefndir af Landssam- bandi iðnaðarmanna, Iðnsveina- ráði Alþýðusambands íslands og Fél. ísl. iðnrekenda. í kjaramál- um opinberra starfsmanna sitja í dóminum menn, tilnefndir af fjármálaráðherra og Bandalagi starfsmanna ríkis- og bæja. f Félagsdómi sitja nú: Aðaldómendur: Hákon Guð- mundsson, forseti dómsins, Gunn laugur Briem, Einar Arnalds, Ragnar Ólafsson (varamaður hans er Árni Guðjónsson) og Einar B. Guðmundsson. Hákon og Gunnlaugur hafa set ið í dóminum í 25 ár, Einar í 18 ár og Ragnar í 13 ár. ísleifur Árnason hafði setið í dóminum í 17 ár, er hann lézt á sl. ári. Alls hafa um 30 menn setið I dómnum. Fyrstu dómararnir, auk Hákonar og Gunnlaugs, voru Sverrir Þorbjörnsson, forstjóri Tryggingarstofnunarinnar, Kjart an Thors, framkvstj., og Sigur- jón Á. Ólafsson, fyrrum formað- ur Sjómannafél. Reykjavíkur. Nýr hafnargarður á Noröfirði Hægt að afgreiða tvö stör skip í einu FRÉTTARITARI blaðsins á Norðfirði, Asgeir Lárusson tók meðfylgjandi myndir af hafn arframkvæmdum í Neskaup- stað. Hann skrifar: Um hafnarframkvæmdir er það að segja, að byrjað var á uppfyllingu mánaðamótin maí-júní 1963. Rekið var nið- ur stálþil og síðan fyllt að með grjóti og sandi. Vitamála stjórnin hafði verkið á hendi, en verkstjóri var Sverrir Björnsson frá Kópavogi, en verkfræðingur Þór Aðalsteins son, Reykjavík. Uppfylling þessi er geysi- mikið mannvirki, um 7000 fer metrar að stærð. Við suður- kant, sem er 70 m langur verður 8 m dýpi á stórstraums fjöru og getur því hvaða ísL skip, sem er, athafnað sig þar. Vesturkantur verður 50 m langur og austurkantur 70 m. Þar er áformað að grafa með fram, svo dýpi verði 4 m á fjöru. Nú er verkið það langt kom ið að reiknað er með að því ljúki um miðjan október og verður þá tekin í notkun þessi áfangi hafnarinnar, en þetta er fyrsti áfangi af fyrir hugaðri lokaðri höfn. Út frá suðurkanti á svo að koma 20 m breiður garður með sömu stefnu og suðurhlið uppfyll- ingarinnar, en við það mynd- ast lokuð bátakví. Verkið hefur gengið mjög vel og kostnaður orðinn ca. 9 milljónir. Með tilkomu þess arar uppfyllingar gerbreyt- ist öll aðstaða hér i höfninni til hins betra. Þarna verður hægt að afgreiða t.d. tvö stór skip í einu og fyrir eru þrjár bryggjur, sem hafnarsjóður á svo ekki ætti að koma til á- rekstra um afgreiðslu skipa á næstunni. í sumar voru t.d. oft stórvandræði á bryggju- Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.