Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 6
« MORCUNBLADIÐ r Laugardagur 5. okt. 1963 Kjartan Jóhannesson organleikari, sjötugur Ágangur gæsa nýr á íslandi Skotar verjast fuglinum með ýmsu máti NÁLEGA á hverju hausti hin síðari ár hefur góðan gest borið að garði í sóknum Holtspresta- kalls. Er það Kjartan Jóhannes- son, organleikari frá Stóra-Núpi í Árnessýslu, sem þá er kominn til þess að æfa kirkjukórana í prestakallinu. Hefur Kjartan starfað á vegum Kirkjukórasam- bands íslands að tilhlutun söng- málastjóra mörg hin síðari ár af frábærum dugnaði og samvizku- semi og víða farið um land. Okk- ur hjónum munu komur Kjart- ans og dvalir á heimili okkar í Holti ávallt verða með kærustu minningum okkar þaðan að austan. Kjartani fylgja góðar dísir að garði, ást á söngmennt og fögrum listum, lotning fyrir fegurð og göfgi, rækt við kristna trú og þjóðlega menningu. Og glaðværð og prúðmennska, hvar og með hverjum, sem hann er. Þær eru orðnar margar stundirn- ar, sem hann hefur fyllt hús okk- ar með söng og fögrum orgelleik, og starfið í kirkjum okkar hefur búið vel og lengi að þeirri upp- örfun og kennslu, sem hann hef- ur veitt kirkjukórunum. í>á hef- ur og ekki á því staðið, að hann væri boðinn og búinn til liðs við okkar of fámennu söngkrafta við hátíðleg tækifæri, svo sem vígsl- ur kirkna, og sett svip á þær at- hafnir með orgelleik sínum og söngstjórn. Fyrir þetta finn ég mér skylt að þakka fyrir mína hönd og safnaða minna. Og ég veit, að þessa sögu hafa fleiri að segja af Kjartani Jóhannessyni og störfum hans í þágu söngmál- anna. Hann hefur verið þar dygg ur starfsmaður og trúr og á þar orðið mikinn starfsdag að baki. En sú er ástæðan til þess að ég er að rifja þetta upp nú, að 5. október þessa árs er Kjartan Jóhannesson sjötugur að aldri, fæddur 5. október 1893 að Skriðu felli í Gnúpverjahreppi. Foreldr- ar hans voru Ámi Eggertsson frá Ásum í sömu sveit og kona hans Margrét Jónsdóttir, bónda á Álfsstöðum á Skeiðum, Magn- ússonar. Mér er ókunnugt um uppvöxt Kjartans, aðeins það, að hann tekur ungur að leggja stund á hljóðfæraleik, einkum orgel- leik, og tungumál og hljóm- fræði, eftir því, sem föng voru á, og vann fyrir sér jafnframt náminu. En Kjartan Jóhannes- son hlýtur fljótlega að hafa vak- ið traust skyniborinna manna á hæfileikum sínum og þekkingu, því að árið 1919 er hann orðinn kennari í orgelleik við Kennara- skóla íslands. Þaðan í frá má segja, að starf hans sé að lang- mestu leyti helgað tónlist og söngmennt. Hann kenndi árum saman orgelleik í Reykjavík og aðstoðaði við hljómleika. Hann var organleikari fríkirkjunnar í Reykjavík í sjö ár og fríkirkj- unnar í Hafnarfirði í fimm ár. Þá hefur hann og gegnt orgel- leikarastörfum við Stóra-Núps- kirkju á fimmta áratug og Skarðs kirkju í Landsveit í tíu ár. En hér eru þó ótalin hin miklu ferða lög hans og kennslustörf víðs- vegar um land eftir að hann fór að starfa að þjálfun kóra á veg- um Kirkjukórasambands Islands. í því starfi hefur hann verið kennari hjá Kirkjukórasambandi Rangárvallaprófastsdæmis hvað eftir annað. Og bæði stjórn sam- bandsins og söngfólkið í kórun- um senda Kjartani nú hugheilar þakkir fyrir starfið ásamt vinar- kveðju og heillaósk. Hver kennsla, sem það nafn er gefandi, er íþrótt, sem nálgast list. Og hver kennari hefur sitt eigið persónulega verklag. Verk- lag Kjartans Jóhannessonar bygg ist á traustri þekkingu og smekk- vísi, samfara djúpri alúð og ást á viðfangsefninu. En hér við bæt- ist fáguð framkoma, ljúfur, hlýr persónuleiki, sem stafar frá sér góðvild og göfgi. Allt þetta til samans veldur þvi, að leiðsögn hans verður árangursrík og nota- drjúg og samverustundirnar með honum þægilegar, þó að kapp- samlega sé unnið. Við hjónin sendum Kjartani Jó hannessyni hugheilar hamingju- óskir í tilefni afmælisins með þökk fyrir vináttu og samstarf á liðnum árum. Og bæði vildum við þess biðja, að honum mætti enn lengi endast heilsa og þrek til þess að vinna að söngmennt og söngrækt — þeirri mannbætandi list, sem hann hefur helgað líf sitt og starf. Þar vinna að vísu margir góðir — en seint ofaukið öðlingi. Sigurður Einarsson í Holti. • ÁIIEIT Á ÞORLÁK HELGA? Kona hér í borg sendir Vel- vakanda þessa hugmynd: „Allir vita, hve fólki hefur reynzt vel að heita á Strandar- kirkju, og margir hafa þá trú, að hún líkní þeim og liðsinni, sem á einhvern hátt eru í nauð- um staddir og á náðir hennar leita. Fyrr á öldum þótti mörgum gott að heita á Þorlák biskup i SUMAR hafa farið fram rann- sóknir á tjóni af völdum villi- gæsa hér á landi. I júlí var hér 5 manna flokkur, sem taldi gæs- ir úr lofti og í september hefur dr. Janet Kear, frá „The Wild Foul Trust“ ferðast um landið til að rannsaka tjón af völdum álfta og gæsa. Hefur hún komið á yfir 100 býli víðs vegar um ísland, þar sem kvartað hefur verið undan ágangi gæsa. Næsta sumar verður svo aftur talið úr lofti og haldið áfram rannsókn- um á tjóni að vorinu og skýrsl- ur gefnar um árangur, til að byggja á ákvarðanir um hvort eða hvernig skuli brugðizt við. Dr. Kear er einasti sérfræðing- urinn sem fengizt hefur við rann sóknir á tjóni sem þessir fuglar valda, því það er óþekkt fyrir- bæri annars staðar en hér og í Skotlandi, enda um sömu fugla að ræða, grágæsina, er dvelur í Skotlandi á vetrum. í viðtali við blaðamenn sagði hún að bændur hefðu yfirleitt sagt sér að gæsir væru færri og tjón af völdum gæsa væri minna í ár en undanfarin 2 ár og telur að það stafi m.a. af því að byrj- að er að gera einhverjar varúð- arráðstafanir til að verjast gæs- inni, bæði með sáningaraðgerð- um og eins með því að hafa fuglahræður. í Skotlandi, þar sem bændur hafí átt þessu vandamáli að mæta í aldaraðir, sé aldrei sáð ofan á moldina, þar sem vitað er að fuglar hirða kornið, held- ur því komið niður í hana. Held- ur ekki sé sáð í land, sem sé ógirt upp af vatni, svo gæsin geti geng ið beint þangað. Mestu tjóni valdi fuglar sem eru að fella fjaðrir og þó um fljúgandi fugla sé að ræða, þá setjist þeir aldrei þar sem girt sé kringum korn, sem orðið er um 12 sm. hátt. Þá sé ekki sáð í akra mjög langt frá bæjum og vegum, þar sem umferð haldi fuglunum í burtu. Einnig séu notaðar fuglahræður í stórum stíl og rafgirðingar, þar eð fuglar sem snerti þær með vota fætur, verði hræddir. Slíkt umstang sé ekki auðvelt fyrir íslendinga. En hún kvaðst aðeins geta skýrt frá aðferð Skota í þessu sambandi. Hér hefði dr. Janet Kear tal- að við 12 bændur, sem reynt hafa karbitbyssurnar, sem gaf helga, bæði hér á landi og er- lendis. Þótti hann bregðast vel við áheitum. Nú er víst, að Is- lendingar eru enn gefnir fyrir áheit, og ekki sakar þá, að heit- fé þeirra komi niður í góðum stað. Því hefur mér komið í hug, hvort forráðamenn Skál- holtsstaðar vildu ekki beita sér fyrir því, að menn hétu á Þor- lák helga, og yrði áheitafénu síðan varið Skálholti til góðs með einum eða öðrum hætti. frá sér hvell með jöfnu millibili. Aðeins tveir sögðu að þær dygðu ekki, en talið er að það stafi af því að reynt var að nota þær á of stóru svæði. Tjóniff eykst meff fjölgun fugla og aukinni ræktun Dr. Kear sagði að sér virtist tjón af völdum svana tiltölulega lítið og bundið við lítil svæði. Aftur á móti virðist grágæsin um skeið hafa valdið tjóni á rækt uðu landi og einkum hafi tjónið orðið áberandi með aukinni ný- rækt og aukinni ræktun korns í fjarlægð frá bóndabæjum og ná- lægt ám og vötnum. Verstu svæð in séu Fljótsdalshérað, Horna- fjörður, kringum neðanverða Þjórsá og neðarlega í Skagafirði. — Ég býst við að tjónið aukist í hlutfalli við aukna jarðyrkju og fjölgun fuglanna, sem hefur verið að smáfjölga um nokkurn tíma, einkum síðan 1940, sagði dr. Kear. Aftur á móti hverfur tjónið af völdum fuglanna þar sem byggð verður mjög þétt, þannig að umferðin heldur þeim frá. Gæsir vilja korn fram yfir allt GRAFARNESI, 27. september. Fimmtudaginn 26. sept. var hald inn fundur aff Hótel Fell í Grundarfirffi, þar sem saman voru komnir útvegsmenn af Snæ fellsnesi. Fundarboffendur voru Landssamb. ísl. útvegsmanna og mættu af þess hálfu á fundinum Sigurffur Egilsson, framkvstj. og Kristján Ragnarsson, erindreki. Tilefni fundarins var að stofna Útvegsmannafélag Snæfellsness og kemur það í staðinn fyrir hin- ar ýmsu deildir útvegsmanna í sjávarþorpunum á nesinu. Er þetta samkvæmt skipulagsbreyt- ingu L.Í.Ú. Samþykkt voru lög fyrir fé- lagið og stjórn kosin. Hana skipa eftirtaldir menn: Guðm. Runólfs son, Grundarfirði, form., Halldór Jónsson, Ólafsvík, Víglundur Jónsson, Ólafsvík, Þórir Ingvars- Bið ég Velvakanda að koma þessari uppástungu áleiðis“. • TIL SÍMANS: Reykvíkingur skrifar: „Nú, þegar símgjaldahækk- unin er nýdunin yfir, dettur manni í hug, hvort rétt sé að miða við 600 símtala lágmark á ársfjórðungi hjá öllum. Hér í borg er margt manna, sem not- ar síma ekki nema einu sinni á annað, og þroskað bygg hefur sérstakt aðdráttarafl fyrir þær. Er tjón á byggi greinilegt að sögn dr. Kear. Aftur á móti virð- ist tjón á kartöflum ekki alvar- legt og tjón á káli sjaldgæft. Tjón á grasi er ekki mjög áber- andi núna, en hún kvaðst vonast til að geta athugað það nánar að vorinu. Kvaðst dr. Kear nú senda skýrslu til dr. Finns Guð- mundssonar og Búnaðarfélagsina um athuganirnar. Dr. Finnur sagði að engin vand kvæði mundu verða á því að fá undanþágu til að eyða gæsinni eða verja landið eftir að vísinda- leg rannsókn á tjóni hefði farið fram. En skv. alþjóðlegum sam- þykktum er bannað að skjóta þessa fugla um varptímann og yfirleitt alla fugla. Enda mundi það verða of seinleg og ófullkom- in aðferð, ef til þess kæmi. Þá þyrfti að eyða fuglunum á á- ákveðnum svæðum í stórum stíL Að skjóta einn og einn fugl, kæmi ekki að gagni. En ef fara þyrfti út í þetta, þá yrði það kostnaðarsöm barátta, sem stend ur um eilífð, alveg eins og fækk- un og eyðsla á öðrum meindýr- son, Stykkishólmi og Skúli Alex andersson, Hellissandi. — Emil. Gjöf til Hall- veigarstaða GÍSLI Magnússon, Miklubraut 52 Reykjavík, færði framkvæmda nefnd Hallveigarstaða fyrir skörhmu gjöf að upphæð kr. 1.000,00 — eitt þúsund — til minningar um konu sína Katrínu Runólfsdóttur. Katrín var fædd 8. september 1889, en lézt árið 1952 hér í bæ, en lengst af bjuggu þau hjón í Borgarnesi, og var heimili þeirra rómað fyr ir gestrisni og myndarskap. Framkvæmdanefndin er þakk- lát fyrir þessa góðu gjöf. dag, en þarf samt nauðsynlega að hafa síma. Mér dettur t.d. í hug gamalt fólk og lasburða, sem hringir til ættingja sinna (eða þeir til þess) einu sinni á degi hverjum, til þess að láta fylgjast með því. Þá eru og aðrir, t.d. einhleypingar, sem vinna úti allan daginn, og nota símann e.t.v. einu sinni eða tvisvai á kvöldin. Þetta fólk notar símann ekki 90—100 sinn- um á ársfjórðungi. Ég veit, að mörgum þykir gott að umlram-símtölin skuli ekki byrja, fyrr en eftir 600 við töl. í nútímaþjóðfélagi er það sjálfsagt nauðsyniegt. En hinir mega ekki gleymast, sem nota símann ekki nándar nærri því svo mikið. Afnotagjald þeirra ætti að vera lægra“. um. — /r UtvegssnannaSélacj Snætellsness stofnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.