Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ r Laugardagur 5. okt. 1963 BRJÁLAÐA HÚSIÐ ELIZABETH FERRARS sem hún var í, fór vel við greiðsl una. — Það, sem ég vildi spyrja um, er þetta, sagði Toby: — Er nokk uð í íbúðinni ykkar, sem mundi vera — segjum — þrjátíu punda virði? Þetta kom henni á óvart, en hún var vör um sig og hallaði undir fiatt. — Eitthvað, hélt Toby áfram — svo sem til dæmis mynd eða vegg skraut eða kannski einhver skart gripur — en líklega þó eitthvað eins og til dæmis mynd eða veggskreyting. Það kom undrunarsvipur á fal lega andlitið. — Hvað í veröld- innr fær yður til að spyrja að þessu? — Jæja, það er þá eitthvað . . . Hún kinkaði kolli. — Já, en við urðum þess ekki varar fyrr en sv6 sem fyrir hálfum mánuði. Maður, sem ég þekki, kom í íbúð ina og hann sá þá og sagði . . . — Þá. hverja? — Það voru tveir vasar — kín verskir vasar. Lou náði í þá fyr- ir fáei-na sltildinga í einhverri skranbúð. Eg hef nú ekkert vit á þeim, en þeir eru fallegir. Og þessi maður sagði okkur, að þeir væru þrjátíu punda virði. Hann sagði, að þeir hefðu eitthvað sér stakt til síns ágætis — ég man nú ekki lengur hvað það var. Lou fór að tala um að selja þá, en ég sagði, að það skyldi hún ekki gera. Eg sagði, að húri skyldi heldur reyna að loða á þeim. — Druna, sagði Toby. — Er einhver, sem gæti komizt inn í íbúðina, sern þú gætir beðið um að fara þangað sem fljótast og athuga, hvort þessir vasar eru þar enn? — Já, en . . . -— Er það einhver ? — Ja-á, ég býst við því, en . . . — Geturðu náð í hann í síma.? Hún starði á hann, spyrjandi og óróleg á svipinn. — Hvað ertu að fara? Það er engin hætta á, að þeim hafi verið stolið. Eg skil þetta alls ekki. — Flýttu þér að því, sagði Max Potter, í æsingi og ákafa. — Gerðu eins og hann segir þér, og vertu ekki með neinar bjána- spurningar. Hún svaraði með illsku: — Þú þarft ekki að tala svona við mig. Ég er ekki-ein af nemend- um þínum. — Jú, þú ert einmitt álíka vit laus og þeir eru flestir, svaraði hann snöggt. Flýttu þér að því! Skilurðu það ekki, stúlka, að þessar spurningar hans eru svo hlægilegar, að það gæti vel verið eitthvert vit í þeim. — Vertu nú væn, og komstu að þessu fyrir mig, sagði Toby. — Það getur verið mikilvægt. Hún stóð upp með semingi. — Eg botna bara ekkert í þessu. Lou var ekki myrt fyrir tvo vasa. Það nær ekki nokkurri átt. — Æ, guð minn góður! and- varpaði Max Potter. Druna gekk burt. Max Potter henti vindlinga- bréfi til Toby. — Spurðu mig ekki neins, sagði hann. — Eg svara engu. — Gott og vel. Toby stakk vindlingi upp í sig, fleygði bréf- inu til baka og stikaði svo yfir grásblettinn í áttina til Fry-hjón anna. Krakkaugun í Max Potter gláptu með undrunar- og gremju svip. Fry-hjónin voru í miðjum ein hverjum viðræðum þegar Toby kom til þeirra. — Ef við gætum gert Evu eitt hvert gagn með því, sagði frú Fry — mundi ég auðvitað verða kyrr. En, í alvöru talað, Polplue, hvað getum við gert fynr hana? Góðan daginn, hr. Dyke. Segið mér, getið þér hugsað yður nokk urt gagn að því, að við verðum hér kyrr? Sjálfum finnst mér bara við vera fyrir. — Eva hefur ekkert orð látið falla í þá átt, að okkur væri hér ofaukið, sagði Fry í fyrtum tón. — Frúin svaraði hvasst: — Hún hefur heldur ekki sagt, að við værum hér velkomin. — Eva er nú ekki vön að segja neitt í þá átt, sagði gamli mað- urinn. — Eg er í engum vafa um það, Nelia, að hún einmitt treyst ir á þig, eins og nú er ástatt, og það væri eigingirni af okkur að vera að fara heim. Frú Fry rak upp háðslegan hl'átur. — Þú hefur aldrei haft nokkurn vott af skilningi á Evu, Dolphie. Hún sneri sér að Toby. — Eg ól hana Evu upp, hr. Dyke, að mestu af sömu ástæðu og ég er nú að ala upp hana dóttur hennar. Hún er mér eins og dótt ir, enda þótt ég geri mér það nú kannski öllu ljósara en Eva sjálf. Ekki svo að skilja, að ég sé neitt að leggja henni það' til lasts. Við erum öll eins gerð og guð hefur gert okkur, og Eva veslingurinn er að mestu leyti eins og hún mamma hennar sál- uga, Eugenia var mjög falleg kona og líka mjög heimsk. Hún hafði ýmsa hæfileika, rétt eins og Eva hefur líka, en gerði ekk ert úr þeim. Hún var yngri en ég og sarrrt var ég bara á fyrsta ári í Girton-skólanum, þegar hún var orðin gift kona. Hún hafði ýmislega andlega hæfileika en spillti þeim öllum með hégóma- skap og kaldranahætti. Eg held, að Eva sé ennþá skapharðari en mamma hennar var af náttúr- unni, en samt minnir hún mig svo á mömmu sína stundum, að ég gæti grátið af gremju yfir því, hvernig spilling á fólki getur end urtekið sig. Og þegar ég hugsa um Vanessu, þá . . . Maðurinn hennar greip nú fram í með óþreyju: — Jæja, eig um við þá að fara heim, eða eig um við ekki? Hún horfði á hann eins og hugsi: — Þér finnst við eigum að vera kyrr, Dolphie? — Eg veit, að mitt álit hefur ekkert að segja, sagði hann með sama önugleikann í málrómn- um, — en að mínu áliti væri það eigingirni að . . . — Vanessa! æpti frú Fry allt í einu. Toby leit um öxl og sá þá, hvar Vanessa og Georg komu fyrir hus hornið og leiddust. Frú Fry setti upp gremjusvip. Með rödd, sem var greinilega » • . . • • • . « “ .» o o : - . II mm if C05PER i/vi c ••#•« o0„«o • o • o o « °° q o — Það er sprungið ÞÍN megin. settari en áður, sagði hún við Toby: — Eg vona, að þessi félagi yðar sé viðeigandi félagsskapur fyrir barn. — Seisei já, svaraði Toby. — Krakkar hænast alltaf að honum Georg. — Já, börn hænast stundum að þvi, sem ekki er heppilegt fyrir þau. — Á það ekki við um okkur öll? sagði Toby. — Þér megið ekki móffgast, sagði hún alvarlega. — Eg hef ekkert á móti félaga yðar. En það er bara þetta, að Vanessa er svo . . . eitthvað svo . . . Hún hikaði. Og með rödd, sem vildi ekki gera ofmikið úr neinu, bætti hún við: — Vanessa ólst upp við svo óheppilegt umhverfi . . . — Jæja, Nelia, viltu nú ekki reyna að ’koma þér niður á því, sem er fyrst og fremst um að ræða — hvort við förum heim eða verðum hér kyrr? Því að ef við verðum kyrr, þá . . . — Ef þú ert viss um, að við ættum að verða kyrr, þá verðum við það, sagði hún. Hann leit á hana, eins og hann tryði ekki sínum eigin eyrum. Skýrsla Dennings um Profumo-málið Astor lávarður og hópur af gest um hans þangað eftir kvöldverð inn, til að horfa á sundið. Lávarð urinn og Profumo gengu á undan konum sínum og gestunum. Christine Keeler flýtti sér að ná í sundfötin. Stephen Ward fleygði þeim hinumegin við hana svo að hún náði ekki í þau strax. en hún greip handklæði til að hylja nekt sína. Astor lávarður og Profumo komu að í þessu og öllu var slegið upp í gaman — það tók ekki nema nokkrar mín- útur og konurnar sáu alls ekkert ósiðlegt. Ward og stúlkurnar klæddu sig síðan og fóru í höll- ina, og tóku þátt í samkvæminu nokkra stund. Eftir hádegisverð á sunnudag fóru Ward, stúlkurnar og Ivanov í sundlaugina. Astor lávarður og nokkrir gestir hans komu þar einnig og syntu. Þetta var kátt og gamansamt samkvæmi, þar sem allir voru í sundfötum og ekkert ósiðlegt gerðist. Profumo og fleiri tóku þarna myndir. Þær sýndu að sjálfsögðu Profumo með einhverjum stúlknanna, en alls ekkert ósiðlegt. Ivanov höfuðsmaður fór frá Cliveden snemma kvöldsins og tók Christine Keeler með sér til borgarinnar. Þau fóru í íbúð Wards og drukku þar talsvert og ef til vill hafa þau einnig haft þar samfarir. Ivanov fór samt þaðan áður en Ward kom sjálf- ur heim, um miðnætti. En Ivan ov varð aldrei elskhugi Christine. Samband Profumos við Christine Keeler. Það kemur berlega í ljós, að um þessa helgi varð Profumo mjög hrifinn af Christine Keeler og einráðinn í að hitta hana aft- ur ef hann gæti. Og auðvitað var þetta auðvelt, fyrir milligöngu Wards. Næstu daga og vikur átti Profumo stefnumót við hana Hann heimsótti hana á heimili Wards og hafði þar samræði við hana. Stundum kom hann þar þótt Ward eða einhver annar var þar til staðar. Þá var hann van- ur að fara með hana í ökuferð, þangað til íbúðin væri orðin manntóm. Einu sinni notaði hann ekki sinn eigin bíl, af því að kona hans var með hann úti í sveit. Þá notaði hann bíl sem ráð herra nokkur átti og hafði á sér merki framan á. Hann fór þá og sýndi henni Whitehall og Down ing Street, einnig Regent’s Park Profumo skrifaði Christine Keel er tvö eða þrjú stutt bréf og gaf henni fáeinar gjafir, svo sem ilm vatn og vindlingakveikjara. Hún sagði honum, að foreldrar sínir ættu örðugt uppdráttar og hann gaf henni 20 sterlingspund handa þeim, og skildi þetta þannig, að á þennan hátt væri hún, mc. kurteisum orðum að fara fram á greiðslu fyrir þjónustu sína. í ágústmánuði 1961, þegar konan hans var stödd á eynni Wight fór hann með Christine Keeler heim í hús sitt í Regent’s Park Yfirleitt er ég sannfærður um, að tilgangur hans með því að heim- sækja hana var eingöngu sá að fá hana til fylgilags, af því að honum fannst hún girnileg. Þvi hefur verið haldið fram, að Ivan ov hafi einnig verið elskhugi hennar. Svo tel ég ekki, að haft verið. Sunnudagskvöldið 9. júlí 1961, var algjörlega einangrað tilfelli. Eg held, að Ivanov hafi farið heim til Stephen Warda eingöngu sér til skemmtunar og viðræðna, en ekki með kvenna- far í huga. Eg held ekki, að þen Ivanov og Profumo hafi nokk- urntíma hitzt heima hjá Stephen Ward eða þar í dyrunum. Vafa- laust hefur stundum litlu munað að þeir hittust — og af þessu höfðu þau Ward og Christine Keeler mikla skemmtun. Síð- ar hefur mikið verið gert úr þessu. Því hefur verið haldið fram, að Ivanov og Profumo hafi skipzt á um hana. Það legg ég ekki trúnað á. (III) Beiðni um upplýíingar. Um þessar mundir, líklega kringum Cliveden-helgina, sagði Ivanov Ward, að Rússar vissu fyrir víst, að Bandaríkjastjórn hefði ákveðið að búa VesturÞýzka land kjarnavopnum, og bað Ward að komast að því, með hjálp áhrifamikilla vina sinna, hvenær þetta yrði framkvæmt. Án þess að segja það berum orð- um, gaf Ivanov í skyn, á lævís- legan hátt, að ef Stephen Ward útvegaði svar við þessu væru möguleikar á Moskvuferðinni. Ein mikilvægasta spurningin í irannsókn minni er þessi: Bað Stephen Ward Christine Keeler |að fá hjá Profumo upplýsingar um það, hvenær Bandaríkja- (menn ætluðu að útvega Þýzka- ilandi kjarnavopn? Ef hann hef I ur beðið hana þess, hefur það 'sennilega verið um þessar mund jir, í júlí 1961 — því að þetta var einmitt það, sem Ivanov hafði beðið Ward að komast að hjá hin- um áhrifamiklu vinum sínum. Eg er í miklum vafa um minni hennar um þetta atriði. Hún hef ur sagt söguna í ýmsum útgáfum og með ýmsum tímasetningum. ’ (Einu sinni sagði hún, að þetta hefði verið þegar uppreisnin á Kúbu brauzt út, í október 1962). Það sem ég held, að sé sannleik urinn í málinu, er sem hér segir: Ward og Ivanov hefur að henm ! viðstaddri orðið margrætt, um að ná í þessar upplýsingar. Þá getur Ward vel hafa snúið sér | til hennar og sagt, sem svo: „Þú ! ættir að spyrja Jack (Profumo) um það“. En ég held ekki, að það j hafi verið sagt í þeirri alvöru, sem síðar hefur verið gerð úr því. Stephen Ward sagði við mig (og því trúði ég hjá honum): | „Hreinskilningslega sagt held ég, að enginn maður með fullu | vi’ti hefði farið að biðja mann- \ eskju eins og Christine Keeler, að j fá upplýsingar eins og þessar hjá I hr. Profumo — hann hefði alveg umhverfst". Ef Ward hefur yfirleitt sagt þetta við hana, hefur það ekki verið í alvöru, eða i þeirri veru, að hún færi eftir því. Hún sagði mér, og ég trúði henni, að hún hún hefði aldrei beðið Profumo um þessar upplýsingar. Profumo var líka viss um, að hún hefði aldrei beðið hann þess, og ég er sjálfur sannfærður um, að hann hefði aldrei sagt henni neitt, þótt hún hefði farið fram á það. — (Síðar hefur þetta atvik verið blásið mjög upp, en ég held, að allt of mikið hafi verið gert úr þýðingu þess). (IV) Aðvörun Sir Norman Brook. Hinn 31. júlí 1961 benti yfir- maður öryggisþjónustunnar, Sir Norman Brook (sem þá var full- trúi ríkisátjórnarinnar, nú Nor- man-brook lávarður) á, að það gæti verið gagnlegt, ef hann ætti viðtal við Profumo um Stephen Ward og Ivanov höfuðsmann. (Ég mun koma að ástæðunni til þessa síðar, þegar ég kem að framkvæmdum öryggisþjónust- unnar í málinu'. Samkvæmt þessari beiðni, talaði Sir Norman við Profumo, 9. ágúst 1961, og benti honum á að fara sér var- lega í viðskiptum sínum við Stephen Ward. Hann sagði, að ýmislegt benti til þess, að Ward hefði áhuga á að snapa uppi hin- ar og þessar upplýsingar og láta þær ganga áfram til Ivanovs. Profumo tók þessari aðvörun með þökkum. Hann sagði sir Norman, að hann hefði hitt Iv- anov um Cliveden-helgina, og síðar hefðu þeir hitzt við mót- töku í Sovétsendiráðimi. Við það tækifæri virtist Ivanov leggja á það mikla áherzlu að sýna hon- um kurteisi. Þetta voru einu tvö skiptin, sem Profumo hefði hitt Ivanov höfuðsmann. Hins vegar þekkti hann Stephen Ward miklu meira. Profumo bætti því við, að svo margir fleiri þekktu Ward, að það væri ekki úr vegi að vara einnig þá við honum. Hann nefndi svo nafn annars ráð- herra í stjórninni, sem svo sir Norman aðvaraði síðar. En svo minntist sir Norman á annað við- kvæmt mál, sem yfirmaður ör- yggisþjónustunnar hafði bent honum á: Var hugsanlegt að fá Ivanov til að hjálpa okkur? En frá því réð Profumo eindregið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.