Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. okt. 196b ir æt að En vilja ekki fullyrða hvoru megin sigurinn liggur Á MORGUN, kl. 4 síðdegis, er stórorusta „bikarsins". Þetta er síðasti leikur sumarsins í knattspymu, uppgjör milli KR, tslands- meistara í ár og bikarmeistara frá upphafi keppninnar eða í 3 ár samfleytt, og Akurnesinga, sem áður báru ægishjálm yfir aðra í knattspy.rnu og hafa með endurheimt nokkurra sinna gömlu góðu meistara aftur komizt á þann bekk að vera til alls líklegir og það gerir leikinn á sunnudaginn, þennan síðasta leik ársins, æsi- spennandi. + Misjafnt gengi Akranesliðjð hefur komizt í úrslit bikarkeppninnar með því að gersigra Fram og Val. KR liðið er þangað komið eftir knappa, en að vísu verðskuld- aða sigra, yfir B-liði Akraness og Keflavík. Samkvæmt því ætti Skagamönnum að vera auð- velt lokasporið að bikarnum. En það er við KR að eiga, liðið sem getur magnast við hverja raun og úrslitin eru engan veg- inn viss. ■fc Engin leynivopn Af þeim sökum töldum við þjóðráð að láta fyrirliðana tala svolítið um möguleikana. Síma- stúlkurnar á Akranesi náðu í Helga Dan., fyrirliða Akraness fyrir okkur og við sögðum: — Er þetta fyrirliðinn? — Já, det er kaptainen — hver er þetta annars sem ég tala við. (Það var upplýst). — Hvernig leggst þetta í þig? — Aldeilis prýðilega. Við er- um ákveðnir í því að vinna. Okkur finnst eiginlega núna að ekki komi annað til greina. — Nokkur leynivopn? — Þér að segja þá höfum við Úrslit í 2. flokks mótinu í dag ÚRSLIT í landsmóti 2. flókks í knattspymu fara fram á Mela- vellinum kl. 4 í dag. Til úrslita keppa lið Keflvíkinga og KR. Enska knattspyrnon 11. umferð ensku deildarkeppninn- »r fór fram fyrri hluta þessarar viku og urðu úrslit þessi: 1. deíld: Bumey — Blackburn Ipswich — Bolton Blackpool — Fulham Chelsea — Manchester U. Everton — Arsenal Sheffield W. — Leicester Tottenham — Birmingham Wolverhampton — W. B. 2. deild: Northampton — Leeds Kotherham —Southampton Scunthorpe — Leyton O. Swindon — Charlton Cardiff — Grimsby Newcastle — Portsmouth Norwich — Preston Plymouth — Sunderland 5— 0 1— 3 1—0 1—1 2— 1 1—2 6— 1 0—0 0-3 2—3 0—0 2—2 0—0 1—0 2—1 lr—1 1 I. deild er Tottenham efst með 16 stig, en næst koma W.B.A. og Manchester United með 15 stig. Ips- wich er í neðsta sæti með 4 stig. í II. deild er Swindon efst með 17 stig og Sunderland í öðru sæti með 15 stig. Scunhorpe er nðst með 4 stig. á að skipa 12 mönnum og búið. Tólfti maðurinn er Guðjón Ber- þórsson, sem var bakvörður um daginn, æfingalítill, enda nýkom inn af sjónum. Við eru búnir að nota 19 menn í B-liðið og eng- inn þeirra má koma í A-liðið. Það er því engin leynivopn hjá okkur. — Hafið þið haft sérstakan undirbúning? — Nei, það gerum við aldrei. Við reynum að hafa undirbún- inginn sem líkastan daglegu lífi okkar. Við höfum alltaf fund fyrir leik, en annað og meira hefur okkur ekki reynzt vel. Nei, enginn sérstakur undirbún ingur, ekkert „tilstand“. — Allir í góðri æfingu? — Já, mér finnst liðið okkar með frískasta móti, nema, kannski helzt ég.. Liðið hefur í tveim síðustu leikjum fundið leiðina að marki mótherjanna og ég vona að hún sé ekki glöt- uð. Að vísu hefur mótstaðan ekki verið ýkja mikil — en samt, það er gott líf í framlínunni. — En heldurðu ekki að KR ætli að vinna? — Við höfum nú leikið vjð þá áður. í sumar unnum við annan leikinn, þeir hinn. KR er að mínum dómi heilsteyptara lið sem félagslið en okkar, en það er KR-ingum ekkert recept til sigurs í leiknum á sunnudaginn, sagði Helgi markvörður og fyrjr liði. Svona auðveldlega skoraði EUert í fyrra — hvað gerir hann r'-’ A- Segjum 3-2 fyrir KR Svo reyndum við lengi, lengi án árangurs, að ná í fyrirliða KR, Hörð Felixson. Undir loka- tíma blaðsins náðum við í þjálf- arann, Sigurgeir Guðmannsson, og sögðum frá vandræðunum að ná ekki í fyrirliðann. — Það er ekki von að þú haf- ir náð í Hörð, hann var á æfingu, en hann er heima núna. Leikurinn leggst mjög vel í mig. Strákarnir hafa æft. Þeir byrjuðu að æfa eftir að þeir mættu B-liði Akraness. Þá höfðu þeir ekki æft í nær mánuð eft- ir úrslitaleikinn í íslandsmót- inu. Nú eru þeir að ná sér upp. Það er mikill baráttuhugur í liðinu. Það sýndi sig í leiknum við Keflavík. Það er ágætur andi ríkjandi milli liðsmanna. Og svo höfum við alltaf náð góðum leikj um mótj Akranesliðinu, ekki sízí í úrslitaleikjum. Það er barizt heiðarlega. Og þegar mikið er í húfi ná KR-ingar alltaf sínum bezta leik. Við ætlum okkur að vinna bikarjnn í 4. sinn. Þetta er í annað sinn sem við mætum Akra nesi í úrslitum. í fyrstu bikar- keppninni kepptu Fram og KR til úrslita. KR vann 2-0. í þeirri næstu mættust Akranes og KR, KR vann með 4-3 og s.l. ár mætt ust Fram og KR, KR vann 3-0. — Og þú ert vongóður núna? — Ætli við höldum ekki „serí- unni“ við unnum B-lið Akra- ness með 3-2, Keflavík með 3-2 og á sunnudaginn er það A-lið Akraness. Eigum við ekki að segja 3-2. -jk Vonandi kemur V esturbæ jar andinn Og Hörður hafði farið bejnt heim af æfingunni. — Jú, það er meiningin að vinna. En það verður án efa erfitt. Það verður harka og bar- átta. — Já, þú þekkir Þórð Þórð- arson. — Við höfum hitzt áður. En það er langt síðan á knattspyrnu vellj. Við erum báðir stórir og sennilega verður þetta eitthv.ert bommsarabúmm. — Liðið vel undirbúið? — Já, við höfum æft — þrjár æfingar í þessari viku, tvisvar í vitlausu veðri — en svo hefur alltaf verjð gott veður hinn dag — Tveir tti þeim beztu — HÉR ERU tveir þeirra, sem „berjast" um sæti í heimslið- inu gegn Englandi 23. okt. n.k. — T. v. er Skotinn Denn- is l.aw. sem valinn hefur ver ið, sem framlínumaður og t.h. Portúgalinn Eusibió, sem einn ig er einn af 8, sem valinn er i framlínuna. Báðir eru markasæknir, skyttur góðar, hafa auga fyrir eyðum og samherjum en valið getur ver ið á milli þeirra. Það getur stundum verið erfilt að eiga að velja lið. — Ekki sigurviss? — Það er ég aldrei. Leikur- inn er ekki búinn fyrr en 90 mín. eru liðnar. Við gerum árejð anlega allir okkar bezta. Skaga mennirnir eru sprækir — þeir eru búnir að mala Fram og Val. — Þetta verður ekki síðasti kappleikurjnn þinn á ævinni? — Nei, en kannski í meistara- flokki. Maður ætti að verða lið- tækur í 1. flokki næsta sumar. — Já, ef þú æfir vel — en viltu ekki spá um leikinn? — Nei, það geri ég ekki. Þetta hefur verið heldur dauft hjá okkur eftir átakið í íslandsmót- inu, sem var mikið og gott eftir slæma byrjun. En við gerum það sem hægt er og vonandi kemur einhver Vesturbæjarandi upp í okkur. — Er það góður andi? — Já, einhver sá bezti sem ég þekki. — A. St. Molar ítalir unnu gullverðlaun knattspyrnukeppni Miðjarðar hafsleikanna í Napoli á sunnu dag. Ítalía vann Tyrkland 3 —0 í úrslitum. Um 3. sætið képptu Spánn og Marokko. Spánn vann 2—1. Vestur-Þjóðverjar unnu Finna í landskeppni í frjáls- um íþróttum um sl. helgi með 131 stigi gagn 81. Eftir fyrri dag höfðu Þjóðverjar 66 stig gegn 40 stigum Finna. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Finnar tapa frjálsíþróttakeppni með 50 stiga mun eða meir — og þykir þeim að vonum mikið áfali. Tveir leikir í Hnfnnrfirði HAFNARFIRÐI — á morgun kl. 10:15 fyrir hádegi verður háður úrslitaleikur í 5. fl. Um síðustu helgi varð jafntefli og nú keppt til úrslita um bikarinn. — Strax á eftir þeim leik verður háð keppni milli „Old boys“ manna úr FH og Haukum. Má búast við harðri keppni og eru áhuga- menn um knattspyrnu á stríðs- árunum hvattir til að sjá þana leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.