Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐID Laugardagur 5. okt. 1963 Bændaskólinn að Hólum í Hjaltadal. Ein biífræðistofnun hæfir BJÖRN Stefánsson, búfræðingur, sá, sem blés lífsanda í nasir Bún- aðarblaðsins, hefur ritað tvær greinar í Mbl. nú nýverið (6. sept. og 12. sept.) og með því haldið vel vakandi máli, sem mjög er umræðna þörf, enda varð ég var við það á ferð minni um landið um sömu mundir, að greinarnar vöktu athygli og um- tal. Menn ræddu eðlilega um stofnun, sem kölluð er „rannsókn arstofnun landbúnaðarins" og sagt er að byrjað sé að reisa án lagaheimildar og án samnings um landsafnot til tilrauna í grjót urð á Keldnaholti. Þótt almenningi sé gjarnast að ræða um þær hliðar málanna, sem standa skuggamegin við vel- sæmið, hvort sem um er að ræða p&rsónuleg eða opinber vanda- mál, þá tel ég vera nauðsyn á, enda hið rétta augnablik til þess nú áður en Alþingi kemur sam- an, að taka inn í þessar umræð- ur stofnanir landbúnaðarins al- mennt. Þess skal aðeins minnzt, að sl. áratug hafa verið samin allmörg lagafrumvörp um „rannsóknir í þágu landbúnaðarins". Öll hafa þessi frumvöírp og þessar til- lögur haft nokkuð til síns ágætis, en þau hafa haft eina og sömu banameinsemd, þ. e. þau hafa ver ið barmafull af óraunsæi, og semjendum þeirra hefur aldrei tekizt að fela nógu vel eigin við- leitni til að tryggja sjálfum sér aðstöðu og völd innan hinna hugsuðu stofnana. Sú saga fylgdi greinum Björns Stefánssonar um landið, að hann hefði verið spurður um, hvernig stæði á. að hann þyrði að rita Trésmiði vantar mig. Mótasmíði, innivinna. Eftir- vinna, vetrarvinna. INDRIÐI NÍELSSON, Flókagötu 43 — Sími 17987. Sendisveinn ÓSKAST STRAX, HÁLFAN EÐA ALLAN DAGINN. Sindri hf. Hverfisgötu 42. ungir menn óskast til starfa í Mjólkurstöðinni í Reykja vík. — Uppl. hjá stöðvarstjóra. MJÓLKURSAMSALAN. Nýkomiö skyrtuefni Fjölbreytt litaúrval. Jóh. Karlsson Gl Co. Sími 15977 Afgreiðslustúlka úskast DAGVINNA. Sælgætisbúðin Lækjargötu 8. svo skeleggar og hvassar grein- ar um stofnanir landbúnaðarins og matargefendur búmenntaðra manna. Svar hans var sagt á þá leið, að hann ætti ekkert í hættu, þótt hann segði sannleikann um- búðalaust um búnaðarstofnan- irnar og núverandi forystumenn búnaðarmálanna; hann hygðist lifa á því að beita menntun sinni af raunsæi, en ekki á því að lefla fyrir skammsýnum mönn- um. Búfræði hefur verið til um- ræðu í þessu landi af og til hina síðustu áratugi og margvíslegar búfræðistofnanir hafa verið reist ar og starfræktar, lög samin og oft endursamin eftir aðstæðum og breyttum tímum. Sumt af þessu hefur reynzt vel og til var- anlegs gagns en annað verið gagnslaust eða til skaða eins. — Væri nú þörf á að gera hlutlausa athugun á, hvað hefur verið til gagns og hvað til ógagns og stefnt til öfugþróunar í þessum málum á þessari öld. Þarf við þá rannsókn að beita raunsæi og rökvísi en sleppa allri tilfinninga semi og listsögu þessarar þjóðar; sem sagt Brennunjáls-Saga, hurð in frá Valþjófsstað eða rúmfjölin frá Flatartungu eiga alls enga samleið með hagfræðilegri, verk- fræðilegri og félagslegri þróun landbúnaðarins. „Fiskur“ Björns Stefánssonar „á þurru landi“ er hin hnittnasta ádrepa til umhugsunar fyrir okk- ur búfræðinga landsins og hina kosnu oddvita bændastéttarinnar í félagslegum og búfræðilegum málefnum. Björn bendir á hina s. n. „rannsóknarstofnun landbún- aðarins", sem þeir Halldór Páls- son og Pétur Gunnarsson komu sér saman um að láta Framsókn- arflokkinn og Sjálfstæðisflokk- inn sameinast um að reisa handa sjálfum sér, enda fer ekki dult, hverjir eiga að vera alls ráðandi þar innan húsa og utan. Tilrauna mönnunum úti í sveitunum eru ekki ætlaðir margir geislar af skinflóði þessa vísindaröðuls. Fleira í málum okkar veldur á- hyggjum og umhugsun. Búnaðar samböndin í landinu yfirtaka í æ ríkari mæli starfsemi Búnaðar- félags Islands, og er sú þróun söm hér og í nágrannalöndunum, þótt við séum nokkrum áratug- um á eftir í þeirri þróun. Stofn- anir landbúnaðarins í Reykjavík myndu þurfa skrifstofubyggingu með um það bil 20 herbergjum, en færri þó, ef farið væri að fela búnaðarsamböndunum beint mörg af þeim verkefnum, sem nú eru unnin í Reykjavík, en eiga heima í skrifstofum búnað- arsambandanna og lenda þangað í fyllingu tímans. Þessari húsþörf er fullnægt af ráðamönnum land- búnaðarins með framkvæmd, sem líkja mætti við „hafskipa- útgerð á Hvítárvatni", svo að ég noti aðra samlíkingu Björns Stefánssonar. Bændahöllin hefur tvö anddyri gegn vestri. í öðru anddyrinu er gestamóttaka í fín- asta hóteli landsins, þar sem ein- stöku bóndi leggur leið sína fyr- ir forvitnisakir, svo að jafnvel þykir fréttnæmt í blöðum, en þegar komið er inn um hinar dyrnar blasir við manni skiltið: „Upplýsingaþjónusta Bandaríkj- anna“. Alls konar fjármagnsfyrir tæki hafa hreiðrað notalega um sig í höll þessari, sem reist er fyrir fórnarskatt bændastéttar- innar, en „upplýsingaþjónusta ís- lenzkra bænda“ býr enn við Tjarnarendann í gamla húsinu. Þar stunda dyggir þjónar þess- arar gömlu og góðu stofnunar skýrslustörf sín og aðstoð við bændur án þess að sýna á sér nokkurt fararsnið eða áfergju í lúxusaðbúnað hallarinnar. Sjálf- ur hef ég haft gaman af ævintýri Bændahallarinnar, en rök þess hef ég aldrei skilið til fullnustu og réttmæti þess, að einmitt B. í. snaraði út þessum milljónum til að byggja þetta ágæta hús. Vandamálin blasa allsstaðar við í stofnunum landbúnaðarins, sem kostaðar eru af ríkissjóði. Tilraunastöðvarnar líða eins og kýr með súrdoða, í Atvinnudeild- inni hefur um langan tíma verið líkast ástatt, eins og hjá Goð- mundi á Glæsivöllum, þar sem menn vega hvern annan í góð- semi. Þá skyldu menn ætla, að gam- aldags bændaskólar með kennslu HÖFUM OPNAÐ VERZLUN AÐ LAUGAVEGI 99 UNDIR NAFNINU F I F \ sem áður var verzlunin Stakkur. — Við munum kappkosta að hafa fjölbreytt úr- val af fatnaði fyrir fullorðna og börn. * Vcrzlunin FIFA (Gengið inn frá Snorrabraut) - Sími 24975. Tannlækningastofa Hefi opnað nýja tannlækningastofu að Tjarnar- götu 10, 2. hæð. — Viðtalstími kl. 10—12 og 2—5, laugardaga kl. 10—12. — Sími 12632. Friðleifur Stefánsson, tannlæknir. form í deiglu séu ekki hinar æskilegustu menntastofnanir fyr ir þrekmikla og sjálfráða bæjar- unglinga, eða það sé til eflingar búfræði í landinu og verkmennt- unar sveitafólks að gera út tv® dýra bændaskóla og þó af mikl- um vanefnum, þegar landi og þjóð nægði einn lítill skóli og sé þá miðað við búfræðiþarfir bezt menntuðu búnaðarþjóða. • Ég ætla ekki að hafa þessa grein ýtarlega, heldur er erindi mitt með henni að leggja orð i belg mikilvægs málefnis, sem ég hef oft áður fjallað um opinber- lega. Það, sem ég tel nú vera mikil- vægast, er að gera öll málefni búfræðinnar í landinu einfaldari og ódýrari og hagnýta betur hina menntuðu starfskrafta. Búnaðar- skóli er frumstofnun búfræði i landinu. Tilrauna- og rannsókna- stöð er stofnun í næstu röð, ea engin rök eru til í þessum heimi, sem mæla gegn því að þessar tvær stofnanir, skóli og „rann- sóknarstofnun landbúnaðarins** séu saman á einum stað. Verði þessi „rannsóknarstöð landbúnað arins“ reist á Keldnaholti, þá er sjálfsagt áð stefna að því að leggja niður búfræðikennslu á Hvanneyri og flytja hana til Reykjavíkur, eins og garðyrkju- fræðingur lagði til sl. vetur i blaðagrein. Verði hins vegar haldið áfram rekstri búnaðarskóla á Hvann- eyri, þá er ekkert vit í öðru en reisa rannsóknarstofnun land- búnaðarins þar. Við skulum reyna að staðsetja rétt búskapinn meðal íslenz-kra atvinnuvega og ennfremur skul- um við afmarka rétt markmið og verkefni íslenzkrar búfræði og rannsóknarstarfsemi. í þessum heimi eru starfræktar landbún- aðarstöðvar í þúsundatali. ís- lenzk rannsóknarstöð á að glíma við sérstök íslenzk viðfangsefni, sem erlendar vísindastofnanir sinna ekki eða hafa ekki fengizt við. Fyrsta verkefni íslenzkrar búfræðistofnunar (skóla eða rannsóknarstofnunar) er þó að tryggja það, að fylgzt sé með er- lendum rannsóknum, svo að ekki sé verið að eyða hér fé og vinnu í að endurgera rannsóknir og til— raunir, sem margar tilrauna- stöðvar hafa gert í öðrum lönd- um. Mín skoðun er sú, að það þurfi að einbeita kröftum og fjármagni í að koma hér á stofn einni öfl- ugri og góðri búfræðistofnun, þar sem bæði er kennsla og tilrauna- starfsemi eftir þörfum landbún- aðarins til lausnar á hagnýtuna vandamálum en ekki hávísinda- legum. Ýmsar stofnanir, sem nú eru lamaðar og linlega starfrækt- ar væri réttast að leggja niður, að minnsta kosti í bili. Seinna kunna að skapast þarfir fyrir til- raunastöðvar víðar um land, en ég held að það verði langt þang- að til að þessar þarfir verði há- værar í kröfum sínum. Sann- leikurinn er sá, að það eru aðeins Gróðrarstöðin á Akureyri og Til- raunastöðin á Sámsstöðum, sem stofnsettar voru af búfræðiiegri þörf. Hins vegar má deila um réttmæti staðarvalsins. Vonandi verða öll þessi mál betur rannsökuð og rædd af þing mönnum og ráðamönnum, áður en næsta hæð verður steypt i húsi „rannsóknarstöðvar landbún aðarins“ á Keldnaholti. Gunnar Bjarnason,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.