Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 10
10 VORGUNBLADID r Laugardagur 5. okt. 1963 Grænland grein DANMARKSHAVN á 76° 70’ og 18°46'. íbúatala 12 menn, fæddir utan Grænlands. Heim skautamyrkur frá ágústlokum í 4 mánuði. Þetta eru upplýs- ingarnar, -sem er að finna um Danmarkshavn í handbók Politikens um Grænland. Við Grænlandsfararnir frá íslandi komumst þó-að raun um að dagsetningarnar varð- andi heimskautamyrkrið eru ekki nákvæmar, því við vor- um þar einmitt í ágústlok og sólin kom enn upp. Lengd myrkurtímans skakkar þó ekki mikið. Heimamenn tjá okkur að sólin hverfi venju- lega um 27. október og komi upp aftur 13. febrúar og sé henni þá ■vel fagnað með veizlu. Á meðan hún laetur ekki sjá sig, er reyndar allra Piltarnir í stöðinni í Danmarkshavn líta á daeblaðið silt frá sama mánaðardegi í -fyrra. Þriðji maður frá hægri er stöðvarstjórmn, H.nut Nielsen. Heimskautamyrkur í halfan fjdrða mánuð Þá er ekið á hundasleða yfir isinn i tunglskini skemmtilegasta birta. Svo lengi sem tunglið er í fyll- ingu, er það allan sólarhring- inn á lofti og varpar fölum bjarma yfir ísbreiðuna. Og þó norðurljósin séu meira áber- andi sunnar, þá gætir þeirra einnig yfir Danmarkshavn. Og hvað eru svo tólf mehn að gera þarna norður á hjara veraldar? Þeir eru veðurat- hugunarmenn og hafa mikil- vægu hlutverki að gegna. — Strax á dögum Danmerkur- leiðangursins 1906-1908 gerðu veðurfræðingar veðurathugan ir. En nú, á dögum flugsins, eru veðurathuganir ekki að- eins fróðlegar heldur nauð- synlegar. Flug yfir Norður- Atlantshaf byggist beinlínis á veðurfregnum frá veðurstöðv unum, sem reknar eru á Græn S landi og víðar með styrk frá ICAO, alþjóða flugmálastofn- uninni. Flugáætlun hverrar flugvélar miðast að sjálfsögðu við vinda háloftanna, þar eð flugtími hlýtur að nokkru að miðast við meðvind, mótvind eða hliðarvind, og veðurfar á svæðinu ræður flugleiðinni. Veðurstöðin í Danmarkshavn sendir 8 sinnum á sólarhring frá sér veðurfregnir og tvisv- ar á sólarhring, rétt fyrir kl. 11, fara fram háloftaathugan- ir. Þá er hvítum belg með léttri lofttegund sleppt upp í loftið. Hann þenst út og stækk ar eftir því sem loftið þynn- ist og því hægt að fylgjast með honum marga tugi km upp í loftið með þar til gerð- um sjónauka, ef veður er bjart, en annars með sérstök- um tækjum. Neðan á belgn- um er svo sérstakur útbúnað- ur, sem sendir frá sér upplýs- ingar um rakastig og hitastig á leiðinni, sem mótteknar eru niðri í háloftastöðinni. Ég fylgdist með einum slíkum belg og sá hann með berum augum 20 km uppi í loftinu og fór hann allan tímann þráð beint upp, svo ekki hefur ver ið mikil gola þann daginn. — Veðurstöð hefur verið rekin í Danmarkshavn síðan 1947. íbúðarskálinn kostaði 6,2 milljónir króna í Danmarkshavn starfa alls 12 Danir, ráðnir til eins árs í senn. Þeir búa mjög þægilega, í grænum timburhúsum með hvítum gluggum, því litur veðurþjónustunnar er grænt. — Grænlandsverzlunarinnar rautt. Húsin standa í þyrpingu við litla vík, sem lögð er ísi, er stórir borgarísjakar eru frosnir fastir í. Margir nýlið- ar voru að byrja árs ráðning- artíma í ágúst, því sumarskip ið var. nýfarið. Hafði í ár komizt alla leið. Þetta var norskur hvalfangari, Polar- björn, sem hafði verið fyrir- skipað að fara ekki inn í mik- inn ís. Daglega komu líka frá skipstjóranum skeyti: — Sé engan ís. Held áfram! Þar til hann sigldi einn góðan veð urdag inn í höfnina og sendi sitt síðasta skeyti: — Höfnin full af ís! Hann skipaði svo vetrarforðanum á land, skil- aði af sér nýliðunum og tók þá sem vildu heim úr útlegð- inni. í ár var ekki eins mikill flutningur og í fyrra, því þá þurfti að koma til Danmarks- havn efni í nýtt hús. Þetta er langur skáli, byggður með holrúmi undir. Þar eru her- bergi fyrir hvern starfsmann, bað, notaleg setu- og borð- stofa, gott eldhús og salerni eru inni. Einhverja kosti hlýt- ur það þó að hafa að fara út, því byggt hefur verið yfir ána snyrtilegt kamarskýli og kom ið þar fyrir grammófóni og gömlum plötum, svo hægt sé að sitja úti i tunglskininu og leika „My Hearts Cries for You“. Uppkomið kostaði nýja í- búðarhúsið eina milljón dansk ar krónur, eða 6,2 millj. ísl. Framkvæmdir eru dýrar á Grænlandi. Það vekur furðu komumanna að úti fyrir stend ur stærðar ísskápur, þar eð ekkert er almennt talin meiri fjarstæða en að selja eskimó- um ísskápa. En hann kemur í góðar þarfir einn- mánuð á ári, fyrst eftir að sumarskipið kemur með frystan varning. í birgðunum er að finna allt sem hugsanlegt er af góðum mat og drykk, og afbragðs matsveinn framreiðir kræs- ingar í hverja máltíð. Safna fé og eyða engu En til hvers eru menn svo að leggja það á sig að dveljast 1 heilt ár þarna norður í auðn inni? Flestir segja þeir að þetta sé prýðis líf, en margir eru líka að safna fé. Þeir fá vel borgað (stöðvarstjórinn hefur 2800 d. kr. á mánuði), hafa uppihald frítt og greiða enga skatta, þ.e.a.s. ef þeir eiga hvorki heimili né eignir í Danmörku. Slíku má alltaf hagræða, sumir skilja bara við konurnar á meðan og aðr- ir skrifa eignirnar á annars nafn Oi s. frv. T.d. er Peter Fabricius trú- lofaður og ætlar að vera þarna í 2 ár, til að koma und> ir sig fótunum áður en han* kvænist og stofnar heimili, og hann fær 3000 d. kr. auka fyr- ir að fara ekki heim á miUi. Annar piltur er nýkvæntur. Konan hans er loftskeyta- maður á skipi og þau leggja bæði fyrir fé. Eftir 2 ár þurfa þau að eiga 70—80 þús. d. kr. saman. Þá ætla þau að kaupa benzínstöð tengdaföðurins wg setjast um kyrrt. Hvað um það, fólk verður alltaf að taka einhverja áhættu í lífinu, segja hinir, en hrista samt höfuðið. Þannig er það um flesta piltana. Og þó: Yfirmaður hálofta- stöðvarinnar, Blaase, er búinn að vera á Grænlandi í 6 ár, kemur ætíð aftur. Eitthvað er það sem-dregur. Og stöðvar- stjórinn hefur verið þarna i 3 ár og bróðir hans í 2. Allir kalla stöðvarstjórann Sylte (sulta), þó hann heiti Knud Nielsen. Ég spurði um upp- rana þessa kynlega nafns. J Á veiðimannsárum sínum . kvaðst hann hafa átt hund, sem komst í sultutaukrukku og hét upp frá því Sultutau. Og einhverju sinni, er hann var niðri í Danmarkshavn, slapp hundurinn. Húsbóndi hans stóð úti og kallaði Sylte, og nafnið var yfirfært á hann sjálfan. Hefur það festst svo rækilega við hann, að hann er ekki þekktur undir öðru nafni á Grænlándi. — Svo rammt kveður að þessu, að er hann kom í Grænlands- málaráðuneytið í Kaupmanna höfn ávarpaði einn fulltrúinn hann hátíðlega: — Þér eruð víst herra Sultutau, er ekki svo? Sylte var blaðamaður við Vestkysten á Jótlandi, eltist aðallega við lögreglufréttir og ætlaði að fara að kvænast áð- ur en hann fór til Grænlands. í tvö ár stundaði hann veiðar á austurströndinni og ferðað- ist um einn með 8 hunda eyki mánuðum saman. „Og gat eft- ir það ekki án Grænlands ver ið“, segir hann. En hvað um konuefnið? „Það fór út um þúfur“, svarar hann. Nú hef- ur hann verið við veðurstöð- ina í 3 ár, og ætlar heim næsta sumar, heldur að það takist. — Fallegast er hér á vorin, segir hann. Þá liggur hvít snjóbreiða yfir öllu í bjartri sumarnóttinni. Veiðiferðir með hundasleða Ungur piltur, Gunnar Hu- sted-Hansen, tekur veturinn fram yfir, þegar ísinn er orð- inn landfastur og hægt að þjóta með sleðaeyki yfir ís- breiðuna í veiðiferðir. — Erf- iðast verður að skilja við hundana, segir hann og hrist- ir höfuðið. — Bróðir minn sat alla nóttina áður en hann fór hjá þeim og hlustaði á ýlfrið í þeim. Hér er gott að vera. Sl. ár var aðeins einn, sem hálfleiddist. Hann var kvænt- Framh. á bls. 13 Fagrar íshvelfingar ganga langt inn und»r jökulinn. Dan- merkurleiðangurinn fann þær 1907. Nokkrir ferðalangar í hellism unnanum. Refagildran spennt. Þegar refurinn snertir fleskbitann undir hlassinu, fellir hann það ofan á sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.