Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ 13 f Laugardagur 5. okt. 1963 Austur Grænland Framh. af bls. 10. ul og talaði um konuna' sína alla daga. Við vorum orðnir fjarska leiðir á henni. Starfsmennirnir í veður- stöðinni í Danmarkshavn eru mikið bundnir við regluleg skyldustörf. Þeir reyna þó allt af að koma því þannig fyrir að þeir geti farið á víxl tveir saman í veiðiferðir og þeir eiga nokkra veiðikofa með ströndinni og á eyjum. Þá þjóta þeir yfir ísinn í tungl- skini með 7—9 sleðahunda fyr ir eyki. Það er dýrðlegt, segja þeir. Ekki er þó veitt til þess eins að deyða, enda veiðar bann- aðar á ýmsum tímum, meðan skinnin eru lítils virði, nema hvað sela- og fuglaveiðar eru leyfðar allt árið. Snæhéra og rjúpur má veiða frá 1. ágúst til 30. apríl og sauðnaut frá 1. ágúst til maíloka. Sauðnautin eru þarna í hundraðatali á sumrin og fitna á því að snapa víði og lyng, sem ég að vísu sá hvergi. En á vetrum halda þau inn í landið og eru dugleg að krafsa snjóinn ofan af gróðrinum. Ef úrkoma verður og vatnið frýs, þiðnar það ekki allan veturinn og þá falla sauðnautin í hrönnum. Reynd ar koma þau ætíð grindhoruð undan vetri. Starfsmenn veðurstöðvarinnar mega skjóta 10 tarfa, en nota leyfið aðeins á 6—7 dýr á ári. Það þykir lítið sport að veiða sauð naut. Hundarnir umkrmgja hjörðina, og einn tarfur er val inn og skotinn til matar — Sjaldan eru þessi geysiþungu dýr reyndar svo nálægt hí- býlum að það borgi sig að skjóta þau og bera kjötið heim á bakinu. Hvítrefirnir á austurströnd Grænlands eru dýrmæt verzl- unarvara vegna skinnanna, því þeir ræktast ekki í búr- um. Þeir eru friðaðir frá því um miðjan apríl til 1. nóvem- ber, enda þá dökk hár eða blettir á feldinum og hann einskis virði. Stöðvarmenn gáfu mér samt drifhvítan feld af refi, sem veiddur var sl. vetur. Þá eru refir veiddir í gildrur. Trégrind með hlassi af grjóti er reist upp og flesk- biti undir. Um leið og refur- inn tekur hann, fellir hann ofan á sig grindina, sem brýt- ur í honum hrygginn. Byssulaus andspænis birni Piltarnir í Danmarkshavn höfðu sent bjarnarskinnin sín heim til Danmerkur með sum arskipinu. Þeir veiddu nokkra birni í vetur, en leyfilegt er að skjóta þá frá 1. nóv. til 31. maí. Þeir koma alveg heim undir hús. - Eitt sinn í vetur fór mat- sveinninn t. d. að sækja eitt- hvað út í geymslu. Er hann ætlaði inn, stóð stærðar björn milli hans og eldhússins og glápti á hann, en birnir ku vera mjög forvitnir. Hann kastaði frá sér matnum og mjakaði sér til hliðar, þar til hann gat hlaupið í svo sem %—1 m. fjarlægð framhjá kauða. Þá tók hann undir sig stökk inn í eldhús. Björninn kom að húsinu, stakk höfðinu forvitinn inn um opinn.glugga og lallaði frá. Allur mann- skapurinn kom nú út og gerði hróp að honum og hræddi hann burtu, enda ekki veiði- tími og feldurinn einskis virði. Annar kom og var að háma í sig spik úr tunnu, mat hund- anna. Einn heimamanna kom að honum, sótti byssu, hitti ekki, beið þar til björninn var aftur kominn að tunnunni og eignaðist fallegt bjarndýra- skinn. Ef hundarnir ráðast á birni, setjast þeir á rassinn og bíða með hrammana á lofti, eins og hnefaleikamenn. Þá er ekki gaman að verða fyrir þeim. Eins geta birnir tekið 4—5 m í einu stökki og þeir geta hlaupið á 50—60 km. hraða, svo vonlaust er að hlaupa undan þeim, ef þeir eru í vígahug. Eitt sinn í fyrravetur voru tveir frá veðurstöðinni í veiði ferð. Gunnar Husted-Jensen gekk á undan á skíðunum sín- um, og annar ók sleðanum, þar sem byssurnar lágu, nokk uð langt á eftir. Um leið og Gunnar kom fyrir horn á borg arísjaka, renndi stór björn sér á rassinum niður af honum og stanzaði 4—5 m. frá hon- um. Þeir stóðu þar og störðu hvor á annan. Gunnar segist hafa skolfið æði mikið í hnjá- liðunum. Þannig stóðu þeir báðir, þar til. félagi hans kom að, hafði losað byssurnar og sent birninum skot. — En ég var engan feld farinn að fá, segir Gunnar, vsvo ég þóttist heldur en ekki heppinn þegar annar björn kom á eftir og ég gat skotið hann. í annað skipti var einn þeirra félaga að læðast að Veðurathugunarmaður fylgist með hvítum háloftabelg í þar til gerðum kíki í byrgi úti fyrir stöðinni. sel, þegar félagi hans sá björn vera að læðast að sama sel úr annarri átt. Selurinn varð þeirra var og stakk sér, sem betur fór. Björninn var svo reiður að hann lamdi sjó- inn með hramminum í gremju sinni. Birnir eru sagðir mjög slungnir við að læðast að sel- um. Ef selurinn lyftir höfðinu, leggur bangsi annan hramm- inn yfir svarta blettinn á nef- inu á sér og liggur grafkyrr. Björninn er jafnsólginn í ný- fæddu kópana og norsku sel- veiðimennirnir, sem sækjast eftir hvítu hrokknu skinnún- um á þeim. Urtan skríður upp á ísinn og kæpir þar undir snjónum. Björninn þefar hann uppi og grefur stundum 3—4 m. niður í gegnum snjóinn eftir kópnum. Annars segja þessir veiði- menn í Danmarkshávn mér að enginn vandi sé að vinna björn og keppast um að kenna mér aðferðina. Til þess þarf kíki, litla töng og sultu- krukku. Maður snýr kíkinum öfugt, horfir á björninn gegn- um hann þannig, tekur töng- ina og lyftir þessu litla dýri upp með henni, stingur því í Gunnar Husted-Jensen og P hvítrefaskinnum sínum og se eder Fabricius með nokkuð af lskinnum. sultukrukkuna og skrúfar lok ið á. Mikilvægt er að halda kíkinum öfugum við augun á meðan. Eins segja kapparnir mér, að auðveldasta leiðin til að veiða refi sé að setja pipar á korktappa og stilla honum upp á klett. Þá komi rebbi, lykti af piparnum, hnerri rösk lega og slái hausnum við klettinn. Að öllu gamni slepptu, þá mun refaveiði vera æði óör- ugg atvinnugrein. Knud Niel- sen var í 2 ár við veiðar og kom ekki til manna frá apríl til nóvemberloka. Þó meiri tími hefði farið í að afla sauð- nauta og rostunga í fæðu handa hundunum en í sjálfár veiðarnar, þá fékk hann rúm- lega 100 refaskinn. En skinn- in höfðu þá einmitt fallið svo í verði að hann hafði aðeins 605 d. kr. gróða, þegar tveggja ára veiðiskapur var gerður upp. Blaðið með réttri dagsetningu — en frá í fyrra Á milli veiðiferðanna er lífið í veðurstöðinni notalegt og rólegt. Menn lesa mikið. Blöðin koma daglega, Politik- en dagsett réttan mánaðar- dag — en ekki rétt ár, held- ur í fyrra. Blaðabunkinn kem ur með sumarskipinu og er eitt blað tekið fram á dag. Það er mikið áfall fyrir blaða mann að sjá þetta, við sem erum sannfærð um að komum við ekki nákvæmri fregn af atburði daginn eftir að hann' gerist, þá sé fréttin ónýt. En piltarnir í Danmarkshavn segja að það skipti þá engu máli hvort bifreiðaslysið, sem þéir lesa um af áhuga, hafi gerzt í gær eða fyrra. Og ég skil það að vissu. leyti, að það geti verið gott á þessum síð- ustu og verstu tímum, þegar í hverju blaði er sagt ugg- vænlegt ástand í heimsmál- unum, að geta sagt við sjálf- an sig: — Allt að komast í bál og brand? Nú, jæja, þetta hlýtur þá að vera að verða búið. Þeir eru þá búnir að berja&t í heilt ár. Ekki koma óvæntir gestir — og nær aldrei kvennaheim- sókn. Ég mun vera þriðja kon an, sem kemur í heimsókn til Danmarkshavn síðan leið- angrar komu þar fyrst laust eftir aldamót. Árið 1956 kom þar kventannlæknir í flug- vél á leið frá Station Nord og eitt sinn hafði tannlæknir á einu sumarskipanna konu sína með sér sem aðstoðar- stúlkú. Fýrir utan sumarskipið, koma ekki aðrir reglulega en þriggja manna flokkur her- manna á hundasleða einu sinni á ári og 1—2var fljúga flugvélar F.í. yfir og henda niður pósti. í hina árlegu eft- irlitsferð danska hersins með ströndinni fara ekki aðrir en hraustustu og þjálfuðustú menn sem fyrirfinnast í her hans hátignar, enda ekki heiglum hent að ferðast með hundasleða þessa 3000 km. strandlengju frá Station Nord suður að Hvarfi. Á stríðsárunum fundu þeir í einni slíkri sleðaferð veður- stöð og herstöð, sem Þjóð- verjar höfðu komið sér upp á Sabineyju, skammt sunnan við Danmarkshavn. Þeir réð- ust til atlögu, einn féll og tveir voru teknir til fanga. Annar þeirra, Marius Jensen, afvopnaði seinna yfirmann stöðvarinnar og flutti á hundasleða sem fanga sinn þriggja vikna ferð til Scores- bysund. Seinna reyndu Danir að vinna stöðina, en tókst ekki, en Bandaríkjamenn eyðilögðu hana með loftárás að tilvísun þeirra. Vetur kominn í ágústlok Meðan við dvöldum í Dan- markshavn um mánaðamót ágúst- september kom reglu- legt vetrarveður með 4—10 stiga frosti, hvassviðri og snjó í einn dag, svo félagar okk- ar urðu að hætta mælingum á fyrirhugaðri flugbraut og liggja inni í kofa þar uppfrá þar til lægði. Á meðan gengum við, sem ekkert höfðum fyrir stafni, til að skoða íshelli þann hinn mikla, sem Danmerkurleið- angurinn fann árið 1907. Hann gengur langt inn undir jökulinn, þar sem vatn iieíur holað ísinn og myndað feg- urstu hvelfingar. Er hægt að komast inn í hann á haustin, annars liggur snjór fyrir op- inu. Er þar fagurt um að lit- ast, græn litbrigði kastast í ljósbroti af íshvelfingum Og ísmyndunum. Óveðrið tafði okkur aðeins um einn dag. Fimm mínútum eftir að verki flugvallarsér- fræðinganna lauk, flaug Lóan af stað. Þó veður væri dásam- lega fagurt, fýsti engan að eiga á hættu að lokast þarna inni í vetrarveðrum. Við flug um til Meistaravíkur, sem er þriggja tíma flug og daginn eftir alla leið heim til Reykja- vikur 5% tíma flug. Þegar flogið er yfir þetta hrjóstruga land, sem nefnist Grænland, skilur maður vel svarið, sem eskimóar eru sagðir gefa við hverju sem er: Imara — kannski! Þeir vita sem er, að þarna tjóar lítið að ákveða — hvers er maðurinn svo sem megnug- ur? — E. Pá. «1 900 nemendui í barnaskolum Akureyrar AKUREYRI, 2. október — Barna skóli Akureyrar var settur í kirkjunni í gær kl. 2. Sr. Birg- ir Snæbjörnsson flutti bæn og skólastjórinn Hannes J. Magn- ússon, skólasetningarræðu. Um 790 börn verða í skólanum i vet- ur í 28 dejldum og kennarar verða 25. Kennara vantar enn að skólanum. Nýr fastakennari er Halldóra Þórhallsdóttir. Glerárskólinn var einnig sett- ur í gær. Þar verða 108 börn í 5 deildum. Kennaralið er óbreytt tveir fastakennarar auk skóla- stjóra, Hjartar L. Jónssonar, og einn stundakennari. Skólinn er fullskipaður og hefur orðið að vísa nokkrum börnum úr Gler- árhverfi í Oddeyrarskólann vegna þrengsla í húsinu. — SV.P. Stofnað félag Þfóðverja og Þýzkalandsvina í FYRRADAG var stofnað hér 1 Reykjavík félag ÞjóðVerja, bú- settra hér á landi, og vina þeirra. Félagið nefnist Hanseat og dregur nafn sitt af Hansa- kaupmönnum, sem hér voru fyrr á árum. Hlutverk félagsins er að halda uppi félagslífi meðal Þjóðverja, sem hér dveljast, bæði heimilis- fastir og um stundarsakir. Einnig mun félagið auka kynningu með Þjóðverjum og íslendingum og leitast við að kynna þýzkt þjóð- líf. — Stjórn skipa: Formaður er Diter Wendler, ritari Helga Haus- mann og gjaldkeri Ulfar Jensson. Engin sérstök skilyrði eru fyrir að eerast félaei hins nvia félaes. II III MUWi Það geta allir orðið sem óska að kynnast Þjóðverjum hér á landi og fræðast um Þýzkaland og þýzka menningu. Nefndir voru kjörnar á stofn- fundinum, svo sem ferðanefnd, íþróttanefnd, leiknefnd og skemmtinefnd. Félagið hefur starfsemi sína með dansleik í Glaumbæ næst- komandi þriðjudag, 8. október kL 9.00. Öllum áhugamönnum um fé- lagsstofnun þessa er velkominn aðeaneur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.