Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 14
14 MORGUNB' 4DID Laugardagur 3. oM. 1363 Eg þakka hjartanlega börnum, barnabörnum, barna- barnabörnum, vinum og kunningjum, sem heiðruðu mig með gjöfum, blómum, skeytum og heimsóknum á 90 ára afmæli mínu, þann 29. sept. sl. Mikkelína Jensdóttir, Hjallavegi 26. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, bæði skyldum og vandalausum, sem glöddu mig á einn eða annan hátt á áttræðisafmæli mínu. — Sérstaklega þakka ég Þing- stúku Reykjavíkur, stúkunni Einingunni nr. 14 og saumaklúbb templara fyrir einstaka vinsemd. María Guðmundsdóttir, Víðimel 45. Fósturmóðir m?n KRSTÍN RÍSBERG lézt að Vífilsstöðum miðvikudaginn 2. október sl. Anna Rísberg. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi ÁRNI ERASMUSSON húsasmiðameistari, Sólheimum 44, lézt að Landakotsspítala 3. þ.m. Sólveig Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa JÓNS EINARSSONAR trésmiðs, Strandgötu 13, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 7. okt. kL 1,30 e.h. Ingibjörg Benediktsdóttir, Haukur Jónsson, Þorbjörg Jónsdóttir, Maurite Middleton, Erla Jónsdóttir, Guðmundur Bjarnason og synir. Þökkum hjartanlega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför elsku litla drengsins okkar KÁRA Sérstaklega viljum við þakka læknum, hjúkrunarkonum og starfsfólki barnadeildar Landsspítalans frábæra um- önnun í veikindum hans. Hildur Káradóttir, Gísli Eyjólfsson og aðrir aðstandendur. Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls og jarðar- farar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu BJARGAR STEINGRÍMSDÓTTUR Kvisthaga 15. Aðalsteinn Björnsson, Anna G. Aðalsteinsdóttir, Guðsteinn Aðalsteinsson, Kristján J. Pétursson, Rigmor Aðalsteinsson, Guðný Steingrímsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum er auðsýndu okkur samúð við andlát og útför eiginmanns, föður, sonar og bróður okkar NÓA SKJALDBERG Sérstakar þakkir flytjum við starfsfélögum h'ans á bif- reiðastöð Hreyfils. Björg Kristjánsdóttir og börn, Ásgerður Skjaldberg, Bergþór Bergþórsson og systkini. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu víð andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa GUÐJÓNS J. BACHMANN fyrrverandi verkstjóra, Borgarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsmönnum Vegagerðar ríkisins fyrir vinsemd og virðingu er þeir sýndu hin- um látna bæði fyrr og síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför LÁRU THEODÓRS Guðmundur Theodérs. OLYMPÍUMÓT í bridge verður haldið á tímabilinu 1.—12. maí 1964 á Hótel Americana í New York. Ákveðið er að allar sveitir spili saman, en tvo síðustu daga keppninnar spili fjórar efstu sveitirnar til úrslita. Á fundi Evrópusambandsins var ákveðið að framvegis skuii sú regla gilda, að í hverjum leik á Evrópumóti verði aðeins spil- uð 32 spil, ef þátttakendur verði fleiri en 17. Var samþykkt þessi nær einróma. Einnig var sam- þykkt með 12 atkvæðum gegn 5 að halda núgildandi reglu um vinningsstig, þ.e. 6—0; 5—1; 4—2 og 3—3. Vegna fyrirhugaðs Olympíu- móts er ákveðið, að Evrópumót verði ekki næsta ár, en árið 1965 verður mótið haldið í Belgíu í júní og september. Árið 1966 verður mótið haldið í Zakopane í Póllandi; árið 1967 í Dublin í frlandi. Ekkert mót verður árið 1968, því þá verður Olympíumót í Evrópu, sennilega í Svíþjóð, en árið 1969 verður Evrópumót- ið í Lugano í Sviss. Nýja sagnkerfið þeirra Reese og Flint vakti mikla forvitni á Evrópumótinu í Baden-Baden. Voru að sjálfsögðu skiptar skoð- anir um kerfið. Sjálfir voru höfundarnir sæmi- lega ánægðir, en sögðu þó, að nauðsynlegt væri að endurbæta kerfið, sérstaklega hvað snertir slemmusagnir. Flestir reikna með að kerfi þetta eigi eftir að verða vinsælt einkum þó vegna þess að Reese er einn af höfundunum. Mót fuku á Akranesi AKRANESI, 3. okt. — Fjórði sementsgeymirinn er nú í bygg- ingu hjá Sementsverksmiðjunni. Hann er steyptur í skriðmótum og unnið við það í vöktum all- an sólarhringinn. Áður en suðaustan veðrið mikla gerði í fyrrnótt var búið að slá upp mótum á efri hæð húss eins á Hjarðarholti. Er eig- andinn kom að um morguninn lá mótatimbrið allt í hrúgum. Á Höfðabraut 6 hafði maður- inn á miðhæðinni hlaðið upp bíl- skúr handa sér. í suðaustan veðr- inu skemmdist skúrinn. Tók t.d. annan gaflinn alveg í burtu. — Oddur. Vetrarstarf K.F.U.M og K. HAFNARFIRÐI. — Á sunnudag- inn hefst vetrarstarf K.F.U.M. og K. og verður sunnudagaskólinn þá og framvegis kl. 10,30. Al- menn samkoma verður um kvöld ið og talar Benedikt Arnkelsson cand. theol. Hinn 10. og 12. þ.m. verður bazar og hlutavelta i húsi íélaganna til styrktar starfsem- inm. Á næstunni hefjast svo fundir í hinum ýmsu deildum. Verður starfað með svipuðu sniði og í fyrra. I sumar voru telpna- og drengjaflokkar í Kaldárseli og stjórnuðu þeim Svandís Péturs- dóttir og Benedikts Arnkelsson. Var aðsókn mjög mikiL Kona óskast til ræstinga að L AND AKOTS SPÍ TALA Atvinna Piltur á aldrinum 17—20 ára óskast til starfa við heildverzlun. Þarf að hafa bílpróf. Tilboð sendist Mbl., merkt: „3778“. Skrifstofusfarf Stúlka óskast til skrifstofustarfa. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Listdansskóli Guðnýjar Pétursdóttur Ken.isla hefst mánudaginn 7. okt., byrjenda- og fram haldsflokkar. Skírteini afhent í dag í Edduhúsinu, Lindargötu 9A frá kl. 3—5. Heimasími 12486. Fyrir fermingartelpur JBlóm, fermingarspangir, slæður, hanzkar, undirföt, sloppar. Hatta- og skermabúðin Atvinna Viljum ráða vefara í verksmiðju vora. — Ákvæðisvinna. — Upplýsingar á skrifstof- unni, ekki í síma. Axminster Grensásvegi 8. Ballettskólinn Laugavegi 31 10 vikna námskeíð hefst mánudaginn 7. október. — Nemendur, greiðið skóla- gjald fyrir námskeiðið í dag að Laugavegi 31, 4. hæð, kl. 3—6 e.h. Uppl. og innritun daglega í símum 37359 og 16103 kl. 2—5 e.h. og kl. 9—10 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.