Morgunblaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 8. júlí 1965 Hreindýraveiðar ekki leyfiar í ár Við talningu reyndust 1805 fullvaxin dýr og 473 kálfar á Austurlandi MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ hefur eins og að undanförnu Xátið fara fram talningu á hrein- dýrahjörðinr.i á Austurlandi og íóru þeir Ágúst Böðvarsson, for- stöðumaður iandmælinganna, og Egill Gunnarsson, hreindýraeftir litsmaður, ásamt Birni Pálssyni flugmanni, í flugvél yfir hrein- dýrasvæðið 13. f. m. og töldu hreindýrin, að nokkru leyti með J)ví að taka ljósmyndir af hrein- dýrahópum og telja síðan eftir myndunum. Reyndust fullorðih hreindýr vera 1805 og 473 kálfar eða samtals 2278 dýr. Álíta taln- ingamennirnir að þeim hafi ekki getað sézt yfir hreindýr svo að nokkru nemi að því er fullorðin Ráðinn ellimála* fulltrúi borgarinnar Geirþrúður Bernhöft. FRÚ Geirþrúður Hildur Bern- höft hefur verið skipuð ellimála- fulltrúi Reykjavíkurborgar frá og með 1. júlí. Frú Geirþrúður er guðfræðingur að mennt og er gift Sverri Bernhöft, stórkaup- manni. dýr varðar, en hinsvegar hafi kálfar verið nokkru fleiri en þeim taldist. Þar sem ekki virðist vera um að ræða nema rúmlega 1800 full- orðin hreindýr, þá telur ráðu- neytið ekki rétt að leyfa hrein- dýraveiðar á þessu ári og hefur í dag gefið út auglýsingu um það. Þó verða væntanlega veitt léyfi til að veiða nokkur dýfc til þess að halda áfram vísindaleg- um rar.nsóknum á heilbrigði hreindýrastofnsins, sem Guð- mundur Gislason læknir við Til- raunastöðina að Keldum hefur unnið að undanfarin ár að beiðni ráðuneytisins. Á undanförnum árum hefur verið heimilað að veiða allt að 600 hreindýr árlega á tímabil- inu frá 7. ágúst til 20. septem- ber. En samkvæmt skýrslum hreindýraeftirlitsmanns, Egils Gunnarssonar á Egilsstöðum í Fljótsdal, sem hefur eftirlit með hreindýraveiðunum, hefur tala veiddra hreindýra undan- farin sex ár verið sem hér segir: Árið 1959 484 hreindýr, árið 1960 384, árið 1961 268, árið 1962 285, árið 1963 338 og árið 1964 300. Rannsóknum Guðmundar Gísla sonar læknis á heilbrigði hrein- dýrastofnsins er ekki svo langt komið, að hann hafi gert um þær heildarskýrslu, en ekkert bendir til annars en að hreindýrastofn- inn é hraustur og hafizt vel við. Menntamálaráðuneytið. 20 þús. krónur til rithöfunda MENNTAMÁLARÁÐ hefur falið Rithöfundasambandi íslands að úthluta á þessu ári kr. 20.000,00 til styrktar rithöfundum, sem dvelja fjarri heimilum sínum við ritstörf. Umsóknir sendist skrifstofu Rithöfundasambandsins, Klappar stíg 26, Reykjavík, fyrir 16. júlí. Kjeld B. Juul á fundi með blaðamönnum, Hann situr fyrir enda borðsins. Aðrir á myndinnl eru (frá vinstri): Elías Snæland Jónsson, Jón Ásgeirsson, Ragnar Kjartansson og Sigurður Guðmundsson. Einn af forstöðumönnum •#l I ,Herferðar gegn hungr staddur hér í Reykjavíh UNDANFARNA daga hefur Hr. Kjeld B. Juul yfirmaður Evrópu deildar Herferðar gegn hungri dvalizt hér á landi og átt við- ræður við forystumenn samtak- anna hér. Blaðamönnum var f.yrir skemmstu boðið að hitta Hr. Juul að máli, en viðstaddir voru Jón Ásgeirsson, Ragnar Kjartansson, Sigurður Guð- mundsson og Elías Snæland Jónsson, ailir í Framkvæmda- nefnd Ilerferðar gegn hungri. Kjeld B. Juul er danskur að þjóðerni, og starfar nú í höfuð- stöðvum Matvælastofnunar S.Þ., FAO í Genf. Á þeim stutta tíma, sem Hr. Juul hefur dvalizt hér í Reykjavík, hefur hann hitt að máli forystumenn allra stjórn- málaflokkanna, rektor Háskóla íslands og Davíð Ólafsson, sem er formoður íslandsdeildar mat- vælastofnunarinnar. Einnig ætl- aði hann að hitta að máli Hall- dór Kiljan l.axness, rithöfund. Á blaðamannafundinum gerði Hr. Kjeld B. Juul stuttarlega grein fyrir herferðinni gegn hungri, sem hafin var árið 1960. Sagði hann, að nú væri ástandið svo slæmt, að helmingur ibúa heimsins byggi við sult eða van- „Svo setti ég í þann stóra“ Fíú á Akureyri veiddi 14, 15 og 26 punda laxa á einni morgunslund LILJA Sigurðardóttir kaup- kona, eiginkona Ágústs Ólafs sonar, húsgagnasmíðameistara á Akureyri, veiddi svo vel í Laxá, S-Þing., á laugardaginm, að margur karlmaðurinn má öfunda hana af. Hún fékk þrjá laxa fyrrihluta dagsins, 14, 15 og 26 punda. Af því tilefni brá ég mér heim til hennar í dag og hitti hana að máli stutta stund, þar sem hún var að slá garð- inn sinn í 20 stiga hita. — Blessaður vertu, þetta er ekki frásagnarvert, það getur hvert barn fest í svona laxa. I»að er bara heppni eða ó- heppni sem ræður. Maður stundar líka stangaveiði bara sér til gamans en ekki til þess að setja einhver aflamet. Það er yndislegt að vera við Laxá, jafnvel þó að enginn laxinn fáist. — Við vorum saman um stöng, hjónin, þarna á Breið- inni, og svo Gunoar Þórsson og Inga, kona hans, nágrann ar okkar. Ék fékk 14 punda lax um kl. 9 um morguriinn og annan 15 punda litlu síðar og varð að elta þá báða niður alla bakka, því þeir strikuðu til sjávar. — Svo setti ég í þann stóra rétt um hádegið. Ég sá hann skera vatnsskorpuna rétt fyr- ir framan mig og vissi strax, að hann var stór, en ekki fyrr en. seinna, að hann væri svona voðalega stór. Ég kallaði strax í bónda minn og bað hann að hjálpa mér við laxinn, sem tók strikið niður ána. Það var stórstreymt og háfjara að byrja að falla að. Satt að segja treysti ég mér ekki til að fara þriðju ferðina ofan eftir. Gunnar og Inga komu líka, og það var ekki lakara, því Inga hafði sporðgrip eða tailer meðferðis og við náð- um skepnunni á þurrt land með aðstoð þess eftir á að gizka hálftima stympingar. Þú sérð, að ég á sjálf ósköp lítið af heiðrinum. — Við höfum farið í Laxá einu sinni áður í sumar, og þá fékk ég einn 20 punda, sem við urðum að elta á bát um 600 metra á haf út áður en hann varð yfirbugaður. — Annars hef ég ekki fenig- izt við stangaveiði nema í fimm eða sex sumur og sé eftir öllum hinum, sem liðu ónotuð, að þessu leyti, sagði Lilja um leið og hún rétti upp nokkur strá, sem voru að hér villast upp úr helluhnoðra- breiðu sunnan við húsvegg- næringu. Allar horfur væru á [ stöðu Jón Ásgeirsson. Þá sagðl því, að ef ekki væru gerðar ráð- Sigurður, að bráðlega yrði haf- stafanir til úrbóta, versnaði inn undirbúningar að kynning- ástandið með hverju ári þar eð | arstafserni hér á landi og fjár- matvælaframleiðsla í heiminum söfnun. ykist ekki að sama skapi og þörfin. Til þess að hreyfingin gegn hungri í heiminum gæti áorkað einhverju sagði Hr. Juul að allar efnaðri þjóðir þyrftu að taka þátt í herferðinni. Hreyfingin væri alltaf að bæta við sig fylgi í ýmsum löndum Vestur-Evrópu og sér væri ánægjuéíni að sjá að samtök æskunnar á fslandi væru braut- ryðjendur stefnunnar hér. Um framkvæmd baráttunnar gegn hungri sagði Hr. Juul, að áherzla væri lögð á að kynna vestrænum þjóðum ástandið í Austur-Asíu og víðar þar sem matvælaskortur væri. Sú aðstoð, sem þessum þjóðum væri veitt, miðaðist við að gera þjóðunum kleift að framleiða sjálfar sín matvæli. Þannig væri t. d. lögð áherzla á að kenna þjóðunum akuryrkju eða fiskveiðar fremur , en að dreifa matvælum. Til þessa hefðu samtökin jafnan á sínum snærum sérfræðinga og sérþjálfaða menn. Að sögn Sigurðar Guðmunds- sonar, sem er í Framkvæmda- nefnd herferðarinnar gegn hungri, hafa íslendingar gefið dálítið fé til hreyfingarinnar. Voru það tekjur af sölu frímerk- is, sem gefið var út í því mark- miði að styrkja baráttuna. Á síðustu fjárlögum hefði hins vegar gert ráð fyrir 75 þús. króna styrk tii þess að koma upp skrifstofu fyrir framkvæmda- nefndina og væri hún í Æsku- lýðshöllinni við Fríkirkjuveg. Þeirri skrifstofu veitti nú for- Yngvi Olafsson sýslumaður í Dölum FORSETI Islands hefur veitt Ángva Ólafssyni, deildarstjóra í viðskiptamálaráðuneytnu, sýslu- mannsembættið í Dalasýslu frá 1. ágúst n.k. að telja. Yngvi fæddist árið 1922 á Borð eyri, sonur Ólafs Jónssonar, tré- 1 smiðs, og Elínborgar Sveinsddótt I ur. Hann lauk lögfræðiprófi 1943 og hefur starfað síðan í viðskipta málaráðuneytinu. Hann er kvæntur Ásu Jónsdótt ur, uppeldisfræðingi. UM hádegi í gær var háþrýsti móða eða dumbungsveður | svæði yfir Grænlandi og ís- sunnan lands og vestan, en | landi en lægð vestur undir bjart á N- og NA-landi. Hiti | Labrador á hreyfingu austur var víðast 10-12 st., mestur 1 eftir. Veður var mjög kyrrt 17 st. á Staðarhóli i Aðaldal. | hér á landi, en víða þoku-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.