Morgunblaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 8. júlí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 13 Kristján Albertsson: Raunalegfrétt að heiman ALLIR b^btum við að horfa með nokkurri óþreyju fram til þess tíma, þegar miðborg Reykjavíkur er orðin samboðin höfuðstað evrópsks menningarríkis, allur Grjótaþorps og Fischerssunds- bragur horfinn, aðeins háreistar, veglegar byggingar, líkt og t.d. Landsbankinn, Hótel Borg Odd- fellow-höllin, Morgunblaðs-höll- in. Hverfi rís af hverfi í útjöðr- um, hátízkulegir mannabústaðir tuttugustu aldar, en miðbærinn hefur dregizt aftur úr, er allt of lengi að losna úr hálfgerðum tötrum fyrri og fátækari kynslóð- ar, frá þeim tímum þegar bær- inn var lítið meir en fiskiþorp, smátt í sniðum. En í fréttayfirliti. sem útvarpið semur og lætur fjölrita, og meðal annars berst sendiráðum lands- ins erlendis, er frá því sagt ný- lega að til standi að reisa heil- mikla byggingu yfir útvarpið og væntanlegt sjónvarp — einhvers- st.aðar inn við Elliðaár, skilst manni, því þar eigi að skipu- leggja nýjan „miðbæ“! Eitthvað svipað hefur stundum heyrzt áður, að miðbær Reykja- víkur hljóti að flytjast til, eftir því sem byggð færist austur á bóginn. — En miðbær höfuðborgar er ekki stærðfræðilegt hugtak, held- ur að minnsta kosti ekki áfram að vera það eftir að slík borg tekur að vaxa til muna. Hann flyzt ekki til, áratug af árataug, eftir því hvar mest er byggt af húsum. Miðbærinn er umfram allt söguleg staðreynd,, og kjarni borgarinnar, óhagganlegur. i Miðbær Lundúna verður um allan aldur á svæðinu milli kon- ungshallar og Englandsbanka, þinghúss og Trafalgar Squaire, og þar í nánd, hvað sem líður vexti borgarinnar til austurs og vesturs, norður eða suðurs. Mið- bær Kaupmannahafnar verður sefinlega á því svæði sem tak- markast nokkurn veginn af Amalienborg, Kristjánsborg, Ráðhúsplássi og Háskólanum, hversu langt sem byggð borgar- innar kann að teygjast út á Sjá- land. Miðbær Reykjavíkur verð- ur um allan aldur í Kvosinni og nánustu,, íiánd við hana, á svæð- inu milli Háskólans og Þjóð- minjasafnsins annars vegar, en hins vegar Arnarhvols, Lands- bókasafns og Þjóðleikhúss. Á því svæði, þar sem forðum voru tún og engi Ingólfs bónda Arn- arsonar, standa nú salakynni þjóðþings og stjórnar, æðstu mennta og öflugustu banka, að ógleymdri höfuðkirkju landsins, •— á því svæði og í grennd þess. Þar mun um alla tíð verða kjarni höfuðstaðarins, miðborgin, hvað sem líður þéttbýli inn við Elliða- ái eða Klepp. Fáar myndir hefur mér þótt öllu notalegri á að horfa í ís- lenzkum blöðum síðustu áratugi en þær sem sýndu gömul timbur- hús sem verið var að aka á griðarmiklum hjólbörum (eða einhverju slíku ökutaéki) út úr miöbænum á nýjan samastað, einhversstaðar í útjöðrum. Þarna losnaði þó ein lóð, þar sem hægt verður að reisa hús sem prýðir miðbæinn, hef ég hugsað. Mér fannst ákaflega skemmtilegt að vita til þess, að það var tækni- legur hægðarleikur að sjá öllum gömlum húsunum fyrir hægri og öruggri ferð út fyrir bæinn, svo að þau væm ekki lengur fyrirstaða aðkaliandi þróunar. En svo les maður þessa rauna- legu frétt — að til stendur að fleygja milljónum , í stórhýsi handa ríkinu, byggingu sem vafalaust ekkert verður til spar- hittast í bmðkaupi ír sér ferða mál hérlendis Próf. Ejler Alkjær ráðgjafi Ferðamálaráðs DANSKI prófessorinn Ejler Alkjær hefur dvalizt hérlendis nokkurn tíma í boði Ferðamála- ráðs til þess að kynna sér laus- lega ferðamál á ísiandi, sem hann mun svo siðar kanna bet- ur og skiia álitsgerð um. Ejler Alkjær er prófessor við við- skiptaháskólann í Kaupmanna- höfn, en hefur haft mikil af- skipti af samgöngumálum og itiálefnum ferðamanna í heima- landi sínu og á alþjóðavettvangi. Hefur hann m.a. starfað sem verzlunar- og samgöngumálaráð gjafi fyrir Sameinuðu þjóðirnar •f ferðazt milli landa i Astu i þeim erindum. ■ Fréttamaður blaðsins átti stutt yiðtal við prófessor Alkjær í fyrradag, er hann var nýkom- inn af fundi með Ferðamálaráði. — Ég er aðeins í stuttri heim- sókn hérna núna og átti við- ræður við forystumenn í ferða- málum, auk þess sem ég hef ferðazt lítið eitt um nágrenni Reykjavíkur. Þrátt fyrir skamma viðdvÖI hef ég séð fag- urst landslag og ýmis sérkenni- leg náttúrufyrirbrigði, sem heilla alla ferðamenn. íslerszkt landslag er mjög sérkennilegt og enginn útlendingur mun verða fyrir vonbrigðum með það, sem náttúran hefur upp á að bjóða. En landslag og ýmis önnur sér- einkenni eru ekki allt, því að ferðamaðurinn vill líka búa á góðu hóteli og borða góðan mat Ejler Alkjær í vistlegum húsakynnum. — Hvað teljið þér, að hafi einkanlega gert heimaland yðar að jafnvkisælu ferðamannalandi og raun er á? — Ferðamenn koma ekki til Danmerkur vegna náttúrufeg- urðar heldur vegna þess, að í Danmörku ríkir sérStakt and- rúmslöft. Við höfum reynt að taka á móti ferðamönnum í góð- um gistihúsum og gert þeim kleift að velja úr miklu í mat og drykk á öllum tímum sól- arhringsins. í Kaupmannahöfn eru nú t.d. 34 veitingastaðir, sem eru opnir til kl. 5 að morgni Það er þetta frelsi ásamt hlý- legum viðtökum, sem hafa gert Danmörku að ferðamannalandi. — Teljið þér þá, að miðviku- dagslokun vínveitingastaða og bjórbann hérlendis séu skerð- ing á frelsi ferðamannsins? — Ég hef kannað þessi mál lítillega í þessari ferð minni, en á eftir að rannsaka þau betur og hugleiða. Ég get því ekki gefið neinar yfirlýsingar þar að lútandi að þessu sinni. Hins veg- ar kom það greinilega í ljós í bjórverkfallinu í Danmörku nú á dögunum að fólk, sem átt hef ur þess kost að kaupa bjór i verzlunum og á veitingastöoum á erfitt með að sætta sig við að fá hann ekki, þó að um skamm- an tíma sé. — En hvað álítið þér um flug vallagjöld, sem innheimt eru á flugvöllum víðsvegar um heitn og eru nú til umræðu héraa? — Flugvallagjöldin eru mjög óvinsæl hjá erlendum ferða- mönnum. f Danmörku eru þaui innheimt og Danir sjálfir sætta Framh. á bls. 15 Guillaume Houphouet-Boiguy o.g kona hans ganga út úr kirkj jnni að lokinni hjónavígslunni Faðir brúðgumans er annar frá liægri. Forsetar V-Afríkuríkja Kristján Albertsson. stofnanir og aðra opinbera starf- semi, sem sjálfsagt var að ættu sér aðsetur á miðsvæði borgar. 1 öðru falli verður sem fyrst að taka þá stefnu, hiklaust, að gera miðbæinn í Reykjavík sam- boðinn höfuðstað hins nýja ís- lahds, og þá fyrst og fremst með því, að reisa þar, og hvergi ann- arstaðar, sem flestar af þeim stórbyggingum, sem borgina mega prýða. Þess ber fastlega að vænta, að undirfeúningi fyrirhugaðrar út- varpsbyggingar sé ekki það langt komið, að ekki sé enn nægur tími til stefnu að velja húsinu heppilegan stað. París, 1. júlí 1965. FORjSETAR sex Afríkurikja voru saman komnir í kirkju í einu af rikmannlegustu út- hverfum Farísar s.I. sunnu- dag. Einnig voru í kirkjunni þrír þingforsetar frá Afríku, margir ráðherrar, óteljandi sendiherrar, franskir ráð- herrar, starfsmenn utanríkis- ráðuneytis Frakklands og margir helztu þátttakendur í samkvæmislífi Parísar. Marg- ir gestanna voru kjólklæddir og orða frönsku heiðursfylk- ingarinnar sást víða. Konurn- ar voru flestar í síðum kjól- um, hvítum eða bleikum, eftir nýjustu Parisartízku, en þó voru nokkrar í búningum, sem tiðkast í Dakar og Abid- jan. Ástæðan til samkomu þess- arar var brúðkaup Guillaumes Houphouet-Boigny, sonar for- seta Fílabeinsstrandarinnar og Christiane Herve-Duontier, frænku Nicolas Grunitzky, forseta Togo. Houphouet-Boigny yngri, er lögfræðingur að menntun og nýlega tekinn að starfa við Frakklandsbanka, en brúður hans er uppalin í París. Houphouet-Boigny, forseti sendi vinum sínum meðal æðstu manna V.-Afríku boðs- kort og flugmiða til Parísar, og meðal þeirra, sem þágu boðið voru: Moise Tshombe, forsætisráðherra Kongó, Diori Hamani, forseti Niger, Maur- ice Yamengo, forseti Efri- Volta, Leon Mba, forseti Gab- on og Francois Tombalbaye, forseti Chad. Forsetarnir og ráðherrarnir notuðu tækifærið meðan þeir dvöldust í París, ræddu sam- eiginleg hagsmunamál ríkja sinna og sambúð þeirra við önnur ríki. Segja fréttamenn, að eining hafi ríkt á fundum Afríkuleiðtoganna og einnig á fundum, sem þeir sáu með frönskum embættismönnum. Segja þeir þetta glöggt dæmi um hið góða samband, sem de Gaulle hafi tekizt að skapa milli Frakklands og fyrrv. nýlendna Frakka í Afríku. að að gera sem vandaðasta og glæs^lega á að horfa — inn við Elliðaár! Af hverju ekki í miðbænum, eða nánasta umhverfi hans, þar sem enn standa við höfuðgötur hús sem eru lítils virði og til minnkunar fyrir borgina — og auðgert að ryðja úr vegi? Nú kann sú mótbára að heyr- ast, að lóðirnar í miðbænum séu talsvert dýrari en spildur á mel- um inn við Elliðaár. Hér verða þeir menn, sem mér kunna betur skil á löggj afarmálum, að ráða fram úr vandanum. f öllum löndum og á öllum tímum virðist sem ríkisvald og löggjöf hafi kunnað tök á því að láta ekki flæma stjórnarvöld út í útjaðra höfuðborga í leit að lóðum undir æðstu menningar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.