Morgunblaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLADIÐ Fimmtudagur 8. júlí 1965 Sextugur i gær: Alfreð Gíslason, bæ jarf ógeti í DAG, 7. júlí, á Alfreð Gísla- son bæjarfógeti í Keflavík 60 ára afmBeli. Á nútíma mæli- kvarða þykja það engin sérstök tíðindi að ná þeim aldri, en þó verður því ekki á móti mælt að það fer að líða á starfstíma em- bættismanna, þegar þeim áfanga er náð Alfreð er borinn og barnfædd- ur Reykvíkingur, sonur merkis- hjónanna Gísla Þorbjarnarson- ar fasteignasala og konu hans Jóhönnu Þorsteinsdóttur frá Brú. Alfreð Gíslason fór menntaveg inn, sem kallað er, stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi og síðar lagaprófi frá Háskóla ís- lands. Að námi loknu stundaði hann lögfræðistörf í Reykjavík og víðar, unz hann árið 1937 var skipaður lögreglustjóri í Kefla- vík. Var hann fyrsti ■ lögreglu- stjórinn hér í Keflavík og því ?á, sem mótaði það starf og má fullyrða, að með tilkomu hans í það embætti breyttist bæjar- bragur mjög til hins betra. Jafn- framt lögreglustjóraembættinu hafði hann á hendi oddvitastörf, sem hann leysti þannig, að bæði þeir, sem til hans leituðu og bæjarfélagið máttu vel við una. Þegar Keflavík öðlaðist bæjar- réttindi varð Alfreð bæjarfógeti og hefur verið síðan, að nokkr- um mánuðum undanteknum er hann var bæjarstjóri. Bæjartogetaembættið hefur Alfreð rækt við vaxandi vinsæld ir þanmg að góðgjarnir menn telja að á betra verði vart kös- ið og munu slík embætti sízt betur rækt og það í jafn ört vax- andi bæ og Keflavík hefur verið í hans embættistíð: Sjálfstæðismaður er Alfreð í húð og hár og hefur setið leng- ur í hrepps- og bæjaxstjómum en nokkur r.ústarfandi sjálfstæð ismaður hér í bæ. Þar er hann traustur og tillögugóður og vill í hvívetna yöxt og viðgang Kefla víkur, Hefur það komið bezt fram í afstöðu hans til malbik- unar gatna, íþrótta- og æskulýðs- mála og yfirleitt í öllu því, sem til menniugar og þrifa má telj- ast. Forsetí bæjarstjórnar er hann og hefi_r verið lengur en nokkur annar hér í bæ. Þingmaður Reykjanesskjör- dæmis var hann eitt kjörtíma- bil, en gaf ekki kost á sér aftur, taldi sig of hlaðinn störfum heima fyrir. Á þingi beitti hann sér meðal annars fyrir nýja Keflavíkuri'eginum, athugun á hitaveifu fyrir Reykjanes o.fl., sem hann taldi kjördæminu til heilla. Alfreð á sæti í Landshafnar- nefnd Keflavíkur og Njarðvíkur og í Flugráði, svo nokkuð sé tal- ið. Ég, sem þessar línur rita og hef haft mikil og góð kynni af Alfreð Gíslasyni og hans dug- miklu konu, Vigdísi Jakobsdótt- ur, tel það hafi verið mikið happ fyrir Keflavík, að þau fluttust hingað. Menningarmál eins og stofnun og starfsræksla tónlistar skóla hafa verið mikil áhugamál þeirra beggja, og þá ekki síst frúarinnar, sem hefur verið for- maður hans lengst af Heimili þeirra hjóna er viður- kennt fyrir prýði og rausn og þökkum við hjónin og böm okk- ar þeim og börnum þeirra Gísla Jakob og Önnu Jóhönnu allar ánægjustundir, sem við höfum notið meðal þeirra. Að síðustu óskum við þeim gæfu og gengis á ókomnum ár- um og vonum að þau hafi það gott á afmæli húsbóndans, sem haldið er einhvers staðar utan landsteinanna. Þorgr. St. Eyjólfsson X1 EINN af forystumönnum Sjálf- stæðismanna á Suðurnesjum, Alfreð Gíslason, bæjarfógeti og forseti bæjarstjómar Keflavíkur, varð sextugur í gær. Allt frá því að Alfreð fluttist til Keflavíkur, skipaður lögreglu stjóri og síðar bæjarfógeti, hefur hann verið einn í forystu fólks- ins í sínu byggðarlagi og notið mikils trausts. Hann hafði skipað sér undir merki Sjálfstæðisstefn unnar og er til Keflavíkur kom, tók hann í öndverðu mik- inn þátt í starfi Sjqlfstæðisflokks ins og hefur verið valinn þar til forystu og falið fjölda trúnaðar- starfa fyrir byggðarlag sitt, á vegum flokksins. Hann er nú for seti bæjarstjórnar Keflavíkur. Við kjördæmabreytinguna 1959 var hann kjörinn á þing frá Reykjaneskjördæmi og skipaði sér þá í forystusveit Sjálfstæðis- manna í hinu nýja kjördæmi. Alfreð óskaði hins vegar ekki eftir langri setu á Alþingi og skoraðist undan endurkjöri 1963. Enda þótt Alfreð hafi horfið úr sölum Alþingis er hann enn í fullu starfi á vettvangi stjórn- málanna í sínu byggðarlagi. Enn fremur á hann m.a. sæti, kosinn af Alþingi, — í stjóm Landshafn ar Keflavíkur—Njarðvíkur og í flugráði. Það er von mín, um leið og ég færi Alfreð og konu hans, Vigdísi Jakobsdóttur, beztu kveðj ur í tilefni af þessum merkisdegi að SjálfstæðisfloklÁir- inn megi enn um langan tíma njóta þeirra hjóna til stuðnings við góðan málstað. Matthías Á. Mathiesen. Þar eð greinin mislagðist hjá blaðinu birtist hún ekki í gær á afmæli Alfreðs. Eru aðilar beðn- ir afsókunar á þessum leiðu mis- tökum hjá blaðinu. Erhctrd ræðir Berltnarmáiið Bonn, 6. júlí. — NTB. LUDWIG Erhard, kanzlari V- Þýzkalands veitti í dag áheyrn sendiherrum Banidaríkjanna, Frakklands og Englands, og var þar rætt Berlinarmálið. I fyrxl viku flugu austur-þýzk ar þyrlur yfir V-Berlín, í órétti, að því er Vesturveldin telja, þar sem þau eru þeirrar skoðunar, að einungis flugvélar hernáms- veldanna fjögurra hafi til þess heimild að fljúga yfir Berlín. — Einnig hefur verið erfitt um sam göngur á skurðum og ám til V- Berlínar, vegna þeirrar kröfu austur-þýzkra yfirvalda, að til slíkra ferða þurfi skilríki gefin út af þeim, í stað hinna venju- legu skilríkja fjórveldanna. Erhard mæltist til þess þegar 24. júni, að sameiginleg ráð yrðu tekin til að spoma við „truflun- um“ austanmanna. I gær lét hinn nýi utanríkisráðherra Aust ur-Þjóðverja, Otto Winzer, svo um mælt, að vel mætti vera að Austur-Þjóðverjar sendu herflug vélar inn yfir Berlín, ef Vestur- Þjóðverjar viðurkenndu ekki, að V-Berlín sé ekki hluti V-Þýzka- lands, heldur stjórnmálaleg heild. Skók UM þessar mundir fer fram í BLED í Júgóslavíu skákkeppni í öðrum riðli áskorendamótsins í skák. í hinum riðlinum er keppni þegar lokið. Þar tefldu þeir saman Spassky og Keres, og sigraði sá fyrmefndi með 6—4. Annarsvegar tefldu saman Geller og Smisloff og sigraði Geller með 5%—2%. Síðan tefldu þeir Spassky og Geller til úrslita og í þeirri viðureign sigraði Spassky. I Bled tefla saman Tal og Fortisdh og Ivkov og Larsen. Eftir 5 skákir er staðan þessi: Tal hefur hlotið 3]/2—2Vz vinn- ingi Portisch, en Bent Larsen hefur 4 gegn 1 vinningi Ivkovs. Eftir er að tefla fimm skákir til viðbótar og þarf Larsen einung- is 1% vinning til þess að sigra Júgóslafneska stórmeistarann Boris Ivkov. Sigurvegaramir í þessum einvígjum tefla síðan í september um það hvor fær að tefla við Spassky, en viðureign- in við hann á að vera 12. skáka eirivígi, sem skera á úr um það hver fær að tefla við heimsmeist arann Petrosjan. Sennilega lenda þeir Larsen og Tal í úrslitum í Bled og tel ég það vel farið, þar sem ég álít Larsen einá manninn í þess- um riðli, sem eigi verulega möguleika gegn snillingnum frá Ríga. — IR.Jóh. Akranesi, 6. júlí. HIN landsfræga hljómsveit Dúmbó-sextettinn og Steini leggja í dag af stað í hljómleika- för umhverfis landið að undan- skildum Vestfjörðum í þetta sinn. Taka þeir fyrst „kóssinn** til Akureyrar og hefja hljóm- leikaförina í Hótel KEA og Sjálf sfæðishúsinu. Síðan gera þeir útrásir til beggja handa á strand lengjunni og enda inn til dala. Þetta er eldfjallaland og þeir þyrftu að fá meiri gos í túlkua sína. — Oddur. • Dýiahald í miðjum borgum Maður, sem nefnir sig „Öld- ung“, kom með bréf til Vel- vakanda eftir hádegið í gær. 3réfið er svohljóðandi: „Herra Velvakandi! Langt er nú síðan ég hefi skrifað bréf, en nú fæ ég ekki orða bundizt vegna ummæla yðar og konu einnar í Smá- íbúðahverfinu, sem birtust í Morgunblaðinu í dag. Aðalefni bréfsins og svars yðar er um hunda og ketti í borginni. Und- ir lokin minnist þér á það, að óeðluegt sé að halda ýmsa fugla. endur og gæsir, ásamt kindum inni í miðri borg. Und- ir þessi orð vil ég svo sannar- lega taka. Ekki veit ég, hvort þér hafið orðið fyrir sörnu raun og ég, það er að búa í nábýli við skítuga og gargandi fugla, en ef þér eigið heima við Kaplaskjólsveg eða í næsta nágrenni, fer ekki hjá því, að þér kannist við þessa viður- styggð. Fuglaihaldið dregur að sér rottur og flugur í ótrúlega miklum mæli. Ég hefi átt heima á fjórum stöðum sam- tals í Reykjavík, en hvergi, fyrr en nú í elli minni, hefi ég búið við slíkt mótlæti, sem hér vestur frá, að geta ekki opnað stofuglugga, ná þess að fá hundrað flugur inn, eða kjallaraglugga, án þess að fá rottur inn. Ástandið þótti ekki gott inni í Blesugróf, en það var þó sannkölluð paradís á móts við þessi ósköp. S\ o er heldur ekkert gaman að vakna á morgnana eldsnemma við glymjandi gæsagarg. Hvernig er þetta, eru ekki einhver lög eða reglugerðir, sem banna þennan fjanda? Ég ætla, að svo sé, og því er þá ekki lögunum framfylgt? Allir eiga að .heita jafnir fyrir lögunum, jafnvel þótt gamlir sómamenn og land eigendur kunni að eiga í hlut. — Öldungur“. • Kjaftæði við strætis- vagnabílstjóra „Förukona" skrifar: „Kæri Velvakandi: Nú má ég til með að kvabba svolítið á þér, enda sé ég, að fólk sendir þér línu um hvers kyns kvörtunarefni. Vona ég, að þú birtir þessar fáu línur mínar við tækifæri. Svo að ég segi þér frá mínum högum. þá vinn ég á tveimur vinnustöðv- um talsvert langt í burtu frá mínu heimili, svo að ég þarf að ferðast minnst fjórum sinn- um og oftast fimm sinnum í strætisvagni á hverjum degi. Nú kemur orsökin fyrir þessu tilskrifi: Ég er nefnilega bíl- hrædd. Ekki vantreysti ég bif- reiðarstjórunum, en illa er mér samt við að láta farþegum lið- ast að „halda þeim uppi á snakki“, enda er það strang- lega bannað með auglýsingu, og hlýtur einhver ástæða að vera til hennar. Vissir far- þegar virðast hafa gaman af því að tala við bílstjórana og þótt ökumennirnir viti mæta- vel, að það er bannað, eiga þeir kannske erfitt með að vanvirða málglaða manninn með því að þegja og svara honum ekki. Flestir sýnast mér þessi kjaftasnakkar hrútleiðin- legir menn í útliti, enda sé ég ekki betur, en bílstjórarnir svari þeim hið allra minnsta og þykist helzt reyna að heyra ekki í þeim, sem sjálfsagt er, fyrst þeim er ekki kastað út við fyrsta tækifæri. Margsinn- is hef ég séð bílstjóra í erfið- leikum við að sjá um spegla, hvort fólk er gengið út um dyr aftar í vagninum, vegna þess að breið bök munnræpuhjass- anna skyggja á útsýni. Bílstjór arnir eru yfirleitt kurteisir menn, og þvi eiga þeir ef til vill bágt með að varpa dón- unum á dyr. En það eiga þeir skilyrðislaust að gera. Ég borga mínar fjórar krón- ur til þess að bílstjórinn aki mér á áfangastað. Ég á heimt- ingu á því, að fyrir mitt gjald, — fyrir mína goldna peninga — sé mér skilað ólimlestri þangað, sem ég hef ætlað mér og keypt farartæki til, og hana nú! Ég sagði áðan, að þessir kjaftagleiðu karlar væru leið- inlegir; það skiptir vitanlega ekki máli, hvort þeir eru gam- ansamir eða þrautleiðinlegir við bílstjórann, en meðan þeir geta truflað hftnn við akstur, á ekki að þola þá, heldur henda þeim beint út. Hitt er svo annað mál, að oftast ver- kenni ég bifreiðarstjórunum að þurfa að hlusta á heimsku- vaðalinn úr þeim. — Förukona“. Velvakandi þaxkar þessi tvð bréf og birtir þau vitanlega, því að allir eiga leiðréttingu mála sinna, þóil nokkuð fast sé kveðið á í þeim báðum, eink um undir lokin. Nýtt símanúmer: 38820 BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Lágmúla 9. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.