Morgunblaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐID Fimmtudagur 8. júlí 1965 Útgefandi: Framkvæmdastj óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. LÆKKUN BYGGING- ARKOSTNAÐAR CJumarið er að venju helzti ^ húsbyggingatími ársins og nú .standa yfir miklar byggingaframkvæmdir, bæði hér í höfuðborginni og ann- ars staðar á landinu. Hús- næðiskostnaður hefur lengi verið talsvert hár hér á landi og er enginn vafi á því, að raunhæfasta kjarabótin fyrir launþega væri sú, að finna leiðir til þess að lækka hús- næðiskostnað hér verulega. Nú eru að vísu ýmsar á- stæður fyrir hinum háa hús- næðiskostnaði hér á landi. Vafalaust byggjum við vand- aðri hús og dýrari að innrétt- ingum, en margar nágranna- þjóðir okkar. — íbúðir hér munu einnig yfirleitt stærri en í nágrannalöndunum og þannig virðast menn vilja hafa það. Til skamms tíma hefur skortur á bygginga- lóðum einnig átt nokkurn þátt í hinum háa húsnæðis- kostnaði, en nú er svo kom- ið t.d. í Reykjavík að tekizt hefur að sinna öllum um- sóknum um lóðir fyrir fjöl- býlishús og allt bendir til þess, að innan tíðar muni tak- ast að verða við umsóknum um lóðir fyrir einbýlishús og tvíbýlishús. Fjármagnsskortur vegna í- búðabygginga hefur einnig stuðlað að háum bygginga- kostnaði, en nú'hefur veru- lega rætzt úr í þeim efnum. Húsbyggjendur eiga nú kost á hagkvæmum lánum frá Húsnæðismálastjórn og enn- fremur eru margir, sem njóta góðra lána frá' lífeyrissjóðum og öðrum slíkum stofnunum. Greinilegt er því, að miðað hefur í rétta átt í lóðamálum og lánamálum húsbyggjenda. Hins vegar virðist svo sem tækniþróunin í byggingariðn- aðinum hafi ekki orðið eins ör og á ýmsum öðrum sviðum athafnalífsins. Sjálfsagt er orsök þess, að einhverju leyti sú, að hér á landi eru ekki starfandi nægilega stór og öflug byggingarfélög, sem bol mdgn hafa til þess að reyna nýjar leiðir og taka upp tækni framfarir erlendis frá við húsabyggingar. Það gefur auga leið, að okkur mun ekki takast að lækka bygginga- kostnaðinn verulega fyrr en stór byggingafélög rísa upp, sem byggja fjölda íbúða með nýtízku aðferðum. Meðan einn og einn eða litlir hópar pukra hver í sínu horni með eitt og eitt hús verða engar verulegar framfarir í bygg- ingamálum okkar íslendinga. Þeir sem að byggingamálum starfa ættu að hugleiða, hvort þeim sjálfum væri það ekki til hagsbóta að sameina krafta sína til stærri og öfl- ugri átaka í þessum efnum en hingað til. Það er knýjandi nauðsyn að gerð verði alvarleg tilraun til þess að lækka bygginga- kostnaðinn í landinu og í þeim efnum næst ekki veru- legur árangur, nema hagnýtt sé til fulls sú tækniþróun, sem orðið hefur á þessu sviði erlendis, en við íslendingar höfum enn í of litlum mæli tekið upp. DEILUR INNAN EBE Á ýmsu gengur um þessar mundir í höfuðstöðvum Efnahagsbandalagsins í Brús- sel og hafa Frakkar nú kvatt heim fastafulltrúa sinn þar í mótmælaskyni við afstöðu annarra bandalagsríkja til landbúnaðarmála. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn, sem harðar deilur koma upp inn- an Efnahagsbandalagsins, en sú deila sem nú er komin upp virðist þó vera hin alvarleg- asta. í sjálfu sér er það ekki óeðlilegt, þótt erfiðleikar geri vart við sig í þeirri sam- vinnu, sem fram fer innan Efnahagsbandalagsins og sæt ir jafnvel nokkurri furðu, að erfiðleikarnir hafi ekki verið meiri þann tíma, sem banda- lagið hefur starfað. Erfitt er að gera sér grein fyrir raunverulegum ástæð- um þessarar deilu, en á yfir- borðinu a.m.k. stendur hún um landbúnaðarmál og fjár- mál í sambandi við hann. — Ríkin innan Efnahagsbanda- lagsins hafa mismunandi skoðanir um framtíðarstarf- semi bandalagsins. De Gaulle er mjög andvígur því, að á þess vegum verði settar upp stjórnarstofnanir, sem að ein- hverju leyti verði settar yfir stjórnarstofnanir hinna ein- stöku ríkja. Og bendir ýmis- legt til þess, að hann telji að í þessari deilu hafi verið gerð tilraun til þess að fá Frakka inn á aðra stefnu í þessum efnum. Þótt Efnahagsbandalagsrík- in hafi miklar áhyggjur vegna þessa máls og orðrómur sé á kreiki um, að Frakkar hygg- ist slíta samstarfinu við önn- ur EBE-ríki, virðist líklegra, að sameiginlegir hagsmunir þessara ríkja séu orðnir. svo miklir innan EBE, að ekki Prinsinn kom og vakti athygli Sagður hafa erft persónutöfra föður síns Elísabet Bretadrottning og maður hennar, Philip prins, höfðu fyrir skömmu móttöku í Holyrood-höll í Skotlandi fyrir fulltrúa samtaka æsku- fólks í landinu og unglinja frá brezku samveldisríkjun- um, sem stunda þar nám. Um 600 unglingar voru saman- komnir í hallargarðinurn og allir heilsuðu hinum tignu gestgjöfum. Unglingarnir hneigðu sig fyrir drottning- unni og Philip, en margir horfðu ókunnuglega á unga manninn, sem stóð við hlið þeirra, og voru á báðum átt- um um hvort þeir ættu að hneigja sig fyrir honum líka. Sumir gerðu það, en aðrir heilsuðu honum með handa- bandi eða létu sér nægja að kinka kolli. Það varð töluvert undrun- arefni hve fáir hinna ungu gesta áttuðu sig á því að þama var kominn Gharles prins, erfingi brezku krún- unnar. En það stafaði fyrst og fremst af því, að ekkert hafði verið tilkynnt fyrir- fram um, að ungi maðurinn myndi taka þátt í móttöku foreldra sinna Charles er nú 16 ára og stundar nám við Gordonstoun-skólann. Fréttamenn segja, að krón- prinsinn hafi rætt glaðlega og óþvingað við jafnaldra sína í móttökunni. Spurt um áhuga- mál þeirra og sýnt áhuga á starfsemi samtakanna, sem þeir voru fulltrúar fyrir. Hin þægilega framkoma hans hafi vakið mikla athygli og Ijóst sé að hann hafi erft eitthvað af persónutöfrum föður síns og hæfileikum hans til að umgangast fólk í lok móttökunnar kom það sama fyrir og hent hefur föð- ur hans oft við lík tækifæri. Hann gleymdi sér í áköfum samræðum við gestina og tók óvænt Charles prins ekki eftir, þegar foreldrar hans héldu í átt til hallarinn- ar. Nokkrum mintúum síðar tókst einum hirðmannanna að vekja athygli prinsins, sem hljóp við fót á eftir foreldr- um sínum og var korninn á hallartröppurnar rétt um það bil og hljómsveit hóf að leika þjóðsönginn, en með nonum endaði móttakan. 85 slasast í Berlín >f Tvær neðanjarðarlestir rák ust á undir miðri V.-Berlín fyrir skömmu með þeim afleiðingum að 85 farþegar særðust. Slysið varð á bið- stöð nálægt Kurfiirsten damm. Hafði önnur lestin stöðvazt þar, er hin kom æð- andi á fullri ferð og rakst á hana. Ekki er ljóst hvað olli því að siðari lestin staðnæmd ist ekki, en verið er að rann- saka orsakirnar. Lestarstjórinn grófst í brak ið milli lestanna og tók lög- regluna 90 mínútur að grafa hann út Hann hafði fengið taugaáfall, en var ekki mikið meiddur að öðru leyti. Lögreglan og björgunar- sveitir unnu lengi að því að bjarga hinum særðu úr flak- inu og voru þeir allir fluttir í sjúkrahús. Þykir ganga kraftaverki næst að enginn skyldi láta lífið í hinum harða árekstri. muni koma til klofnings þeirra. HERFERÐ CEGN HUNGRI TFskulýðssamband íslands beitir sér fyrir herferð gegn hungri um þessar mund ir og er þetta liður í alþjóða- starfsemi Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna. Mun Æsku- Iýðssamband íslands vera einu æskulýðssamtökin í heiminum, sem beita sér sér- staklega fyrir þessu máli og hefur það vakið sérstaka at- hygli og ánægju í höfuðstöðv um Matvæla- og landbúnað- arstofnunarinnar í Róm. íslendingar hafa fram að þessu lítinn þátt tekið í marg víslegri starfsemi, sem fram fer í nágrannalöndum okkar og öðrum löndum heims til aðstoðar hinum vanþróuðu ríkjum. í ýmsum efnum eigum vlð þó að hafa góða aðstöðu til þess að láta gott af okkur leiða. Það er vissulega á- nægjuéfni, að íslenzkur æsku lýður hefur tekið forystu um starfsemi af íslands hálfu í þessum efnum og sýnir greinilega, að íslenzk æska er ekki sinnulaus um velferð upprennandi kynslóða í öðr- um löndum, sem enn búa ekki við jafngóð lífskjör og við. Þessu framtaki Æsku- lýðssambands íslands ber að fagna og er vonandi að ís- lendingar bregðist vel við, er þeir verða beðnir um að leggja fram sinn skerf til baráttu gegn hungri í heim- inum, sem hrjáir nær tvo þriðju hluta mannkynsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.