Morgunblaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. júlí 1965 M0HGUN8LAÐ1Ð 3 Um 750 þáittakendur frá Norburlondum norrænna húsmæðrakennara ÞESSA da.gama er baMin hér rá'ö.ste£na samtaka norrænna húsmæðrakennara, og eru þátttakendur um 150, £rá Dan- mörku, Noregi, Finnlandi, ís- landi og Svíþjóð, flestir frá íslandi eða 56, en fæstir frá Finnlandi, 17. Tilgangur sam- takanna er fjölþættur, m.a. að halda námskeið fyrir þær konur, sem vinna að hús- mæðrafræðsliu, en aðaltil- gangurinn áð þessu Stnni er að kynnast sem gjörst is- lenzkri menningiu. Fyrir tveimur árum var haldið námskeið í fj ötlskyildufræði í lýðháskólanum í Askov í I>an mörku, og eininig hafa verið námskeið í hinum Norður- löndunum, en þetta er í fyrsta skipti, sem það er haldið á íslandi. Formaður samibands ruorrænna húsmæðrakermara er Ingefred Juul Andersen frá Danmörku. Sunnudaginn 4. júlí var móti'ð sett í Hagaskóla af Ingóltfi Jónssyni, landibúnað- arráðlherra. Meðal viðstaddra voru borgarstjórinn í Reyfkja vík, Geir Hallgrímssoin, frú Auður Auðuns, forseti.bæjar- stjórnar og Helga Magnús- dóttir frá Blikastöðum, for- maður Kvenfélagasiaimlbainds íslands. laigi til Norður- og Austur- lands. í»að er kiennaraféla.gið Hús- stjórn, sem hefur haft allan veg og vanda af þessu móti, og skipulagt ferðirnar, en for rnaður þess er Halldóra Egig- ertsdóttir, námsstjóri. 6 Hinir norrænu gestir hafa %erið hélr í nokkra daga og skoðað sig u.ifPí þænum. M.a. bauð bæjarsitjórn Reykjavík- ur konunum í kynningairfer'ð um bæinn, og voru þá skoð- aðir m.a. ýmsir skóiar í Reykjavík, hitaveitan og fleira. Þá var þeim boðið í hádegisverð i Húsmæðrafekóla Reykjavíkuir, og landbúnaðar- ráðherra tók á móti þeim í ráðherrabústaðnum. í tilefni mótsins var haldin handa- vinnu- og vefnaðarsýning frá Hand avinnukenn araskól an- um og Vefnaðar-kennaraskól- anum, og ennfremuir hlýft á erindi dr. Baldurs Johnsen um íslenzka fæöu í gamla daga og þá var þeim gefin kostur á að bragða á gömlum íslenzkum mat. l>ær hafa einnig skoðað og heimsótt Árbæ og sikoðað staðinn þar. í gær voru þær á ferðalagi og skoðuðu ýmsa gamíla og fræga sögustaði, svo sem Skáiholt og Þingvelli. Gestirnir hafa látið vel að dvöl sinni hérna, og hailda heimileiðis áð afloknu ferða- ÞESSAR myndir tók ljós- myndari Mbl., Sveinn Þor- móðsson, er fulltrúarnir á ráðstefnunni- heimsóttu Ár- bæjarsafn í góða veðrinu í fyrradag. Var heimsóknin hin ánægjulegasta og þótti gest- unum sem von var, fróðlegt að kynnast að nokkru að- stæðum á heimilum íslenzkra húsmæðra í gamla daga. Svo yndislegt var veðrið að gest- irnir gátu notið veitinga und- ir beru lofti. Geir Hall- grímsson borgarstjóri bauð gestina velkomna með ræðu. Gat hann þess að borgaryfirvöldin legðu mikla áherzlu á að gera opin svæði fyrir æsku borgarinnar til leiks og íþrótta, en með tú- komu Árbæjarsafns væri einnig leitast við að kynna Reykjavíkur-æsku aðstöðuna á heimilum forfeðranna. Lár- us Sigurbjörnsson fylgdi gest unum um safnið. Meðan setið var yfir rjúkandi kaffi í góða veðrinu flutti hann stutta ræðu í heldur gamansöinun tón, sagði frá sögulegri þýð- ingu .húsanna, gömlu hús- anna. Hann nefndi nöfn þeirra Sigurðar listmálara, Jóns Árnasonar þjóðsagnarit- ara og Jónasar Hallgrímsson- ar og sagði að svo væri ást- inni fyrir að þakka að við befðum eignast Dillonshús. Á eístu myndinni sést borgar- stjórinn heilsa gestunum. Þá sjást nokkrir borgarfulltrúar með gestunum á næst efstu mynd. 1» STAKSTEl.MAB Úr hörðusiu átt Maður er nefndur Kristján Andrésson. Sá er bæjarfulltrúi kommúnista í Hafnarfirði, og var fyrir nokkrum árum for- stjóri Bæjarútgeröar Hafnar- fjarðar. Undir stjórn hans tap- aði Bæjarútgerðin milljónatug- um árlega, og fer víst ekki á milli mála, að stjórn hans á því fyrirtæki var með meiri endemum en dæmi eru til um hér á landi, og hef ur pottur þó víða verið brotinn í opinberum rekstri. Hafnarfjarðarbær og hafn- firzkir borgárar verða að greiða hið gífurlega tap, sem hlautzt af stjórnleysi þessa af- glapa í peningamálum, og ibyng ir það auðvitað bæjarfélaginu um langt skeið. Ætla hefði mátt, að þessi maður hefði þó a.m.k. vit á því að hafa hljótt um f jár- hagsmálefni Hafnarfjarðar og erfiðleika þá, sem hann hefur átt drýgstan þátt í að skapa, en þess er honum líka varnað. Rógberinn Kristján Andrésson hefur um langt skeið staðið fyrir rógsher- ferð á hendur Hafsteini Baidvins syni, hæjarstjóra í Hafnarfirði. Hefur hann látið kommúnista- málgagnið birta álygar, og sjálf- ur átt viðtal við það. Allir, sem til mála þekkja, vita, að Haf- steinn Baldvinsson hefur af- burða vel haldið á málefnura Hafnarfjarðarbæjar við einhverj ar erfiðustu aðstæður og einstæð vandamál, sem sköpuðust vegna óstjórnarinnar á bæjarútgerð- inni, en Hafsteinn er mikill hæfi leikamaður, bæði duglegur og laginn samningamaður, og þess vegna hefur honum tekizt að bjarga fjárhag hæjarsins, og halda uppi miklum framkvæmd- um, án þess að fjárhagserfið- leikarnir, sem hlöstu við, þegar hann tók við störfum, hafi kom- ið jafn illa við bæjarbúa og all- ir bjuggust þó við. Þgss vegna er Hafnarfjörður líka vaxandi bær, og almenningur ber fullt traust til stjórnenda hans. Þess vegna mun rógberinn, Kristján Andrésson, líka hljóta verðskuld aðan dóm. Sýnishorn 1 síðustu rógskrifum sínum, byrjar Kristján Andrésson á þvi, að segja, að Hafsteinn Baldv iosson njóti ekki trausts í meiri hlutaflokkunum. Veit han*i þó ofurvel, að ekkert er fjær sanni. Hann heldur síðan ifram iðju' sipni, og hér er smá sýnis- horn af aðferð róberans: wMinnihlutaflokkarnir hafa margoft krafizt þess á kjörtíma- bilinu að fá annan endurskoð- anda bæjarreikninga, en meiri- hlutaflokkarnir hafa ávallt beitt atkvæðamagni sínu til að koma í veg fyrir það. Sterkur grunur hefur legið á meirihlutanum um að h'ann teldi sig þurfa að leyna einhverju fyrir minnihlutanum. Þegar við þann grun bætast upp lýsingar bæjarstjóra, verður að krefjast þess að meirihlutinn geri hreint fyrir sínum dyrum. Dómur Landisbankans yfir njeirihlutanum er mjög alvar ■ legui fyrir bæjarfélagið í heild, Að fyrirgera svo trausti heils bæjarfélags á fáum árnnt, er ófy rirgefanlegt. Þeir, sem á því bera ábyrgð, ættu að sjá sónia s5nn í að segja af sér, áður en allt er orðið um seinan.“ Aðdróttanir á borð við þessa, ætti raunar að ræða fyrir dóm- stólunum, en væntanlega nenna menn ekki að eltast við mála- ferli á hendur manni eins og Kristjáni Andréssyni, sem allir Hafnfirðingar vita, að ekki hef- i ur hundsvit á fjármálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.