Morgunblaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIO Fimmtudagur 8. júlí 1965 Oregið i Evrópubikarkeppninxii: Keflavík og ungversku meistararnir í 1. umferð Liðið Ferencvaros er eitt af alsterkustu liðum Evrópu f FYRRA fengum við hingað heim þáverandi knattspyrnu- .meistara Englands. Á næsta ári fáum við hingað heim ung versku meistarana, sem m.a hafa slegið Manchester Utd út í keppninni um Evrópubik- ar bikarmeistara, ungverska liðið Ferencvaros. Það er í keppninni um þann sama bik- ar og KR keppti um í fyrra, sem Keflvíkingar berjast í sumar — að minnsta kosti fyrst — við ungversku meist- arana. KR-ingar, sem urðu af íslandsmeistaratigninni en unnu „bikarkeppnina" eru með í keppninni um Evrópu- bikar „bikarmeistaraliða“ í hverju lapdi. Þeir lenda í fyrstu umferð gegn norska liðinu Rosenborg í Þránd- heimi. Þannig hljóðar fréttin frá NTB. Ekki þekkjum við öll liðin, en sá er þetta rit- ar sá Ferencvaros í tveim leikjum, m.a. við Bilbao á Spáni (í borgakeppni Ev- rópu) í Búdapest í maímán uði, og vart er hægt að bugsa sér að aðrar tvær meiri andstæður hafi«dreg- izt saman til keppni en Ferencvaros og Keflavík. En óneitanlega er gaman að því að fá hingað ung- versku meistarana hingað — og því má lofa að knatt- spyrnuáhugamenn verða ekki sviknir af getu liðsins — ef að líkum rá ráða. A. St. FH vann 30:13 FÆREYSKA liðið Kyndill lék Binn annan leik hér á landi i gær kvöldi við Islandsmeistara F.H. Leikurinn fór fram á Hörðuvöll- um að viðstöddum mörgum áhorf endum, og vann F.H. 30-13. Á undan léku m.fl. F.H. og K.R. kvennalið og sigruðu F.H. stúlkurnar 16:4. K.R.-stúlkurnar eru allar mjög ungar, en þrjár þeirra sögðu að eftir nokkur ár þá mætti F.H. vara sig. Það blés ekki byrlega fyrir F.H. í upphafi á móti Færeying- unum. Ragnar átti fyrsta skot á mark sem hinn snjalli mark- vörður varði. Rétt á eftir á Ragnar annað hörkuskot í stöng. Framhald á bls. 23 Evrójmkeppni meistaraliða Hér sem alls staðar í heimi þykir það knattspyrnuliða mest er sigrar í tvöfaldri umferð 1. deildar. Það lið hlýtur íslands- meistaranafnbót. Meistaralið allra landa hafa síðan fyrir tilstilli Knattspyrnusambands Evrópu rétt til keppni um Evrópubikar meistaraliða. Á sama hátt * hafa lið er sigra í bikarkeppni hvers lands innan Evrópusambandsins í kvöld NÚ er lokið hléinu sem verið hefur í móti 1. deildar. í kvöld er fyrsti leikurinn í síðari helmingi mótsins, og fer hann fram á grasvellinum í Njarðvík. Þá leika Keflavíkingar og Fram- arar. ' . Þarf ekki um það að ræða að leikurinn er báðum liðum jafn mikils verður. Vinni Fram, setja þeir íslandsmeistarana á „botninn“ í deildinni; vinni Keflavík fara möguleikar Fram- ara að verða litlir til að halda sæti í 1. deild. í kvöld fer einnig fram leikur í 2. deild. Hefst hann kl. 20,30 á Melavellinum og leika þá Vík- ingur og F.H. rétt til þátttöku í keppni um Ev- rópubikarkeppni bikarsigurveg- ara. Keflvíkingar — fslandsmeistar ar 1964 — tilkynntu þátttöku í keppnina um Evrópubikar meist- araliða. KR-ingar, bikarmeistar- ar 1964, eru með í keppninni um Evrópubikar „bikarmeistara“. Þátttökufrestur rann út 30. júní og í gær var dregið um röð Framhald á bls. 23 Enn fáum við að sjá suma a f beztu knattspyrnumönnum Evrópu. þó ekki sé það Greaves sem hér sækir að marki. KR og Rosenberg berjast um Evrópubikar nr. 2 EINS og sagt er annars staðar á síðunni var dregið um það í Sviss í gær hvaða lið skyldu mætast í fyrstu umferð tveggja aðalkeppna Evrópu í knatt- spyrnu. 1 Evrópukeppni þeirra liða er sigruðu í bikarkeppni hvers lands lilutu KR-ingar það hlutskipti að mæta norska liðinu Rosenborg frá Þrándheimi í fynstu umferð. Eiga KR-ingar fyrri leik liðanna hér heima en verða síðar að mæta úti. Þegar dregið var urðu úrslit dráttarins þessi eftir því sem bezt verður lesið út úr heldur óskýru skeyti frá norsku frétta- stofuni. KR — Rosenlborg (Þrándheimi) Dynamo (Kiev) — Coleraine (Júgóslavía) Atletico (Madrid) — Zagreb (N. írland) Dukla Prag — Rennes (Frakkl.) Borossia Dortmund — Florina (Malta), Sion (Sviss) — Oalatasaray (Istanbul) Juventus (ítalíu) — Liverpool (England) Wiener Neaustadt — Rúmenskir ► sigurvegarar Victoria (Portugal) — B 1880 Aarhus Cardiff (Engl.) — Liege (Belgía) Reipas (Finnl.) — Honved (Budapest) Limerick (Írland) — Búlgaríum. Deventer (Holland) — Glagow Celtic Magdeburg — -Spora (Lúxemb.) Meist. Kýpur — meist. Grikkl. Þannig var dregið og eins og sjá má eiga KR-ingar heimaleik: fyrst gegn Norðmönnunum. Það mætti ætla að KR-ingar væru sigurstranglegri í þeirri viður- eign og kannski verður þetta f fyrsta sinn sem ísl. lið kemst í 2. umferð í Evrópukeppni í knatt spyrna. Það hefur skeð áður i körfuknattleik (IR-ingar) og hver veit nema KR-ingar komizt langt í þessari keppni. Það er ekki í mörgum löndum Evrópu, sem eitt lið er vinnur „ekki meira“ en bikarkeppni á 6 menn í landsliði. Af þeim sökum ein- um ættu KR-ingar að vera vel settir í 1. umferð — hvað sem svo skeður. Þai var bægt ai veikara lii ! — sagði Hafsteinn Guðmundsson í TILEFNI af fréttinni um niðurröðun leikja í tveimur af aðal bikarkeppnuim Evrópu í knattspymu síðair á þessu ári (og sem skýrt er frá á öðruim stöðum á sí'öunni í dag, hafði blaðið samtal við þá Björgvin Schram formann KSÍ og Hafstein Guðmunds- son formann íþróttabandalags Keflavíkur. Hafsteinn varð fyrir svöram fyrst: — Ja það hefði nú verið hægt að finna veiikari móf- herja, sagði Hafsteinn og glöggt mátti heyra að hann spaugaði. En Hafsteinn er hraustmenni og bætti þegar við: Að suimu leyti er þetta ekki verra. Þama £á ísl. álhorf endur tækifæri tul að sjá mjög gott lið og vonandi sjá jafnt Keflvíkingar sem aðrir lands menn að bezta ísl. knatt- spyrnuliðið á hverju ári er í sviðsljósinu og hefur mögu- leika til að mæta beztu liö- um álfunnair — þ.eim sem mestar sögur fara af. — Ég er aðeins hugsandi um eitt, úr því sem komið er, sagði Hafsteinn, að fyrri leik- urinn þyrfti að vera í Reykja- vík. 1. umferð keppninnar hefst ’ekki fyrr en 15. ágúst samkvæmt reglunum. Því fengu KR-ingar breytt í fyrra og jafnfraimt því að fyrri leik urinn færi fram í Reykjavík en ekki í Liverpool eins og „drátturinn“ sagði til um. Það er of seint að halda slíkan leik hér í septemiber, sagði Hafsteinm, og viö munum reyna að fá knattspyrnufor- uistuna í ldð með okkur til þess að fá því breytt. — Hið þriðja er, sagði Haf- steinn, að leikurinn verðuir að fara fram í Reykjavík ef þátt takan á að geta borið sig og hægt á áð vera að bjóða erl. meistaraliði upp á viðunandi aðstæður. Við beinlínis tók- um þátt í keppninni með þeim fyrirvara að slík aðstaða fengist í Reykjavík — og ég reyndar efast ekkert um að ráðamenn þar standa með okkur í þessari keppni — því hún er reyndar milli ís- lanidsmeistaira og frægs er- lends liös, þó Keflvíkingar eigi nú í hlut samkvæmt rétti sem til vair unnið í fyrra. Erfitt hjá ÍBK — Gott hjá KR — sagði Björgvin Sehram Björgvin Schram sagði: Við hringdum í Björgvin Schram og hann hafði ekki heyrt um niðurröðun fyrstu umferða í keppnunum tveim fyrr. í sambandi við leik KR sagði hann, að það væri þægi legt að fá Norðmenn sem mót herja og hæfilega getu ísl. liða. Kannski væru líka mögu leikar að komast áfram í keppninni — í 2. umferð — og það yrði ánægjulegt fyrir KR. — En ég sé að Keflvíking- ar munu eiga í erfiðleikum með sína menn," fyrst þeir eru frá liðinu Ferencvaros í Ung- verjalandi. Kemur þar hvort- tveggja til að þetta ungverska lið er með beztu liðum í Evrópu og einnig það að vega lengdin er mikil og því kostn aðurinn við þátttöku í keppn inni mikill. — Það er mikil heppni fyr- ir knattspyrnuunnendur að fá að sjá hér jafngott hð og Ferencvaros er, en þetta verk efni verður án efa erfitt Kefl víkingum, og ég hálf vor- kenni þeim. En ég óska þeim gæfu og gengis — og vonandi standa allir íslenzkir knatt- spyrnuunnendur með þeim. — A. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.