Morgunblaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLADIÐ Fimmluclagur 8. jútí 1965 VINHUSTÖÐVUN Á MIÐNÆTTI Anna Ragnarsdóttir færir Jökli Jakobssyni blóm eftir frumsýn inguna á Hornafirði. A sviöina sjást einnig leikararnir l’orsteinn Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld. Frumsýningu á leikritum Jökuls fagnað á Hornaf. Á MIÐNÆTTI í nótt kemur til framkvæmda vinnustöðvun sú, sem verkalýðsfélögin í Reykja- vík og Hafnarfirði hafa áður boð að til, ef samningar hafa ekki tekist fyrir þann tíma. Hér er um að ræða Dagsbrún og Hlíf og verkakvennafélögin Framsókn Og Framtíðina. Þessi fyrirhugaða vinnustöðvun stendur föstudag og laugardag og stöðvast því iþann tíma öll vinna, sem félags- menn þessara félaga inna af höndum. Undantekning er þó gerð gagnvart benzín- og olíu- dreifingu og stöðvast hún því ekki. Dagsbrún hefur einnig fyrir sitt leyti gefið undanþágu Ernile E. Pierre, kapteinn. ÍNJýr yfirmaður flotastöðvar- . innar EMII.E Eugene Pierre Jr. kap- teinn tók við starfi sem yfir- maður varnarliðsstöðvarinnar á Kefiavíkurflugveili sl. þriðju- dag. Xók hann við af Richard D. James sjóliðsforingja, sem hafði ggent starfinu frá 1. maí, þegar Robert R. Sparks kapteinn, þá- verandi yfirmaður flugvallar- stðvarinnar, fórst í flugslysi sem kunnugt cr. Pierre kapteinn fæddist 13. apríl 1923 í Sunnyvale í Kali- forníu. Þegar hann hafði lokið menntaskolanámi í San José, gekk hann í flugskóla banda- ríska flotans í jú.lí 1962 og varð flugmaður ári síðar. Var hann síðan um tíma við skyldustörf á SV-Kyrrahafi, en var þá send- ur til frekari þjálfunar í Pensa- cola og Jacksonville í Florida, en síðan gegndi hann herþjón- ustu á ýmsum stöðum í Banda- ríkjunum og utan þeirra. Meðal annars var hann um tveggja ára skeið yfirmaður flugsveitanna á flugstöðvarskipinu Franklin D. Roosevelt, en að því búnu varð hann yfirmaður 2. eftirlitsflug- sveitar bandaríska flotans og síðar 31. sveitar. Áður en hann var sendur til íslands, var hann síðast við störf í þeirri deild flotaáætiana í Washington, sem fjallar um baráttu gegn kafbát- um. Jafnfram því sem Pierre kap- teinn hefir gegnt störfum í flot- anum, hefir hann stundað nám við Maryland-háskóla, sem sendir kennara til ýmissa bæki- stöðva bandáríska hersins og flotans. Slíkir kennarar eru starf andi á Keflavíkurflugvelli, og mun mun hinn nýi yfirmaður stðvarinnar þar verða meðal nemenda skólans. Pierre kapteinn er kvæntur maður og á þrjú brön. vegna þeirra félagsmanna sem starfa við mjólkurdreifingu, en hins vegar hafa mjólkurfræðing ar boðað verkfall frá sama tíma og af þeim sökum mun vinnsla mjólkur stöðvast. Þessar vinnu- stöðvanir eru sem fyrr segir háð ar því, að samningar hafi ekki tekizt fyrir miðnætti í nótt, en svo sem skýrt er frá á öðrum stað í blaðinu hafa langir samn- ingafundir staðið milli deiluaðila. - Áfall Framhald af bls. 1 stuðningsmenn stjórnarinnar verið fjarverandi, af því að þeir hefðu talið nægan meiri- hluta fyrir hendi. • Fyrsta atkvæðagreiðslan fór fram um tillögu frá þingmanni Ihaldsflokksins um nýja grein, sem felld skyldi inn í lögin. Við þá atkvæðagreiðslu var meiri- hluti stjórnarandstöðunnar 14 at- kvæði. • í annað skipti skorti stjórn- ina atkvæði, er til kastanna kom um það, hvort lögin ættu að gilda frá og með 1. apríl sl. • í þriðja skipti bar þingmað- ur íhaldsflokksins fram tillögu um, að ekki skyldu fjárlögin tek- in til frekari meðferðar á yfir- standandi fundi. í bæði skiptin hafði stjórnar- andstaðan 13 atkvæða meirihluta. Er líða tók á fjárlagaumræð- urnar í gærkvöldi tóku margir af þingmönnum stjórnarandstöðunn ar að yfirgefa málstofuna. Jafn- framt héldu þá margir af stuðn- ingsmönnum stjórnarinnar, eink- um eldri þingmenn, heim. Sá sið- ur hefur oft verið hafður við um- ræður, að þegar einn þingmaður stjórnarandstöðunnar heldur af fundi, fer einhver úr liði stjórn- arinnar að dæmi hans. • Er að atkvæðagreiðslunum kom, birtust hins vegar allir þing menn stjórnarandstöðunnar á nýjan leik. Var þá í miklum flýti reynt að kveðja til fleiri úr stjórn arliðinu, en tókst ekki fyrir fund- arlok. Úrslitin í atkvæðagreiðslunni í nótt þykja allmikill ósigur fyrir Wilson, og verða vafalaust til þess að styðja mál þeirra, sem telja stjórn hans hafa svo naum- an meirihluta á þingi, að vafa- mál ‘megi telja, að hún sé fylli- lega starfhæf. Margir úr stjórn- arandstöðunni kröfðust þess í nótt, að stjórnin segði af sér þeg- ar í stað. Wilson, forsætisráðherra, kvaddi á sinn fund í dag þrjá af ráðherrum sínum til að ræðá, hvort atburðir næturinnar tákn- uðu þáttaskil eða ekki. Stjórnin var mynduð eftir þing kosningarn'ar í október sl., og hefur því ekki enn verið ár við völd. Meirihluti hennar hefur verið mjög naumur allan þennan tíma, 3—6 þingsæti. Hefur það farið nokkuð eftir aukakosning- um. Meirihluti hennar er nú 4 þingsæti. Að loknum fundi Wilsons og ráðherranna í dag, var gefin út tilkynning, þar sem segir: • Nánari athugun á aðstæð- um hefur leitt í Ijós, að niður- stöður atkvæðagreiðslanna í nótt stafa af nákvæmu, vel skipulögðu samsæri stjórnarandstöðunnar. Fjöldi þingmanna hennar lézt yf- irgefa þingsalinn, en þeir virð- ast hafa falizt í bifreiðum í ná- grenninu og hliðarsölum, og hlaupið síðan fil éftir gefnu merki. • Ríkisstjórnin sér enga á- stæðu til að fallast á úrslit slikra atkvæðagreiðslna, og telja þær vantraust. Því kemur ekki til greina, að stjórnin segi af sér. Það eina, sem stjórnin þarf því að taka afstöðu til af þessum sökum, er, hvort breytingartillög ur þær tvær, sem samþykktar voru, krefjast frekari breytinga á lagafrumvarpi stjórnarinnar. f fyrrakvöld voru frumsýnd á Hornafirði tvö leikrit eftir Jök- ul Jakobsson við mjög góðar úndirtektir áhorfenda. Höfund- urinn var sjálfur viðstaddur frumsýninguna og voru honum og Gísla Halldórssyni leikstjóra færð blóm að lokinni sýningu og Óskar Helgason, símstjóri, þakkaði þeim og leikendum fyr- ir sýninguna, og einkum það að Hornafjörður hefði orðið þess að njótandi, að frumsýnt væri þar. Leikrit Jökuls eru Tertan og Gullbrúðkaup. Það fyrra alveg nýtt frá hendi höfundar, en hið síðara leikið í útvarp hér og er- lendis, en hefur aldrei verið sett á svið fyrr. Leikendur eru Krist Frú Irma Weile-Jónsson, ekkja Ásmundar Jónssonar skálds frá Skúfsstöðum, kvaddi blaðamenn á sinn lund í gær í tilefni þess, að nú hefur stofn- skrá minningarsjóðs skáldsin3 hlotið staðfestingu forseta ís- lands. Sjóðurinn var stofnaður fyrir réttu ári, hinn 8. júlí 1984 á 65 ára afmæli Asmundar heit- ins. Stofnfé sjóðsins var upphaf- lega ákveðið 40 þúsund krónur og skyldi það vera ágóði af viðhafnarútgáfu kvæðisins „Hól ar 1 Hjaltadal“, sem Ásmundur orti árið 1932 í tilefni af hálfrar aidar afmæli Búnaðarskólans á Hólum. Frú Irma kvað sölu bók- arinnar hafa gengið eftir von- um, en þó sagði hún, að enn þjörg Kjeld, Nína Sveinsdóttir cg Þorsteinn Gunnarsson í Tert- unni, en Gísli Halldórsson, Krist björg Kjeld, Þorsteinn Gunnars- so-. og Bryndís Sohram í Gull- brúðkaupinu. Voru þau kölluð fram hvað eftir annað. Eftir .sýninguna var leikend- um og höfundi haldið kaffiboð í Félagsheimilinu. Ræðu flutti Gunnar Snjólfsson og þakkaði leikinn og leikstjórinn Gisli Halldórsson þakkaði móttökur. Sumarleikhúsið er að hefja leikför með þessa tvo nýju ein- þáttunga eftir Jökul Jakobsson og heldur nú norður eftir Aust- fjörðum, átti í gærkvöldi að vera í Hamraborg í Berufirði. væru nokkrir áskrifendur, sem hefðu ekki greitt áskriftarverð- ið. Bókin var gefin út í 400 tölu- settum eintökum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja fiamúrskarandi nemendur, sem útskrifast úr Bændaskólanum á Hclum til að leita- sér frekari þekkingar og mennta, einkum nreð dvöl erlendis. Sjóðurinn nemur nú tæpum 50 þúsund kiónum, sem aðallega má þakka stórrausnarlegri gjöf Wester- mann forlagsins í Braunsohweig, en það gaf kápuna á viðhafnar- útgáfuna. Frú Irma kvaðst vilja skila þakklæti til dr. Kristjáns Eid- járns, setrt hefði verið sér mjög hjálplegur við útgáfu kvæðisins. —Stjórnin situr Framhald af bls. 24. dagskrá heimsóknarinnai. þannig að kl. 18 í gær heim- sóttu þeir Alþingi og Háskóla íslands, en í dag heimsækja þeir m.a. Listasafn ríkisins og snæða miðdegisverð í boði borgarráðs að Hótel Sögu. Sem að ofan greinir eru þingmenirnir sex, þrír þing- menn íhaldsmanna og þrír þingmenn Verkamannaflokks- ins. Fréttamaður blaðsins átti stutt samtöl við tvo úr þing- mannanefndinni á flugvellin- um, Dr. Reginald . Bennett, íhaldsþingmann Gosport- og Fareham-kjördæmis, en hann er fararstjóri, og Alexander Garrow, þingmann Verka- mannaflokksins frá Pollock- kjördæmi, Glasgow. Við ræddum fyrst litillega við Dr. Bennett, ög spurðum hann, hvað hann áliti um ósigur brezku stjórnarinnar við atkvæðagreiðslu um efna- hagsmálafrumvarpið í ‘ fyrri- nótt. — Við vorum ekki í þing- inu, og fréttirnar komu okk- ur á óvart. Eins og gefur að skilja urðu sumir oSkar ánægðir, en aðrir urðu fyrir vonbrigðum. Að svo stöddu get ég ekkert sagt um, hver áhrif þessi ósigur stjórnar- innar muni hafa á stjórnmála ástandið í IJjetlandi. — Er þetta í fyrsta sinn, að þér komið til íslands? • — Ég hefi aldrei stigið á íslenzka grund fyrr en nú, eu í síðari heimsstyrjöldinni var ég í brezka flotanum og sigldi hér oft framhjá með skipa- lestum. Eitt sinn vorum við að nálgast ísland og á sama tíma sigldi þýzka orustuskip- ið Bismarck að landinu úr annarri átt. En fundum okk- ar bar aldrei saman. Ég átti fjölda vina meðal brezkra her manna hér á stríðsárunum og létu þeir mjög vel af landi og þjóð, svo að ég hef hlakkað til að komast hingað. Alexander Garrow, þing- maður Verkamannaflokksina, sagði m.a.: — Ég veit, að úrslit at- kvæðagreiðslunnar í fyrrinótt munu ekki leiða til þess, að stjórnin segi af sér. Þetta er aðeins glöggt dæmi um af- greiðslu mála, þar sem lýð- ræðislegt stjórnskipulag ríkir. — Meðan ég dvelst hér ætla ég sérstaklega að gera saman- burð á lífi manna hér og I Skotlandi og skrifa síðau greinar um ferðina fyrir skozkt dagblað. Aðstæður hljóta að vera svipaðar hér og í Skotlandi, þar sem íbúarmr eru á báðum stöðum saman komnir á tiltölulega litlum svæðum. Úr boði, sem Hornfirðingar hél’d u leikurum og höfundi eftir sýn inguna. Gisli Halldórsson, leik stjóri sést lengst til vinsfri. Minningarsjóður \s- mundar Jónssonar skálds frá Skúfsstöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.