Morgunblaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. júlí 1965 SjÖtugur: Jón V. Hjaltalín í Brokey Hraði og aftur hraði. Tíminn á fleygiferð, þar er engin stífla hvorki kransæðastífla eða ann- að. Við þjótum frá einum áfanga á annan. Hver tíu ár eru ekki lengi að líða. Áður fyrr voru tíu ár langur tími, en nú. ... Þetta stafar af því að nú eru verkefnin svo mörg, nóg að gera og mikið meira en það og á þessum velmegunartímum gleymist svo margt og það getur enginn merkt lengur að nokkru sinni hafi verið hungur og harð rétti á íslandi. Sem betur fer, nú hafa allir það gott hvað efna- hagshliðina snertir. í Brokey á Breiðafirði búa rausnarbúi á föðurleifð sinni bændurnir Jón og Vilhjálmur. Þeir hafa byggt sér vandað og rúmgott íbúðar- hús og ráðizt í mikla ræktun. Hafa fengið skurðgröfur til að bylta mýrunum þar og er það hreinasta stórvirki sem þeir hafa ráðist í þar og ekki líður á löngu þar til 12 til 15 hektarar lands koma þar í gagnið. Það sem ein- kennir heimilið í Brokey er hversu samhentir þeir bræður og konur þeirra eru. Ég hefi aldrei heyrt talað um að nokkur misklíð hafi komið þar upp, heldur þvert á móti, samtökin og samhugurinn sterkur til allra átaka. Það hefir líka lyft þeim. Myndarbragurinn víðkunnur og ekki eru þeir fáir skemmtiferða- hóparnir sem um .Breiðafjörð hafa farið sem hafa haft við- komu í Brokey. Og þar hefir •íekki aldeilis verið í kot vísað. Ferðafélagið hefir oft átt þarna ánægjulegar viðdvöl. En það var nú ekki þetta sem efni þessarar greinar var heldur hitt að mér varð um daginn kunnugt að Jón bóndi í Brokey stæði senn á sjö- tugu, og fannst mér þá ekki koma annað til mála en að bregða upp nokkurri mynd af honum fyrir lesendur Mbl. og taka nokkrar myndir í Brokty. Lagði ég því leið mína eitt kvöldið með drengjum þeirra Brokeyinga á þeirra myndarlega bát og gisti um nóttina. Það fór líka þannig að tíminn var ekki að bíða eftir mér og áður en varði var stundin sem ég liafði ætlað mér þarna á þessu ágæta heimili runnin, og nokkuð bet- ur. Báturinn sem sótti mig dag- inn eftir var korninn áður en samtal okkar Jóns var búið, eða ef það hefir þá nokkumtímann verið búið, því svona samtölum lýkur aldrei og af nógu er að taka.-Ég bað Jón að draga upp fyrir lesendum blaðsins nokkrar svipmyndir úr lífi sínu og gef ég honum nú orðið. „Ég er fæddur hér í Brokey. Foreldrar mínir Kristjana Kristj ánsdóttir frá Gunnarsstöðum í Dalasýslu, og er enn á lifi hjá okkur bræðrum rúmlega 90 ára að aldri og faðir minn Vigfús Jónsson Hjaltalín. Hann var fæddur í Brokey og átti þar alla tíma heima og sömuleiðis for- eldrar hans. Foreldrar mínir byrjuðu búskap árið 1894. Það fyrsta sem ég man eftir mér er þegar ég var um 4 ára gamall var farið að heiman til kirkju að Breiðabólsstað. Þá var farið á árabát og voru eitthvað 10-12 manns í förinni og þétt setið. Það var siglt og ágjöf var talsverð því hvass vindur var á. Ég var í mínu bezta pússi í fall- egri blússu og man ég að ég fékk stóra gusu yfir mig og blotnaði. Þetta var fyrsta gusan sem ég fékk í lífinu. Auðvitað þurrkaði á hana burt eins og allar aðrar gusur sem ég hefi fengið á æfinni. Ég man vel eftir aldamótunum. Kannske eru mér þau minnistæðust fyrir að skip frá ísafirði sem var í Stykk ishólmi slitnaði þar upp í aftaka vestanroki. Er það eina skips- strandið sem ég man eftir.í Brok ey og engar sagnir man ég um annað. 18 manns voru um borð í skipinu og björguðust þeir allir hingað til okkar. Þá var ekki brúin sem þú sérð þarna milli eyjanna í Brokey, eða yfir í norð urey, en þar fór skipið upp. Varð því að ferja skipverja alla yfir sundið en vegna veðurofs- ans voru ekki teknir nema tveir þrír í einu og er mér sérstak- lega minnisstætt ofurkapp pabba við björgunina og bylurinn ofsa- legur. Skipsbrotsmennirnir urðu að vera hjá okkur í 4 daga og ekki var hægt að hafa nokkurt samband við land. Þegar lægði var strax farið inn í Hólm að tilkynna atburðinn og skömmu síðar voru mennirnir sóttir inn- eftjr. Lárus H. Bjarnason var sýslumaður Snæfellinga þá og kom hann strax inneftir og hé]t prófin. Var mér starsýnt á yfir- valdið, því það hafði ég aldrei séð áður. Nokkru síðar kom hann og hélt uppboð á skipi og varningi. Keyptu eyjamenn í sameiningu mest af strandgóss- inu. Skipið var rifið og notaði pabbi sinn hluta m.a. til að byggja brúna milli eyjanna og hefir hún staðið æ síðan svo þú sérð að góður viður hefir ver- ið í skipinu. í æsku man ég eftir 8 eyjum byggðum hér í nágrennihu og sem tilheyra Skógarstrandarhr. Voru þær nefndar Suðureyjar. Var sambúðin góð og samgang- ur enda stutt á milli. Gátum við í Brokey kallað milli Öxneyjar og eins við Ólafseyjar og heyrð ist vel. Um stórar fjörur gátum við gengið út í Öxney. Þá gátu þeir talað milli Rifgirðinga og Öxnéyjar og eins milli Gvend- areyja og Geitareyja. Þetta kom sér vel ef bátur var ekki við hendi. Helzta skemmtun manna var að spila og komu þá eyjamenn hver til annars. Það voru fagnaðar og tilhlökkunar- stundir. Stundum var hægt að koma á dansleik. Ég man það t.d. í Gjarðey var harmonikku- ir 4 kennurum á mínum skóla- tíma. Ég var 14 ára þegar fræðslulögin gengu í gildi og þóttu þau' rnerk. Ég gekk undir próf hjá sr. Jóni Magnússyni. Kirkjusókn áttum við að Narf- eyri. Fyrsti presturinn sem ég sá var séra Jósef Hjörleifsson. Hann var hér elskaður og dáður og söknuður er hann lézt langt um aldur fram. Eyjalífið hefir fært mér bæði hagsæld og hamingju. Það er vit að að eyjarnar hafa um langan aldur verið matarkista landsins þegar annað þraut. Svo er enn. Nógur er heyaflinn og veit ég ekki til að hann hafi nokkru sinni þrotið. Mitt álit er að vegna mann- fæðar hafi eyjabúskapurinn lagst niður í mörgum eyjum Ég tel að eyjabúskapur verði að vera í tvíbýli, samhjálp. Ein- yrkjar á eyjum eiga í þeim örð- ugleikum sem hrekur margan manninn til uppgjafar. Meðan fólkið var margt í hverri ey blessaðist allt og blómgaðist, en með nýjum yiðhorfum og nýj- um kröfum þoldu ekki eyjarnar nema að vissu marki og því flutt ust menn á fjarlæga staði. Hjón in urðu stundum ein eftir. Þótt útvarp og talstöðvar breyti nú mikið einangrun eyjanna hefir það þó því miður ekki getað veg að upp á móti hinu. En mikið ör yggi er í að geta látið til sín heyra daglega og eins að geta fylgst með öllum viðburðum dag lega. Útvarpið kemur sannarlega í stað hinna vísu manna sem héldu uppi skemmtan á heim- ilunum áður fyrri. Ég held nú að svo muni fara að þegar fjölgar fólki á íslandi muni eyjarnar aft ur byggjast, sérstaklega þær stærri. Einhvernveginn heilla þær fólkið og saga þeirra í land- inu er sterk og litrík. Hún mun varðveitast. Gjöfular hafa þær verið og enginn deilir um að .... mani eftir átta eyjum byggðum- sitt vita. Þannig hefir hann kom ið mér fyrir sjónir og eru kynni okkar orðin bæði löng og skemmtileg. Ég vona að sú trú Jóns um að eyjarnar byggist aftur og veiti um langan aldur mörgum börn- um þessa lands hamingjuríka daga, verði að veruleika. Fram- kvæmdir þeirrá bræðra í Brok- ey bera þess glöggt vitni að þeir trúa á framtíð eyjanna, ann að dettur þeim ekki í hug. Brok ey mun vera stærsta eyja lands- ins og ábyggilega stærst á Breiðafirði. Auðlegð hennar veit enginn, en bræðurnir eru á- kveðnir að kalla þau fram svo sem kostur er. Þetta eru bjart- sýnismenn. . Árni Helgason Sko&unarferðir um IVIývatn NÝLEGA hófust reglubundnar skoðunarferðir um Mývatnssveit og nágrenni. Lönd & leiðir, Akur eyri, standa fyrir ferðum þessum í samvinnu við Hótel Reynihlíð I Mývatnssveit. Allar ferðirnar hefjast við Hótel Reynihlíð. Um helgar eru tveggja og fjögurra tíma ferðir um Mývatnssveitina. Eru þá skoðaðir þar, undir leið- sögu kunnugra, allir þekktustu staðirnir, eins og Dimmuborgir, Námaskarð, Grjótagjá o.fl. Á virkum dögum er síðan farið í lengri dagferðir. Á þriðjudögum er farið niður með Jökulsá á Fjöllum að vestan og stanzað við Dettifoss, Hólmatungur, Hljóða- kletta og Ásbyrgi og síðan til baka upp með ánni að austan. Er leiðin meðfram Jökulsá að vestan mjög sérkennileg og skemmtileg. Á miðvikudögum og föstudög- um er farið upp með Jökulsá allt upp að Herðubreiðarlindum og síðan áfram inn að Öskju. Þar eru skoðaðir gígarnir og hraunið frá gosinu 1961, en ennþá er þar mikill hiti í jörðu og gufan rýkur úr gígborgunum. Einnig verður farið inn að Öskjuvatni og Víti. Á fimmtudögum verður svo far ið hringinn: Dettifoss-Ásbyrgi- Tjörnes-Húsavik. í heimleiðinni verða hverirnir í Reykjahverfi skoðaðir og byggðasafnið að Grenjaðarstað. í allar þessar ferðir verður notuð traust fjallabifreið, þar sem víða á þessum leiðum er ekki fært venjulegum fólksbif- reiðum. Daglegar ferðir eru frá Akur- eyri til Mývatnssveitar frá ferða- skrifstofunni, Akureyri. Er þá ferðazt í þægilegum langferðabif reiðum og Goðafoss skoðaður í leiðinni. leikari og var það óspart notað. Með búskapnum smíðaði pabbi töluvert af bátum og hafði yndi af. Einnig gerði hann við fjölda báta. Hann var eins og aðrir eyjamenn mjög greiðvik- inn. Það máttu heita óskráð lög hér í eyjunum að menn hjálp- uðu hver öðrum og minnist ég ekki að bón væri neitað ef nokk- ur tök voru á að gera hana. And rúmsloftið var því ánægjulegt og tel ég mér happ að hafa alist upp í þessu umhverfi Eyjamenn voru miklir iðnaðarmenn á þeim tíma. Ólafur í Ólafsey var t.d ágætis gullsmiður og smíðaði merkilega hluti. Pétur í Rifgirð ingum með beztu vefurum og svona mætti fleira nefna. Ég var ekki gamall þegar pabbi fór að hafa not af mér og iðinn var ég að hjálpa honum við smíðina og nú undrast ég hve þolinmóður ég var. Hjálpin við pabba varð mér góður skóli og hefi ég getað gert við margt sem aflaga hefir farið hér. Fræðsla okkar barnanna var góð á þeim tíma. Pabbi og Jó- ihann í Öxney höfðu á hverjum vetri heimiliskennara og nutu eyjabörnin þess. Ég man t.d. eft- Séð í land í Brokey. eyjalífið er hollt og veitir þá ham ingju sem mölur og ryð fær ekki grandað. Það hefir sína ann marka, en kostirnir eru þó langt um fleiri og varanlegri. Það er mín sannfæring. Ég tel mig lítið til einangrunar hafa fundið0 enda stutt í Hólminn og þangað liggur leiðin oft. Það sem mér finnst einna verst hér að ekki skuli vera áætlunarferðir um þessar suðureyjar bæði til að flytja okkur póstinn og eins að gefa fólki kost á a# sjá sig hér um. Þetta gæti verið mjög til athugunar fyrir póststjórnina að koma slíkum ferðum á. Væri það vel þegið. Mér finnst vor í lofti á íslandi og ég er bjart- sýnn á framtíð lands og þjóðar. ★ Jón er kvæntur frú Ingibjörgu Pálsdóttur frá 3öðvarshólum í Vesturhópi og eiga þau 3 syni. Jón hefur gegnt fjölda trún- aðarstarfa í sinni sveit. Verið sýslunefndarmaður yfir 20 ár í hreppsnefnd og eins í fræðslu- nefnd um lengri tíma. Samvizku semi hans í öllum þeim málum sem hann vinnur að er frábær. Hann má vissulega ekki vamm Soragat í Bonn Bonin, 6. júlí, NTB, AP. Giuseppe Saragat, Ítalíuforseti, kom í dag til V-Þýzkalands í fimm daga opinbera heimsókn. Utanríkisráðherra Ítalíu, Amin- tore Fanfani, er í för með Sara- igat. Saragat og Fanfani munu eiga viðræður við Erhard kanzl- ara og Gerhard Sehröder utan- ríkisráðherra. Eitt helzta um- Tæ’ðuefni á f undum þessum verð- ur mál Efnahagsibandalagsin% þar sem allt fer nú aflaga. Þá er ráðgert að Ítalíuforseti h/eimsæki Vestur-Berlín, Köln, Dusseldorf, Hamburg og Luibeck og hitti að máli eimhverja landa sína er þar vinna, en í V.-Þýzka landi vinna nú 330.000 ítalir við ýmis störf og eru þriðjungur allra útlendinga við vinnu þar í landi. Jeppakerra í ágætu standi til sölu. — Upplýsingar í Coca Cola verksmiðjunni. Ferðafdlk athugið Veitingahúsið Hlöðufell er opið alla daga. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. Hringið í síma 41173. Veitingahúsið HLÖÐIJFELL, Húsavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.