Morgunblaðið - 05.11.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.1969, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER lö®9 12 - HVERFAFUNDIR - Morgunblaðið birtir í dag nokkrar myndir frá fundunum þremur. Þeg- ar hefur verið skýrt ítar- lega frá fyrsta fundin- um en á öðrum fundin- um voru stofnuð hverfa- samtök Vestur- og Mið- bæjarhverfis. Þann fund sóttu rúmlega 150 manns. Við stjórnarkjör hlutu kosningu í aðal- stjórn, Jón Guðbjarts- son, verzlunarmaður, Bjarni Beinteinsson, lög fræðingur og Jenný Guð laugsdóttir húsfrú. í varastjórn voru kjörnir, Hjalti Geir Kristjánsson frkvstj. og Benedikt Blöndal. Fundarstjóri á þessum fundi var Ragnheiður Guðmunds- dóttir, læknir en fundar- ritari, Knútur Hallsson. Þriðji fundurinn var fyrir Austurbæjar- og Norðurmýrarhverfi. Á þeim fundi voru um 200 manns og var fundar- stjóri Hilmar Ólafsson, arkitekt,en fundarritari Björg Stefánsdóttir, hús- frú. Við stjórnarkjör hlutu kosningu í aðal- stjórn, Ólafur Jenssen, vélvirki, Hörður Sigur- gestsson, viðskiptafræð- ingur og Friðleifur I. Frikriksson, vörubif- reiðastjóri. í varastjórn voru kjörin Sigríður Valdemarsdóttir og Her- mann Hermannsson. Fundargestir skrá nöfn sín í fundargerðarbók samtakanna og teljast þar með stofnendur þeirra. Á öllum fundunum þremur voru líflegar umræður og mikið um fyrirspurnir en til svara voru borgarstjóri, borg- arfulltrúar og alþingis- menn Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Eftir er að stofna 7 hverfa- samtök Sjálfstæðis- manna í Reykjavík en fyrirhugað er að stofn- fundum þeirra verði lokið síðari hluta nóv- embermánaðar. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri flytur ávarp og er fyrir svörum á öllum fundunum. stofnendur þriggja hverfasamtaka Sjálfstæðis- manna í Reykjavík Hverfafundir Jóhann Hafstein ráðherra í ræðustól. UM 600 Reykvíkingar hafa gerzt stofnendur þriggja hverfasamtaka Sjálfstæðismanna í Reykjavík á síðustu dög- um en ráðgert er að stofna 10 slík hverfasam- tök í hinum einstöku borgarhverfum. Á stofn- fundunum þremur, sem haldnir hafa verið hefur ríkt mikill áhugi og frjálslegur andi og bend- ir allt til þess að stofnun hverfasamtakanna eigi eftir að hafa víðtæk áhrif á stjórnmálabaráttuna í höfuðborginni og skapa jafnframt ný viðhorf í hinum einstöku borg- arhverfum. Frá stofnfundi hverfasamtaka Austurbæjar- og Norðurmýrarhverfis. Myndin sýnir hluta um 200 fundargesta. Fyrstu samtökin voru stofnuð I Nes- og Melahverfi. Fundinn sóttu tæplega 300 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.