Morgunblaðið - 05.11.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.11.1969, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUH 5. NÓVEMBER 196® Engilbert Kristjánsson bóndi Pulu - Minning Fæddur 1. júní 1910. Dáinn: 8. október 1969. STUNDUM verður það svo að okkur verður orðfátt er við viljum segja eitthvað sérstakt og sumir hlutir koma manni að óvörum, enda þótt maður hafi jafnvel búizt við þeiim. Þannig verður mér nú á þessari stundu er ég vil minnast vinar míns og nágranna Engilberts Kristjáns- sonar er fallinn er í valinn mjög fyrir aldur fram. Og þótt heilsa hans væri með þeim hætti nú hin síðustu misseri, að þetta þyrfti engum kunnugum að koma á óvart, þá tekur það a.m.k. nokkurn tíma að sætta sig við að þessi káti og lífsglaði mað ux sé allt í einu horfinn úr þess- um heimi. En þannig er lífið, þrátt fyrir öll vísindi og tækni jafn óráðin gáta og allt frá upp t Eiginkona mín, móðir, tengda móðir og amma, Henny J. K. Jónsson fædd Ekanger, Laugum, Hraungerðishreppi, andaðist 15. október á sjúkra- húsinu á Selfossi. Útförin hef- ur þegair farið fram. Sigfús Jónsson, böm, tengdaböm og bamaböm. _________ t Útför föðuir okkar, Gamaliels Hjartarsonar, verðutr g>erð frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 6. nóv- ember kl. 10.30. Hannes Gamalielsson, Sveinn Gamalielsson. t Faðir, tengdafa'ðir og afi, Þórður Kristinn Magnússon, vélstjóri, Efstasundi 79, andaðist sumnudaginn 2. nóv- ember í Landakofcsspítala. Jarðarförin ákveðin föstudag- inn 7. nóvember kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Blóm vinsam- legast afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Magnús G. Þórðarson, Erla G. Sigurðardóttir og börnin. t Irmilegar þakkir færuim við þeim, sem sýndu akkur vin- áttu og samúð við andlát og útför Björns Finnssonar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landsspítalans, sem annaðist hann í veikind- um hans. Finndís Björnsdóttir Zuk, Sigmundur Bjömsson, Hilmar Bjömsson, Marie Bögeskov, Guðbjörg Guðmundsdóttir, tengdaböm og barnabörn. hafi vega, einn fer í dag og ann ar á morgun og enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Engilbert Kristjánsson var fæddur 10. júní 1910. Um ættir hans veit ég fátt eitt að segja annað en það að hann var af rangæsku bergi brotinn, enda var hans ævistarf allt unnið í Rangárþingi. Kornungur kom hann að Keldum á Rangárvöll- um til þeirra merku hjóna Svan borgar Lýðsdóttur og Skúla Guð mundssonar er þar bjuggu langa tíð með miklum myndarbrag. Mátti hiklaust segja að þau gengju honum í foreldrastað og minntist hann þeirra jafnan þannig. Var alla tíð mjög kært með Engilbert og Keldnafjöl- skyldunni og er mér kunnugt um að hann bar mjög hlýjan hug til þess fólks alls. Og nú hafa þeir allir fallið í valinn með ör- skömmu millibili, bræðumir á Keldum, Guðtmundur og Lýður og Engilbert. Ég mundi vilja slkipta ævi Eng ilberts í þrjú tímabil. Hið fyrsta á Keldum þar sem hann lifði sín bernsku- og æskuár. Hið annað er hann hóf búskap 1936, að Vestri- Geldingalæk, en þar bjó hanm í nokkur ár, en flutti þaðan að Kaldbak á Rangárvöllum og bjó þar einnig um árabil. Árið 1950 hefst svo þriðji og síðasti þáttur inn í ævi hans, en þá tekur hann sig upp og flytur að Pulu hér í Holtum. Þar bjó hann svo þar til síðastliðið vor að hann gat ekki stundað erfiðisvinnu leng- ur sökuim heilsubrests, en flutti þá að Laugalandi. í seþtember fór hann svo að vinna á Hellu og þar var hann að ganga til vinnu sinnar semma morguns, hinn 8. þ.m. er hann hneig nið- ur og var þegar örendur. Mátti þannig segja að hann stæði á meðan stætt var enda átti ekki við hann að sitja auðum hönd- um. Þetta er á stuttan og ófullkom inn hátt lítið brot úr starfssögu Engilberts. Hann var bóndi og vann alla ævi við landbúnaðar- störf, enda var hugur allur á þeim vettvangi. Ég veit líka að honum var það ekki sársaukalaus að hætta búskap þótt svo yrði að vera, en veikindi sín og erfið- leika bar hann með stakri karl- mennsku. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jar’ðarför Guðrúnar Pálsdóttur, Grettisgötu 37. Fyriir hönd móðuir, stjúpsonar, systkina og bamiabama, Ottó Benediktsson. t Við þökkum innilega auð- sýnda vináttu og hlýhug við andlát og jarðarför Eysteins Jóhannessonar frá Hrísum Jóhanna Eysteinsdóttir Thne Jónas Eysteinsson Guðrún V. Guðmundsdóttir Guðmundur Eysteinsson Vigdís Ámundadóttir Sölvi Eysteinsson Dóra Tómasdóttir og bamaböm. Það, sem einkenndi Emgilbert fyrst og fremst var glaðværð, létt skap og hjálpsemi við náungann. Hann var allra manna gkemmti- legastur og jafnan hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Slkjótráður og úrræðagóður og það held ég, að fullyrða megi, að hafi hann orðið ráðalaus, þá hafi fá úrræði verið fyrir hendi. Minnist ég þess sénstaklega í fjallferðum, hversu fljótur hann var oft á tíð um að finma ráð í ýmiss konar vandamálum og leysa fljótt af hendi það sem menn voru að velta fyrir sér. Greiðasemin og hjálpsemin var svo alveg sér- stakur þáttur í fari hans. Ég held að það sé ekki á neinn hallað þótt ég fullyrði að ég hafi eng- an mann þekkt sem fljótari var til hjálpar ef hann vissi um veik indi eða aðra erfiðleika. Þetta var honum svo eiginlegt og eðli legt að það varð homum sem sjálf sagður hlutur. Vann hann oft mikið hjá öðrum og var þá ekki hirt um að inmheimta daglaun að kvöldi. Ég hef margs góðs að minnast nú er leiðir skiljast þótt það verði ekki rakið hér sér- staklega. En ég ætla þó að minn ast á eitt atriði hér, sem lýsir honum vel. Það var haustið 1963 að fjallmenn á Landmannaaf- rétti lentu í verulegum hrakn- ingum vegna illveðurs og ófærð ar. Sýndu menn þar yfirleitt karl mennsku og dugnað. Hygg ég að Engilbert hafi þó ek'ki síður en aðrir sýnt alveg sérstakan dugn að og átt verulegan þátt í að allt fór vel. Svo var það í sömu fjall ferð, en gefcuma, að hielmiinigiur fjallmanna varð að gista í leitar mannakofa án matar og svefn- búnaðar. Ég man vel hvað Engil bert var þá ráðagóður að búa um akkur og allt fór vel. Engilbert var aldrei ríkur mað ur, en þó var hann ávallt veit- andi og gat oft rétt öðrum hjálp arhönd á ýmsan hátt oft af litl- um efnum. í Pulu gerði hann mjög miklar umbætur á jörðinni, ræktaði og girti og byggði eitt allra myndarlegasta íbúðarhúsið í sveitinni. Hafði hann allstórt og myndarlegt sauðfjárbú, enda miátti segja að saoðféð væri S'étr- grein hans í búsikapnum, enda vanur því frá barnæsku. Engilbert hafði mikinn áhuga fyrir söng, enda söngmaður góð ur og söng jafnan í kirkju sinni. Oft bar sunnanblærinn mér að eyrum sömg hans er hann var t Hjartamlegar þaikkir færum við öilum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför Eiríks Einarssonar, arkitekts. Helga Helgadóttir, Kristín Eiriksdóttir, Sigurður Gíslason, Margrét Eiríksdóttir, Örn Isebarn, Einar Eiríksson, Guðrún Axelsdóttir, Heigi Eiríksson. við sín daglegu störf, en stutt er á milli bæja hér. Eklki má það niðurfalla að minnast konu hans, en hann kvæntist ungur Sesselju Sveins- dóttur frá Norðfirði er reyndist honum traustur og góður lífs- förunautur, mikil myndar- og manrtkostakona og áttu þau mjög myndarlegt heimili. Þau hjón áttu fjögur börn er til ald urs komust, þrjá syni og eina dóttur. En vorið 1966 urðu þau fyrir þeirri þungu raun að dótt irin, Laufey, dó rúmlega tvítug, nýlega gift og frá nýfæddri dótt ur. Veit ég að það varð þeim meira áfall en almenningur veit um. Og það veit ég fyrir víst að þá brast einhver strengur í Eng ilbert, sem ekki varð bættur aft ur. Hann bar sig að vísu karl- mannlega og var kátur og hress á yfirborðinu, en einhver hluti af honuim var horfinn. Það vissu þeir sem þekiktu hann bezt. Þau hjón tóku að sér litlu dótturdótt urina, Laufeyju, og hafa alið hana upp sem sitt eigið barn. Eftirlifandi synir þeirra hjóna eru: Olgeir, bóndi í Kefslholti og Síkúli og Ólafur, búsettir í Reykja vílk. Og nú skiljast leiðir um sinn. f dag verður útför hans gerð frá Keldnakirkju og þar verður hann lagður við hlið dóttur sinnar. Hann hafði ódkað þess að þar yrði hans hinzta hvílurúm. Þar á Keldum átti hann sín bernzku- og æskuspor og þar var honum aUt svo kært. Ég hygg að Engilbert hafi ver ið trúaður maður og að Guðstrú in hafi verið honum styrkur á enfiðum stundum. Ég vil því ljúka þessum kveðjuorðum með tilvitnun í hið gullfallega ljóð stórskáldsins Einars Benedi'kts- sonar: Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort lif, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en augað sér, mót öllum en faðminn breiðir. Þetta er okkar trú og þessa trú hafði Engilbert sem var maður greindur og víða heima. Um leið og ég votta aðstand- endum hans innilega samúð óska ég þessum látna vini mínum, vel farnaðar í nýjum heimi. M. G. Opið hús Félagsheimilið verður opið í kvöld frá klukkan 20.00 Matthías Johanessen ritstjóri verður gesfur kvöldsins F élagsheimilisnefnd Uppboð Bifreið af Moskvitch-gerð, árgerð 1967, skemmd eftir árekstur, verður seld á frjálsu uppboði í bifreiðaskemmu FílB á Hval- eyrarholti við Hafnarfjörð í dag, miðvikudaginn 5. nóvember 1969, kl. 18.00. Bifreiðin er til sýnis á uppboðsstað. Bæjarfógetinn ! Hafnarfirði. Steingrimur Gautur Kristjánsson, ftr. Lögtak Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úr- skurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti 3. ársfjórðungs 1969, svo og nýálögðum viðbót- um við söluskatt eldri tímabila áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmt- unum, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftir- litsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, eftirlitsgjald af fóðurblöndum, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, almennum og sérstökum útflutningsgjöldum, aflatryggingasjóðsgjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningar- gjöldum. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 3. nóv. 1969. AlúðarþaKkir færi ég þeim vinum og vandamöimum, sem sýndu mér vinsemd á 75 ára afmæli mínu. Ingibjörg Ingvarsdóttir, Hrafnistu. Hjartans þökik öll sem hafið sýnt mér hlýhug og tryggð áttræðuim og ævinlega. Sigurjón Ingvarsson, Sogni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.