Morgunblaðið - 05.11.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.1969, Blaðsíða 24
24 MORiGUNELAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1960 andi. Larsen var klæddur eins og algengast var með bændum í Demeirara, en flauels-stuttbux umar á Rafael og dökkrauð treyjan drógu að sér athygli. — Svei mér ef hann er ekki unglegri en pabbi, skríkti Dirk. Nokkrum sekúndum síðar ætl- aði hann ekki að ná andanum, þegar frændi hans faðmaði hann að sér og sagði: — Kæri Dirk — hinn hræðilegi, ef rétt er heirmt! En þú sýnist ekkert ihræðilegur, drengur minn! Það gleður mig afskaplega að hitta þig. Bugsa sér, að Stonm skuli hafa getað framleitt tvo svona syni. Ég verð að skrifa honum og óska honum til ham- ingju. — Þakka þér fyrir, herra minn, sagði Dirk og dró sig með lagni út úr faðmlögunum og reyndi að fitja ekki upp á trýn ið af ilmefnunum, sem frændi hans notaði. — Það gleður mig líka að hitta þig. Raifael afsakaði, að þeir skyldu koma svona snemma. — Ég veit vel, að þú bauðst okk- ur í kvöldveirð, drengur minn, en það er tafsamt ferðalag þama á vesturströndinni, eins og þú veizt, og ég varð að sæta þeim farartækjum, sem buðust. — Það er ekki nema ánægja að fá ykkur líka í morgunverð, sagði Graham brosandi. Og Dirk tók undir þetta, en Gra- ham leyndist ekki vonbrigða- svipurinn á honum. En Dirk flýtti sér að segja: — En, Rafael frændi, hefurðu ekki sjálfur neinn langferðavagn? Rafael spenntd greipar, eins og á leiksviði og hroll setti að honum. — Jú, ég hafði það, drengur minn. Hafði En nú hef ég bara eineykiskerru í skjökt- ferðir. Tímarnir eru ekki eins góðir og þeir voru áður. Þræl- ar eru dýrir, svo að maður verð- ur að hugsa um að spara, er það ekki, Larsen? — Jú, sannarlega, svaraði Larsen. Dirk setti upp tvírætt bros og sagði. — Alveg rétt, Rafael frændi, en maður verður þó að sýnast, að vissu marki. Nafn eins og ökkar er, hér í nýlend- Rafael tók viðbragð, rak upp skellihlátur og hélt að sér hönd um. — Já, vitanlega, vitanlega! Ættamafnið! Hvað það gat ver- ið hugsunarlaiuist af mér að minn- ast á annað eins og þetta dreng- ur miim! Þú ert tilfinninganæm- uir, hefur mér verið sagt, þegar „heiður og frægð” ættarinnar er annars vegar. Rafael klapp- aði Dirk á öxlina. — En það er nú sama, væni minn. — Þetta er ekki eintóm nizka eða sparsemi (hjá mér. Og víst er ég fjiandans hrifinn af ættamafninu okkar, máttu vera viss um. Hann hall- aði sér að Dirk og sagði í leik- sviðshvísli: — Þér að segja, þá er í bígerð hjá okbur að fá nýjan vagn í stað hins, sem er farinn að bila. Kan.nski að ári, eða eftir tvö ár. En nýjan vagn skulum við að minnsta kosti fá. Ekki satt, Larsen? — Mála sannast, tautaði Lar- sen og kinkaði kolli, eins og ó- sjálfrátt. Graham ledt snöggt til Dirks, og augun sögðu: —'Jæja, þama sérðu hvað þú færð við að kljást! En augun í Dirk voiru jafn sviplaus og áður, og Gra- 60 ham gat vel séð, að þetta dró ekkert úr honum kjarkinn. Það var þeim mesti léttir, þeg ar Klara kom, skömmu seinna. Þeir voiru rétt að setjast við kaffiborðið, þegair henni var vís að inn. — Guð minn góður! Elsku Klara! Aldrei bregzt þú mér. Graham varð að stilla sig að faðma hana ekki að sér, þama framan í þeim öllum. Hann sneri séir að Dirk og sagði: — Jæja, þarna er hún. Frú Klara Hart- field, mín ágæta og trygga vin- kona. Dirk hneigði sig kurteislega, en Klara gekk til hans með framrétta hönd og Dirk roðnaði og tók í hana, brosti kindarlega og sagði: — Gleður mig að sjá yður, frú Hartfield. Graham er búinn að segja mér svo mikið af yður í bréfunum sinum og ég hef mikið álit á yður. Rafael yppti öxlum, penpíu- lega, brosti til Klöm og sagði: — Jæja, einn sigurinn hjá þér í viðbót við alla hina, Klara mín! Hvað ég get stundum öfund að þig! — Það ættirðu ekki að geira, Rafael. Mundu, hvað orð fer af mér. Hún rak upp háan, skær- an hlátur, greip í handlegginn á Dirk og sagði við hann: — Hann frændi þdran er hræsnari, drengur minn. Ég hef þekkt hann síðan hann vair fjögra ára — og yngri þó — en hann var fjögra ára, þegar ég fór að taka eftir bonum sem persón.u. Þú skalt aldrei tatoa hanm bókstaf- lega. — Mér finmst hann afskap- lega töfrandi, skal ég játa, sagði Dirk. — Og þar að auki frá- munalega unglegur. Ég sagði þetta strax við Graham, þegar við vorum að horfa á hann úr forskálanum, og hann var að nálgast húsið. Haha, hugsaði Graham. Hann ætlar þá að fara svona að því að lokka Rafael á sitt mál. Með því að smjaðra fyrir honum. En það verður nú til lítils. Rafael brosti tiil Dirks og hneigði sig djúpt. — Þakka þér fyrir, Dirk minn. Maður heyrir, að þetta toemur frá hjartanu. Smjaður get ég alltaf þefað uppi á löngu færi. — Ég smjaðra aldrei fyr- iir neinum, hvæsti Dirk, og Gra Ný söluskrá TÚNGATA 5. SÍMI 19977. unum... Eigendur sambýlishúsa FEBOLIT flókateppin hafa sterkari slitflöt og eru ódýr. FEBOLIT flókateppin endast á við góðan gólfdúk og kosta svipað, en eru hlýlegri og spara mikið ræstingarkostnaðinn. Útborgun kr. 1.000,00 per íbúð. Mánaðarafborgun kr. 500,00 per íbúð. ham sá, að grænu augun leiftr- uðu. — Mér er alvara með hvert orð, sem ég segi. Þú ert umg- legri en hann faðir minn, enda þótt þú sért raunverulega eldri. — Hvers vegna kom hann ekki líka, Dirk? spurði Klara. — Og mamma þín? Ég hefði haft svo garnan af að sjá hana Elísabetu. Dirk hleypti brúnum og Gra- ham sá, að bróður hans leið eitthvað illa. — Ef ég á að vera hreinskilinra, frú Hartfield, þá sögðu pabbi og mamma mér það berum orðuim, að þau kærðu sig efkki um að vera stödd hérna í húsinu, samtímis mér. Þér skilj ið, að ég er kominn hingað í brýnu erindi, og ekki bara í kurteisisheimsókn. — Er það? Nú? Klara komst sýnilega í hálfgerð vandræði, þvx að Graham hafði trúað henni fyrir raunvemlegum tilgangi þessarar heimsóknar Diirks. Hún reyndi að brosa og láta sem ekkert væri. — Jæja, það getur nú verið ssuna. Það gleður okkur alltaf að sjá þiig. En Rafael lét ekki slá sig út af laginu og spurði nú: — Er þetta eitthvert afskaplegt tnin- aðarmál, drengur minn? Eða leyíist mér að spyrja, hvað það sé? Dirk, sem hafði stiirðnað upp, jafnaði sig nú allt í einu og hló. — Það viðkemur okkur öllum, Rafael frændi, og ef þér er sama, þá held ég, að ég verði að bíða með það þangað til við kvöldverðinn í kvöld. — Ég ætla þá að sjóða og malla í rólegheitum þangað til, sagði fræindi hans, brosandi. Þegar Graham horfði á hann, fannst honum eins og fas hans lýsti góðvild og jafnvel aðdá- un. Dirk hefði vel getað smjaðr- að fyrir horaum í stað þess að svara honum út aif. Graham fann til mikillar undrxm- ar. Aldrei ætla ég að geta skil- ið fólk, hugsaði hann. Kvöldverðuránn var að venju klukkan fimm. Um fjögurleytið vom allir gestirnir komnir, að meðtöldum Liekerhljónunum frá vesturströndinni. Claas Lieker, sem var orðirun sjötugur og hvít ur fyrir hærum, var að minnsta kosti þremur þumlungum lægri vexti en Jaqueline, sem var eklk- ert farin að grána, hálfsjötug. Enda þótt hún væri há og grönn var ekkerf í útliti hennar, fannst Dirk, sem gæti fengið neinin til að halda, að hún væri dóttir Hubertusar frænda. Þeg- ar Dirk leit á þau hjón saman, datt honum í hug, að svona mundu þau Comelia líklega líta út, þegar þau yrðu gömul. Og með þrjá syni! Benjamín Liek- er, rúmlega fertugur, var þrek- vaxinn maður, jarphærður og græneygður. Svona son gat Dirk vel hugsað sér að eiga! Og Jan og Hendrik, yngri bræð ur hans, vom líka vel vaxnir, Jan ljós, en Hendrik dökkur, bæðir þreknir, sólbrenndiir og hörikulegir. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Hugsaðu dálítið um tilfinningamálin í dag. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Reyndu að sinna fjölskyldn og vinum. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Það gerir ekkert til, íiótt þú eyðir dálitlu fé. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Ef þú leggur þig allan fram, er mcsta furða, hverju þú kemur f verk. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Vertu raunsær, þá gengur þér bctur i tilfinningamálum. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Gakktu ekki of langt, þá fer þér að vegna betur. Vogin, 23. september — 22. október. Þú kemst f sambönd, sem bæta bag þinn siðar. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. 1 kvöld skaltu hugsa um framtfðina. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Gleymdu alvöru lifsins, og skemmtu þér og þeim, sem þú hefur vanrækt. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þú færð sönnur fyrir þvi, að þú hefur haft rétt fyrir þér, en segðu ekki frá þvi strax. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. íebrúar. Farðu vel mcð heilsuna, og gleddu fjölskylduna, þá líður þér vel i marga daga. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú getur átt gúðan dag, ef þú reynir ekki of mikið i þig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.