Morgunblaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1972 7 Bridge Leikuirinn miili Noregs og Bnetlands í Evró pu;m öti n u í Aþenu 1971 viar mjög jafn og spennandi. Barizt var uan hvert stig og í hálfleik var staðan 44—42 fyrir Noreg. 1 byrjun síð ari hálfleiks koim eftinfaraindi spil: NORÐUB: S: K-8-7 H: D-10 T: 10-3-2 L: Á'K-8-4-3 VESTUR: S: D-G-9-6-3 H: K-4-3 T: D-8-6-4 L: 9 AUSTUR: S: 4-2 H: Á-G-9-8-7 2 T: K-G-5 L: 7-5 SUÐUR: S: Á-10-5 H: 6-5 T: Á-9-7 L: D-G-106-2 Rrezku spilararnir sátu A.—V. vöð annað borðið og þar gengu saignir þainnig: N: A: S: V: 1 gir. 2 hj. 2 gr. 4 hj. P. P. Di. A.P. Suður lét út laufa drottningu og fékk þann slag, lét nœst út troonp, sagnhafi drap heitma, lét út lauf, troanpaðd í borði og lét út tígul 4. Drepið var heima með kóngi, suður drap með ási og þar sem allt benti til þess, að sagn- haifi væri að reyna að koimast inin til þess að geta látið út lauf tíi að troanpa í borði, þá lét s.uð ur næst út troanp, þetta varð til þess að sagnhafi vann spilið, því hann losneði við spaða heima í fjórða tigulinn í borði. Brezka sveitin féikk 590 fyrir spilið og norsku spilararnir voru, að von um, óánægðir. Við hitt borðið var lokasögn- in 3 hjörtu hjá norsku spiiur- unum í A—V., suður doblaði og lét út tiromp. Sagnhafi drap, lét út tígul, suður drap með ási, lét enn út tromp og þar með fékk sagnhafi 10 slagi og vann spilið og norska sveitin fékk 630 fyr- ir og grgeddi eitt stig á spilinu. Leiknuim lauk með sigri Nor- egs 12—8. Köttur í óskilum Guilbröndótitur fressköttur í ó- skiium á Háaieitísbraut 125, sími 36239. Áheit og gjafir DAGBOK BARMNM.. Spiladósin Eftir Rudolf Bruhn iðrazt þess sem hann hafði gert. Þetta var í fyrsta sinn sem honum hafði orðið sundurorða við unnustu sína. Hann hafði valdið henni vonbrigðum og ef til vill hafði Sören gleymt spiladósinni sinni fyrir löngu. En nú þeg- ar hann gekk upp tröppuxnar vissi hann að hann hafði gert rétt. Hann fór inn í kennslustofuna og skipti um spiia- dósirnar. Það var bezt að Sören fengi að sækja hana sjálfur. Fyrir utan skólahliðið rakst hann á Sören. Hann stóð upp við girðinguna og horfðd tómum augum út í myrkrið. „En Sören.“ Tárin komu í augu herra Höjer. „Stendur þú hér drengur.“ „Ég vissi að þér munduð koma,“ sagði Sören hljóð- látlega og tók í hönd hans. Þeir gengu hægt upp að skólatröppunum. „Ég bað guð um það,“ sagði Sören lágt í myrkrinu. „En ég var farinn að halda að hann hefði líka gieymt mér.“ Þeir gengu inn í sjöundu kennslustofuna. Herra Höjer kveikti ljós, Sören stóð fyrir framan skápinn og deplaði augunium í birtunni. „Nú hef ég verið í skólanum á að- fangadag,“ sagði hann.„En enginn hinna.“ Skápurinn var opnaður. Sören greip spiladósina og var hándfljótur. „Ætlarðu ekki að reyna að spila,“ sagði herra Höjer um leið og hann lokaði skápnum. „Ég hélt að ég mætti það ekki,“ sagði Sören en sneri nú sveifinni varlega. „Heims um ból, helg eru jól,“ kvað við mjóum, skær- um tónum. Sören virtist ekkert hissa. Hann stóð bara kyrr og hélt áfram að snúa. „Mér finmst heyrast betur í henni núna,“ sagði herra Höjer. „Ég hlýt að vera orðinn duglegri,“ sagði Sören og hélt áfram að snúa. „Áður var hægt að spila mörg lög á hana. PRflMHflLÐS&flEflN Nxít er bara hægt að spila eitt.“ Herra Höjer var búinn að slökkva ijósið. Þeir voru á leið fram að dyrunum, þegar hurðin opnaðist. I hálf- rökkrinu sáu þeir að einhver kom inn. Herra Höjer kveikti á eldspýtu og rak upp undrunaróp. Það var Ingiríður. „Þú mátt ekki vera reiður, Hans,“ sagði hún og horfði biðjandi á hann: „Ég gat ekki fundið nokkurn sálarfrið heima. Ég hafði líka valdið manni vonbrigðum .... meira að segja þeim manni, sem mér þykir vænist um.“ „En hvers vegna komstu þá hingað?“ Hún brosti til hans. „Ég varð líka að finna heimilis- fang Sörenis. Ég er hér með körfu til hans og ömmu hans. Nú fá þau líka gæsasteik og ýmislegt fleira. Ég gekk sjálf frá því sem er í körfunni, ,Sören, svo þú mátt treysta því að það er gott.“ Hún kraup á hné við hiiðina á Sören og reyndi að taka um hönd hans. En Sören gat ekki haft augun aí spiladósinni og sneri sveifinni hægt og hátíðlega: „Heims um ból, heig eru jól.“ Ingiríður kraup enn við hiið hans. Herra Höjer horfði á þau bæði. Nú fyrst fasnnst honum jóiin ganga í garð. Sören hætti að snúa og varpaði öndinni af hrifningu. „Falleg er hún,“ sagði hann. SÖGULOK SPAUG MEÐ KÓKOSHNETUK nm, að þær verði brotnar eftir enðilöngu, í stað þess að íáta brjóta þær i mél. Skelina er nefnilega hægt að nota til að K«'ra skemmtiieg: höfuð úr. Hér eru tiliögrir, en að sjáifsögðui ska.lt.n nnta eigið ímyndunarafl. Sóknarnefnd Háteigskirkju NN 200, R 1000, NN 500, Frá konu í klukknasjóð 500, Afhent af sr. Jóni Þorvarðssyni: Áheit frá konu 100, Áheiit sent í bréfi 1000, Jólagjöf til Háitedgskirkju frrá Páli Sigurðssyni Nóatúni 29 1000.00. Reykjavík 19. des. 1972. Áheit og gjafir til Hailgríms- kirkju í Reykjavík: LÞ 3000, SG 1000, GJ 5000, Sig- riður Jónsdótitir í minn- imgu Júlíusar Guðimundssonar, 10.000, kona í Keflavik 100. Kænar þakkir, Jakob Jónsson. SMÁFÓLK — Svona lagað fær mig til að finnast ég vera etnhver asnalegur runni. Verzlunin Kjöt og fiskur gaf kvenféiagi Hallgrimiskirkju hluta af ágóða verzlunarimnar s.l. mánudag, en svo hefur hún gert undanfarin ár. Með innileguistu þakkHæti, Þóna Einarsdóittir, formiaður. Munið jólasöfnun Mæðrastyrks- nefndar á Njáls- FFRDT\4\D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.