Morgunblaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 28
► ► t 28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1972 velvakandi ■ • ' Velvakandi svarar í síma 10100 írá mánudegi til föstudags kl. 14—15. > • Fregnboði en ekki ‘ fjölmiðill v Reykjavík, 15. 12. ’72. y „Kæri Velvakasndi. L Stórt hefir skarðið verið í orðaforða vorum, sem fyllt er til bráðabirgða með nýyrðinu fjöbniðill. Hlýtur sinnuleysi vort að hafa verið geigvænlegt, svo bráðnauðsynlegt, sem orðið fjölmiðill reynist í ræðu manna. Auðvelt er að fyrir- gefa, þótt fljótfæmislega hafi s til tekizt myndun nýyrðis i þessa, en varla fer milli mála, að það er bæði Ijótt og með öRu ósamrýmaniegt rökréttri orðbyggingu. Fjölleikahús er ekki leikhús fjöldans heldur leikhús, sem setur margvísleg skemmti- atriði á svið. Fjölkunnugur er ekki sá, sem margir þekkja, heldur hinn, sem kann margt fyrir sér. Fjöltefli er ekki skák stjórnmálamannsins við al- menning, heldur margar skák- ir tefldar í senn. Orðið fjölmiðill er slysaleg orðabókarþýðing á enska heit- inu „mass mcdium", sem i enskri tungu á við þau tján- ingarform, sem náð geta at- hygli almúgans. Nú er það svo, að hugtakið almúgi er vart til i voru stéttlausa þjóð- félagi, og annað hitt, að sum dagblöðin hérlendis ná ekki til ýkja margra manna. Er ekki eina sameiginlega einkenni dagblaða, útvarps og sjónvarps, að þau flytja oss fregnir? Allt efnið, sem dag- blöð, útvarp og sjónvarp flytja, telja þau eiga svo brýnt erindi til vor, að það þoli enga bið. Þau boða oss fregnir. Hvort sem um er að ræða stjórn- málaskoðun, smásögu, auglýs- ingu eða frásögn af flugvéla- ráni, þá leggja þau það mat á efnið, að athygli Islendinga sé ekki betur til annars varið þá stundina, en að gefa því gaum. Væri ekki ráð að leysa orðið fjölmiðill af hólmi með orðinu fregnboði? Einar H. Ásgrímsson.“ • Berserksgangur templara „Kæri Velvakandi! Margt er það, sem þú verður að þola. Það hlýtur að hafa vakið at- hygli alþjóðar, hve vasklega templarar hafa gengið fram í biekburði í þennan annars á- gæta lesendaþátt upp á síð- kastið. Sannast sagna hefði ég búizt við því, að aðrir og betri efasemdarmenm gagnvart boð- skap þessum mundu verða til andmæla hér, en lengur fæ ég varla orða bundizt. Nýframkomin tiliaga til þingsályktumar um. að höft verði lögð á ráðherra í vöru- vali fyrir veizlur sínar, á vafa- laust sinn þátt í að raska ró þeirra, sem telja allt böl þjóð- félagsins eiga rætur að rekja til neyzlu áfengis. Gott dæmi þessara skrlfa er að finna í Velvakanda sl. laiugardag. Höf- undur þeirrar greinar heimfær ir þjóðfélagsaðstæður bannár- anna upp á nútímamn án þess að gera sér grein fyrir neinum öðrum breytingum en þeim, að nú fæst keyptur drykkur- inn ógurlegi — bara út af þvi að Spánverjar kaupa ekki salt- fisk fyrir peninga, heldur gegn öðrum gjaldmiðli. Er það þá ekki sjávarútvegurinn, sem er orðinn undirrót alls ills í þjóð- félaginu? Ég bara spyr. í nefndri grein er eiinnig brydd- að upp á þvi, að samkvæmt „útvarpserindi" séu um 90% pilta og 80% stúlkna um tví- tugt farin að drekka áfengi. Síðan segir greinarhöfundur: „Hvernig verður svo næsta kynsióð, sem er komin af slik- um foreldrum, ef ekki er að gjört?“ Hvernig væri þá að spyrja: Hvemig var sú kynslóð, sem ól af sér þessa kynslóð, þar sem 80% stúlkna og 90% pilta um tvítugt eru farin að drekka áfengi ? Annars var það ekki ætlun mín að hrekja þetta erindi eitt sér, fremur en önnur þvilik, heldur ætlaði ég mér frekar að fjalla um fagmaðarboðskapinm sem slíkan. Tillagan, sem fyrr var nefnd, hefur valdið andfæl- um miklum i röðium ofstækis- fullra limonaðiunmendia. Þymi- rósarsvefn áfengisvarnapostul- anna hefur þó verið svo þung- ur, að nú, þegar honum virð- ist lítið eitt linna, ætla þeir í svefnrofunum að ráðast þar að vandamálunum, sem þau eru minnst fyrir. Nú á dögum þykir slíkt ekki góð latína. • Fjárniokstur til bind- indisstarfsemi Er ekki nær að halda, að árangursleysi af starfsemi bindindisfélaganna sé afleið- ing af rangri stefnumörkun þeirra sjálfra fremur en því, að fólk sé verr undir það bú- ið nú en áður að drekka brennivin? Árum og áratug- um saman hefur fé verið mok- að til áfengisvarna i aliar átt- ir. Það er samt sem áður stað- reynd, að þegar sMk félög eru komin in.n á ríkið, minnkar árangurinn af starfimu eftir því sem frá líður. Á þetta ekk- ert frekar við um templara- reglur en margs konar starf- semi aðra. Áfengisneyzla mun áfram aukast ár frá ári, ef ekki verð- ur tekin upp því meiri fræðsla og upplýs'ingaistarfsemi, sem beimt verði aö þeim aldursflokk um, sem eru að byrja að finna lyktina. Þá aldurflokka er ekki að finna í veizlum ráðherra eða rikisstjórnar, heldur í gagn- fræðaskólumum. Þar þýðir ekki að segja, að dauði og djöfull mæti hverjum þeim, sem tegg- ur sér áfenga drykki til munras. ar á ofstæki í anmarri mynd, venjulega gagmstæðri. Vínbann er svo fárántegt hugtak, að vart tekur að ræða það. Slik skerðing, sem vínbann hefur á persónufrelsi einstaidingsins í velferðarþjóðfélagi, er víðs fjarri nútimahugmyndum um það efnl. Einn góður maður lét hafa það eftir sér á prenti fyrir skömmu, að sér og sjálfsagt mörgurn öðrum þætti fróðlegt að sjá, hvaða þingmenn það yrðu, sem ekki mundu gjalda jáyrði við þingsályktunartil- lögunni frægu. Þinigmenn hafa sjálfsagt jafngott af þvi og margir aðrir, sem eiga braut- argengi sitt að þaikka öðrum, að fá svona ögraniir frá eimstök um kjósendum. Mér þætti hins vegar fróðtegt að vita, hvort eimhver þingmanna sé svo lít- iil karl að þola ekki siíkar hót- anir. Satt að segja er ég ekki trúaður á það. Á síðustu misserum höfum við orðið undrunarefni af ýms- um titefraum á alþjóðavett- vangi. Með S'aimþykkt þessarar þingsályktunartiiUöigu ýrðum við þó allsiherjarspumingar- merki. Væri það ekki Mtið eitt broslegt, ef alimenningur á Is- landi krefðist þess, að ráöhorr ar færu að veita diplómötum erleradra ríkja ropvatn vegrra þess, að þessi sami íslenzki al- menningur drekkur svo mikið sjálfur? Furðulegt nokkuð! Með þökk fyrir birtinguma. Itagnar Ilalldór Hall.“ • Vínbann skerðing á /éíráupa, persónufrelsi Ofstæki i einnii mynd, ka.ll- iT~ , .. ÞAÐ ER OPIÐ TIL KL. 10 f KVÖLD. ÓTRÚLEGT ÚRVAL AF: BUXUM - SKYRTUM - PEYSUM VESTUM - SKINNJÖKKUM KULDABLÚSSUM OG FÖTUM FRÁ MR ROMAN OG ADAMSON., L>----------------------------4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.