Morgunblaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1972 Otgafandí hf. Árvak'ur, Rey!k»ia<vfk Framkvoemdastjóri Ha.raWur Sveins-son, Rittatjórar Mattihías Johannassan, Eyfóffur KorrráO Jénsson. Styrmir Gumvarsson. RrtstjérnaríufMsrúi Þtorbljöm Guðrmméeson Fréttastjón Björn JóhertfV&&an AugJýsingastjóri Arni Sarðar Kristinsson. Rrtstjórn og afgreiösla Aöalstraati 6, sfmi 1Ö-100. Aug'ýsingar Aðaistreeti ®, sfmí 22*4-80 Áskrrftargjeid 225,00 kr á 'ménuði irvnanlan<te I teusasöíu 15,00 Ikr eintakið 1 lmannarómur segir, að mesta gengisfallið í þetta sinn sé það fall, sem orðið hafi á gengi ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar. Þetta eru orð að sönnu. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þeim vanda, sem hún hefur staðið frammi fyrir í efnahagsmál- um sýna, að hún er ófær um að stjórna og taka nauðsyn- legar ákvarðanir. Fram- kvæmd hennar á gengisfell- tirtgunni er glöggt dæmi um þetta. Eftir vikulanga stjórnar- kreppu, þegar líf stjórnar- innar hékk á bláþræði, tókst henni loks að ná samkomu- lagi um gengislækkun, sem að flestra dómi, þ. á m. eins ráðherranna, gengur of skammt og er aðeins bráða- birgðaráðstöfun. En ráðstaf- anir stjórnarinnar í sambandi við þessa gengislækkun sýna, að hún hefur ekkert vald á verkefni sínu. Geir Hall- grímsson hefur ítrekað borið fram fyrirspurnir í 8 liðum til ráðherranna í umræðum á Alþingi og á nefndafundum án þess að fá nokkur svör. Ein þeirra spurninga, sem Geir Hallgrímsson hefur beint til ráðherranna, er sú, hvað verði um þau 2,5 vísi- tölustig, sem frestað var greiðslu á í sumar fram að áramótum. Koma þau til útborgunar 1. janúar nk.? Ráðherrarnir hafa engin svör gefið við þessari fyrirspurn. Skýringin er sú, að innan stjórnarliðsins hafa farið fram heiftarlegar sviptingar síðustu sólarhringa vegna þessa máls. Ríkisstjórnin hef- ur verið að reyna að knýja verkalýðssamtökin til þess að gefa þessi vísitölustig eft- ir, en forsvarsmenn þeirra neita því afdráttarlaust. Annað dæmi um það stjórn leysi, sem nú ríkir í herbúð- um ríkisstjórnarinnar, varðar verðlagsákvarðanir. Olíu- félögin liggja með miklar birgðir af olíum, sem þau kaupa með erlendum gjald- fresti. Fái þau ekki að hækka þessar birgðir í verði nú þegar, verða þau fyrir gífur- legu tapi. Sömu sögu er að segja um aðrar þýðingar- miklar vörutegundir. Ólafur Jóhannesson hafði heitið því, að olíufélögin fengju að hækka sínar birgðir, en þá stöðvaði Lúðvík Jósepsson afgreiðsiu málsins. Þannig er hver höndin upp á móti annarri í þessari ríkisstjórn og afleiðingin verður stjórn- leysi og öngþveiti. Um áramótin rennur fisk- verðstímabilið út. Að dómi kunnugra manna nægir geng- islækkunin til þess að standa undir þeirri fiskverðshækk- un, sem ákveðin var í haust — en ekki meir. Hvað tek- ur við um áramótin? Óhjá- kvæmilegt er að hækka fisk- verð, en hver á að standa undir því? Þannig rekur eitt sig á annars horn í ákvörð- unum ríkisstjórnarinnar en ekkert samræmi er í aðgerð- um hennar. Þegar allt þetta er haft í huga og margt fleira, þarf engan að undra, þótt al- mannarómur segi, að mesta gengislækkunin hafi orðið á stjórninni sjálfri. Upplausn og sundrung er í stjórnarlið- inu, einn þingflokkur stjórn- arinnar hefur misst þing- mann úr sínum röðum, þótt hann hafi lýst yfir, að hann styðji stjórnina áfram. En hversu lengi verður það? Reiði ríkir innan Alþýðu- bandalagsins vegna aðildar þess að gengislækkuninni eins og herlega kemur fram í því, að Alþýðubandalags- félag Raufarhafnar hefur samþykkt harðorðar vítur á miðstjórn og þingflokk Al- þýðubandalagsins vegna af- stöðu þess til gengislækkun- arinnar. Forsvarsmenn náms- manna erlendis, sem hafa verið vinveittir ríkisstjóm- inni, draga í efa, að loforð frá þessari ríkisstjóm hafi mikla þýðingu. Engum getur því dulizt, að þessi stjórn er í algerri upplausn. Ekkert sam- hengi er í stjórnaratahöfnum hennar og ljóst, að það er ekkert nema tímaspursmál, hvenær hún hrökklast frá völdum. GENGISFALL STJÓRNARINNAR Ljóð t>óru frá Kirkjubæ Jafnbáðu nóns og miðaft- ans í gær var mér afhent að gjöf falleg bók að búningi, Ljóð Þóru frá Kirkjubæ, með heillandi mynd af höfundin- um framan á kápu og fagur- gerða fjöður að baki hennar. Hvort tveggja reyndist vera táknrænt fyrir Ljóðin. Ég opnaði bókina með kvíðablandinni eftirvænt- ingu — kvíðablandinni af því að ég hafði ósjaldan hitt Þóru, meðan hún var lífs, bæði heima og heiman, oftast þó á fagnaðsfundum og hún þá óspart kastað fram vísum af munni fram, var sem sagt fljúgandi hagmælt. En kvæði hafði ég aidrei heyrt eða les- ið eftir hana. Hagmælska og skáidskapúr eru alveg sitt hvað. Léttfleyg lausavísa get ur svifið á dúnfjöður með sæmd. En sannkallað ljóð út- heimtir vængi til fiugs. Og því var eftirvænting mín kvíðablandin, að ég óttaðist fuglana skorti arnsúg á flug- inu. Kviði minn reyndist þó ástæðulaus. Þegar eftir mót- töku hóf ég lesturinn og lagði ekki frá mér bókina fyrr en að honum loknum. Innihaldið var ekki síðra en búningurinn, tók honum jafn vel fram. Bókin hefst á eink- ar vel gerðum formála eftir Knút Þorsteinsson fulltrúa, þar sem gerð er skýr grein fyrir höfundinum, ætt og upp runa Þóru og systra hennar, sem öllum „hefur verið skáld- skapur og listhneigð eðl- islæg“, svo sem Knútur orð- ar það. Þarf ég því ekki að fjölyrða þar um. En hér má aðeins geta þess, að móðir Kirkjubæ.jarsystra var Hall- dóra Einarsdóttir vel skáld- mælt fróðleikskona, Andrés- sonar frá Bólu, sem var þjóð- frægur hagyrðingur og skáld. Þá er og getið um eigin mann Þóru, Jóhann Fr. Guð- mundsson, vel gefinn mann og skáldmæltan með ágætum. Eftir formála Knúts Þor- steinssonar tekur við aðal- hluti bókar að efnismagni: Ljóðin. 1 þeim skiptast á al- vöruþrungin minni af hjarta hlýju og hugartryggð, gleði- óður á góðra vina fundum og svo glettnisfull gamanljóð. En þar kom Þóra mér allra mest á óvart. I öllum ljóðum hennar og lausavísum er þó undirtónn breytilegrar lífs- reynslu ósjaldan harma- sár eða heimsins vizku gædd- ur. En hver þessara tóna, sem má sín mest, þá eru kvæð in aldrei beizkju bland- in, því síður eggjar vísna hennar eitri hertar, sem ís- lendingum oft hættir til. Ljóð in hennar Þóru og iausavís- ur einkennast oftast af hlýju, söknuði eða góðfúslegum gamanleik. Sem dæmi um húmor Þóru tek ég lengsta kvæðið, Þórs merkurdrápu, sem fjallar á gáskafullan hátt um léttúð, fögnuð og furðukenndir Merkurfara, ungra og eldri af báðum kynjum, þar sem „margur fyrir sumbl og synd ir sálina lét í pant“ svo orð skáldkonunnar séu notuð óbreytt. Kvæðið er leikandi lipurt og hún gerir ekkert síður gys að sjálfri sér en öðrum í hópnum. Eykur það mjög á ágæti Drápunnar, sem er einstök í sinni röð og af- bragðs hlátursefni. Velflest kvæðin eru tæki- færisljóð og segi ég bókinni það síður en svo til hnjóðs. Það á sinn þátt i að gæða þau persónulegum sérkenn- um. Margt þeirra er ort til barna skáldsins, ekki sízt Brynhildar (Binnu) sem ljóða bréf, þegar hún dvaldist í Frakklandi ásamt manni sín- um Albert Guðmundssyni, og til bamabama. Og bera þessi ljóð frú Þóru fagurt vitni sem húsfreyju, móð- ur og ömmu, enda hlýnar les endum ekki sízt um hjartað við lestur þeirra. Enn er eftir að geta síð- ustu kafla bókarinnar, sem eru ræður, fluttar við ýmis tækifæri. Þær eru með svip- uðum einkennum og ljóðin og lausavísurnar, ýmist full- komin alvörumál eins og Ræða flutt á útiskemmtun á Seyðisfirði, i sannleika sagt fagnaðaróður um þennan ein staka stað að náttúrutöfrum, og Brúðkaupsræður barna hennar og tengdabarna: Brynhildar og Alberts og Áifþórs og Bjargar, eða hár fínni gamansemi gæddar í garð karlþjóðarinnar, svo sem Bæður fluttar á systra- kvöldum, einkum sú þar sem skáldkonan er að gera því skóna, hvað eiginmennimir í Frímúrarareglunni séu að gera á sínum leynilegu fund- um og kemst að þeirri rök- studdu niðurstöðu, að þeir skoði myndir. Ég gat ekki varizt hlátri, þegar ég las þessa bráðfyndnu, en þó al- varlegu ræðu. Ætti ég að segja, hvað mér fyndist bezt í þessari bók, mundi ég nefna Ræðu flutta á útiskemmtun á Seyðisfirði. Hún er flutt af svo einstök- um hughrifum og ást á nátt- úrufegurð og friðsæld þessa yndislega staðar. Af henni mættu allir Seyðfirðingar vera stórhreyknir og skrá hana gullnu letri í hjörtu sín og á veggi sins virðulega ráð húss. Mér dettur ekki í hug að halda því fram, að öll kvæði og ræður (sem reyndar eru ljóð í lausu máli í þessari bók) séu jafngóð eða yf ir alla krítík hafin. En skáld og annað fólk á að meta eft ir því, sem það gerir bezt. Og þeim, sem starsýnast er á galla eða það, sem agnúar geta talizt á ljóðum og lausu máli, fordæma skóginn, er þeir finna þar fölnað blað eða fúna kvisti, læt ég fús- lega eftir að tína þau upp. Sjálfur kýs ég mér heldur Þóra, frá Kirkjubæ. gróandans tré með grænu blöðunurh og eins hin, er loga í haustsins hyr með sína rauðu ávexti og þúsund lituð lauf. Hinum til geðs, er heimta sannanir fyrir því að hér sé margt vel kveðið og vitur- lega sagt, vil ég að lokum til- færa tvær vísur, sem flétt- aðar eru inn i Brúðkaups- ræðu Brynhildar og Alberts: Oft hnígur sú vonin, er mestan á mátt, og minningar fölna um atburði flesta. En viðkvæmur strengur, sem stilltur er hátt, þarf stundum svo örlítið högg til að bresta. Þau mæti, sem hvorki fást keypt eða seld, oft kastast á iðu, er tímarnir renna. En halda skal vökulan vörð um þann eld, sem vori er fæddur, en til hausts á að brenna. Fagurlegar verður djúp- úðug hugsun í bundnu máli tæplega túlkuð. Hafnarfirði, 20. des. 1972. Þóroddur Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.