Morgunblaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1972 Matthías Bjarnason um f járlagafrumvarpið: 500 mill j óna kr. greiðsluhalli i raun Minnihluti fjárveitingarnefndar flytur engar breytingartillögur við f járlagafrumvarpið ÞRIÐ.TA umræða um fjárlög' hófst í sameinuðu Alþingi eftir hádegið í gær. Stefnt var að þvi að ljúka afgreiðslu fjárlaga seint í gærkvöldi eða nótt. Nið- urstaða á tekjuhlið friunvarps- ins er 22,9 milljarðar kr. f ræðu Matthiasar Bjarnasonar kom fram, að raunverulegur greiðslu- Iialli á frumvarpinu nemur 492 millj. kr. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins í fjárveitinganefnd fluttu engar tillögur til breytinga á fjárlaga- friunvarpinu og lýstu yfir því, að fremur bæri að stefna að lækkun ríkisútgjalda en hitt. Hér á eftir verður greint frá umræðwm um frumvarpið, sem fram fóru siðdegis í gær. Geir Gunnarsson, formaður fjárveitingamefndar, gerðd grein fyrir sameiginlegum tillögum nefndarinnar og tillögum meiri- hlutans um tekjuhlið frumvarps iins. Sagði hann, að breytingar- tillögurnar mörkuðust af efna- hajgtsaðgerðum rikisstjómarinn- ar og nýjum upplýsingum um tekj'ulliði frumvarpsms. Þessar nýju upplýsingar byggð ust á breyttri þjóðhagsspá fyrir næsta ár. Þar væri m.a. gert ráð fyrir að ver ðm æt a r á ðs t: öf u n myndi aukast um 14 tii 15%. Innflutningur myndi aukast um 22 til 23%. I frumvarpinu væri ekki gert ráð fyrir öðrum grunn- kaupshækkunum en 6% hækkun 1. marz n.k. og 7% hækkun til rikisstarfsmanna. Ekki væri tek- ið tillit til nýrra kjarasamninga frá 1. nóvember n.k. Reiknað væri með, að kaupgreiðsiuvísital- an yrði að meðaltali 122% stig. Meðalhækkun verðlags yrði 12 til 13%. Spáð væri 18% hækkun á ráðstöf unartekj um heimila. Gert væri ráð fyrir, að söluskatts stofninn hækkaði um 14%. Hagn aður af sölu áfengis og tóbaks væri áætiaður 2075 m. kr„ en hefði áður verið áætlaður rúm- ar 1600 m. kr. Rekstrargjöld væm samtals 21,4 milljarðar kr. en tekjur 22,9 milljarðar króna. Stefán Valgeirsson mælti fyr- ir áliti samvinnunefndar um sam göngumál, sem lagði til, að fjár- veiting til flóabáta og vöruflutn- inga hækkaði úr 24,6 m. kr. í 33,2 m. kr. í Ijós hefðd komið, að útgerðarkostnaður hefði aukizt mjög mikið. Lagt hefðd verið til, að ríkisstjómin leyfði 15 til 20% hækkun farm- og fargjalda. En auk þess væri nauðsynlegt að hækka framlög til flóabáta. Bjarni Guðnason mælti fyrir áliti menntamálanefnda beggja þingdeilda um úthlutun heiðurs- launa listamanna. Alls hljóta 12 menn heiðurslaun. Nefndimar gerðu tillögu um þrjá menn, sem ekki hafa fengið heiðurs- laun áður. Þeir eru: Finnur Jóns son, Guðmundur Böðvarsson og Kristmann Guðmundsson. Matthías Bjarnason tók fram, að hann hefði við aðra umræðu talið, að ekki væri mögulegt að afgreiða fjárlög fyrir jól, þar eð engar upplýsingar hefðu komið Matthías Bjarnason fram um tekjuhlið og fjölmarga gjaidaliði frumvarpsins. Búizt hefði verið við, að efnahagsað- gerðirnar myndu hafa áhirif á frumvarpið. Þessi skoðun sín væri enn óbreytt. Upplýsingar hefðu fyrst komið fram fyrir 2 dögum um tekjuihlið frumvarps- ins. Gengisbreytingin hiyti að hafa margvísleg áhrif á fjárlögin. Ríkisstjórnin hefði hins vegar tekið ákvörðun um að knýja þau fram fyrir jól, án þess að fjár- veitingamefnd og þingflokkum gæfist kostur á að fjalla um breytt viðhorf. Fulltrúar Sjálfstæðis'flokksins í fjárveitingarnefnd hefðu tek- ið þá ákvörðun að flytja ekki breytingartillögur við frumvarp- ið. I raun réttri hefði þurft að flytja tillögur til lækkunar, en rikisstjómin hefði ekki gefið stjómarandstöðunni kost á því. Þetta væri stefna ríkisstjórnar- innar. Upphaflega hefðu gjöld ríkis- ins í frumvarpinu verið áætluð 19,8 milljarðar kr. Nú væru þau komin upp í 21,4 milljarða kr. Þau hefðu hækkað um 1,5 mi'llj- arð kr., þar af um 615 m. kr. vegna gengisbreytingarinnar. Að viðbættum lánahreyfingum myndi gengisbreytmgin hafa áhrif á fjárlagafrumvarpdð sem ngemi 628 m. kr. Framkvæmdir hækkuðu um 353 m. kr., rekstur og yfirfærslur um 619 m. kr., þar af um 500 m. kr. vegna fram halds verðstöðvunar. Útgjöld væru skorin niður um 140 m. kr. vegna lækkupar á útflutnings- uppbótum. Tekjuhlið frumvarpsins hefði upphaflega numið 20,4 milljörð- um kr. en væri nú 21,9 milljarð- ar kr. Þetta væri hækkun um 1522 m. kr. Það vekti athygli, hversu mikið kapp rikisstjóm- in legði nú á að hagnast á brenni vínssölu. Síðan spurði hann á hvern hátt ríkisstjómin ætlaði að vinna að niðurskurði á fjár- lögunum, eins og frumvarpið gerði ráð fyrir að heimilt yrði. Siðan vakti hann athygli á, að greiðsluafgangur á frumvarp- inu væri aðeins 26,2 m. kr. En samtals ætti að verja til niður- greiðslna 1686 m. kr. Fjölskyldu- bætur væru áætlaðar 970 m. kr. Þetta væru dýrtiðarráðstafanir. Það vantaði þvi um hálfan millj- arð til þess að standa undir iiið- urgreiðslum á vöruverði. 1 raun væri 492 m. kr. halli á frumvarp- inu. Þeirri staðreynd væri ekki unnt að neita. Þingmaðurinn sagði, að hyggi- legra hefði verið að játa stað- reyndir og hafa samráð við stjórnarandstöðuna um verulega lækkun ríkisútgjaldanna. Sín skoðun væri, að ekki ætti að flytja tillögur um sífelld yfirboð við fjárlagaafgreiðsluna. Skatt- heimtan væri orðin svo mikil, að mál væri að linnti. Enn hefði ekkert komdð fram um fjáröflun til fjárfestingar- lánasjóða. Talið væri, að þá vant aði nú 3 milljarða kr. á næsta ári. Erfitt væri að lækka þessa fjárþörf, því að margir sjóðim- ir hefðu þegar skuldbundið sig fyriir næsta ár. Matthías Bjarnason sagðist vera svartsýnn á stöðu útflutn- ingsatvinnuveganna, ef sleppa ættd öllu lausu, eftir gengisfell- inguna. Venjulega hefðu verið gerðar ráðstafanir til þess að draga úr kauphækkunum og verðhækkunum og korna i veg fyrir slæmar afleiðingar gengis- fellingarinnar. En nú væri ekk- ert gert. Eftir fáa mánuði yrA* staða útflutningsatvinnuveganna komin í sama honf og nú. Þá hefði ekkert unnizt, nema aukin verðbólga. Jón Ármann Héðinsson sagði, að Alþýðuflokkurinn myndi ekki flytja breytimgairtillögur við frumvarpið. Ríkisstjórnin hefði nú gert ráðstafanir, sem hefðu i för með sér ýmsar breytingar á verðlagssviðinu. Tekjuhliðin næmi nú 22,9 milljörðum kr. Þetta væri tvöföldum á tveimur árurn og bæri vott um gifurlega þenslu og aukna verðbólgu. Jón Ármann Héðinsson Raunverulega væri frumvarpið með greiðsluhalla. Það væri mjög alvarlegt, þegar slík þensla ætti sér stað í þjóðfélagimu eins og raun bæri vitni um. Stórauknar niðurgreiðslur og fjölskyldubætur ættu að halda vísitölunni i skefjum, þó ætti hún að hækka um 5 stig. Ekki ÞAÐ KOM fram í ræðu Gumnars Thoroddsens í umræðwm um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær, að ríkisútgjöld hafa hækk- að frá 1970 úr 19% af þjóðar- framleiðslu í 25% 1972 og á næsta ári væri gert ráð fyrir, að þetta hlutfall verði kornið upp í 27%. Gumnar Thoroddsen sagði, að á árunum 1960 til 1966 hefðu væri gert ráð fyrlr áhrifum kjarasamninga næsta haust. Þá væri ekki tekið tilliit til samninga yélstjóra og flugmanna, sem nú stæðu fyrir dyrurn. Allt þetta myndi þvi auka á óvissuna. Eng- in trygging værd fyrir þvi, að ráðstafanim&r myndu duga nema til mjög skamms tkna; þær væru því ekki fullnægjiandi. Bk'k- ert væri vitað um hliðarráðstaf- anir til þess að hamla gegn þenslu, sem jafnan væri hætta á i kjölfar gengisfellimgar. Þetta væru því fljótandi fjárlög. Hallclór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra, sagði varðandi niðurgreiðsiumar, að sá vamagli væri í frumvarpinu, að heimild væri til þess að skena rikisút- gjöldin niður um 15%. Slitkt ákvæði hefur síðast verið í fjár- lögum 1965. Við meðferð þess máls yrði haft samstarf við und- imefnd fjárveitingarnefndar að því er tæki til verklegra fram- kvæmda en við viðkomandi ráðu neyti varðamdi rekstrarútgjöld. Þá gat ráðherra um óskir Vestmanmaeyimga um rikisábyrgð á skipi, er koma ætti í stað Herj- ólfs, og ennfremur gat hann um ósk um ríkisábyrgð vegna stækk unar Bændaihallarinnar. Ekki væri unnt að verða við þessum tilmælum við fjárlagaaifgreiðsd- una. En þessi mál yrðiu tekin til sjthugunar síðar á þinginu. Kapp væri lagt á að gera hafn- irnar skuldlausar í lok þessa árs. Gunnar Thoroddsen gerði fyrst að umtalsefni tillögur um við'bót- arritlaun til rithöfunda og fjár- veitingar til kaupa á Nesstofu. Hann tók síðain fram, að ekki þyrfti að undirstrika, að fjár- veitingarvaldið væri í höndum Aliþingis; það væri ákveðið í stjómarskránni. Ætlazt væri til þess, að rikisstjórm'in fylgdi því, sem ákveðið væri í fjárlögunum. I marz 1968 hefði þó verið talið nauðsynlegt að sikera niður opin- berar framkvæmdir. Þá hefðu veri'ð samþykkt lög um lækkun rikisútgjaldia. 1 þeim lögum hefði verið nákvæmlega sundur- liðað, hvaða gjöld mátti skera niður. Á liðnu sumri hefði fjárlög- um hims vegar verið breytt með bráðabirgðaliögum, þó að óheim- ilt væri að gefa út bráðabirgða- fjárlög. Veitt hefði verið heimild til þess að skera ríkisútgjöld nið- ur um al.lt að 400 millj. kr. án nokkurrar sundurliðumar. Þetta væri óviðfelldið og aðfinnsluvert, þó að hann héldi því ekki fram, að ríkisstjórnin hefði framið stjórnarskrárbrot. Þá ræddi hann um hækkun ríkisútgjald'a og sagði, að len.gra mætti ekki ganiga á þeirri braut. Þetta kærni fram í of þungum álögum á fólki'ð og atvinnufyrir- tækin. Há rikisútgjöld hefðu skaðleg áhrif á þjóðarbúið í þeirri verðbólgu, er við byggj- um við. Nauösynliegt væri að lækka stórlega beina skatta. Of háir beimir skattar drægju úr vinnulöng'un og minnkuðu þjóð- artekjur og stuðluðu aö minnk- ríkisútgjöld verið 16 til 19% af þjóðarframleiðslu. Á erfiðleika- árunum 1967 og 1968 hefðu þau verið 21 og 22% af þjóðarfram- leiðslunni. Árin 1969 og 1970 hefði þetta hlutf&Il verið 19%. Þessi tala hækkaði enn á árinu 1971 og 1972, þrátt fyrir ört vax- andi þjóðarframleiðslu. Árið 1971 hefði hlutfallið verið 22,4% og í ár væri það 25% og áætlað væri, að það yrði 27% á næsta andi sparifjármyndun og ykju undandrátt við skattaframtöl. Þá gat Gunnar Thoroddsen um nauðsyn þess að lækka ríkis- útgjöldin. Benti hann á, að Al- þingi og ríkisstjórn gætu komið sér fyrirfram saman um há- mark rikiisútigjialda, Þett'a hefði veriö reynt sumis staðar erlendis og reynzt vel, eftdr þvi sem hann vissi bezt. Lárus Jónsson gerði grein fyrir tillögu, er hann flytur ásamt Jóni G. Sólnes um hækk- I.árus Jónsson un á fjárveitingu til sjúkrahúss á Akureyri úr 5 í 20 millj kr. Þetta væri ein brýnasta félags- lega framkvæmd á Norðurlandi. Þá gerði hann grein fyrir til- lögu um 1 miilj. kr. fjárveitingu til sjú'kraskýlis á Ól'afsfirði. Öll- um væri ljós nauðsyn þess, að bætt yrði úr heilbrigðismálum þesisa héraös. Loks gerði hann grein fyrir tillögu um fjárveit- inigu til hafnarmannvirkja og lendingarbóta á Akureyri. Forcaldur Garðar Kristjánsson benti á, að valikost'anefndin hefði lagt áherzlu á, að áhrif gengis- lækkunarinnar kæmu ekki inn i vísitöiuna. Þaö væri forsenda þess, að gengislækkunin hefði tilætluð áhrif almeinnt og á fjár- mál rikis'ins. Nú teldi ríkisstjómin sér það til ágætis, að áhrif frá géngis- lækkuninni kæmu inn í vísitöl- una. Þorvaldtir Garðar Kristjánsson Þá gerði hann grein fyrir til- lögu er hann fiytur varðaindi fjárhag ríkisútvarpsins. Hann lagði til, að tekjuhlið sjónvarps- ins yrði hækkuð um 25,1 millj. kr. og sjónvarpsins um 30,2 mil'lj. kr. eða samtals urn 55,3 miLlj. kr. Fjárhagsáætlun ríkis- útvarpsinis sýndi halla, sem þessu næmi. Ef fjárlagiafrum- varpið yrði saimþykkt óbreytt, jafnigilti það fyrirmælum um 55 millj. kr. hallarekstur ríkis- útvarpsins á næsta ári. ári. Ef tilli't væri tekið til þess, að ríkið hefði tekið að sér lög- gæzlukostnað og almannatrygg- ingiar yrði þetta hlutfall 24% 1972 og 25% 1973. Gunnar Thoroddsen. Gunnar Thoroddsen: Ríkisútgjöldin 27% af þjóðarframleiðslu 1973 Ríkisútgjöld hækka úr 19 í 25% af þjóðarframleiðslu 1970 - 1972

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.