Morgunblaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 20
' i <••■ m lHGEAJaVSlK) 20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1972 Jóhann Hafstein Framhald af bls. 1 Jóhanns Hafstein fer hér á eftir í heild: Yfirlýsing formanns Sjálf- stæðisflokksins í lok þriðju umræðu rnn frv. til fjárlaga i fyrir árið 1973. f, „Framkvæmd fjárlagaaf- i greiðslu núverandi ríkisstjórn ar er algjörlega með sérstæð- : um hætti. ji Við Sjálfstæðismenn átöld- ■ um ráðleysið í fyrra, þegar enn var fjárvöntun á f járlaga- frv. fyrir árið 1972 nokkrum dögum fyrir þinghlé, er nam meira en 300Q millj. króna og átti m.a. að brúa bilið méð af- greiðslu skattafrumvarpa á næsta ári, en þau urðu eins og kunnugt er mjög umdeild og borgurunum þung í skauti og sjálf þurfti ríkisstjómin að breyta þeim með bráða- birgðalögum, til þess að draga úr skattpíningu eldra fólks. Nú keyrir algjörlega um þverbak. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1973 er samið með- an ríkisstjórnin lifði enn í vímu þeirrar efnahagslegu velgengni, sem við var búið, er hún tók við völdum. Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram i upphafi þings, var það markleysa að því leyti, að í því var ekki hægt að taka mið af væntanlegum efnahagsráðstöfunum, sem all ir vissu þá að voru framund- an. Rikisstjórninni hafði loks ins orðið Ijóst, á miðju sumri, að hún neyddist til að hægja á Hrunadansi kostnaðarverð- bólgunnar. Hún hafði því beð- ið um frest til umhugsunar með setningu bráðabirgðalaga um tímabundna verðstöðvun fram til áramóta. Engar efnahagsráðstafanir af þeirri stærðargráðu, sem biðu, verða með nokkru móti aðskildar frá ríkisfjármálum. Þegar fjárlagafrumvarpið kom til annarrar umræðú þann 14. dosember, sat allt við sama, — og enginn vissi, að hverju stefndi. ; Á vitorði allra var, að inn- an ríkisstjórnarinnar vildi hver hinna þriggja stjómar- flokka fara sína leiðina út úr vandanum. Síðastliðinn sunnu dag, þann 17. desember, sætt- ast stjórnarflokkarnir á geng islækkun krónunnar sem beztu leiðina út úr ógöngun- um. Ríkisstjórnin og sérfræðing ar hennar hafa alls ekki get- að gefið nefndum þingsins né þingheimi nein fullnægjandi svör um ráðgerð áhrif gengis lækkunarinnar á efnahagslíf- ið, á verðlagsþróun og rekstr arafkomu undirstöðuatvinnu- vega, þar sem um þetta liggja ekki fyrir útreikningar. Ráð- herrar hafa hins vegar gefið ótvíræðar yfirlýsingar um, að tjaldað sé til einnar nætur. Um stöðu fjárfestingarsjóða landsmanna er allt á huldu, nema hvað fyrir liggja upp- lýsingar sérfræðinga ríkis- stjórnarinnar um, að fjárvönt unin sé geigvænleg og ekki talið fært að mæta henni með lánveitingum, hvorki innan- lands né utan, nema að hluta tll. Enn blasir við geigvæn- legur viðskiptahalli við út- lönd umfram þann halla, sem stafar af kaupum gjaldeyris- aukandi eða gjaldeyrisspar- andi verðmæta, svo sem skipakaupum eða flugvéla- kaupum, en leiðir beinlínis af mismun á almennum vöru- skiptum og þjónustu við önn- ur lönd. Greiðslubyrði sívax- andi erlendra skulda er löngu komin í hámark. Með háttalagi rikisstjórnar innar og starfsaðferðum og þar með framkvæmd f járlaga afgreiðslunnár, hefir stjófnar andstaðan verið firrt mögu- leikum þess að veita viðnám í beinni tillögugerð, en til þess ætlazt, að mál séu af- greidd í flýti, án þess að tími gefíst til nægjanlegrar yfir- vegunar. Útgjöld fjárlaga munu nú hafa tvöfaldazt eftir tvær fjár lagaafgreiðslur núverandi rík isstjórnar. Slíkt er einsdæmi. Við þessar aðstæður höfum við Sjálfstæðismenn ekki tal- ið rétt, né aðstaða til, að flytja breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið svo nokkru nemi. Þau þyrftu að ummyndast eða hvíla á öðr- um og traustari grundvelli. Er þá meðal margra atriða átt við sérstaklega: að ríkisbúskapurinn sé í reynd greiðsluhallalaus, en svo hefir ekki verið, og nú stefnir að því að afgreiða fjár lagafrumvarpið með raunveru lega allt að 500 millj. kr. greiðsluhalla, að ríkisstjórnin hrifsi ekki til sín fjárveitingavald Al- þingis með bráðabirgðalögum eða óafmörkuðum heimildum, að ríkisútgjöld á hverjum tíma takmarkist eðlilega við þjóðarframleiðsluna þar sem síhækkandi hlutfall ríkistekna og gjalda leiðir til vaxandi miðstjórnarvalds og veikir að stöðu einstaklinga, atvinnu- rekstrar og sveitarfélaga, og að fjárlög gefi ótvíræða og rétta mynd af útgjöldum þeim, sem vitað er um, þeg- ar þau eru afgreidd. Þingmenn Sjálfstæðisflokks ins munu ekki taka þátt í at- kvæðagreiðslunni við lokaaf- greiðslu fjárlagafrumvarps- ins. Á hinn bóginn höfum við lagt fram tillögu til van- trausts á ríkisstjórnina og kröfu um þingrof og kosning ar. Samkomulag er um, að um ræður um vantraustið fari fram, er fundir Alþingis hefj- ast aftur á nýju ári. — Giftast Framhald af bls. 1 Josefa yrð'i 100 ára á Þorláks- mes®u og hana liaragaði undur milkið tid að fá stimpil kirkj- uninar á siaim'bandið. Brúðgum- iran er aftur á móti ekki nema 71 árs gaimall. Þau kynmtusit árið 1930 og saigð'i Jose, að það hefði verið ást við fyrstu sýn og þau hefðu þegar tekið upp saim- búð og hefði varla orðið 9Uimdurorða öll þeisisá ár, svo mikil hefði lukkan verið. - CIA Framhald af bls. 1 starfi hjá CIA hafði verið búiztj um hríð, að sögn APjfréttastof- unnar. Ziegler, blaðafulltrúi Nix ons Bandaríkjaforseta, sagðí fréttamönnum, að HeJms hefðí viljað segja staríi sinu lausuj’ þar sem hann gerðist roskinn og hsfði starfað innan leyniþjón- ustunnar í 25 ár. James Schlesinger er 43 ára gamall, hagfræðingur að mennt- un. - Rio Framhald a.f bls. 1 sveitir grófu úr rústunum hafa síðam ilátizt í sjúkraihúsuinium og vitað er að yfir tvö hundruð mianrns eru mieira og mkurHa skaddaðir. Yfirheyirslur hófust í morgun yfir byiggingameisturum og eig- endum verzluniarhússins, en það var eitit stærsta og veglegasita sinmiar gerðar í allri borginini. Verður reyint að ksanmia hvar or- sakiir þessa mikla slyss liggja. Er tailið seniniitegt að byggimgagall- ar feomi í ljós, þar sem það var reist á undra skömmum tíma og framkvæmdum við það hraðað sem rnest mátti. - ASÍ Framhald af bls. 32 það hve mörg vísitölustig er um að ræða, en ríkisstjórnin telur, að hluta þessara 2,5 stiga hafi þegar verið mætt með öðrum ráðstöfunum. Sem fyrr segir hef ur miðstjóm ASf neitað að verða við óskum ríkisstj órnarinnar og telur eðlilegt, að kauplagsnefnd fjalli um þetta vísitölumál. Morgunblaðið sneri sér í gær- kvöldi til Björns Jónssonar, for- seta ASf, og spurðist fyrir um þetta mál. Forseti ASÍ vildi segja það eitt, að afstaða Alþýðusam- bandsins hefði verið sú, að nú um áramót yrði reiknuð út ný kaupgj aldsvísitaia og þar með lokið því tímabili, sem hófst með setningu bráðabirgðalaganna. Þá sagði Björn Jónsson, að ríkis- stjórnin hefði samþykkt þetta og full samstaða væri um framgang frumvarpsins, sem lagt var fram i gærkvöldi, sem gerði kauplags nefnd mögulegt að reikna út nýja kaupgjaldsvísitölu miðað við 1. janúar. - Slysatrygging Framhald af bls. 32 og annarra þingmanna Fram- sóknarflokksins svo og þing- manna Sjálfstæðisflokksins. Meirihluti heilbrigðis- og trygg- inganefndar neðri deildar Al- þingis lagði til, að þessar trygg- ingar yrðu reknar á frjálsum grundveJli. (Sjá nánar á bls. 11). Samkomulag náðist svo á Al- þingi í gærkvöldi milli allra þing flokka um breytingu á ákvæðum siglingalaga um slysatryggingu sjómanna. Frumvarp um þetta ef.ni var samþykkt í báðum deild u.m Alþingis við þrjár umræður í gærkvöldi, en samkvæmt því verða þessar tryggingar á frjáls- um grundvelli. Flutningsmenn tillögunnar voru Sverrir Hermannsson, Karvel Páimason, Jón Skaftason, Garðar Sigurðsson, Stefán Gunn lau.gsson og Pétur Sigurðsson. LEIÐRÉTTING í AFMÆLISGREIN umn Sigrúnu Helgadóttur í blaðinu í gær mis- ritaðist niaán móður hemmar. Hún hét Gy'ðir'íður Sigurðardóttir. mnRGFRLDRR mÖGULEIKR VÐHR Verkstæðin verða lokuð milli jóla og nýárs. EGILL VILHJÁLMSSON h/f. Laugavegi 118. BLAÐBURÐARFOLK: Sími 16801. VESTURBÆR Nesvegur II - Lynghagi - Reynimelur 1-56 - Túngata. AUSTURBÆR Miðtún - Háteigsvegur - Háahlíð - Þingholtsstræti - Miðbær Freyjugata 1-27 - Laufásvegur 2-57. Hjallavegur - Hraunbær 44-100 - Foss- vogur V - Langholtsvegur 71-108 - Háaleitisbraut 13-101. ÍSAFJÖRÐUR Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsing- ar hjá umboðsmanni á ísafirði og afgreiðslu- stjóra. Morgunblaðið, sími 10100. Hryssa Moldótt hryssa 17 v. órpörkuð, sennilega með folaldi, tapaðist í vor. Einnig vantar 4 v. fola, brúnan að lit, ótaminn, frá því vorið 1971. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hrossin, vin- samlegast láti undirritaðan vita. Sími um Minni-Borg. Sigurður Gunnarsson, Bjarnastöðum. Jólaljósin í Fossvogskirkjugarðij ATHUGIÐ SÍÐASTI AFGREIÐSLUDAGUR í DAG FRÁ KLUKKAN 9-19. T amningastöÖ Tamningastöð verður rekin að I.axnesi í Mosfelis- sveit. Tamningamaður er Reynir Hólm. Uppl. í síma 40063. Hentugar jólagjafir BARNAKLOSSAR í mörgum gerðum. Tilvalin jólagjöf. 0$ .. • ■ <1 GEísiP H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.