Morgunblaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 31
MORGUiNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1972 31 Fyrir skömmu efndi Vor boðinn, sjálfstæðiskvenna- félagið í Hafnarfirði til jólafundar. Fundurinn var mjög fjölsóttur, enda til dagskrár fundarins vel vandað. M.a. sýndi Tómas Guðna son, matsveinn frá „Kokk- húsinu“, Reykjavík, ýmis- legt í matargerð og var mynd þessi tekin þá. INNLENT — Fíknilyf Framhaid af bis. 32 Ásgeir í því sambandi á mál tveggja útleindinga, sem enn sitja í gæzl'uvarðhialdi vegna stórfeWdrar dreifingar og sölu. „Við reynuim að hafa aiuig- un opin eins og hægt er,“ sagði einn löggæziuimaður við Mbl. „En það segir sig sjálft, eiins og a'ðstæður eru, að við getuim aðeins haft hendui' á broti aif því 'miikla 'maigini, seim inn í iandið kem- ur með pósti og mikl'um stra'uimi ferðafólks.“ — Minning Framhald af bls. 22 Guðrún var mammi s'íniuim og starfi hans altt og heimili sínu U'nni hún af heiium huga. Hún var, þó af erlendum upp- runa væri, samgróiin orðiin Is- landi og ölliu sem íslenzkt var. Það sýndi ræktarsemi hennar við gróðurreit þeirra hjóna við Elliðavatn. Þar undi hún með manni sínu'm hverja stund, sem gaifst frá hiniu erilssama lífs- starfi. Er ég haifði tal af henni síðast í L andaiko tsspíta la, gerði hún ráð fyrir að verða heiana uim jólin. Heima, til að gleðjast með manni símum, sonuim, tengda- dætnuim og baTinabarnahópnium, sem sum voru þá erlendis, ein voru vænitiamleig. Þetta var henni Míkt. Það var ful'lmægimg liíifsins að sjá atllan myndiarlega barna- bamaihópinin á heimili símu og flá að eiga með þeirn stund á degi háitiðarinnar. Það er trú m'ín og von, að sú ósk hemniar rætist niú. Það siannast hér sem áður, að milli ll'fs og datuða er aðeins eitt (flötanáil. En við vitum Mka, að á xniili lífsins og Drottins er að- eins eitt fótmál. Ég og aðrir kunnimgjar heim- ilisins sendium niú Karli lækni, somum, tengdadætrum og barna börmum og öðrum aðstandend- um innilegar saimúðat'kví'ðj ur. Jótl Brynjólfsson. 2 útvarpsmenn víttir ÚTVARPSSTJÓRI hefur vítt Stefán Jónsson, dagskrármann, og Einar Karl Haraidsson, frétta mann og timsjónarmann þáttar- ins „Við og f jölmiðlarnir", vegna brots á hlutleysisreglum útvarps ins i þættinum fyrr í þessttm mánttði, en þar var fjallað um samþykkt útvarpsráðs varðandi reglttr um afskipti starfsmanna útvarpsins af stjórnmálum. Að sögn Andrésar Bjömsson- ar, útvarpsstjóra, bentd hann þessum tveimur starfsmönnum á, hvað hefði verið ábótavant í flutningi þáttarins samkvæmt úrskurði útvarpsráðs, em ráðið haifði áður fjallað um þátt þenin- an og kvað upp þainn úrskurð, að ummæli Stefáns Jónssonar í þættinium væri brot á hlutleysis- reglum útvarpsins. Tveir 16 ára piltar gripnir í innbroti TVEIR 16 ára piltar voru hand- teknir á innbrotsstað í verzlun- inni Tízkuskenimitnni á Lauga- vegi 66 í Reykjavík um kl. 04:30 í fyrrinótt, og við yfirheyrslur í gær játuðu þeir á sig þrjú önn- ur innbrot sömu nóttina og eina innbrotstilraun, sem mistókst. SkarpskygignSr lögregluþjónar á eftirlitsferð um Laugaveginn stóðu piltana að verki og höfðu piltamir þá tekið sér hanzka í verzluninmi. Áður um nóttima höfðu þeir brotizt inn í skóverzl- un Hvainnbergsbræðra á Lauga- vegi 24, bókaverzlun Lárusar Blöndals á Skólavörðustíg 2 og tannlæknastofu Jónasar Thorar- ertsens á Skólavörðustíg 2, og í verzlunumium tveimur höfðu þeir stolið skiptimynt, samtals um 4.000 krónum. Einnig höfðu þeir gert tilraun til innbrots í Guð- rúmarbúð á Klapparstig, en orð- ið frá að hverfa, þar sem skrúf- jám þeirra brotinaði. Annar piltanna hefur áður komizt á skrá vegna afbrota, en hinn ekki. Þeir harðneita að hafa fleiri innbrotsþjófnaði á sam- vizkunni en þá, sem nú hafa ver- ið upplýstir. SIS: EBE - samningurinn — stadfestur hið fyrsta MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynning frá framkvæmdastjórn Sani- hands ísl. sanivirmufélaga, þar sem þeim tilniælnm er beint tii ríkisst.jórnarinnar, að samningur tslands og Efnaliagsbandalagsins verði staðfestur sem fyrst. Þar er gert ráð fyrir að tollar verði afnumdir í 5 jöfnum áföngttm frá 1. apríi n. k. en til að svo megi verða verður samning- urinn að taka gildi hinn 1. janúar næstkomandi. Ákvæði er þó irm að fresta megi gild- istökunni uni eitt ár. Fréttafilkynningin fer hér á eftir: Framkvæmdastjóm Sam- bainds íslemzkra samvinn'Uifé- laga lýsir þeirri skoðun sinni að samningur sá um friveivJ- un og tollamál, sem undir- ritaður var i Brussel, 22. júlí sL mitti Isliands og Efnahags- baindalags Evrópu hafi mikla þýðingu fyriir íslenzkain út- fl'Ubning í fram'fcíðinni. Á fumdi fraimikvæmdiastjómar- innar 20. desemiber 1972 var samþykkt að beina þeim tiil- mælium til pí'kisstjórnarininar að saimnimgur þessi verði sfcað festur sem fyrst. Borgarstjórinn gagn- rýnir ríkið f yrir seina- gang skipulagsmála BORGARSTJÓRI, Birgir ísleifur Gunnarsson, gagnrýndi harðlega á borgarstjórnarfundi í gær þann seinagang, sem jafnan væri af hálfu ríkisins við heild- arskipulag lóða þeirra, sem rík- ínu væri úthlutað. Þessi gagn- rýni borgarstjórans kom fram í umræðum um geðdeild á Land- spítalalóðinni og einnig nefndi borgarstjóri háskólalóðina sem dæmi um framangreindan seina- gang ríkisins. .Sagði borgarstjóri það ófært, að rikið skvldi alltaf draga svo mjög að skipuleggja lóðir sín- ar. „Hnífurinn er svo alltaf sett- ur á háls okkar borgarfulltrú- anna og við oklcur er sagt: Þið verðið að samþykkja þessa bygg ingu, annars eruð þið að bregða fæti fyrir gott- mál.“ Sagði borg- arstjóri, að þessi seinagangur rikisins og pressa á bongarfuU- trúa hindraði mjög allar efnis- umræður um mál bygginga á lóðum ríkisins. Adda Bára Sigfúsdótfir kvaðst taka undir þessi orð borgar- stjóra, en gat þess þó, að nú væri þessuim kapítula lokið á Landspítalalóðinni, þar sem loka tillögur um héildarskipulag henn ar væru á næstu grösum. Svarar ekki kostn- aði að selja vín Álagning skert um 35-40% FÉLAGSFUNDUR var í gær í Sambandi veitinga- og gisti- húsaeigenda og var aðahimræðu efni fundarins verðlagsmál gisti- húsanna, en frá því í marz síð- astliðnum liafa húsin ekki feng ið leyfi tii þess að hækka verð á útlagðri þjónustn sinni. Þá fengu þau 10% hækkun, en í nóvember ’7I, marz síðastliðnum og svo aftur núna \ið verðhækk- un áfengis, hefur álagning á seld vín verði lækknð um sam- taids 35% á léttum vínuni og 40% á sterkum vínum. Samband ið hefur haft á orði að ekki svar- aði Iengur kostnaði að selja vín, en forsætisráðherra hefur lofað því að mál þess verði tekin til endurskoðunar eftir áramót. Hafsteinn Baldvinsson, hrl., er lögfræðingur sambandsins. Hann tjáði Mbl. að í ársbyrjun 1972 hefði Sambandið látið fara fram athugun á því hverju kostnaðar- hækkunin næmi á tímabilinu frá þvi er verðstöðvun var sett á í september 1970 og til áramóta 1971—’72. Leiddi sú athugun i ljós að hækkun kostnaðar hafði orðið 14% á þeim tíma. I janúar 1972 sótti sambandið um hækkun til verðlagsyfirvalda og fékk 10% hækkun á seldri þjónustu í marz. En sama dag og tilkynningin um heimild til hækkunar var birt, hækkuðu landbúnaðarafurðir um 11% og þýddi sú hækkun 5,45% hækkun á kostnaðarliðum veit- ingahúsanna. Sambandið óskaði eftir því að þessi hækkun yrði tekin með og lagði þá verðlags- nefnd til að leyfð yrði 12% hækk un, en ríkisstjórnin synjaði mála- leitan sambandsins og því varð hækkunin aðeins 10%. í maímánuði sagði starfsfólk í veitingahúsum upp samningum og voru þá gerðdr nýir kjara- samningar og nam kauphækkun 38%, en þá er að vísu meðtalin vísitöl'uhækkun 1. júní og girunn kaupshækkun í janúar. Eftir þessa saim.niinga var kostnaðar- athugunin frá þvi í ársbyrjun endurskoðuð og kom þá í ljós að kostnaðarhækkunin frá því í september 1970 og þar til i júlí 1972 nam samtals 32%. Þar á móti hafði komið heimild til Borgarstj órn: Ákvörðun um geðdeildina frestað Á FUNDI iiorgarstjórnar siðd«g- is í gær var samþykkt nieð 8 atkvæðum gegn 4 tillaga Alberts Guðmundssonar nm aS borgar- stjórn frestaði að taka afstöðu tii umsóknar húsameistara rik- isins um leyfi tii að byggja geð- deild á lóð Landspítalans. Kvaðst Albert Guómundsson bera þessa tillögu fraim, þar sem honuim hefði ekki gieCizt tíiml til að kynna sér mál þetta nægilega til að hann gæti tekið um það ábyrga afstöðu. Adda Bára Sig- fúsdóttir mælti harðast gegn frestuninni og sagðá hún m.a. að þeir sem hana vildu, hefðu orðið „óheiðarlegum áróðri að bráð“. Taldi Adda að fresfcun má'lsins gæti orðið tiil þess. að reynt y.rði að fá fram breytingar á fyrir- hugiaðri byiggingu. Á mófci flrest- uninni greiddu atkvæði auk Öddu: Sigurjón Pétursson, Kristján J. Gunnairsson og Kristján Benediktssoin. Þeir borgarstjómarf'ulltrúar, sem til máls tóku voru á einu máli um nauðsyn þess að geð- deild yrði reist við Landspifcal- ann, en ágreiningur koni fram um með hverjum hætti það skyldi verða. hækkunar á þjónustu um 10%, sem getið var hér að fra'man. 1 júlimánuði sótti þvi Samband veitinga- og gistihúsaeigenda um . hækkun til þess að mæta þess- ari 22% kostnaðarhækkun, sem á vantaði. Það erindi sambands- ins liggur enn óafgreitt hjá verð lagsnefnd og nú við verðhækkun á áfengi. er álagning á vini skert, en það hafði einnig verið gert áður í nóvember 1971 og í marz síðastliðnum. Á létfcum vinum var álagning áður en til þessam skerðinga kom 40%, en á sterk- uim.110%. Álagning á léttum vin um er nú 26%, en á sterkum vínurn 66%. Skerðingin nemur 35% á léttum vínum, en 40% á sterkum vínum. I tilefni þess- arar síðustu skerðingar var svú félagsfundurinn i gær ha'ldinn og voru menn þar að bera s'aman bækur sínar. Hafsteinn Baldvinsson tók dæmi um tvenn hjón, sem fara út að borða og þau velja sér ó- dýrustu rauðvínstegund með matnum, St. Emilion, sem kost- ar frá Á.T.V.R. 315 krónur. 1 veitingahúsinu kostar þessi flaska 507 krónur, en af þvi tek- ur ríkið í söluskatt 44 krón'ur, þjónninn fær 66 krónur, en veitingahúsið 82 krónur. Af þessum 82 krónum á húsið síð- an — sagði Hafsteinn, að greiða fjármagnskostnað og allan rekst urskostnað, auk þess sem það veitir dýra þjónustu, svo sem hvíta dúka, borðalagða þjóna og tónldst. En nú skulum við gera ráð fyrir því, að veitingamaðurinn hafi engan áhuga á að selja rauðvínið — hann telji það ekki borga sig — sagði Hafsteinn. — Ef hann fær fól'kið til þess að kaupa gosflösku, þá kostar hún í innkaupi 6 krónur. Húsið sekir hana á 50 krónur og fær af því verði 33,20 krónur, þjónninn fær 6,50 krónur og 4,30 fara í sölu skatt. Ef svo þessi tvenn hjón kaupa fjórar gosflöskur í stað einmar rauðvínsflösku, fær hús- ið 132,80 kr. fyrir gosið, en að- eins 82 kr. fyrir rauðvínið og getur hver og eimn séð, að ekki er eftir miklu að slægjast við vínsölu i veitingahúsum nú orft- ið. Mun meira er upp úr þvi að hafa að selja gosdrykki en vín — sagði Hafsteinn Baldvinsson. Hafsteinn bætti því við, að ekki hefði fengizt leiðrétting á þessu þrátt fyrir viðtöl við verð- lagsyfirvöld og ráðherra, en for- sætisráðherra hefði nú lofað þvi að mál Sambamds veitiniga- og gistiihúsaeigenda skyldi endur- skoðað strax eftir áramótin og hafa félagar í sambandinu þegar boðað fund 10. janúar, ef engin leiðrétting fæst á máli þeirra. Munu þeir þá á ný bera saman bækur sínar í máli þessu ag þá væntanlega ákveða til hverra áð- gerða skuH gj-ipið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.