Morgunblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975 Idi Amin hershöfðingi FÁUM stjórnmálaleiðtogum nú- tfmasögunnar hefur tekizt jafn vel og forseta Uganda. Idi Main hers- höfðingja, að þróa hjá sér tilfinn- ingu fyrir aðsteðjandi hættum og forðast þær. Nýverið var enn ein tilraun gerð til að taka hann af lífi, en hann komst undan. Engu að slður bendir margt til að svo geti farið fyrr eða siðar að hann verði launráðum fjandmanna sinna að bráð. Siðasta tilraunin til að ráða hann af dögum var gerð þegar hann var á ferð í fjögurra bíla lest á Entebbe veginum áleiðis til höf- uðborgarinnar Kampala. Bifreiða- lestin lenti i vel skipulögðu um- sátri, og Citroen-Maserati bifreið forsetans lenti i kúlnaregni svo eldur kviknaði i henni. og herfor- ingjarnir fjórir, sem í henni voru, biðu allir bana. En herforinginn slungni komst lifs af, hann hafði flutt sig yfir i annan bil og stillt foringjunum fjórum upp sem skot- marki, ef á lestina yrði ráðizt. Ekki er Ijóst hve margar tilraun- ir hafa verið gerðar til að ráða Arnin forseta af dögum, en vitað er að þær hafa verið að minnsta kosti sjö frá þvi sú fyrsta var gerð i desember 1972. i fyrstu tilrauninni lenti bifreið forsetans einnig i umsátri. Þá hafði Amin verið að fylgjast með heræfingum i suðurhéruðum landsins nálægt landamærum Tanzaníu. Ætlunin var að hann Heppnin eltir Amin stuðningsmanna mannsins, sem hann steypti af valdastóli, dr. Milton Obote og margar tilraunir innan hersins til stórnarbyltingar. Að nokkru leyti getur Amin þakkað öryggisráðstöfunum eins og stöðugum skiptum á farartækj um það að hann skuli enn halda lífi. Annað. sem skiptir miklu máli er öflugur llfvörður hans skipaður málaliðum frá Súdan, mönnum úr Vestur-Nilar ættbálki hans, Kakwa, og Palestínumönnum, en málaliðunum er það Ijóst að þeim verður útskúfað ef Amin fellur frá. Eitt er það enn, sem þarf til að standast allar þessar árásir og til ræði, — heppni. Og Amin hefur þegar hlotið meira en sinn skerf af heppni. Svo getur ekki gengið endalaust. Að sögn þriggja fyrrverandi ráð- herra hans, sem flúið hafa land. i-W'? THE OBSEKVER C'Tts Eftir David Martin æki fylgdarlaust eftir þjóðvegin- um milli Mutukula og Masaka á leið sinni til Kampala. Þegar Mercedes bifreið hans var ekið fyrir blindbeygju var skotið á hana úr vélbyssum. Hermaðurinn, sem ók bifreiðinni, og herforingi I aftursæti létust báðir samstundis. En Amin hershöfðingi hafði flutt sig yfir I leigubifreið skömmu áður, og umsátursmennirnir náðu aðeins tálbeitunni. Gjörbreyting hefur orðið á öllum aðstæðum frá því fyrst eftir stjórnarbyltingu Ámins í janúar 1971. Fyrst eftir valdatökuna ók hann um ( opinni jeppabifreið á almannafæri, en nú er hann orð- inn mjög aðgætinn og varkár. Yfir- leitt er ekkert tilkynnt um fyrir- ætlanir hans opinberlega, og einn landa hans, sem ferðaðist með honum 60 kílómetra leið út á land, segir að forsetinn hafi fimm sinnum skipt um farartæki á leið- inni. Á árinu 1974 var vitað um að minnsta kosti sex sámsæri um að myrða Amin. Tvisvar sinnum ætl- uðu foringjar úr flughernum að skjóta niður flugvél forsetans, en i bæði skiptin komst upp um fyrir- ætlanir þeirra. Fyrir utan allar tilraunirnar til að koma honum fyrir kattarnef hefur Amin staðið af sér innrás 1.000 hafa að minnsta kosti 80 þúsund manns verið teknir af lifi frá þvi hann tók við völdum. „Þeir sem telja Amin hetju Afriku hugsa ekki um blóðbaðið í landinu. í öllum héruðum landsins hafa menn ver- ið liflátnir. Allir ættflokkar lands- ins hafa orðið fyrir mannfalli. Að búa við Amin er ekki sama og að virða hann. Menn óttat hann, en hann er engin hetja í Uganda," skrifaði einn landsmanna forset- ans eftir að hafa flúið land. Til að skilja þessi orð f lóttamannsins verður að skilja styrk fjölskyldu- banda i Afriku. Morð á ættingja krefst hefndar. Þess vegna er það svo i dag að Amin stendur and- spænis þúsundum syrgjandi ætt- ingja, sem allir gætu hugsanlega gerzt launmorðingjar. Ofan á þetta bætist svo efnahagsöng- þveiti landsins. Útgjöld til hermála hafa aukizt verulega, þau riki, sem áður veittu Uganda efnahagsað- stoð, hafa nú snúið baki við Amin, Ugandabúar af asiskum ættum hafa verið hraktir úr landi, og almennrar óánægju gætir hjá þjóð inni. Allt þetta hefur leitt Úganda á barm gjaldþrots. Helztu nauð- synjar eins og salt, sykur hveiti o.fl. fæst sjaldan í verzlunum, nema þá helzt gegn orkuverði á svörtum markaði. Enga varahluti er aðfá i bifreiðarfáar börubifreið ar eru i umferð til að flytja upp- skeruna á markað opinberir starfs menn hafa engin laun fengið greidd undanfarna mánuði vegna þess að ríkiskassinn er tómur. Og þegar fjármálaráðherrann varaði Amin við þvi á rikisstjórnarfundi að landið væri að verða gjald- þrota, gaf forsetinn honum utan undir og skipaði honum að láta prenta fleiri peningaseðla. I sjálfstæðum Afríkurikjum utan Uganda vona margir leiðtoganna að Amin verði steypt af stóli innan fárra vikna. Samtök Afrikurikja, O.A.U., gerðu þá skyssu að fallast á að næsti leiðtogafundur samtak- anna skyldi haldinn i Kampala, þar sem hann á að hefjast 28. júli. Það væri ekki eingöngu niður- lægjandi fyrir O.A.U. að hald leið- togafund í landi þar sem svo mikið hefur verið um fjöldaaftökur að undanförnu. Öllu verra er að sam- kvæmt venju yrði þá Amin forseti samtakanna næsta árið og þar af leiðandi talsmaður O.A.U. Á með- an Afríkurikin eiga i vandasömum samningaviðræðum til að koma í veg fyrir algjöra skæruliðastyrjöld i suðurhéruðum álfunnar, er ekki beinlinis æskilegt að grafið sé undan áhrifum rikjanna með þeim fjöldamorðum, manndrápum og endalausum straumi fúkyrða og hlægilegra simskeyta, sem forseti Uganda er þekktur af. Verði leið- togafundurinn haldinn i Kampala þrátt fyrir allt, má búast við að margir afriskir leiðtogar eins og Julius Nyerere i Tanzaniu, Kenneth Kaunda i Zambiu og Yakubu Gowon hershöfðingi i Nígeríu láti ekki sjá sig. Vafasamt er jafnvel talið að Amin takist að fá 10 af 43 leiðtogum aðildarrikj- anna til að mæta til fundarins. Margir afrískir leiðtogar reyna að finna ástæðu til að flytja leið- togafundinn eitthvað annað. Ef til óeirða kæmi rétt fyrir fundinn i Uganda — sem jafnvel utanað- komandi aðilar kæmu af stað — yrðu þær ærin ástæða fyrir að halda leiðtogafundinn annars staðar. En allra bezt væri að sjá á bak hershöfðingjanum. Ekki er með öllu hættulaust að halda leiðtogafundinn utan Uganda á meðan Amin fer enn með völd. Margir halda þvi fram að ákvörðunin um fundarhaldið I Kampala hafi nú þegar leitt til þess að dregið hafi úr manndráp- um i landinu. Verði fundarstaðn um breytt óttast þessir sömu menn að það geti leitt til nýrra ofsókna og fjöldamorða. Mercury Motego '74 má seljast gegn 3ja til 10 ára fasteignabréfum. Opið i dag til kl. 4. Bilasalan Höfðatúni 10, simar 18881 — 18870. Vönduð svefn- herbergishúsgögn óskast keypt (tvö stór rúm, náttborð og e.t.v. snyrtiborð). Simi 33498. Exakta hlutir óskast Vil kaupa Flektogon gleiðhorns- linsu, belgi til nærmyndunar eða millihringi. Hringið í síma 1 1 644 eða 1 7956. Nýkomið grófar barnamyndir, strengir og púðar. Uppfyllingargarn i hespum, páska- dúkar o.m.fl. Hannyrðabúðin, Linnetsstig 6, Hafnarf. Simi 51314. Ytri-Njarðvík Til sölu litið einbýlishús, 3 herb. og eldhús, ásamtstórum bilskúr. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Keflavík, simar 1 263 og 2890. Til sölu 280 hestafla MVM bátavél, ásamt gír, skrúfu og miklu af fylgihlut- um. Upplvsingar i síma 99-1 426. Til sölu 3ja herb. íbúð i fjölbýlishúsi. íbúð- in er í mjög góðu standi. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Keflavík, simar 1 263 og 1 890. VW '72 1300 litið keyrður, fallegur bill, til sölu. Má borgast með 2ja—3ja ára skuldabréfi eða eftir samkomulagi. Simi 1 6289. Ytri Njarðvik Til sölu 4ra herb. risibúð ásamt bilskúr. Hagstætt verð. Fastéignasala Vilhjálms og Guðfinns, Keflavik, símar 1 263 og 2890. Keflavík Til sölu glæsilegar 3ja herb. ibúð- ir. Stór bilskúr. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavik, simi 92-3222. Ytri-Njarðvík Til sölu 4ra herb. ibúð, neðri hæð, sér inngangur, þarfnast lagfæring- ar. Mjög góð kjör. FasteignasalaVilhjálms og Guðfinns Keflavik, simar 1 263 og 2890. Vil kaupa trillubát 3 til 4 tonna. Má vera vélalaus. Upplýsingar i síma 20962. Verkamenn Menn vanir byggingarvinnu ósk- ast. Upplýsingar í síma 35847. Ráðskona óskast sem fyrst i einn til tvo mánuði, vön húsverkum. Uppl. í sima 99-1 262 eftirkl. 18. Ódýr barna- og unglinga skrifborðsett til sölu, tilbúin undir bæs eða málningu. Opið alla helgina. Smíðastofan, Hringbraut 41, simi 16517. Sumarhús Við byggjum sumarbústaði i stöðl- um stærðum frá 24,5 fm. Fast verð. Eigum einnig lönd. Þegar er komin mjög góð reynsla á okkar Sumarhúsaþjónustan, kvölds. 85446. Tvo háseta vantar á 270 rúml. netabát frá Vestfjörðum. Uppl. i sima 94—2534, Tálkna- firði og hjá Landssambandi isl. útvegsmanna eftir helgina. morgnnbTaíiib nucLvsincHR <g&4-»22480 Ferðaskrifstofan ÚTSÝN ÚTSÝNARKVÖLD GRÍSAVEIZLA í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 2. marz kl. 19.00 ★ ★ ★ ★ ★ ★ Kl. 1 9 — Húsið opnað Kl. 1 9.30 — Hátíðin hefst: Svaladrykkur Sangria, alisvín, kjúklingar og fleira. Verð kr. 895.- Kl. 20.30 — Kvikmyndasýning, ný mynd frá Costa del Sol. Fegurðarsamkeppni: Ungfrú Útsýn 1975. forkeppni Stórkostlegt ferðabingó — 3 Útsýnarferðir til sólarlanda. Nýstárlegt skemmtiatriði. Dans — Hin vinsæla hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Missið ekki af þessari glæsilegu en ódýru skemmtun. Ath. að veizlan hefst stundvislega og borðum verður ekki haldið eftir kl. 1 9.30. Tryqqið ykkur borð hiá yfirþjóni á föstudegi frá kl. 1 5.00 í síma 20221. VERIÐ VELKOMIIM — GÓÐA SKEMMTUN: Ferðaskrifstofan ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.