Morgunblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975 25 + Stúlkurnar tvær sem við sjáum hér á myndinni, eru þær Svanrós Hólm (t.h.) og Rósa Þorsteinsdóttir og stunda þær báðar nám í hjúkrunarkvenna- skóla Rauðakrossins f Tönsberg f Noregi. Þessi mynd af þeim vinkonunum birtist f einu norsku dagblaðanna og segir f textanum sem fyigdi myndinni, að þær komi oft fram fyrir hönd landa sinna á skemmtun- um með söng og gftarundirleik. Augljóst er af textanum að dæma, að Norðmenn eru mjög hrifnir af þeim vinkonum. + Þessir drengir sem við sjáum hér á myndinni, eru að halda upp á 10. afmælisdaginn sinn þann dag sem myndin var tekin. Drengirnir eru þrfburar og heita Ian, Martin og David. Samkomulagið virðist vera f lagi, ef dæma má eftir mynd- inni, en f textanum segir að piltarnir séu með gjörólfkar skoðanir og þar komi ekkert fram Sem gefur til kynna að um þrfbura sé að ræða. Drengirnir eru f skóla f Jóhannesarborg og var myndin af þeim tekin þar um slóðir. + Sagt er að leikarinn Paul Newman, hafi hermt eftir Burt Reynolds og hafi látið taka af sér nektarmynd á heimili sfnu f Connecticut, um leið og hann stökk ofan f sundlaugina. Ljós- myndari: Gina Lolobrigida. „Hún er sá bezti Ijðsmyndari sem ég þekki," segir Paul.... + Svfarnir gera allt fyrir unga kónginn sinn, Carl Gustaf. Þegar þeir fundu út að nýja Iuxussnekkjan hans var of stór f höfnina á Solliden á Öland, þá létu þeir gera sjö metra langa og tveggja metra djúpa rennu sérstaklega fyrir hann..... + Upp hefur komist um svindlmál gegn Gustaf Svfa- kóngi. t byrjun febrúar fékk kóngurinn borð að gjöf frá skipstjóranum Eero Jonsson, og með því fytgdi kveðja frá fötluðum börnum sem höfðu smfðað horðið. Skipstjórinn skrifaði f bréfið sem hann sendi með borðinu, að hann hefði gjarnan viljað gefa kónginum borð, smfðað af börnunum f Kalmar og um leið þakka fyrir að honum var leyft að koma til Svfþjóðar sem strfðsbarn. Skipstjórinn sem er einnig hluthafi f fyrirtæki sem fram- leiðir koparþynnur minntist aftur á móti ekki á f bréfinu hvað börnin hefðu haft f laun við að smfða borðið en daglaun barnanna eru milli 2—10 kr. sænskar. Borðið vakti mikla athygli og borðið var nefnt „konungs- borðið“ og var mikið um það rætt. Þá var það að greifaynjan Gudrun Cronstedt fékk hús- gagnafyrirtækið Finlandia til að framleiða „konungsborðið" f fjöldaframleiðslu og þá kostaði það 1008 sænskar krónur, gegn þvf að það yrði auglýst f sam- bandi við fötluðu börnin. Þá var þetta allt eyðilagt af „FiB-Aktuellt,“ sem sagði stóru letri „Hej kóngsi — nú hefur þú aftur verið plataður". Útvarp Reykfavtk 0 LAÚGABDAGUR 1. marz 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Veórid og við kl. 8.50: Markús A. Eínarsson veðurfræð- ingur talar. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Sigríður Eyþórsdóttir les sögu sína „Gunnar eignast systur“... Tíl- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Iþróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist, XVIII, Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan. Magnús Bjarn- freðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Is- lenzkt mál Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 Tfu á toppnum örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.30 Sögulestur fyrir börn Gunnvör Braga les sfðari hluta Sögunnar af fiskimanninum og andanum úr bók- inni „Arabískum nóttum“ f þýðingu Tómasar Guðmundssonar og Páls Skúlasonar. 18.00 Söngvar f léttum dúr. Tilkynn- íngar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Fjölskyldan og trúarlffið Þáttur tekinn saman af fimm guðfræðinem- um, Hjálmari Jónssyni, Hjalta Huga- syni, Vigfúsi Ingva Ingvarssyni, Pálma Matthfassyni og Halldóri Reyníssyni. 20.00 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 „Þegar ég bjó f leikhúsi vind- anna“, smásaga eftir Ólaf Hauk Sfmonarson Erlingur Gfslason leikari les. 21.15 Kvöldtónleikar A. „Draumsýnir“ eftir Schumann. Christoph Eschen- bach leikur á pfanó. B. Impromtu í As-dúr op. 90 nr. 4 eftír Schubert. Jörg Demus leikur á pfanó. C. Svfta nr. 1 f e-moll eftir Bach. Julian Bream leikur á gftar. D. Trfósónata f E-dúr eftir Georg Benda. David og Igor Oistrakh leika á fiðlur og Vladimfr Jampolský á pfanó. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passíusálma (30). 22.25 Dansiög 23.55 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 2. marz 8.00 Morgunandakt Séra Sigurður Pálsson vígslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög 9.00 Fréttir. Utdráttur úr forustugrein- um dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar: Frá norska út- varpinu. (10.10 Veðurfregnir). Sinfónfuhljómsveit norska útvarpsins leikur; Öivind Bergh stjórnar. a. „Epigrams" um norsk stef eftir Monrad Johansen. b. Svfta frá Guðbrandsdal eftir Rolf Holger. c. Norsk svíta eftir Sverre Jordan. d. „Suite ancienne" eftir Johan Halvorsen. 11.00 Guðsþjónusta á æskulýðsdegi f Dómkirkjunni f Reykjavik Séra óskar J. Þorláksson dómprófastur og séra Þórir Stephensen þjóna fyrir altari. Ungmenni annast lestur. Pétur Þórarinsson stud.theol predikar. Sunnudagaskólabörn, fermingarbörn, æskulýðsfélagar safnaðarins og Dóm- kórinn syngja. Trompetleikarar: Jón Sigurðsson og Lárus Sveinsson. Söngstjóri og organlefkari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.15 Hugsun og veruleiki; — brot úr hugmyndasögu Dr. Páll Skúlason lektor flytur þriðja og sfðasta hádegiserindi sitt; Túlkun og tilvera. 14.00 A gamaili leiklistartröð; fyrri hluti Jónas Jónasson ræðir við Lárus Sigur- björnsson fyrrverandi skjalavörð. (Þátturinn var hljóðritaður sl. sumar, skömmu fyrir andlát Lárusar). 15.00 óperukynning: ,3rúðkaup Fígarós“ eftir Mozart Guðmundur Jónsson kynnir. Flytjendur: Geraint Evans, ReriGrist, Elisabeth Söderström, Gabriel Bacqui- er og hljómsveitin Philharmonia hin nýja. Stjórnandi: Otto Klemperer. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Endurtekið efni a. „Hermann og Dfdf“ Þorleifur Hauksson og Vilborg Dag- bjartsdóttir ræða um bók Guðbergs Bergssonar (Aður útv. f bókmennta- þætti f nóvember). b. Guðmundur Guðmundsson skáid — aldarminning Guðmundur G. Hagalín rithöfundur flytur erindi. (Aður á dagskrá 5. sept. sl.). 17.25 Sextett Jtirgens Francke leikur létt lögJ7.40 Útvarpssaga barnanna: „1 föður stað“ eftir Kerstin Thorvall Falk Olga Guðrún Arnadóttir les þýðingu sfna (10). 18.00 Stundarkorn með söngkonunni Victoriu de los Angeles Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?“ Jónas Jónasson stjórnar spurninga- þætti um lönd og lýði. Dómari: Ólafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Pétur Gautur Kristjáns- son og Lúðvík Jónsson. 19.45 tslenzk tónlist Sinfónfuhljómsveit Islands leikur. Stjórnendur: Bohdan Wodiczko, Karsten Andersen og Páll P. Pálsson. Einleikari: Denis Zigmondy, Einar Vigfússon og Hans P. Franzson. a. Kadensa og dans eftir Þorkel Sigur- björnsson. b. Canto elgiaco eftir Jón Nordal. c. Fagottkonsert eftir Pál P. Pálsson. 20.30 Ferðir séra Egils Þórhallasonar á Grænlandi. Séra Kolbeinn Þorleifsson flytur þriðja erindi sitt. 21.00 Pfanókonsert f a-moll eftir Mendelssohn Rena Kyriakou og Sinfónfuhljómsveit- in f Vfnarborg leika; Mathieu Lange stjórnar. 21.35 Spurt og svarað Svala Valdimarsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög Hulda Björnsdóttir danskennari velur lögin. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Á skfánum O LAUGARI) AGUR 1. marz 16.30 Iþrðttir Knattspyrnukennsla 16.40 Enska knattspyrnan 17.30 Aðrar fþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 18.30 Lfna Langsokkur Sænsk framhaldsmynd, byggð á barna- sögu eftir Astrid Lindgren. 9. þáttur. Þýðandi Kristfn Mántvlá. Áður á dagskrá haustið 1972. 19.15 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmenn Björn Teitsson og Björn Þorst'einsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.30 Elsku pabbi Breskur gamanmyndaflokkur. Enginn er ómissandi Dóra Hafsteinsdóttir þýðir. I 20.55 Vaka Dagskrá um bókmenntir og listir á Ifðandi stund, gerð á Akureyri. Umsjónarmaður Aðalsteinn Ingólfs- son. 21.40 Hinn brákaði reyr (The Raging Moon) Bresk bfómynd, byggð á samnefndri skáldsögu eftir Peter Marshall. Leikstjóri Bryan Forbes. Aðalhlutverk Malcolm McDowell, Nanette Newman, Georgia Brown og Bernard Lee. Bruce er ungur og Iffsglaður maður, sem verður f.vrlr þvf óláni að lamast. Hann er talinn ólæknandi, og er hon- um þvf komið fyrir á hæli fyrir fólk* sem svipað er ástatt fyrir. Hann lítur í fyrstu með kvfða og vonlevsi til fram- tfðarinnar, en á hælinu kynnist hann stúlku, sem á við sama vandamál að strfða. Mynd þessi var sýnd í Háskólabfói fvr- ir nokkrum árum, og er þýðingin gerð á vegum kvikmyndahússins. 23.30 Dagskráriok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.