Morgunblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975 Þórkatla Þorkelsdóttir frá ísafirði níræð NÍRÆÐ er f dag, 1. marz, frú Þórkatla Þorkelsdóttir frá Isa- firði. Hún er fædd í Fremri Hjarðardal i Dýrafirði, dóttir hjónanna Guðfinnu Jónsdóttur frá Læk í Dýrafirði og Þorkels Arnasonar frá Isafirði. Faðir hennar lézt af slysförum, áður en hún fæddist. Fycstu ellefu ár ævinnar var Þórkatla i fóstri hjá skyldfólki sínu i Dýrafirði, en fluttist þá til móður sinnar og stjúpa í Bol- ungarvík. Hans naut þó ekki lengi við, því að þremur árum seinna fórst hann i sjóslysi. Þórkatla giftist fyrri manni sinum Hálfdani Brynjólfssyni, ættuðum af Barðaströndinni, átján ára gömul, og eignuðust þau tvö börn, Henry og Þórhildi, sem bæði eru nú látin. Hálfdan fórst af slysförum árið 1909. Nokkrum árum seinna giftist Þórkatla Birni Friðfinnssyni, ættuðum norðan úr Svarfaðardal. Þau eignuðust fimm börn: Guð- rúnu, Harald, Guðbjörgu, Sigriði og Birnu. Dæturnar eru allar á lífi, en Haraldur fórst, árið 1937. Björn missti Þórkatla i sjóslysi árið 1927, er hún lá á sæng að yngsta barninu. Öll sín hjúskaparár bjó Þór- katla á Isafirði, en árið 1935 flutt- ist hún til Reykjavíkur og gerðist ári síðar ráðskona hjá Sigurði Hannessyni, bónda að Sumarliða- bæ i Holtum. Þar var hún í nær tíu ár, eða þar til hann brá búi, en þá fluttist hún með honum til Reykjavikur og síðan Keflavikur, en hjá honum var hún ráðskona til 79 ára aldurs. Síðustu tiu árin hefur hún búið að Hrafnistu, Dvalarheimili aldraðra sjómanna, sem sonur hennar, Henry, hafði átt svo miki.nn þátt í að reisa. Lif Þórkötlu hefur ekki verið neinn dans á rósum, en forsjónin hefur búið hana vel úr garði frá upphafi og hún getur nú litið sátt til baka yfir hin erfiðu ár. Hún er enn vel ern og fylgist af áhuga með vexti og viðgangi afkomenda sinna og lætur sér annt um vel- ferð þeirra. Ekki ósjaldan bregð- ur enn fyrir þeim mikla krafti og andlegri reisn, sem gert hefur þessari dugmiklu konu kleift að sigrast á svo mörgu mótlætinu í lífinu. Vinir og ættingjar senda henni á þessum timamótum hlýjar kveðjur, með óskum um, að hún fái enn um sinn notið margra ánægjustunda i hópi ástvina. H.Þ.H. Félagsiíf Kvöldvaka laugardag 1. marz að Langagerði 1 kl. 20.30. Kristilegt stúdentafélag Árgeisli. Kjötafgreiðslumaður óskast Upplýsingar í síma 33166 eftir hádegi laugar- dag og sunnudag. Torfæru mótorhjól Eigum fyrirliggjandi, á gamla verðinu, Montesa mótorhjól „Cota 247" (250 cub.) og skelli- nöðru „Scorpion 50". Upplýsingar í síma 26550, einnig eftir lokun. Stafn h. f Eftirfarandi tæki með mönnum óskast á leigu: 1. Fyrir tímabilið 1 5. apríl 1975 — 1. nóvem- ber 1975. Tveir fólksflutningavagnar frá 30—45 sæti. Einn kranabíll 5 tonna (krani). Einn sturtubíll 8—1 2 tonna. 2. Fyrir tímabilið 15. apríl 1975 til 15. októ- ber 1975. Einn bílkrani, 4 tonn, 12 metra. Einn bílkrani, 6 tonn, 20—30 metra krani. Einn sturtubíll 8 — 1 2 tonna. Ein hjólaskófla 1 —1,5 Cum. 3. Fyrir tímabilið 15. apríl 1975 til 1. ágúst 1975 Ein jarðýta með ryðtönn D 7/D 8/D9. Tilboð sendist á skrifstofuna á Suðurlands- braut 12, Reykjavík. Upplýsingar veittar í síma 12935, Sigöldu. Borgfirðingafélagið í Reykjavík heldur árshátíð sína í Domus Medica laugardaginn 8. marz og hefst kl. 19. Borðhald. Skemmtiatriði. Dans. Gestir úr Héraði verða á hátiðinni. Aðgöngumiðar og borðapantanir i Domus Medica 6. og 7. marz kl. 17 — 19 báða daganna. Stjórnin. Frá Árnesingakórnum í Reykjavík Þeir áskrifendur sem ekki hafa en fengið plöt- una „Þú Árnesþing" geta vitjað hennar í Fálkan- um, Suðurlandsbraut 8 Rpvkiavík Árnesingakórmn í Reykjavik — Árnesingafélagið í Reykjavdík. Vélritunarstúlka Óskum að ráða vélritunarstúlku hálfan eða allan daginn. Uppl. í skrifstofunni mánudag og þriðjudag Endurskoð unarskrifs to fa Ragnar Magnússonar s.f., Hverfisgötu 76. F0ROYA /FYRSTU FRÍMERKll 30.1. I975 Óstimpluð frímerki og fyrstadagsumslög kom- in. Pantanir óskast sóttar strax. Frímerkjamiðstöðin, Skólavörðustíg 21 a. sími 21 1 70. i í SIGTÚNI SUNNUDAGSKVÖLDIÐ KL. 20.30. Nú býður KSI upp á eitt af hinum stærstu og glæsilegustu bingóum, sem efnt hefur verið til á landinu. Þetta verður trúlega eitt af síðustu stórbingóum vetrarins. Mætið snemma. f:;v- a;- BfiÉl ÉS 5 Kanaríeyjaferðir og 13 aðrir glæsilegir vinningar að verðmæti um 700 þús. kr. Spilaðar MEÐAL VINNINGA: Húsið verða Auk Kanarleyjaferða: Útvarpstæki. speglakommóða, kaffivél. opnar 18 plötuspilarar, brauðristar. carnon hárliðunartæki klukkan umferðir matar- og kaffistell. húsbóndastóll. 09 fleiri glæsilegir vinningar. 7 Stjórnandi: Baldur Hólmgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.