Morgunblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975 Skíðakennsla — Buriendurnir Við höldum áfram að æfa okkur á byrjunaratriðum. Nú skulum við reyna að fjaðra meira í hnjánum, þegar við rennum okkur niður brekku og reynum jafnvel að snerta skíð- in fyrir framan bindingarnar tvisvar, þrisvar í hverri ferð. Mjög gðð og skemmtileg æfing er að beygja sig undir skíða- staf, sem settur er þvers um milli tveggja stafa, sem stungið er f snjóinn sinn hvorum megin við brautina, sem við rennum okkur niður. Ef nokkrir eru saman að æfa sig, er hægt að setja upp nokkur slík hlið með 5 — 10 metra millibili. Til þess að æfingin komi að gagni, þurfa menn að rétta úr sér í eðlilega skfðastöðu á milli hlið- anna. Þegar þið beygið ykkur undir stafinn verðið þið að gæta þess að teygja hendur vei fram um leið. Þessi æfing gefur gott jafnvægi og flýtir fyrir öðrum skíðalærdómi. Allir þurfa að læra að snúa sér við. Best er að æfa sig fyrst á jafnsléttu, þvf sumar snúningsaðferðir eru nokkuð vandasamar fyrst í stað. Ein- faidasta aðferðin og sú, sem allir eiga að læra fyrst, lfkist mest því að ganga f hring f sömu sporum. Öðru skíðinu er stigið út að framan án þess að hællinn (á skíðinu) færist úr stað, hinu skfðinu er svo stigið að og skíðunum snúið þannig fet fyrir fet. Þannig getið þið snúið ykkur f allar áttir. Ágætt er að venja sig strax á að styðja sig við stafina, sem stungið er í snjóinn fyrir aftan skfðin eins og sýnt er á mynd I. Sú regla gildir við stafanotkunina, að staf er stungið niður (og stuðst við hann) á meðan skíði er lyft til hiiðar og þess á milli er stuðst við báða stafi samtimis. Þetta er ósköp einfalt og kemur oftast af sjálfu sér, þegar skfð- unum er snúið f brekku, því þá koma stafirnir að góðu gagni. Þegar menn eru búnir að fá gott jafnvægi á skfðunum er þeim óhætt að æfa svokaliaða lappasveiflu, sem er mikið notuð og er einkar hentug í bratta. Þennan snúning verðið þið að æfa mjög v.el á sléttu, því hann er talsvert vandasamur fyrir byrjendur. Við skulum æfa fyrst til vinstri. Hægri staf er stungið í snjóinn fyrir framan lfkamann og neðan, vinstri staf fyrir aftan og ofan við skfðaendana. Hafið traust tak á stöfunum og sveiflið vinstra skfðinu upp (mynd 2) og snúið þvf um leið, þannig að beygjan snúi aftur (mynd 3). Þarna erum við i eins konar Chaplinstöðu og verðum að gæta þess að vera mjúk í mjöðmum og hnjám. Þvf næst er hægra skíði lyft yfir að vinstra (mynd 4 og 5). Þannig getið þið æft ykkur að snúa til hægri og vinstri á jafnsléttu og þá fyrst þegar þið eruð orðin leikin f þessu þar, megið þið reyna þennan snúning f brekku. Sala á skíðaútbúnaði eykst stöðugt Skíðagangan að verða vinsæl seg- ir Ólafur H. Jónsson í Vesturröst SKÍÐAGANGA verður sífellt vin- sælli meðal almennings. Þótt gangan sé á vissan hátt keimlík alpagreinunum, þá losnar fólk, sem hana stundar, við ýmislegt, sem alpafólk verður að gjalda fyr- ir, eins og t.d. mjög dýran útbúnað blða eftir að komast í lyftu og svo framvegis. Fyrir utan allt þetta fær hver einstaklingur mjög al- hliða hreyfingu út úr göngunni, og f engri annarri fþrótt styrkjast önd unarfærin jafn vel þótt áreynslan sé ekki mjög mikil, það eru hinar alhliða hreyfingar sem sjá fyrir þvl. Sportvöruverzlanir hér á landi eru nú farnar að flytja inn göngu- skíði og þann útbúnað sem þeim fylgir í rfkari mæli en áður og fyrir skömmu litum við inn hjá fyrir- tækinu Vesturröst, sem hefur til sölu gönguskfði frá Haru f Finn- landi Ólafur H. Jónsson tjáði okkur, að Haru-skiðin mætti bæði fá úr fiberglass og við og fyrirtækið væri eitt hið stærsta sinnar teg- undar f Evrópu. Hann sagði að þeir hefðu hafið innflutning á gönguskfðum meðal annars vegna þess að sífellt er meira spurt eftir þeim. „Þetta er eina fþróttin, sem veitir alhliða hreyfingu og þótt ég stundi hand- knattleikinn af miklum krafti, ætla ég að fara að stunda skiðagöngu bara til að fá góða hreyfingu. Þetta er vinsælasta íþróttin í Svfþjóð. Finnlandi og Noregi og ryður sér til rúms f Alpalönd- unum." En til þess að fara á skiði, þarf meira en skíðin sjálf, og Ólafur segir, að þeir séu með skó, bind- ingar, stafi og skíðafatnað frá sama fyrirtæki. Lengdin á þessum skfðum er 180—215 sentimetrar, en ætlazt er til að þau séu 20—30 sm lengri en maðurinn sjálfur. Allur útbúnaðurinn, — ef tekin eru glassfiberskiði — kostar um 15 þús. sem er miklu ódýrari en út- búnaður fyrir svigskfði. „Með Bláfjallasvæðinu hefur fólk farið að hugsa meira um skiðaútbúnað, en þvf miður vantar þar enn merktar og troðnar göngubrautir eins og er annars staðar á Norðurlöndum. En Vesturröst hefur fleiri teg- undir skíðaútbúnaðar á boðstólum en gönguskfðin. Þar ber fyrst að nefna hin frægu skfði frá Rosningol f Frakklandi, en þau kosta frá 4 þús. kr. upp f 30 þús. kr. Góð miðlungsskfði af þessari gerð, sem ætti að henta öllum almenningi, sem stundar skíði af einhverju marki, fást þó fyrir 13 þús. kr., sem verður að teljast frekar ódýrt. Bindingarnir eru frá Lokk og Salomon, en stafirnir frá Kerma Þá eru á boðstólum skór frá Kooflach, og kosta þeir frá 7 þús. kr. En annar er hægt að fá góðan skfðaútbúnað fyrir allan al- menning fyrir 25—26 þús. kr. Að lokum sagði Ólafur, að salan á skíðaútbúnaði hefði aukizt gffur- lega undanfarin ár og væri enn að aukast. Í £ - t t-T.tr i » í '? I 4 3 \ Ljósmynd Sv. Þorm. Ólafur H. Jónsson með Haru-gönguskfði og Rosningol-svigsklði I höndunum. Á þessari mynd má sjá nokkuð af þeim sklðaútbúnaði, sem fæst I Vesturröst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.