Morgunblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975 15 tíma á íslandi og Skarðsárannáll. Frá 17. og 18. öld eru margir annálar úr ýmsum landshlutum. Eftir því sem á leið urðu árferðislýsingar gleggri, enda fjölgaði prentuð- um heimildum mjög á 18. og 19. öld, og má þar nefna ýmsar skýrslur, blöð og tímarit. Eina ritið, sem tekið hefur verið saman með það markmið í huga að safna á einn stað öllum tiltækum upplýsingum um veðráttu og árferði á íslandi frá upphafi Islandsbyggðar er rit Þorvalds Thoroddsen, Árferði á Islandi í þúsund ár, sem kom út hjá hinu íslenzka fræða- félagi í Kaupmannahöfn 1916—1917. Voru heimildir hans í aðalatriðum þær, sem nefndar voru hér að framan. Enda þótt rit þetta sé ekki talið gagnrýnin heimild hafa margir fræðimenn sótt efnivið þangað. Þær ályktanir, sem dregnar hafa verið um loftslagsbreyt- ingar frá upphafi Islandsbyggð- ar af framangreindum heimild- um, eru í stórum dráttum sem hér segir: Fyrstu aldir islands- byggðar er ætlað, að hitafar hafi ekki verið ósvipað þvi, sem var milli 1920 og 1964, en þá ríkti hlýindaskeió hér á landi, langri og samfelldri röð mæl- inga má ráða allnákvæmlega hitabreytingar frá ári til árs allt fram á þennan dag. Enda þótt meðalhiti sé nokk- uð breytilegur eftir landshlut- um er raunin þó sú, að veruleg- ar hitabreytingar ganga yfir allt land svo til samtímis, og nægir því að líta á eina veður- stöð, til að fá yfirlit yfir slikar breytingar. Er þá eðlilegast að velja Stykkishólm, þar sem mælingar ná lengst aftur. Að vetrarlagi eru hitasveiflur al- mennt greinilegri en á sumrin, og kemur fram, að eftir vetrar- hita má skipta tímabilinu frá 1846 niður í 5 skemmri tíma- skeið, eins og meðfylgjandi tafla sýnir TAFLA Meðalhiti vetra f Stykishólmi, “C. tímabil meðalhiti vetra 1846—1852 —0.7 1853—1892 —2.3 1893—1920 —1.7 1921—1965 —0.1 1966—1971 —2.0 Taflan sýnir, að kuldaskeið hefur ríkt frál853—1920 ogmá skipta því í tvennt, þannig að eins og fram kemur síðar. Jökl- ar voru á þessum fyrstu öldum mun minni en nú er, og korn- rækt var víða stunduð. Um 1200 tók að kólna verulega og má setja, að frá þeim tíma hafi ríkt kuldaskeið aö meiru eða minna leyti allt þar til hin mikla breyt- ing til batnaðar varð um 1920. Talsverðar sveiflur hafa þó orð- ið á þessu skeiði. Lágmarki náði hitinn um 1300, en síðan tók að hlýna nokkuð aftur á seinni hluta 14. aldar. Þrátt fyrir skort á heimildum um 15. öldina virð- ast mörg rök hniga að þvi, að þá hafi verið fremur hlýtt. Eftir 1500 fór aftur aö síga á ógæfu- hliðina, og má segja, að nokkuð samfellt kuldaskeið hafi ríkt á 17., 18. og 19. öld. Nú verður spennandi að fylgjast með, hvort rannsóknir á samsætuhlutfalli vetnis eða súrefnis i borkjarna frá Vatna- jökli eiga eftir að breyta þess- um hugmyndum, en sem kunn- ugt er vinna sérfræðingar á Raunvísindastofnun Háskólans nú að könnun veðurfars- sveiflna eftir þeim leiðum. Hitabreylingar eftir 1845 Segja má, að upphaf veðurat- hugana í Stykkishómi í nóvem- ber 1845 marki þáttaskil í veðurfarssögu landsins, því að þar með hófust fyrsta reglulegu hitamælingar, sem staðið hafa að mestu óslitið siðan. Af svo mun kaldara var fyrir 1893. Um 1920 varð mikil breyting til batnaðar og má segja, að hlý- viðrisskeið hafi staðið tímabilið 1921—1965. A Noróurlandi væri þó réttara að telja árið 1964 lokaár þessa skeiðs. A árunum 1965—1966 varð svo skyndileg breyting til hins verra, eins og glöggt má sjá í töflunni engu hagstæðari en köldu árin fyrir 1920. Arið 1972 varð svo aftur hagstætt og einn- ig árið 1974, en á milli þeirra var 1973 allkalt. Þaó er kunnara en frá þurfi að greina, hversu geigvænlegar afleiðingar kólnandi veðurfar getur haft hér á landi, enda þótt menn séu nú betur undir það búnir að mæta slíku en áður var. Veturinn 1965 varð í fyrsta sinn að ráði vart við hafís við Norðurland síðan á kulda- skeiðinu fyrir 1920. Fylgdu síðan nokkur ísár í kjölfarið, og varð útbreiðsla issins mest vorið 1968, er hann lá við Norður- og Austurland og náði lengst allt vestur að Ingólfs- höfða, eða vestur undir Núps- vötn. Þarf að leita 80 ár aftur i tímann, eða allt til 1888 til að finna meira ísár. Kólnandi veðurfari fylgdi einnig kal í túnum frá vorinu 1965, einkum norðanlands og austan, en vor- in 1968 og 1969 einnig víða í öðrum landshlutum. Fákskonur hafa undanfarin ár farið nokkra sameiginlega útreiðartúra. Þessi mynd er tekin þegar þær voru ( heimsókn hjá Helgu á Engi. Og auðvitað er tekið lagið að gömlum og góðum sið. Fyrsta hlaðborð vetrarins hjá Fákskonum á morgun Til uppbyggingar starfsemi hvers félags þarf fjármagn og á þetta ekki sfður við um hesta- mannafélög en önnur félög. En fjármagns verður ekki aflað nema með þrautseigju og dugn- aði. Frá árinu 1955 hefur verið starfandi innan Hestamannafé- lagsins Fáks ( Reykjavík fjár- öflunarnefnd kvenna og hefur nefndin með starfsemi sinni lagt félaginu til mikið fjár- magn. Má þar nefna að nefndin átti verulegan þátt ( að koma upp félagsheimili við Elliðaár. Þátturinn náði nýverið tali af Ingigerði Karlsdóttur, for- manni fjáröflunarnefndar- innar, og lagði fyrir hana nokkrar spurningar um starf nefndarinnar. Hvað eruð þið margar í nefndinni? „Við erum um 20, sem eigum sæti i nefndinni, en í starfi okkar leitum við til fleiri kvenna í félaginu. Flestir vilja vera með og taka þátt í starf- inu.“ Hverjar eru fjáröflunarleiðir nefndarinnar? „Fyrst er að nefna árlegt happdrætti nefndarinnar, en í því er dregið á annan í hvíta- sunnu og jafnan er hestur I fyrstu verðlaun. Áður sá nefnd- in um pylsu og sælgætissölu á kappreiðum félagsins en með auknum veitingarekstri félags- ins hefur sú starfsemi verið sameinuð honum. Fyrir þremur árum tókum við upp þann hátt aó hafa svokölluð hlaðborð í félagsheimilinu nokkra sunnu- daga á vetri. Urðu þessi sunnu- dagskaffi mjög vinsæl og flykt- ust hestamenn og aðrir í félags- heimilið og gæddu sér á kræs- ingunum, sem bornar voru fram af félagskonum." Hvernig verður starfsemi nefndarinnar (vetur? „Við höfum ákveðið að hafa fjögur hlaðborð en ákvörðun um happadrætti höfum við ekki tekið enn. Þegar vorar og veður tekur að skána langar okkur til að hafa sýningu á ýmsum dýrum s.s. geitum, þá daga sem við erum meó hlaðborð. Einnig höfum við hug á að leyfa börn- um að koma á hestbak." Til hvaða verkefna telur nefndin brýnast að afla fjár- magns? „I uppbyggingu stórs félags eru verkefnin mörg og oft erfitt að velja milli þess hvað gera eigi. En nefndin lagði á sinum tíma fjármagn til félagsheimil- isins við Elliðaár og nú hefur starfsemi félagsins og vett- vangur hestamanna færst til og þörfin fyrir nýtt félagsheimili kallar. Hugur okkar stefnir því óneitanlega til nýs félags- heimilis á Víðivöllum.“ 1 vetur hefur í fyrsta skipti verið tekin upp föst verkaskipt- ing innan nefndarinnar og er Ingigerður Karlsdóttir eins og áður sagði formaður nefnd- arinnar, Margrét Johnson gjaldkeri og Birna Lövdal rit- ari. Kvennanefndin hefur vetrar- starfsemi slna með hlaðborði i Félagsheimilinu við Elliðaár (við gamla skeiðvöllinn) á morgun, 2. marz. Húsið verður opnað kl. 14.30 og kræsingar standa á borðum fram eftir degi. Unglinga- fundur hjá Fáki MIKILL og vaxandi fjöldi ung- linga sækir nú í hesta- mennskuna. Sum eiga sin eigin hross eða fara í útreiðartúra með foreldrum sínum. Enn önnur komast i kynni við hross i sveit og þegar þau hverfa til sins heima á haustin, vill hug- urinn oft hvarfla til samveru- stunda með hrossum, sem þau áttu um sumarið. Næstkomandi mánudags- kvöld 3. marz kl. 20.30 efnir Hestamannafélagið Fákur til fundar fyrir unglinga, sem áhuga hafa á hrossum. Á fund- inn kemur Albert Jóhannsson, formaður Landssambands hestamannafélaga og ræðir hann um ýmis atriði sem snerta umgengni við hross. Þá verða sýndar kvikmyndir af hrossum og ekki er ósennilegt að þar verði eitthvað af léttara taginu látið fljóta með. Fundurinn verður i Félags- heimilinu við Elliðaár og eru allir unglingar, sem áhuga hafa á hrossum hvattir til að koma. 8,4 milljónir króna til hrossaræktar árið ’74 Á Búnaðarþingi, sem nú situr, voru lagðir fram reikningar Búnaðarfélags Islands og er þar að finna upplýsingar um rekstrar- þætti félagsins og þar á meðal framlög til hrossaræktar í landinu. Hjá Búnaðarfélaginu starfar ráðunautur i hrossarækt, Þorkell Bjarnason, og nam kostnaður við störf hans á s.l. ári kr. 1.585.718,00 og er þá talinn bæði launa- og ferðakostnaður. Búnaðarfélagið skipaði á árínu nefnd til að hafa umsjón með starfsemi Stóðhesta- stöðvarinnar að Litla-Hrauni og nam launa- og ferðakostnaður nefndarinnar á árinu kr. 48.525,00. Önnur framlög félagsins til hestamennsku og hrossaræktar voru á árinu framlag vegna þátt- töku í þýsku landbúnaðarsýningunni, DLG, þar sem íslenski hestur- inn var kynntur, kr. 400.000,00 og framlag til Landssambands hestamannafélaga kr. 60.000,00. Alls nemur því framlag Búnaðar- félagsins til hrossaræktarinnar kr. 2.094.243,00. En framlög hins opinbera til hrossaræktar í landinu koma einnig með öðrum hætti en í gegnum Búnaðarfélag islands. 1 búfjár- ræktarlögum eru ýmis framlög til hrossaræktar lögbundin og á síðast liðnu ári námu þessi framlög alls kr. 6.321.469,00, Upphæð þess skiptist milli einstakra þátta með svofelldum hætti: Árlegt framlag til búnaðarféiaga vegna hrossaræktar........................................ 225.043,00 kr. Framlög á hryssur ................................ 60.610,00 kr. Framlög á stóðhesta .......................... 1.826.282,00 kr. Gerð stóðhestagirðinga .......................... 352.752,00 kr. Verðlaun og laun framkvæmdastjóra á............... Landsmóti hestamanna árið 1974 ................ 1.509.929,00 kr. Hrossaræktarbúið á Hólum ........................ 513.648,00 kr. Stóðhestastöðin á Litla-Hrauni ................ 1.097.671,00 kr. Afkvæmarannsóknir ............................... 592.884,00 kr. Stofnræktarfélög ................................ 142.650,00 kr. Samkvæmt þeim tölum, sem hér hafa verið raktar kemur í ljós að hið opinbera lagði árið 1974 samtals kr. 8.415.712,00 til hrossa- ræktar í landinu. Vert er að hafa í huga að í fyrra var landsmótsár og það er alltaf svo að kostnaður við landsmót verður töluverður og oft meiri en gert var ráð fyrir. Ekki verður hér og nú felldur dómur um hvort þetta fjármagn sé nægjanlegt til að viðhalda og bæta okkar íslenska hrossastofn en eitt er víst að lengi má deila um til hvaða hluta eigi að verja fjármagninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.