Morgunblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975 nuGivsincRR #^•22480 JWor0xmblaí)ili nucivsmcnR <^^22480 Kjarvalsstaðir: ,STEFNT AÐ METVERTH)’ FRA RANNSOKN A SOVÉZKU HLUSTUNARDUFLUNUM I GÆR, — og Landhelgisgæzlunnar voru að opna duflin. — L,josm.: n. augsson. er sérfræðingar Pósts og síma Sex sýningar þegar ákveðnar 6 LISTMALURUM var nú í vikunni úthlutað sýningartíma í Kjarvalsstöðum á þessu ári auk þeirra sem höfðu fengið jákvætt svar við leigubeiðni fyrir áramót. Þessir 6 listmálarar eru Gunnar J. Guðjónsson, sýnir i júni, Guð- mundur Karl, sýnir í júní, Pétur Friðrik, sýnir i sept.—okt., Ragn- ar Páll, sýnir í okt., Halla Haraldsd., sýnir í okt.—nóv. og Örn Ingi frá Akureyri, sem sýnir í desember. Um þessar mundir sýnir Jón M. Baldvinsson iistmálari i Kjarvals- stöðum, í marz verður þar yfirlits- sýning á verkum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal og i apríl verður Steinunn Marteinsdóttir leirkerasmiður með sýningu þar, en að lokinni sýningu Steinunnar Framhald á bls. 18 til undantekninga ef bátur hef- ur orðið að bíða meira en tvo sólarhringa eftir löndun. „Þetta löndunarkerfi hefur verið i notkun nú um nokkurt skeið og skipstjórar og verk- smiðjurnar eru farin að þekkja vel inná það og virða það. Þá hefur það létt undir, að lítil sem engin frysting hefur verið það sem af er vertíðinni. Ég held að óhætt sé að segja, að þetta fyrirkomulag á loðnu- lönduninni hafi ótvírætt sann- að gildi sitt,“ sagði Gylfi. Gylfi var bjartsýnn á að met- vertíð næðist, enda þótt aflinn nú væri miklu minni en á sama tíma í fyrra, enda verður að hafa í huga, að loðnan er nú hálfum mánuði til þremur vikum seinna á ferðinni en í fyrra. „Það leit ekki út fyrir neina metvertíð i byrjun,“ sagði Gylfi. „Við verðlagningu var ekki miðað lengur en 15. marz og verðið þá orðið svo lágt að útlit var fyrir að mjög marg- ir bátar yrðu hættir veiðum fyr- ir þann tíma. En eftir gengis- breytinguna og nýja verðlagn- ingu henni samfara hafa við- horfin breytzt, og nú horfir svo að öllu óbreyttu að um metver- tíð verði að ræða.“ Það skal tekið fram að lokum, að frá og með morgundeginum, breytist loðnuverð, lækkar úr 2,10 krónum kílóið i 1,75 krón- ur. þangað. Bátarnir, sem verið hafa á veiðum á eystri veiði- svæðunum hafa siglt til Aust- fjarða og jafnan fyllt upp í þau göt, sem þar hafa myndast. Á syðri fjörðunum hefur stund- um orðió bið, en á nyrðri fjörð- unum geta bátarnir yfirleitt komist strax undir löndunar- Allar loðnuþrœr fullar eftir þrjá mokveiðidaga „AÐ ÖLLU óbreytiu stefnir að metvertíð," ,agói Gylfi Þórðar- son fnrmaður loðnunefndar er blm. Morgunblaðsins heimsótti hann og starfsmenn nefndar- innar f höfuðstöðvar hennar að Tjarnargötu 4. Þar var allt í fullum gangi, þriðji mokveiði- dagurinn í röð og því I nógu að snúast og mörg vandamálin að glíma við. Það er reyndar ekk- ert óeðlilegt að vandamál skjóti upp koliinum þegar 100 bátar moka upp loðnunni og hvergi er hægt að koma henni fyrir vegna skorts á þróarrými. Heildaraflinn á vertfðinni nálg- ast nú 300 þúsund lestir, en á allri vertíðinni í fyrra sem var metvertíð, varð heildaraflinn um 460 þúsund lestir. Mokveiðin á 6. svæði undan Garðskaga hefur haft það í för með sér, aó allt þróarrými frá Þorlákshöfn til Akraness er orðið fullt, og þar losnar ekki rými fyrr en á morgun, sunnu- dag, en þá losna samtals 3000 lestir. Allt það rými er þegar upppantaö. 1 dag losnar 5.500 lesta rými í Vestmannaeyjum en það er einnig upppantað. Eru bátar þegar byrjaðir að bíða í Eyjum og aðrir á leið kranana, og hafa margir siglt þangað. Allt er orðið fullt á Bolungarvík, en nokkrir hafa siglt til Raufarhafnar og Siglu fjarðar. T.d. ætlaði Sigurður í gær til Siglufjarðar með 850 lestir. „Okkur hér hjá loðnunefnd- inni finnst þessi vertíð hafa gengið bezt af þeim vertíðum sem við höfum starfað við,“ sagði Gylfi Þórðarson. Nefndi hann sem dæmi, að þrátt fyrir allan þann afla sem á land hef- ur borizt hjá flotanum, telst það LOÐNUNEFNDIN — Það var nóg að gera hjá loðnunefndinni í gær, enda þriðji mokveiðidagurinn í röð og erfitt verk að raða bátunum niður á kúffullar hafnirnar. ASI—VSÍ og VS: Oskuðu frest- unar á tillögum ríkisstjórnar RlKISSTJÓRNIN hefur fallizt á þau tilmæii Alþýðusambands ís- lands og Vinnuveitendasambands Islands og Vinnumálasambands samvinnufclaganna að fresta að 23% hækkun gjaldskrár Hitaveitu RÍKISSTJÖRNIN hefur heimilað 23% hækkun ágjald- skrá Hitaveitu Reykjavtkur frá og með 1. marz. Með þess- ari hækkun verður því kynd- ingarkostnaður með hitaveitu 24% af kostnaði olíukynd- ingar. Áður en hækkunin var samþykkt var kostnaður af kyndingu á hitaveitusvæði rétt innan við 20% af olíu- kyndingarkostnaði. Jóhannes Zoéga hitaveitu- stjóri sagði í viðtali við Mbl. í gær rð upphafleg beiðni Hita- veitunnar um hækkun hefði verið um 30%, en síðan var þessi beiðni lækkuð í 24% samkvæmt tilmælum til borgarráðs, sem það sam- þykkti. Síðan samþykkti ríkis- stjórnin að úthluta Hitaveit- unni nú 23% hækkun. um hœkkun launajöfn- unarbóta og tryggingabóta svo stöddu framlagningu tillagna um endurskoðun launajöfnunar- bóta og bóta almannatrygginga. Kemur þetta fram í fréttatilkynn- ingu, sem Morgunblaðinu barst í gær frá forsætisráðuneytinu. Eins og fram kom i Morgun- blaðinu sl. miðvikudag lýsti Geir Hallgrímsson forsætisráðherra yfir því í þingræðu sl. þriðjudag, að þar sem vonlítið virtist um samkomulag um þetta efni milli aðila vinnumarkaðarins mundi ríkisstjórnin beita sér fyrir hækk- un iaunajöfnunarbóta er tæki mið af hækkun framfærsluvisitölu úr 358 stigum í 372 stig svo og hækkun söluskatts um eitt prósentustig. Ríkisstjórnin hafði i hyggju að leggja tillögu um slíka hækkun launajöfnunarbóta fram á Alþingi í gær eða fyrradag en vegna framangreindra tilmæla aðiia vinnumarkaðarins var þvi frestað. í dag mun sáttasemjari hafa boðað aðila kjaradeilunnar til sáttafundar. Jón H. Bergs, formaður Vinnu- veitendasambands Islands sagði um frestunina, að hann hefði rætt þetta mál við forsætisráðherra og Framhald á bls. 18 Enn fleiri dufl koma fram: Er hínn hluti sov- ézku duflanna fundinn? FYRIR ellefu mánuðum, eða í aprílmánuði síðastliðnum rak á fjöru framan við Breiðabólstaða- bæina í Suðursveit alltorkenni- lega bauju. Fjölnir Torfason á Hala í Suðursveit hafði þá þegar samband við Vitamálaskrif- stofuna og tilkynnti fundinn, en ekkert frekar var gert í málinu. Bauja þessi er hálft tonn að þyngd, 150 cm í þvermál og um 1 metri á hæð, en ofan á baujunni er Ijóskúpiil, um 15 cm hár. Baujan mjókkar heldur niður og niður úr henni er stöng um 1,5 tommur 1 þvermál, um það bil metri að lengd, sem endar í auga. Þá er einnig niður úr baujunni sexþættur kapall, sem slitnað hefur og benda sterkar lfkur til að hann sé sams konar og kaplar, sem eru á duflunum sem rak á fjörur vestan Stokksness og á Landeyjasandsfjöru. Þá rak og á Kálfafellsfjöru í Suðursveit um 100 faðma kapal, sem virðist sömu gerðar. Að sögn Fjölnis Torfasonar, sem fann þetta dufl, virðist það nýlegt úr mjög þykku áli. A því er 5 stafa orð Kopma, en innan í þvi er plata, sem á stendur ákveðin tala og svo oró, sem stafsett er KopnoboN. Þá fanst og flotbelgur, sem Fjölnir lýsti þannig að utan um hann eru keðjur og innan í tvöföld slanga. Boltuð eru á hvorn enda stálskífa og handföng. Þá skal þess getið, aó ef ljóskúpli efst á baujunni er lyft, kemur í ljós talsímatæki. Þetta dufl virðist svo sem hin fyrri, sem fundizt hafa, vera af sovézkri gerð, þar sem það er merkt með Cyrilska stafrófinu. Duflið er enn í vörzlu Fjölnis á Hala, en landhelgisgæzlunni mun hafa verið falið að sækja það. Tæknimenn Pósts og síma og Landhelgisgæzlunnar fóru í gær suður til Keflavíkurflugvallar, en þangað voru hlustunarduflin tvö komin í rær — Stokksnessdufl- ið kom þ^ngaó í gærmorgun. Að sögn Harnesar Guðmundssonar stjórnarráðsfulltrúa, sem var í fylgd með tæknimönnunum reyndist erfitt að komast inn í duflin til þess að kanna innihald þeirra og þegar botninn var tek- inn úr, kom í ljós annar botn innar í duflinu. Er rannsókn á þeim því enn ekki lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.