Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 3 ÍSBJÖRNINN h.f. stefnir að því að taka hið nýja frystihús sitt við Reykjavíkurhöfn í notkun fljótlega upp úr áramótum, að þvf er Jón Ingvarsson hjá tsbirninum sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Um svipað leyti fær ís- björninn til landsins tvo skuttogara sem eru í smíðum um þessar mund- ir í Flekkefjord í Noregi. Verður annar þeirra af- hentur í desember og hinn í janúar. Bæði þessi skip eru hönnuð með það fyrir augum að allur afli verði þar ísaður í kassa, enda sagði Jón Ingvars- son að nýja frystihúsið væri gert til móttöku á kassafiski og með allri þeirri hagræðingu sem unnt er að ná fram nú á tímum. Nýju togararnir eru 437 tonn að stærð og af sömu stærð og Vest- fjarðatogararnir Gyllir og Guðbjörg, sem hafa og Ásberg og einnig Ás- borgu hér innanlands, þannig að aðeins Ásþór er nú eftir auk skuttogar- ans Hrannar. Fljótlega á næsta ári bætist togaraflotanum í Reykjavík þriðja nýja skipið. Það er útgerðar- fyrirtækið Sæfinnur, sem þetta skip á, en nú er unnið að smíði þess hjá Stálvík í Garðahreppi. Að sögn Magnúsar Gestsson- ar, eins af forráðamönn- um Sæfinns, er vonazt til að skipið verði afhent í febrúar á næsta ári en það gæti þó dregizt fram í apríl. Skipið er 51 metri á lengd og 9 metrar að breidd, og þannig undir Nýtt frystihús Isbjarnarins í notkun upp úr áramótum Þrír nýir togarar til Reykjavíkur um svipað leyti reynzt mjög hagkvæmir í rekstri. Til að fjármagna þessi togarakaup hefur ísbjörninn m.a. selt til út- landa nótaskipin Ásgeir 500 tonnum. Kvað Magn- ús það svo til alveg hlið- stætt skuttogaranum Elínu frá Súgandafirði. Að því er Magnús sagði, þá er skipið byggt með tilliti til þess að afl- inn verði allur ísaður í kassa, en einnig væri gert ráð fyrir að skipið gæti stundað veiðar á öðrum tegundum fisks, svo sem kolmunna, og nefndi Magnús að fyrra skip útgerðarfélagsins, Arinbjörn, hefur stund- að veiðar á loðnu í troll með góðum árangri. Kvað hann nýja skipið verða mjög fullkomið að öllu ley.ti. Magnús sagði, að nýi togarinn yrði gerður út frá Reykjavík og legði þar upp afla sínum. Hann kvað þegar búið að semja við aðila í Reykjavík um móttöku og vinnslu afl- ans, en kvað of snemmt að skýra frá því hvaða aðili það væri. Karpov, Hort, Friðrik og níu aðrir stórmeist- arar á Interpolismótinu „Þetta skákmót verður að styrk- leika 13—14, en slíkir reikningar eru gerðir upp f 15 hæst,“ sagði Friðrik Olafsson, stórmeistari, í samtali við Mbl. i gær, en hann er| einn ellefu stórmeistara, sem ásamt heimsmeistaranum Karpov taka þátt í Interpolis-skákmótinu, sem hefst I Tilburg I Hollandi 22. september n.k. Auk þeirra tefla á mótinu: Anderson, Sviþjóð, Balashov, Sovétrikjunum, Gligoric, Júgóslaviu, Hort, Tékkóslóvakiu, Hiibner, V-Þýzkalandi, Kavalek, Bandaríkjunum, Miles, Englandi, Razuvajev, Sovétríkjunum, Sosonki, Hollandi, og Timman, Hollandi. Þegar Mbl. spurði Friðrik, hvort þetta yrði sterkasta mót, sem hann hefði teflt i siðustu árin, sagði hann, að mótið i Bad Laudesberg í marz. sl. gæfi þessu móti í raun ekkert eftir, ef undan- skildir væru þeir þrír Þjóðverjar, sem þar höfnuðu í neðstu sætun- um, en mótið í Bad Laudesberg var 16 manna mót. Þar kepptu átta þeirra, sem nú keppa í Til- burg; Karpov, Friðrik, Anderson, Gligoric, Hiibner, Miles, Sosonko og Timman. Urslit þess móts urðu þau, að heimsmeistarinn bar sig- ur úr býtum, Timman varð i öðru sæti, Fuhrman, Sovétríkjunum, í þriðja sæti, Sosonko varð fjórði og Friðrik fimmti. 343 óvæntir gestir VANDRÆÐAASTAND varð I fyrrakvöld, er 323 farþegar komu óvænt til Keflavíkurflugvallar með Boeing-þotu frá Pan American Airays. Þotan með áðurnefndan fjölda farþega og 20 manna áhöfn bilaði, er hún var á flugi fyrir norðan land á leið frá London til San Fransisco. Einn hreyfill Júmbóþotunnar hrein- lega sprakk og varð hún á lenda á næsta flugvelli, sem var Keflavíkurflugvöllur. Þegar allur þessi fjöldi fólks, 343 manns, kom voru fyrst gerðar ráðstafanir til þess að unnt yrði að sækja fólkið, en önnur flugvél fékkst ekki. Þá lá fyrir að fólkið náttaði sig á Islandi og má segja að starfsfólk Flugleiða hafi unnið talsvert þrekvirki að koma öllum fyrir í svefnstað, enda sváfu farþegarnir á 14 stöðum í Reykjavik. Flestir sváfu á Hótel Loftleiðum, Hótel Esju og á Hótel Sögu. A Loftleiðahótelinu sváfu menn yfirleitt alls staðar, þar sem unnt var að hola farþegunum niður. Sofið var á börunum á Loftleiðum og Esju og á sundlaugarbarmi Loftleiðasundlaugar- innar, i Leifsbúð og viðar, um hádegisbil í gær kom svo önnur þota og sótti farþegana. Fyrstu réttir verða mánud. 12. septemb. FYRSTU réttir á þessu hausti verða mánudaginn 12. september n.k. samkvæmt upplýsingum Guðmundar Jósafatssonar frá Brandsstöðum, starfsmanns Búnaðarfélags lslands. Þann dag verður réttað I Hrútatungurétt og Miðfjarðarrétt í Húnavatns- sýslu, Brekkurétt f Norðurárdal og Fljótstungurétt I Mýrasýslu. Samkvæmt skrám Búnaðarfélagsins verður siðast réttað I Fells- endarétt I Dölum 27. september. Hér fer á eftir listi yfir réttir þær, sem komnar voru á skrá Búnaðarfélags Islands: Tjarnarrétt i Kelduhverfi, þriðjudaginn 13. september. Hraunsrétt i Aðaldal, miðviku- daginn 14. september. Silfra- staðarétt i Skagafirði, mánu- daginn 19. september. Reyni- staðarrétt i Skagafirði, mánu- daginn 19. september. Mæli- fellsrétt í Skagafirði, miðviku- daginn 14. september. Starfns- rétt í Húnavatnssýslu, miðviku- daginn 14. og fimmtudaginn 15. september. Skrapatungurétt Húnavatnssýslu, sunnudaginn 18. september. Auðkúlurétt Húnavatnssýslu, laugardaginn 17. september. Undirfellsrétt í Húnavatnssýslu, laugardaginn 17. september. Víðidalstungu- rétt í Húnavatnssýslu, laugar- daginn 17. september. Valdárs- rétt i Húnavatnssýslu, föstu- daginn 16. september. Mið- fjarðarrétt í Húnavatnssýslu, mánudaginn 12. og þriðjudag- inn 13. september. Hrútatungu- rétt í Húnavatnssýslu, mánu- daginn 12. september. Fells- endarétt i Dölum, þriðjudaginn 27. september. Gillastaðarétt i Dölum, sunnudaginn 25. sept- ember. Brekkurétt i Norðurár- dal, mánudaginn 12. septem- ber. Svignaskarðsrétti Mýra- sýslu. miðvikudaginn 14. sept- ember. Fljótstungurétt í Mýra- sýslu, mánudaginn 12. septem- ber. Þverárrétt í Mýrasýslu, miðvikudaginn 14. september. Rauðsgilsrétt i Borgarfirði, föstudaginn 16. september. Öddstaðarétt i Borgarfirði, mið- vikudaginn 14. september. Svarthamarsrétt í Hvalfirði, miðvikudaginn 21. september. Kjósarrétt, þriðjudaginn 20. september. Hafravatnsrétt, mánudaginn 19. september. Kaldárrétt, sunnudaginn 18. september. Gjábakkarétt i Þingvallasveit, mánudaginn 19. september. Laugarvatnsrétt, þriðjudaginn 20. • september. Klausturhólarétt í Grimsnesi, miðvikudaginn 21. september. Ölfusrétt, fimmtudaginn 22. september. Tungnarétt, mið- vikudaginn 14. september. Hrunamannarétt, fimmtudag- inn 15. september. Skeiðarétt, föstudaginn 16. september. Landréttir, föstudaginn 23. september. Þá verða stóðréttir í Mæli- fellsrétt 17. september, Stafns- rétt 14. september og Miðfjaró- arrétt 14. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.