Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 Stórkostlegu einvígi lauk með sigri A. Juantorena STÓRKOSTLEGT einvígi Kúbu- mannsins Alberto Juantorena og Keníabúans Mike Boit i 800 m hlaupi var hápunktur fyrsta keppnisdags heimsbikarkeppn- innar í frjálsum íþróttum sem hófst f Dusseldorf f Vestur- Þýzkalandi f gærkvöldi. Var frá upphafi til enda um hreint ein- vfgi þessara tveggja kappa að ræða, og aðrir keppendur í hlaup- inu voru sem statistar. Eftir að þeir höfðu fylgzt að megin hluta hlaupsins gerði Boit tilraun til þess að fara fram úr Kúbumann- inum á sfðustu beygjunni, en gerði þar sennilega mistök. Juan- torena gaf sig ekki og tókst að halda forystunni alla leið í mark- ið, en Boit gaf sig aldrei og mun- aði aðeins um hálfum metra á þeim köppum f markinu. Tfmi Juantorena var 1:44,0 mín., en Boits 1:44,1 mfn. Er ekki efamál að heimsmetið hefði fallið í hlaupi þessu, hefði ekki hraðinn dottið nokkuð niður, er hlaupið var um það bil hálfnað. Þátttökurétt f heimsbikar- keppninni hafa átta lið. Eru það landslið Bandaríkjanna, Sovét- ríkjanna, Vestur- og Austur- Þýzkalands og sfðan úrvalslið úr Evrópu, Asfu, Amerfku, Afrfku og Ástralíu. Þótt keppni Juantorena og Boits væri hápunktur baráttunn- ar i gærkvöldi var um hörku- keppni að ræða f flestum öðrum greinum og tóku þeir rösklega 30 þúsund áhorfendur sem fylgdust með keppninni f Dússeldorf þátt f baráttunni úti á vellinum af Iffi og sál. Mikla athygli vakti f gærkvöldi sigur Bandaríkjamannsins Steve Williams í 100 metra hlaupi, sem hann hljóp á frábærum tfma, 10,13 sek. Sigraði Williams f hlaupi þessu m.a. Kúbumanninn Silvio Leonard sem verið hefur nær ósigrandi f 100 metra hlaupi f sumar. Þá vakti Austur- Þjóðverjinn Udo Beyer geysilega hrifningu f kúluvarpinu, en hann varpaði kúlunni 21,77 metra eða meira en metra lengra en næsti maður sem var Finninn Reijo Staahlberg. Urslit í einstökum keppnis- greinum í gærkvöldi urðu þessi: SPJÓTKAST KVENNA: Ruth Fuchs, A-Þy/.kalandi 62,36 Nadeshda Jakubovitch. Sovétr. 62.02 Theresa Sanderson, Evrópu 60,30 Kathy Schmidt. Bandar. 59,46 100 M HLAUP: Steve Williams, Bandar. 10.13 Eugen RQAY. A-Þýzkal. 10.15 Silvio Leonard, Amerfku 10,19 Pietro Mennea, Evrópu 10.37 KULUVARP: m Udo Meyer, A-Þýzkal. 21,77 Reijo Staahlberg, Evrópu 20,46 Rafl Reichenbach, V-Þý/.kal. 19,97 Terry Albritton, Bandar. 19,85 1500 M. HLAUP KVENNA: m. Tatiana Kasankina, Sovétr. 4:12,7 Francie Lutz-Karrieu, Bandar. 4.13,0 Ulrike Bruns, A-Þýskal. 4:13,1 Natalia Marasescu, Evrópu 4:13,1 800 M. HLAUP: Alberto Juantorena.Amerfku 1:44,0 Mike Boít. Afríku 1:44,1 Willi Wuelbech. V-Þýzkal. 1:45,5 Mark EnyeartBandar. 1:45.5 200 M. HLLAUP KVENNA. Irena Szewinska, Evrópu 22,72 Baerbel Eckert. A-Þýzkal. 23.02 Tatiana Prorotechenko, Sovét. 23,26 Evelyn Ashford, Bandar. 23,45 400 M. GRINDAHLAUP: Edwin Moses, Bandar. 47,56 Volker Beck, A-Þýzkal. 48,84 Harald Schmidt, V-Þýzkal. 48,85 Alan Pascoe, Evrópu 49.73 | LANGSTÖKK: Arnie Robinson, Bandar. 8,19 Hans Baugartner, V-Þýzkal. 7,96 Charlton Ehizuelen, Afrfku 7,89 Bern Ronberg, A-Þýzkal. 7,79 Staðan i karlakeppninni eftir fyrsta keppnisdaginn var sú aó Bandarfkjamenn voru í forystu .með 47 stig, A-Þjóðverjar voru með 46 stig, V-Þjóðverjar með 40 stig, Evrópuliðið með 36 stig, Afríkuliðið með 32 stig, Ameríku- liðið með 30 stig, Asíuliðið með 15 stig og Astralíuliðið með 12 stig. í kvennakeppninni hafði A- Þýzkaland forystu með 40 stig, en síðan kom Evrópuliðið með 34 stig, sovézka lióið með 32 stig, Bandaríkjamenn með 25 stig, Amerikuliðið með 19 stig, AAstra- lia með 13 stig og lið Afríku og Asíu voru bæði með 11 stig. Unglinga-, keppni FRÍ UBGLINGAKEPPNI Frjálsfþróttasambands tslands fer fram á Kaplakrikavellinum f Hafnarfirði nú um helgina Er þarna um að ræða keppni sem fjögur beztu ungmennin f hverjum aldursflokki eiga þátttökurétt f, en keppt verður f stúlknaflokki, drengjaflokki og í sveinaflokki. Þátttökurétt f mótinu á margt af þvf frjáls- fþróttafólki sem verið hefur f fremstu röð f sumar. Má nefna til dæmis að í stúlknaflokki munu m.a. keppa þær Þórdfs Gfsladóttir, IR. Asa Hallddórsdóttir, A, Sigríður Kjartans- dóttir, KA, Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, HSK. Thelma Björnsdóttir, UMSK, og Guðrún Arnadóttir, FH. 1 sveinaflokki keppa m.a. Stefán Þ. Stefánsson, iR — Isiandsmeistari í hástökki, og f drengjaflokki eiga þátttökurétt m.a. kunnir íþróttamenn eins og t.d. Haf- steinn óskarsson, ÍR, Gunnar Þ. Sigurðsson, FH, Guðmundur R. Guðmundsson, FH, óskar Thorarensen, ÍR, Asgeir Þór Eirfksson, ÍR, og Vésteinn Hafsteinsson HSK. HEIL UMFERÐ í 2. DEILD 1 DAG mun fara fram heil um- ferð I 2. deildar keppni tslands- mótsins í knattspyrnu, og er ekki óllklegt að Ifnur skýrist nokkuð um hvaða tvö lið muni hreppa það hnoss að leika í 1. deild að ári. Sá leikur, sem mest athygli beinist væntanlega að, er viðureign Hauka úr Hafnarfirði og Ármanns, sem fram mun fara á Kaplakrikavellinum, en þessi lið eru bæði við toppinn í 2. deild- inni, sérstaklega þó Haukar sem breyttu stöðunni verulega sér 1 vil með óvæntum sigri yfir KA um sfðustu helgi. Leikur þessi hefst kl. 14.00. Aðrir leikir f 2. deild um helg- ina verða milli Þróttar Reykjavfk | og Völsunga á Laugardalsvelli kl. 14.00, milli Selfoss og IBI á Sel- fossi kl. 14.00 og milli Reynis og Þróttar Neskaupsstað á Arskógs- velli kl. 16.00. Staðan f 2. deildar keppni ts- landsmótsins f knattspyrnu er þessi fyrir leikina í dag: ReynirA 15 1 3 14 14—37 5 A15 1 3 14 14—37 515 1 3 14 Markhæstu leikmennirnir í 2. deildar keppninni eru eftirtaldir: Páll Ölafsson, Þrótti R 18 Gunnar Blöndal, KA 13 Ármann Sverrisson, KA 12 Ólafur Jóhanness. Haukum 10 Sigbjörn Gunnarss. KA Þröttur R KA Haukar Armann IBI Reynir S Völsungur Þróttur N Selfoss 15 11 2 2 34—14 24 15 11 1 3 46—23 23 15 7 7 1 26—13 21 15 8 3 4 25—18 19 15 5 5 5 16—19 15 14 5 4 5 21—23 14 15 4 4 7 19—23 12 14 3 3 8 17—26 9 15 2 2 11 11—33 6 10 Hafþór Helgason, Völsungi 8 Sigurður Aðalsteinss. Haukum 7 Hermann Jónass. Völsungi 6 Magnús Jónass. Reyni A 6 Örnólfur Oddss. IBI 6 Björgúlfur Baldurss. Þrótt N 5 Þorgeir Þorgeirss. Þrótti R 5 Þráinn Asmundss. Armann 5 35 Leiknir og KS sigruöu URSLITAKEPPNI 3. deildar Islandsmótsins í knattspyrnu hófst í gærkvöldi, en keppnin fer fram I tveimur riðlum. Leika Austri, Leiknir og Grindavík í Kópavogi, en á Akureyri leika Fylkir, KS og Tindastóll. Sigurvegarar f hvor- um riðli leika f 2. deild að ári. Urslit leikja í gærkvöldi urðu þau að f Kópavogi sigraði Leiknir f leik sfnum við Austra 2—1. Mörk Leiknis skoraði As- mundur Friðriksson en mark Austra skoraði Haraldur Arna- son 2—0 og skoruðu þeir Guð- mundur Jónsson og Guð- mundur Blöndal mörkin í fyrri hálfleik. GULLALDAR- LIÐIÐ (SVIÐS LJÓSINU A morgun gefst áhuga- mönnum um knattspyrnu að sjá á vellinum þá leikmenn sem hrifu hug og hjörtu fyr- ir svo sem tveimur áratug- um. Er þar átt við leikmenn gullaldarliðs Akranes, svo sem Rfkharð Jónsson, Þórð Jónsson og Þórð Þórðarson, en lið þeirra verður mót- herji liðs Fram, sem á þess- um árum stóð Akranesi ekki langt að baki. Verður leikur þessara kappa forleikur að viðureign Fram og lslands- meistara Akraness en leikur þessi er minningarleikur um Rúnar heitinn Vil- hjálmsson, knattspyrnu- mann úr Fram, sem fórst af slysförum er hann var á ferð með íslenzka knattspyrnu- landsliðinu f London árið 1970. Hefst forleikurinn kl. 15.00 og verður leikið á Laugardalsvellinum. / Fljúéandi furöuhlutur ? eða hrínglaga hjónarúm Eftir myndinni að dæma gæti það verið hvort heldur sem er. En stað- reyndin er sú að það er eiginlega hvorttveggja. Þetta er hringlaga hjónarúm í 3ja metra hæð yfir gólfi Laugardalshallar, nánar tiltekið í sýningardeild uppi á tveggja hæða miðeyju á aðalsalnum. Hringlaga hjónarúmið er einn margra „furðuhluta" á sýningunni. Þar má einnig finna gegnsætt sjón- varpstæki — galdraprik sem hrærir og þeytir og brytjar — tölvustýrða eldavél og bakarofn — pönnursem aldrei brennur við á — tölvu sem gengur fyrir sólarorku og margt fleira. ÞAÐ ER SANNARLEGA MARGT SKEMMTILEGT OG NÝSTÁRLEGT AÐ SJÁ. í LAUGARDALSHÖLL- INNI. Vinningar í gestahappdrætti.: 17 Sharp litsjónvarpstæki frá Karna- bæ og fjölskylduferð til Flórida á vegum Útsýnar. Dregiö daglega. Heimillö’77 ersýningarviöbtirötirársins HEHUff7I$

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.