Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 23 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar | Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82. s. 31330. Keflavik Til sölu m.a. glæsileg 3ja herb. ibúð , gott herb. í kjall- ara fylgir. Góð 2ja — 3ja herb. íbúð. Stór bilskúr. Góð efri hæð í tvibýlishúsi. Stórt iðnaðarhúsnæði fylgir. Enn- fremur raðhús og parhús á góðum stöðum i bænum. Njarðvík Góð risibúð. Glæsilegt raðhús næstum fullgert. Enn- fremur 2ja og 3ja herb. íbúðir í smíðum. Hagstæð kjör. Höfum kaupendur á bið- lista af flestum gerðum íbúða á Suðurnesjum. Eigna og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavik. Simi 92-3222. Friðrik Sig- fússon fasteignavsk. Ný teppi og mottur. Teppasalan s. 19692. Stundvís og reglusöm 21 árs gömul stúlka óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Meðmæli ef óskað er Uppi. í s. 31473. Ijósastillingartækjum. Ragnar Eiðsson Bragðavöllum. Sími um Djúpavog. (97-8800). ÚTIVISTARFERÐIR Laugard. 3/9. kl. 13. Reykjafjall, létt ganga. Verð: 1200 kr. Fararstj.: Einar Þ. Guðjohnsen. Sunnud. 4/9. 1. kl. 10. Grinda- skörð, hellaskoðun eða fjallgöngur. Fararstj.: Einar Þ Guðjohnsen. 2. kl. 13. Umhverfi Húsfells: Fararstj.: Gísli Sigurðsson. Verð: 1000 kr. Fritt fyrir börn m fuliorðn- um. Farið frá B.S.Í. að vest- anverðu. • Útivist. FERflAfÉLAG ÍSIANBS 0L0UG0TU3 SÍMAR, 11798 og 19533. Laugardagur 3. sept. kl. 13. 19. Esjugangan. Gengið á Kerhóla- kamb (851 m.) Gengið frá melnum austan við Esjuberg. Skráningargjald kr. 100. Bíll frá Umferðar- miðstöðinni að austanverðu. Verð kr. 800 gr. v/bilinn. Allir fá viðurkenningarskjal. Fararstjóri: Þórunn Þórðar- dóttir. Sunnudagur 4. sept. kl. 13. 1. Gönguferð á Ármannsfell (766m.) Fararstjóri: Guðjón Halldórsson 2. Gengið um Þingvelli. Létt ganga. Fararstjóri: Þorgeir Jóelsson. Verð kr. 2000. — greitt við bílinn. Farið frá Umferðar- miðstöðinni að austanverðu. Ferðafélag íslands. I KFUM 1 KFUK Almenn samkoma í húsi félaganna við Amtmannsstig 2b sunnudagskvðld *- kl. 20.30. Ástráður Sigurstein- dórsson skólastjóri talar. Fórnarsamkoma. Allir velkomnir. Fundarboð Aðalfundur Kirkjukórasam- bands íslands verður haldinn fimmtudaginn 8. sept. 1977 kl. 8 e.h. að Hótel Borg Reykjavik 5. hæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Söngmálastjóri Haukur Guðlaugsson mætir á fundinum. Stjórnin. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Skagafjörður Aðalfundur sjálfstæðisfélags Skagfirðinga verður haldinn i Sæborg Sauðárkróki (Aðalgötu 8) þriðjudaginn 6. sept. n.k. kl. 9 síðdegis. Dagskrá. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Stjórn kjördæmissamtaka ungra Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi Fundur verður haldinn i Valhöll, Reykjavík mánudaginn 5. spetember n.k. kl. 20.00. Fundarefni: Undirbúningur SUS-þings. Sauðárkrókur Bæjarmálaráð sjálfstaeðisfélaganna á Sauðárkrók er boðað til fundar í Sæborg miðvikudaginn 7. sept. n.k. kl. 8.30 síðdegis. Dagskrá: Bæjarmálaefni ' Stjórnin. ÍGreiðsla olíustyrks í Reykjavík til þeirra, sem nota olíukyndingu fyrir tímabilið apríl 1977 — júní 1977 hefst mánudaginn 5. september hjá borgar- gjaldkera, Austurstræti 16. Afgeiðslutími er frá kl. 9.00 — 15.00 virka daga. Styrkurinn greiðist framteljendum og ber að framvísa persónuskilríkjum við mót- töku. Skrifstofa borgarstjóra. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Söngnemendur Starfrækt verður söngdeild við Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar næstkomandi vetur. Kennarar: Sieglinde Kahman og Sigurður Björnsson. Væntanlegir nemendur skili umsóknum fyrir 15. september. Um- sóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu skólans kl. 4—6 daglega. Skólastjóri. Frá Landakotsskóla Skólinn verður settur þriðjudaginn 6 september. Nemendur mæti sem hérseg- ir. 12 ára kl : 10:00 1 1 ára kl : 10:30 9 og 10 ára kl . 1 1 00 8 ára kl : 1 1 30 7 ára kl.: 13:00 6 ára kl : 1 3:30. Skólastjórinn. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Uppeldisbraut verður starfrækt við skól- ann næsta vetur Hægt er að bæta við nokkrum nemendum. Upplýsingar veittar í síma 13819. Skólastjóri. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar, Pick-up bifreið og jeppabifreið. Ennfremur í nokkrar ógang- færar bifreiðar er sýndar verða að Grens- ásvegi 9, þriðjudaginn 6 sept kl 12—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sa/a varnaliðseigna. -Nýjar tegundir Framhald af bls. 21 HÉR KOMA NOKKUR SÝNISHORN ÞESSARA SAGNA Hefnd kokkáisins Bergenbúi nokkur vann á steypubíl á kvöldin, í aukavinnu. Dag nokkurn ók hann framhjá húsi sinu, á steypubflnum, og sá þá bil eins kunningja sinna standa fyrir utan, en bíllinn var með sólþaki. Hann stöðvaöi bilinn og gekk inn til að vita hvað kunn- inginn vildi. Hljóð frá svefnher- berginu tóku af allan vafa um, að það var ekki hann, sem kunning- inn var að heimsækja, heldur konan. — Án þess að þau i svefn- herberginu yrðu vör við, gekk hann út og að bil kunningjans. Hann dró sólþakið niður og bakk- aði steypubílnum að bílnum. Þessu næst fyllti hann bilinn með steypu. — Þegar kunninginn ætl- aði að aka á brott í bíl sinum var steypan orðin hörð. — Seinna um kvöldið var billinn dreginn burt. Lögreglunni var ekki gert viðvart um málið. Nokkrar rolls-royce sögur Rolls-Royce eigandi nokkur var á ferðlagi á meginlandinu. Þá gerðist það, að drifskaft bilsins brotnaði. Hann sendi simskeyti til verksmiðjanna. Stuttu siðar var komið fljúgandi með varahlutinn og gert við á staðnum. — Nokkrum mánuðum síðar hafði eigandinn ekki enn fengið viðgerðarreikninginn. Það varð úr að hann skrifaði til verksmiðj- anna. Eina svarið, sem hann fékk, var, að Rolls-Royce drifsköft brotnuðu aldrei. Þegar farið fra aó framleiða hina heimsfrægu Silver Ghost tegund og tekið til við að aka henni, kom í ljós, að klukkan, i mælaborðinu var það sem olli mestum hávaða á 100 km. hraða. Forstjórar verksmiðjanna gáfu fyrirmæli um að reynt yrði að lagfæra þetta hið snarasta. Engum er leyft að aka Rolls- Royce, nema hafa áður fengið þjálfun í ökuskóla verksmiðj-. anna. Barnagæzlan, scm kom of seint Ung hjón ætluðu að fara i ferða- lag. Amma gamla hafði lofað að gæta litla barnsins þeirra á með- an þau væru burtu. Þau höfðu hringt og amma var á leiðinni. Nú sátu þau og biðu. Tíminn leið. — Við komum of seint tii flugvallarins, við missum af ferðinni, sögðu þau hvort við annað. Þar sem amma hlaut að koma innan tiðar, settu þau barnið i barnastólinn og reyrðu það fast. Þá var síður hætta á, að það færi sér að voða. Þessu næst pöntuðu þau leigubfl og óku til flugvallar- ins. Viku siðar komu þau heim úr ferðalaginu. Barnið sat ennþá í stólnum. Dáið. Amma hafði lent i bílslysi á leiðinni til þeirra. Hún hafði legið meðvitundarlaus á sjúkrahúsi, i viku, og því ekki getað sagt neitt. Ódýri bíllinn Maður nokkur sá auglýsingu i blaði um notaðan bíl til sölu, fyrir ótrúlega lágt verð. Hann fór þang- að, sem billinn var til sýnis og knúði þar dyra. Til dyra kom kona á sorgarklæðum. Hann keypti bilinn. En skömmu siðar uppgötvaði hann blóðpoll i einu sætinu. Þar hafði eiginmaður konunnar skorið sig á háls. Farþeginn, sem hvarf Ung stúlka stöðvai bil og bað um far. Hún nefndi ákveðið heim- ilisfang og ætlaði bílstjórinn að fara með hana þangað. Á leiðinni hvarf stúlkan sporlaust úr bfln- um. Ökumaðurinn fór á staðinn, sem hún gaf upp. Þar var honum sagt, að stúlkan hefði látizt fyrir nokkru. fslenzkir bíldraugar Ýmsar sagnir ganga af viðskipt- um bilstjóra og drauga. Sagt er, að fólk, sem tekið hafi verið uppi, hafi horfið sporlaust. Einnig er talað um svipi, sem hafa sézt ganga á undan bilum eða í veg fyrir bila. Nokkrir staðir eru til- greindir í þessu sambandi. Má þar tilnefna Vogastapa og Kerlingar- skarð. Sagnir eru lika til um reimleika i gömlum likvögnum og fleira i þessum dúr. Fyrir nokkrum árum voru vin- sælir s.k. fílabrandarar, t.d.: Hvernig sézt, að það hafi verið fíll i ísskápnum? — Það eru fótspor í smjörinu! Eða: Hvað er það, sem er brúnt með rauðar rendur? — Kjötbolla með axlabönd! Heimildir: Folkloro 1969, 80:4. Londun. The Folk-lore sociely. Fataburen 1971. (irein f Expressen 5/10 1976. N'ordisk folktro. Lund 1976. Tradition 3. 1973.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.