Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 4 ■ BlMfc blMAK jO 28810 car rental 24460 GEYSIR BORGARTÚNI 24 LOFTLCIBm C 2 11 90 2 11 38 FERÐABÍLAR hf. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbílar, stationbilar, sendibíl- ar, hópferðabílar og jeppar. Chubb Fire Eldvarnir Slökkvitæki fyrir Heimilið Bílinn Hjólhúsið Sumarbústaðinn Bátinn Fyrirtækið Ólafur Gíslason & Co. hf. Sundaborg RVÍK sími 84800 ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐENU Útvarp Reykjavík L4UG4REX4GUR 3. si'ptcmber. MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Frðttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. daghl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Marinó L. Stefánsson heldur áfram sögu sinni „Manna í Sólhlíð" (5). Til- kynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. Oskalög sjúkl- inga kl. 9.15: Kristín Svein- björnsdóttir kynnir. Banra- tími kl. 11.10: A heimaslóð. Hilda Torfadóttir og Haukur Agústsson sjá um tímann. Meðal annars verður lesið úr verkum Sigurðar Breið- fjörðs, Ólínu Andrésdóttur, Guðmundar Biiðvarssonar, Böðvars Guðmundssonar, Jóns Helgasonar og Magnús- ar Asgeirssonar. 12.00 Ilagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SIÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Laugardagur til lukku. Svavar Gests sér um þáttinn. Efnið er sótt til Vestmanna- L4UG4RD4GUR 3. september 17.00 lþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Albert og Herbert (L) Sænskur gamanmynda- flokkur. Lokaþáttur. Töfrar tónlist- arinnar. Þýðandí Dóra Hafsteinsdótt- ir. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 21.00 A fljúgandi ferð Heimildamynd. tekin f Frakklandi, Bandaríkjun- um og Bretlandi, um Le Manskappaksturinn i Frakk- V__________________________ eyja. (Fréttir kl. 16.00, veð- urfregnir kl. 16.15). 17.00 Létt tónlist: Harmon- ikulög o.fl. landi og sögu kappaksturs í heiminum. Kvikmyndaleikarinn James Coburn ekur ýmsum gerð- um sigursælla kappaksturs- híla og segir frá þeim. Þýðandi Guðbrandur Gisla- son. 21.50 Glæstar vonir (Great Expectations) Bresk bíómynd frá árínu 1946, byggð á sögu eftir Charles Dickens. Aðalhlutverk John Mills, Valerie Hobson, Bernard Miles og Alec Guinnes. Aðalpersóna myndarinnar er ungur maður, sem alist hefur upp hjá vandalausum. Ókunnur velgjörðamaður arfleiðir hann að talsverðri fjárupphæð, og hann tolur sig vita, hverjum hann á vel- sæld sína að þakka. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 23.40 Dagskrárlok ____________________________/ 17.30 Frakklandsferð í fyrra- haust. Gísli Vagnsson bóndi á Mýrum í Dýrafirði segir frá. Óskar Ingimarsson les (2). 18.00 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Landsleikur í knatt- spyrnu: Belgía—Island. Her- mann Gunnarsson lýsir síð- ari hálfleik frá Bruxelles. (Leikurinn er liður f heims- meistarakeppninni) 20.25 „Kormáks augun svörtu“. 150 ára minning Gísla Brynjólfssonar skálds. Eiríkur Hreinn Finnbogason tekur saman dagskrána og talar um skáldið. Lesið úr ritum Gfsla og sungin lög við Ijóð hans. 21.15 Svört tónlist, sjötti þáttur. Umsjónarmaður: Gérard Chinotti. K.vnnir: As- mundur Jónsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Ur einu atriða Glæstra vona. Hér eru Anthony Wager (sem Pip), John Bureh, Grace Denbigh-Russell, Hay Petrie, Freda Jackson og Bernard Miles í hlutverkum sínum. Glæstar vonir kl. 21.50: Upphafsmynd glæsts ferils David Lean Sjónvarpsmynd kvöldsins, sem hefst kl. 21.50, er brezka bíómyndin Glæstar vonir, eða Great Expetations, eins og hún heitir á frummálinu. Myndin er frá árinu 1946 og er stjórnað af hinum víðfræga brezka kvik- myndastjóra David Lean. Söguþráður myndarinnar er i stuttu máli á þá leið, að ungur maður sem alizt hefur upp hjá vandalausum er arfleiddur að talsverðri fjárupphæð af ókunnum velgjörðarmanni. Hinn ungi maður telur sig vita hverjum hann á velsæld sína að þakka, og gengur myndin tals- vert út á það. Með aðalhlutverk fara John Mills (leikið í mörg- um myndum, þ.á.m. Oh. What a Lovely War, Scott of the Antarctic og Ryan’x Daughter), Valerie Hobson, Bernard Miles og Alec Guinnes. David Lean, fæddur í Suður Englandi 1908, var alinn upp í kvekara-fjölskyldu og var upp- eldið strangt. Fékk Lean aldrei að sjá kvikmyndir í æsku þar sem þær voru taldar ósiðsam- legar í fjölskyldunni. Én hann kom inn i kvikmyndaiðnaðinn 18 ára gamall sem aðstoðarmað- ur kvíkmyndatökumanna og handlék hann þá klappspjaldið. Vann hann sig fljótt upp í að verða þriðji aðstoðarleikstjóri en þaðan lá leiðin í klippinga- herbergið í Gaumont Studios í Englandi hvar hann kunni einna bezt við sig og aflaði sér virðingar. Starf hans við klipp- ingar varð til þess að Noel Coward fékk hann sem aðstoð- arleikstjóra sinn árið 1942. Fyrsta eigið verk David Leans sem leikstjóra var Great Expectations en myndin er byggó á sögu eftir Charles Dickens. Árið eftir kom svo Oliver Twist frá Lean og kann- ast vist margir við þá mynd. Margar hafa svo fylgt í kjölfar- ið eins og t.d. The Sound Barrier (1951), The Bridge on the River Kwai (1957) og Lawrence of Arabia (1962), en fyrir þær tvær síðasttöldu fékk David Lean nokkrar af æðstu viðurkenningum kvikmynda- heimsins. Af síðari myndum Leans má nefna Dr. Sivago (1965) og Ryan’s Daughter (1970). Island-Holland í íþróttaþætti Enski boltinn af stað LANDSLEIKUR íslend- inga og Hollendinga, sem háður var í Nijmegen í Hollandi sl. miðvikudags- kvöld, verður sýndur í íþróttaþætti sjónvarpsins sem hefst kl. 17 í dag. Verður útsendingin í lit- um, en sem kunnugt er tapaði landinn 1:4. Iþróttaþátturinn hefst að vísu á einum þættinum í norsku myndunum um fjölskyldutrimm, en leik- urinn við Hollendinga verður aðalefnið. Auk þessa verður svo sýnt eitthvað af frjálsíþrótta- myndum, ef tími gefst til, auk þess að sagðar verða fréttir af innlendum og erlendum íþróttavið- burðum. Enska knattspyrnan hefur göngu sína á ný í sjónvarpinu í dag. Verð- ur hún á dagskrá kl. 19 á laugardögum í vetur. Það verður ekki byrjað dóna- lega að þessu sinni, því menn fá að sjá bezta og vinsælasta lið Englands um þessar mundir, Man- chester United, leika við Birmingham City, en leikurinn fór fram á velli Birminghamliðsins fyrir hálfum mánuði að við- stöddum 30 þúsund áhorfendum, sem fengu að sjá mörg góð mörk, en í þessum leik var einmitt skorað fyrsta mark ný- hafins keppnistímabils, og var þar að verki Lou Macari leikmaður Man. Utd. Sjónvarp kl. 21.00: Hraði, dirfska og snilli SJÖNVARPIÐ sýnir i kvöld kl. 21.00 alþjóðlega heimildamynd um hinn víðfræga Le- Mans-kappakstur, en í myndina er einnig fléttað sögu kappakst- urs í heiminum. Fá menn að sjá í þessum þætti ýmsa sigursæla kappaksturmenn og kappakst- ursbíla, og er þessi mynd því kjörin fyrir þá sem vilja afla sér staðgóðrar þekKingar á kappakstri í heiminum. Hinn færgi kúreki James Coburn skiptir nú um farartæki og ek- ur sumum farkostanna sem sýndir verða. í þessari 50 min- útna mynd fá sjónvarpsáhorf- endur aó sjá mikinn hraða, dirfsku og snilli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.