Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 Vegin meðallaun í einkaþjónustu en í opinberri þjónustu 39% hærri BANDALAG háskólamanna hef- ur sent frá sér fréttatilkynningu sem svar við viðtali í ríkisútvarp- inu við Höskuld Jónsson formann samninganefndar rikisins, en i viðtalinu dró Hö,skuldur í efa þann launamun, sem BHM hefur látið i ljós að væri milli manna í opinberum störfum og þeirra sem starfa innan einkageirans. í fréttatilkynningu BHM segir, að launakönnun Hagstofu Islands bauð honum heim ásamt fleiru fólki. Um nóttina varð fólkið vart við það að Spánverjinn var far- inn að leita á litla dóttur húsráðandans, fjögurra ára gamla. Var athæfið stöðvað þegar í stað og lögregla tilkvödd. Hefur Rannsóknarlögregla ríkisins rannsókn þessa máls með höndum. hafi leitt i ljós að háskólamenn hefðu um það bil 40% hærri laun á almennum vinnumarkaði en hjá ríkinu. Siðan segir: „Af þessu til- efni og því, að samninganefnd ríkisins fékkst ekki til að ræða niðurstöðu Hagstofu íslands á fundi með samninganefnd BHM 23. ágúst s.I., vill BHM hér með koma á framfæri eftirfarandi launasamanburði, sem byggist á könnun Hagstofu Islands: Framhald af bls. 36 holunni, sem svo lengi hefur blás- ið, en hún er í gilinu við Seltún. Sunnan við hverinn Pini, sem áður er getið, beint norður af gróðurhúsunum í Krisuvík og austan við Hveradalinn hefur og komið upp gufa, en þar hefur ekki áður svo Jón Jónsson jaró- fræðingur viti, verið gufa. Við borholuna í Seltúnsgili er og jörð- in öll að soðna í sundur og um ailt eru sjóðandi hveraaugu. Þar hef- ur einnig myndazt allmikill leir- hver um hálfur annar metri i þvermál. Þá er einnig farið að sjóða víða í gilinu fyrir neðan þennan staó. Jón Jónsson sagði að ekki lægi Ofangreindur launasamanburð- ur á sambærilegum starfsheitum i einkaþjónustu og ríkisþjónustu sýnir, að laun í einkaþjónustu eru 12%—78% hærri en i ríkisþjón- ustu. Séu hins vegar borin saman vegin meðallaun fyrir ofangreind starfsheiti kemur í Ijós, að laun i einkaþjónustu eru tæplega 39% hærri en laun í ríkisþjónustu. Fyrri fullyrðingar BHM um 40% mun á launum starfsmanna i ríkisþjónustu og einkaþjónustu byggðust á samanburði á vegnu meðaltali fastra launa allra há- skólamanna í rikisþjónustu og þeirra háskólamanna í einkaþjón- ustu, sem úrtak Hagstofunnar náði til. Nokkur gagnrýni hefur komið fram á þann samanburð og hefur því verið haldið fram að ekki væri um að ræða sambæri- lega hópa. Nú hafa hins vegar verið borin saman föst laun sam- bærilegra hópa. hjá ríki og í einkaþjónustu (sbr. töflu hér að framan) og niðurstaða þess samanburðar svo til sú sama og fyrri samanburðar. Bersýnilega er að ríkisvaldið telur niðurstöður könnunar Hag- stofunnar ekki nægilega hagstæð- ar og vill því sem minnst um þær tala. ljóst fyrir, hvort um heildaraukn- ingu hverasvæðisins væri að ræða eða hvort virkni þess væri aðeins að færast til. Hann kvað fulla ástæðu til að brýna fyrir fólki að fara gætilega um svæðið. Ekki hefði orðið vart við neinar jarð- hræringar á svæðinu svo að vitað væri og þörf væri frekari rann- sókna á svæðinu i heild. Ef hins vegar hveravirkni svæðisins er að aukast, er ekki gott að segja, hvað þarna er að gerast — sagðí Jón. Þess má geta, að bæjarráð Hafnarfjarðar hefur falið bæjar- verkfræðingnum í Hafnarfirði að girða svæðið, þar sem það getur verið hættulegt yfirferðar og setja upp viðvörunarmerki, þar sem þau eigi að vera með tilliti til þessara skyndilegu breytinga á svæðinu. — Fagna kæru Framhald af bls. 36 dómurinn sem sker úr. Því er ég verðlagsstjóra mjög þakklátur fyrir að hann skuli hafa beint málinu inn á þessa braut. „Ég er ekki viss um að allir embættis- menn hefðu þorað þetta,“ sagði Arni Brynjólfsson, „en fyrir það fær hann fjöður í hattinn frá mér.“ Guðjón Tómasson, fram- kvæmdastjóri Sambands málm- og skipasmiðja, sagði, er Morgun- blaðið spurði hann um þetta mál: „Við fögnum þessu af því að nú fást starfshættir verðlagsnefndar teknir fyrir. Við teljum að okkar taxti hafi verið samkvæmt ákvörðun nefndarinnar og að þessi taxti verðlagsstjóra sé algjör lögleysa. Við munum gefa okkar taxta út aftur nú í samræmi við þær samþykktir, sem nefndin hef- ur gefið, en ekki þá útreikninga, sem verðlagsstjóri hefur gert. — Missti stjórn á sér Framhald af bls. 36 Endalok málsíns urðu siðan þau, að lögregluþjónninn færði þá gömlu á lögreglustöðina Þar færði hún þau rök fyrir hegðan sinni. að hún hefði verið svo spennt i að komast á brunaútsöluna, að hún hefði ekki getað stillt sig — Nixon Framhald af bls. 36 Er fyrrnefnd 18 lA minútu þögn uppgötvaðist við rann- sókn Watergatemálsins sögðu talsmenn Nixons, að ungfrú Woods hefði fyrir slysni stigið á rofa, sem þurrkaði út samtal Nixons við R.H. Haldeman, ráð- gjafa hans, þremur dögum eftir Watergateinnbrotið. Dóm- kvaddir sérfræðingar héldu hins vegar fram að 5—9 kaflar hefðu verið þurrkaðir út af ásettu ráði. — Utanríkisráð- herrafundur Framhald af bls. 36 inni að kynþáttastefna stjórnar S-Afríku væri meginástæðan fyr- ir þvf hversu málum væri nú komið í Afríku sunnanverðri. I yfirlýsingu ráðherrafundarins er ítrekað að Norðurlöndin séu enn sem fyrr reiðubúin til að taka þátt i friðargæzlu Sameinuðu þjóðanna í Namibíu og Rhódesíu þegar og ef það reynist nauðsyn- legt. Um ástandið i Miðausturlönd- um lýstu ráðherrarnir því yfir, að við lausn deilunnar þar yrði að taka tiliit til réttinda Palestínu- araba til afmarkaðra landsvæða, svo og að Palestínuarabar yrðu að viðurkenna tilverurétt Ísraelsrík- is, um leið og lýst var yfir stuðn- ingi við tilraunir, sem miða að því að deiluaðilar setjist að samninga- borði. Fram kom stuðningsyfirlýsing við þá tillögu að Norðmenn tækju sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 1979. Akveðið var að næsti fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna yrði haldinn í Osló dagana 9.—10. marz n.k. — Rhódesía Framhald af bls. 36 gert að Ian Smith og stjórn hans segi af sér, en við taki brezkur bráðabirgðalandsstjóri, sem síðan sæi um framkvæmd kosninga, sem þar sem allir íbúar landsins hefðu jafnan kosningarétt. Á fundi með fréttamönnum í dag var Smith venju fremur hvat- skeytlegur í svörum, og lét meðal annars þau orð falla að tillögurn- ar væru „brjálæðiskenndar" og „hrapalleg mistök“. Vakið hefur athygli, að Smith gagnrýndi einna mest þær sömu tillögur og fulltrú- ar Þjóðernisfylkingarinnar, sem berst við herRhödesíustjórnar, fóru um hörðustu orðum í gær. Þar á meðal voru atriði sem lúta að því að komið verði á nýjum her í landinu og að gæzlulið á vegum Sameinuðu þjóðanna verði sett til að annast friðargæzlu. Grundvallaratriði i tillögum Breta og Bandaríkjamanna er að hver kosningabær einstaklingur hafi eitt atkvæði, óháð menntun og fjárhag viðkomandi, en á fund- inum í dag sagði Smith að slík tilhögun yrði til ills eins fyrir Rhódesiu, um leið og hann átaldi harðlega hversu mikið vald brezka bráðabirgðalandsstjóran- um væri ætlað samkvæmt tillög- unum. Náinn samstarfsmaður Joshua Nkomo, sem er einn harðasti and- stæði'ngur stjórnar Smiths meðal blökkumannaleiðtoganna, kvaðst i dag þeirrar skoðunar, að tillög- urnar væru samkomulagsgrund- völlur, en fullyrti jafnframt, að þau ákvæði er snertu friðargæzlu- liðið væru óframkvæmanlegar. — Kassafískur Framhald af bls. 2 um. Hann kvaðst þó ekki hafa handbærar nýjar tölur um lönd- unarkostnaðinn, en fyrir ári hefði verið gerður allnákvæmur saman- burður á kostnaði við núverandi löndunaraðstöðu og kassalöndun i vesturhöfnmni við Bakkaskála og þá miðað við í siðara tilfellinu að svipaðir samningar og kjör fengj- ust og eru i gildi á Vestfjörðum. Hefði niðurstaðan orðið sú, að nú- verandi löndunarkostnaður næmi um 3.21 krónu á hvert kilö, en að hann yrði sem næst 2.78 kr. við kassalöndun, þannig að munur- inn væri sem næst 40 aurar á hvert kiló. Þá væri eftir að gera ráð fyrir fjármagnskostnaði vegna kassakaupanna, sem auð- vitað væri verulegur. Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Gunnar Guðmundsson, hafnarstjóra i Reykjavík, og spurðist fyrir um hvað liði aðgerð- um af hálfu hafnaryfirvalda varð- andi aðstöðu fyrir togaraútgerð- ina í Bakkaskemmu til fiskmót- töku. Gunnar sagði, að hafnar- stjórnin hefði nú þegar um mitt sumar afhent Bæjarútgerð Reykjavikur nær helming Bakka- skemrau, þar sem gert væri ráð fyrir að BUR kæmi upp kaldri fiskmóttöku, en af hálfu BUR hefði síðan ekkert verið unnið frekar að framgangi málsins. Það sagði Gunnar að ekkert væri því til fyrirstöðu að Togaraafgreiðsl- an gæti flutt starfsemi sína i vesturhöfnina. Reykjavikurhöfn hefði þegar útvegað húsnæði fyrir starfsmennina hjá Togaraaf- greiðslunni í kaffistofu sem Eim- skip hafði til skamms tíma i Grandaskála, og möguleikar væru á þvi að útvega togaraafgreiðsl- unni frekari aðstöðu i þeim skála eða þá Bakkaskemmu. Væri gert ráð fyrir því í framtfðinni, að öll Bakkaskemma yrði nýtt undir kæligeymslu eða Togaraafgreiðsl- una að hluta. Hins vegar kvað Gunnar það mega koma fram, vegna þess áróðurs er hafður hefði verið uppi undanfarið um að Reykja- víkurhöfn hefði vanrækt að hugsa fyrir aðstöðu fyrir togaraútgerð- ina, að þegar Grandaskáli hefði verið byggður á sínum tíma, hefði Togaraafgreiðsiunni verið boðið að flytja þangað en ekki reynzt áhugi fyrir því. Hið sama hefði verið uppi á teningnum, er Bakkaskemma var reist, því að þá hefði verið auglýst fyrir útgerð- ina þar, en aðeins einn aðili not- fært sér það og tekið húsnæði á leigu. I framhaldi af frétt Morgun- blaðsins í gær þess efnis að áformað væri að setja kassa f alla reykvísku togarana, hafði blaðið samband við Guðmund Ingvason, framkvæmdastjóra Bæjarúl- gerðarinnar f Hafnarfirði, og spurði hann hvernig þessum mál- um væri háttað þar. Guðmundur sagði, að togarinn Maí væri nær eingöngu með kassafisk og hinn togarinn, Júní, hefði verið með 1000 kassa en þeim nýlega fjölgað í 2.300. Þá legðu einnig upp hjá Bæjarútgerðinni skip útgerðar- félagsins Samherja — Jón Dan og Guðsteinn, sem BUH ætti hlut f, og hefðu 2000 kassar verið settir i Jón Dan sl. vetur, þannig hlutfall- ið f alfa hans væri um 120 tonn kassafiskur en um 100 tonn í lausu. Guðsteinn væri hins vegar án kassa en fyrirhugað væri að setja einnig kassa í það skip, en fyrirtækið hefði ekki haft fjár- hagslegt bolmagn til þess fram að þessu. Allir togarar á Suðurnesjum, sem eru nálægt tíu talsins, isa aflann i kassa nær einvörðungu, að þvi Mbl. fékk upplýsingar um í gær. — Landbúnaðar- ráðherra Framhald af bls. 2 einhverjar breytingar kynnu að verða á skipun nefndarinnar eða ekki. — Ég tel ekki samstöðu um að koma þeim atriðum, sem aðal- fundurinn leggur til, í fram- kvæmd nema þessi endurskoðun Framleiðsluráðslaganna fari fram og þetta verði einn þáttur hennar. Sú endurskoðun tekur hins vegar langan tima og það gæti þvf komið til greina að taka fóðurbætisskatt- inn út úr þessu og afgreiða hann fyrr, sagði Halldór. Ráðherra var að því spurður hvort lögleiðing fóðurbætisskatts til að jafna verð búvörufram- leiðslunnar væri ekki stefnu- breyting frá þvi áliti Fóðuriðnað- arnefndar og samþykkti Búnaðar- þings, að lögleiða fóðurbætisskatt og nota hann til uppbyggingar á graskögglaiðnaðinum í landinu? — Ég er þeirrar skoðunar að fóðurbætisskattur gæti runnið til beggja þessara þátta og það mætti rúma það innan þeirra marka, sem Stéttarsambandið settti fram, sagði Halldór. Samanburður á launum háskólamenntaðra manna í ríkisþjónustu og einkaþjónustu (skv. könnun Hagstofunnar) Upphæðir í þús. kr. Föst laun STARFSHEITI 3 «3 C/5 3 A. « Einkaþj./rfkisþj. (lfl) * 3 S S .£ 3 3 g VERKFRÆÐINGAR: • s t:® Stjórnunarstörf/deildarverkfræðingar — A — J3. S _ o.fl. (A—24) 219 160 36,9 Ahnenn verkfr.störf/verkfræðingar í 1 f 1. A—20. VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐINGAR: Forstöðum., skrifst.stj/deildastj. 205 138 48,6 forstöðum., skrifst.stj. (lfl. A—23). Fulltrúar/viðsk.fr. II og hagfr. II 217 155 40,0 (lfl. A—20) LÖGFRÆÐINGAR: F’orstöðum./deildastj., 171 138 23,9 skrifst.stj. (lfl. A—209 276 155 78,1 Fulltrúar/fulltrúi II (lfl. A—20) TÆKNIFRÆÐINGAR: Stjórnunarstörf/forst.m., 154 138 11,6 rafveitustj. III (lfl. A—20) 193 145 33,1 Alm.tæknifr.störf/tæknifr. (lfl. A—18) 164 127 29,1 Vegið meðaltal 201 145 38,6 Eru þeir að fá 'ann Sæmileg veiði í Gljúfurá Á föstudaginn voru rétt rúm- lega 300 laxar komnir á land úr Gljúfurá og verður það að teljast sæmileg veiði. Heldur var áin orðin vatnslítil vegna þurrkanna undanfarnar vikur, en bót ætti að ráðast á því, ef koma fleiri skvettur eins og um helgina síðustu. Laxinn er yfir- leitt smár í Glúfurá, þetta 4—7 pund yfirleitt, en einn og einn stærri leynist innan um. Dálítið hefur veiðst af sjóbirtingi í ósn- um, en þó minna en oft áður. Þeir eru þó margir myndarlegri fiskar og vega allt upp í 5 pund. Veiði lýkur í Gljúfurá 20. september. Reykjadalsá ennþá í fyrsta gfr Síðustu árin hefur reyndin verið sú, að litið af laxi sést i ánni fyrr en kemur fram í ágúst. í sumar voru þó komnir um 40 laxar úr ánni um mánaðamót júli-ágúst og menn þvi hóflega bjartsýnir á fram- haldið. Þá gerði þennan firna þurrk, sem stóð mestallan ágúst og ef það er nokkur á landinu sem slíkt kemur illa við, þá er það Reykjadalsá, því að allmik- ið hveravatn rennur í ána, þ.á.m. sjálfur Deildartungu- hver. Laxarnir sem drepnir hafa verið á bökkum Reykja- dalsár i sumar eru ennþá innan við 100 og auk þess mun smærri að meðaltali en oftast áður. Veiðinni lýkur 20. september og er því enn timi til að rétta aðeins úr kútnum fyrir vetur- inn, þó að ljóst sé, að engin met verða slegin að þessu sinni. Léleg veiði í Grímsá Við höfum frétt, að um helg- ina hafi aðeins milli 1000 og 1100 laxar verið komnir á land úr Grímsá og hlýtur það að telj- ast mjög léleg heildarveiði, en þar eins og víðast annars staðar hafa hinir miklu þurrkar í ágúst dregið mjög úr veiði. Um svipað leyti í fyrra voru laxarn- ir orðnir hálft þréttánda hundr- að og þótti það lélegt. Laxavon í Elliðavatni Samkvæmt upplýsingum sem við fengum á bænum Elliða- vatni fyrir nokkru, kemur ávallt allmikill lax upp í vatnið sfðari hluta ágúst og veiðast þá jafnan nokkrir laxar á stöng í vatninu og oft má sjá hann stökkvandi við brýrnar milli Elliðavatns og Helluvatns. Framan af sumri var silungs- veiðin f vatninu mjög góð, en í ágúst hefur dregið töluvert úr henni eins og venjulega. —gg- — Spánverji — Krísuvík Framhaltl af bls. 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.