Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 10 í heimsókn á Eyrarbakka og Stokkseyri Fráleitt að kenna kaupgjaldinu um öll þessi vandræði Pálmar ásamt einum vinnufélaga sfnum í Hraðfrystistöðinni. Vid trúum ekki á lokun hússins I HRAÐFRYSTIETÖÐ Stokks- eyrar hitti Morgunblaðið fyrir Pálmar Eyjólfsson sem m.a. er þekktur fyrir orgelleik sinn í Stokkseyrarkirkju síðustu ára- tugi og tók hann tali f sam- bandi við yfirvofandi atvinnu- leysi á staðnum. Ég held að starfsfólkið hér trúi nú ekki að til lokunar komi, þó svo menn ihugi auðvit- að þann möguleika. Hér hefur verið ágætis vinna að undan- förnu og ekkert borið á hráefn- isskorti, svo við verðum að vera bjartsýn. Hér eru nú starfandi um 70 manns og er það sá fjöldi sem er vanalega starfandi á þessum tíma, þegar skólarnir eru að byrja, þannig að skólafólkið er nú þegar hætt. Nú og á bátun- um eru sjálfsagt yfir 50 manns. Ef allt þetta fólk missti atvinn- una vegna lokunar þýddi það algera stöðnun hér á Stokkseyri þar sem þetta eru uppundir 80% af öllu vinnandi fólki á staðnum. Annars höfum við verið mjög heppin hér hvað atvinnu snert- ir þar sem hér hefur undanfar- in ár verið mjög stöðug vinna þó úr dragi lítillega á haustin en aldrei þó svo mikið að fólk- inu hafi verið sagt upp, einung- is eftirvinnan hefur fallið nið- ur. Að lokum Pálmar, hvernig er verkalýðsfélagið ykkar? — Það er nokkuð gott má segja, hefur komið ágætis málum fram, t.d. í sambandi við tryggingar og fleira sagði Pálmar að lokum. Algert reidarslag fyrir byggðarlagið — Það er fráleitt að kenna kaupgjaldinu um þær aðstæður sem nú eru að koma upp hér í atvinnumálum Stokkseyrar, það er að segja hin umtalaða lokun hraðfyrstistöðvarinnar sem reyndar er ekki komin til framkvæmda ennþá, sagði Björgvin Sigurðsson, formaður Verkalýðsfélags Stokkseyrar, er Morgunblaðið ræddi við hann í vikunni. Það er alveg ljóst að röng stefna ríkisvaldsins er það sem er að sigla frystiiðnaðinum í strand. Bezt væri fyrir alla aðila ef frystihúsin gætu borgað hærra kaup og fengið i staðin stöðugra og betur þjálfað starfslið sem afkastaði meira. Nú er uppi- staðan í starfsliði hraðfrysti- stöðvarinnar giftar konur sem jafnvel eru í hlutastarfi og svo þegar mest er að gera eru þetta óvanir unglingar. Ef til lokunar kæmi þýddi það atvinnumissi fyrir um 80 manns hér í frystihúsinu og um 50 sjómenn sem eru á bátum Hraðfrystistöðvarinnar, en þeir myndu einnig stöðvast því þeir geta ekki lagt upp neins staðar annarsstaðar. Þá er ég mjög hneykslaður á þeim vinnu- brögðum að senda togarann Bjarna Herjólfsson með aflann til útlanda meðan hráefnis- skortur er hjá okkur, en togar- inn er nú eins og allir vita eign almenningshlutafélags þar sem hrepparnir Eyrarbakki, Þorlákshöfn og Stokkseyri eru stærstu eigendur. Það mætti nú ætla að þessir sveitarstjórnar- menn myndu hlutast til um að hraðfrystistöðvar þessara staða Eini kvennmaðurinn sem enn er við störf hjá Hraðfrystistöð Eyrarbakka. Við erum hér í smá frágangi ÞRATT fyrir að Hraðfrystistöð Eyrarbakka hafi þegar lokað, eru enn nokkrir starfsmenn sem þar eru að ganga frá og ræddi Morgunblaðið stuttlega við þá. — Við sem hér erum nú verðum eitthvað áfram við ým- iss konar frágang og siðan við að mála og ýmislegt annað dútl. Það má því segja að við erum nokkuð heppin hvað það snert- ir en auðvitað er hér einungis um dagvinnu að ræða sem dug- ir enganveginn til að fram- fleyta heilli fjölskyldu. Þessi stöðvun hússins er geysilegt áfall fyrir byggðarlag- ið í heild og það verður að gera eitthvað hið snarasta ef ekki á að fara mjög illa fyrir mörgum hér, sem þurfa að sjá fyrir fjöl- skyldum, en við vonum auð- vitað að þetta taki fljótt enda og full vinna hefjist bráðlega. fengu nægt hráefni til vinnsiu þegar það væri fyrir hendi. Annars má segja að hér sé aldrei stanz vegna hráefnis- skorts, vinnan er nokkuð stöð- ug þó að úr dragi stundum á haustin en togarinn átti einmitt að dekka þá tima. Annars virðist sem ráðamenn ætli sér að sýna verkafólki að hækkað kaup þýði umsvifalaust atvinnuleysi en þetta er algjör Björgvin á skrifstofu verka- lýðsfélagsins Bjarma á Stokkseyri. fjarstæða, launin eru ekki það sem er að drepa frystihúsin. í sambandi við það ákvæði í atvinnuleysistryggingasjóðslög- unum, að þeir sem hafa rétt til að fastráða sig en gera það ekki missi við það öll réttindi til atvinnuleysisbóta, hafa lög- fræðingar verkalýðshreyfingar- innar lýst vantrú sinni á að þetta ákvæði stæðist fyrir dómsstólum. — ÞETTA er algert reiðar- slag fyrir alla sem að fiskiðnaði hafa starfað hér á Eyrarbakka, sagði Kjartan Guðjónsson, for- maður Verkalýðsfélags Eyrar- bakka, er Morgunblaðið ræddi við hann í sambandi við upp- sagnir starfsfólks og lokun Hraðfrystistöðvar Eyrarbakka. — Svona vinnubrögð er al- gerlega ómögulegt að skilja, hér hefur alltaf verið stöðug atvinna utan þess að hráefni hefur lítillega vantað á haustin. Það er hreint alveg furðulegt að á meðan bátar Hraðfrysti- stöðvarinnar eru í slipp og geta ekki verið við hráefnisöflun er togarinn Bjarni Herjólfsson, sem er eign Eyrbekkinga að einum þriðja sendur á erlendan markað. Að mínu mati hefði hreppurinn átt að hlutast til um að togarinn færi ekki út, en hreppurinn er nú langstærsti eigandinn af Eyrbekkinga hálfu. En aðrir eigendur togar- ans eru hlutafélög á Stokkseyri og í Þorlákshöfn. Við lokunina missa um 60 manns atvinnuna og aðeins hluti þeirra hefur rétt á at- vinnuleysisbótum vegna þess að þær reglur, sem gilda um úthlutin úr atvinnuleysistrygg- ingasjóði, eru meingallaðar. Einungis fast ráðið fólk getur fengið úr sjóðnum en það er einungis hluti af starfsfólkinu auk þess sem þær konur sem eiga maka sem vinna fyrir meiri tekjum en 1500000 á ári fá enga fyrirgreiðslu, þrátt Kjartan Guðjónsson, formaður verkalýðsfélagsins á Eyrar- bakka. fyrir að þær greiði alveg til jafns við aðra í sjóðinn. Þetta stopp þýðir einnig að bátaflotinn legst að bryggju og um fimmtíu starfsmenn missa við það vinnu sína, en bátar héðan geta ekki lagt upp neins staðar annars staðar. Annars hefur þessi lokun frystihússins gífurlega víðtæk áhrif hér utan þess að menn missa atvinnuna. Menn voru gjarnir að líta björtum augum á þetta vegna komu Bjarna Herjólfssonar en með þessu slær óhug á allra sem hér búa. En til dæmis um þá bjartsýni sem ríkti með komu togarans jukust nýbyggingar töluvert mikið en nú stöðvast slíkar framkvæmdir alveg. Þá vil ég leiðrétta það sem kom fram í fréttum varðandi fund þann sem forráðamenn frystihúsa héldu með formönn- um verkalýðsfélaga þar sem sagt hefur verið að fullt samráð hafi verið haft um þessa lokun, það er fjarstæða. Það sem kom fram á fundum var það, að for- ráðamenn frystihúsanna kynntu þær aðgerðir sem kynni að vera nauðsynlegt að gripa til, hér var ekki um neitt sam- ráð að ræða. Það er því alveg ljóst að rikis- valdið þarf að gripa í taumana, og það sem ég tel vænlegast til árangurs er að auka afurðalán til útvegsins. En það furðulega við þetta allt saman er að rikis- valdið skyldi ekki hafa gripið i taumana áður en allt fór í vask- inn, á þessum stöðum sem sjávarútvegur er allsráðandi í atvinnulífinu. Annars held ég að þessar að- gerðir frystihúsanna víða um land hafi verið fyrirfram skipu- lagðar til þess eins að knýja rikisvaldið til einhverra að- gerða, svo sem fella gengið eða eitthvað þess háttar. Að lokum var Kjartan spurð- ur að því hvað verkalýðsfor- ystan teldi vænlegast að gera og máium væri mú komið. — Það eina sem nú er til bjargar, er að til komi veruleg fyrirgreiðsla frá hendi bankanna til frysti- húsanna. Kemur illa niður á mörgum hér Hjördís Sigurðardóttir var einn þeirra „starfskrafta" sem misstu atvinnuna við lokun Hraðfrystistöðvar Eyrarbakka. Af því tilefni ræddi Morgun- blaðið stuttlega við Hjördísi þar eystra. Fyrst var Hjördís að því spurð hver áhrif þetta hefði fyrir hana og starfsfélaga henn- ar í fyrstihúsinu. — Ég er nú það heppin að hafa fyrirvinnu sem getur framfleytt okkur báðum, en það er ekki svo með, Hjördís við heimili sitt á Eyrar- bakka. alla sem þarna unnu. Þetta kemur sér mjög illa fyrir sumt af því starfsfólki. T.d. eru nokkrar ekkjur sem hjá húsinu störfuðu og nú hafa þær í engin hús að venda nema sumar þeirra sem rétt hafa á einhverj- um atvinnuleysisbótum en það eru aðeins fáar. Þá eru auðvit- að margir heimilisfeður sem missa vinnu við þetta og verða að leita á náðir atvinnuleysis- Framhald á bls. 22. Jóhann Reynisson sveitarstjóri á Stokkseyri á skrifstofu sinni. Alger dauða- dómur fyrir byggðarlag- ið ef Hrað- frystihúsið stoppar — EF frystihúsið stoppar, þýðir það algeran dauðadóm fyrir alla byggð hér á Stokks- eyri þar sem um 90% alira íbúa starfa f einhverjum tengslum við Ilraðfrystistöðina, sagði Jó- hann Rcynisson, sveitarstjóri á Stokkseyri, þegar Morgunhlað- ið ræddi við hann vegna fregna um hugsanlega lokun Hrað- Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.