Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 13 gerði sér far um að skrifa bækur um þá islenzka miðla, sem hún hafði náin kynni af og er þegar farið að vitna í þessi rit hennar i erlendum ritgerðum um sálrænt fólk. Hún skrifaði tvær bækur um Hafstein og bera báðar titilinn MIÐILLINN HAFSTEINN BJÖRNSSON. Fyrri bókin kom út 1946, en hin síðari 1952 og eru þær samtals 613 bls. að stærð. Að meginefni eru þessar bækur frásagnir og vitnisburðir þeirra sem sóttu fundi þessa miðils og lýsir reynslu þeirra og sönnunum sem þeir telja sig hafa fengið fyrir framlífi ástvina sinna, vina og kunningja. Langflestar eru þessar frásagnir vel vottfestar og af þeim sökum merkari en ella og verða sízt véfengdar. Meðal hins merkasta í síðari bókinni er frá- sögn séra Jóns Auðuns dóm- prófasts frá fundum spíritista á Norðurlöndum sumarið 1949. Þá er einnig í síðari bókinni að finna frásögn ritsnillingsins Þórbergs Þórðarsonar af miðilsfundi, sem ber með sér nákvæmni og vand- virkni þess merka höfundar. Þá má sízt gleyma hinni stórmerku bók Jónasar Þorbergs- sonar, fyrrverandi útvarpsstjóra, LÍF ER AÐ ÞESSU LOKNU, sem er helguð aldar fjórðungs miðils- þjónustu Hafsteins Björnssonar. Jónas Þorbergsson var litríkur hugsjónamaður og þegar hann gaf sig að einhverju var það aldrei gert með hálfum huga. Vin- átta hans og órofatryggð við Hafstein Björnsson verður seint metin að verðleikum. Hann var i senn verndari hans stoð og stytta og átti drýgri þátt í því að kynna landsmönnum stórbrotna hæfi- leika þessa sálræna manns en nokkur annar. En auðvitað voru það endan- lega hæfileikar Hafsteins sjálfs sem gerðu hann frægan. Það var gæfa hans að vera sifellt umvaf- inn hlýjum hugsunum frá þakk- látu fólki, sem fyrir hans tilstilli hafði náð sambandi við látna ást- vini og sannfærðist um það að dauðinn er ekki óvinur lifsins heldur einungis hlið til nýrrar tilveru. Þessar hlýju hugsanir fylgja Hafsteini áreiðanlega áfram til hinna nýju heimkynna þar sem hans biða ný verkefni til blessun- ar fyrir okkur sem eftir dveljum á jörðunni. Vinum Hafsteins ber öllum saman um að hann hafi verið hamingjusamur maður þegar hann var skyndilega kvaddur héðan. Hann var við heyskap rétt eins og i gamla daga heima í sveit- inni sinni, tiltölulega nýkvæntur hinni ágætustu konu, Guðlaugu Kristinsdóttur, sem hafði búið honum hið fegursta heimili í Hafnarfirði og var stoð hans og stytta i öllu starfi hans. Ekki verður hjá þvi komizt að Haf- steins Björnssonar verði sárt saknað. Ekki einungis munu vandamenn og vinir sakna hans, heldur ekki síður allir þeir mörgu sem telja sig standa i óbætanlegri þakkarskuld við hann. En það er okkur öllum ljóst að við megum ekki láta harminn ná tökum á okkur, því með sliku völdum við honum sjálfum sorg. Við biðjum honum því fararheilla og hugsum til hans með hlýju og þakklæti. Ævar R. Kvaran. Þegar þetta eina gerist, sem við öll eigum alveg vist, að deyja, og skarð kemur i vinahópinn, þá erum við ekki sterkari i trúar- vissunni en það, að við verðum litil og döpur og getum þvi tekið undir með höfundi þessara ljóð- lina: „ÉK sé hvar þú kemur (svörtum hjúpi seiðandi máttinn úr hjarta míns djúpi. Og f.vrr en mig varir þú vefur mij? örmum og van;?a minn snertir svo tár drjúpa af hvörmum.“ Svili minn og vinur, Hafsteinn Björnsson, er dáinn. Hann var kallaður allt of fljótt frá okkur, hinum mörgu vinum, sem hann var búinn að veita iíkn í þraut og gefa óteljandi fjölda fólks trúar- vissu um að látinn lifir og að dauðinn er aðeins umbreyting frá jarðnesku lífi til annars lifs, sem við trúum að sé betra og fegurra og vari að eilífu. Það er mikil náðargjöf hverjum einum sem fær í vöggugjöf þann hæfileika sem Hafsteinn var gæddur. Frá þvi ég kynntist honum fyrst, þá er hann kvæntist mágkonu minni, Þórdisi Helga- dóttur frá Tungu, fyrir um það bil 34 árum, hefur hann alltaf verið hinn sami, trausti miðill, sem aldrei flutti boð milli heima, sem ekki stóðuSt dóm efnishyggju- manna. Þvi fór svo, að við sem kynntumst þessum málum vel, hlutum að viðurkenna að hér voru engar blekkingar hafðar í frammi, heldur var hér um að ræða sönnun fyrir þvi, að maðurinn hefur ódauðlega sál sem lifir líkamsdauðann. Þessar fáu Iínur eiga ekki að fjalla um spíritisma, því um Hafstein er búið að skrifa svo margar bækur af merku fólki, að þar við get ég engu bætt, en þær munu halda nafi hans geymdu um ókomnar aldir. Hinsvegar get ég ekki geng- ið fram hjá þeirri staðreynd að ég hef setið óteljandi fundi hjá Haf- steini, fyrst heima hjá þeim hjón- um á Hörðuvöllum 2 i Hafnarfirði og síðar viða annars staðar. Væri sannarlega þess virði að skrifa um margt af þvi sem þar kom fram, en það biður sins tíma. Þórdís mágkona mín var fyrst gift Gísla Sigurðssyni, frænda minum ættuðum frá Eyrarbakka, er fórst með b/v Sviða árið 1941. Þau eignuðust 2 dætur, Auði og Helgu. Seinna giftist hún Hafsteini Björnssyni og átti með honum einn dreng, Gisla, sem nú er búsettur á Raufarhöfn. Systrunum Auði og Helgu reyndist Hafsteinn sem bezti faðir og börnum þeirra ástríkur afi. Fyrstu árin bjuggu þau Hafsteinn og Dísa á Hörðuvöllum 2 i Hafnarfirði. Þangað komum við hjónin oft og nutum mikillar gestrisni, en vináttan var gagn- kvæm og því góð fjölskyldutengsl milli heimila okkar, sem hélzt óbreytt I áraraðir. En enginn veit sina ævina fyrr en öll er. Fyrir tveimur árum slitu þessi ágætu hjón samvistum og var það okkur öllum í fjölskyldunni mikið áfall. En ekki þýðir að deila við dómarann, heldur taka þvi sem að höndum ber með karlmennsku og þolinmæði hins lífsreynda manns. Hafsteinn giftist seinni konu sinni, Guðlaugu, Krjstinsdóttur fyrir nokkrum mánuðum, og lifir hún mann sinn. Hafsteinn var glaður og hamingjusamur og nýtt líf virtist blasa við honum, en þegar kallið kemur kaupir sér enginn grið. Hann féll í valinn á björtum sumardegi mitt i önn dagins, við heyöflun fyrir búpening sinn. Þannig var Hafsteinn. Þrátt fyrir sína andlegu yfirburði, sem hann var heimsþekktur fyrir, átti búpeningurinn, og þó sérstaklega kindurnar, stóran þátt i hinu dag- lega lífi hans. Þvi á ég ekki betri ósk honum til handa, en að í nýrri veröld opnist honum grænar grundir, þar sem fjárhópar þekja haga isól og sumri. Öllum sem syrgja góðan vin sendi ég mínar beztu samúðar- kveðjur. Minningin mun lifa um stórmerkan mann. Theodór Gíslason Fyrir nokkrum vikum var ég í Vancouver B.C. Þar átti ég langt samtal við góðan vin minn og frænda af Deildartunguætt, vestur-íslenzkan verkfræðing, hygginn mann, fluggáfaðan, fullan áf sannleiksást einn þeirra manna sem ég met mest. Hann sagði mér, að aldrei liði svo nokkur dagur, að hann heyrði ekki rödd úr ósýnilegum heimi. Eftir tuttugu og þriggja ára renslu sem „sitjari" hjá vini mínum Hafsteini Björnssyni veit ég að sambýli okkar við ósýni- legan heim er furðu náið. Guð hefir tengt saman veraldirnar, börnin í ólíkum heimum eru bundin miklu sterkari böndum en fólk gerir sér i hugarlund. Ómögulegt er að segja hve náið sambýlið er. Enginn maður veit um það. Eitt er vist að sambýlið er enginn hugarburður. Það er sann- að af reynslu karla og kvenna hérlendis og erlendis. Ein af aðferðum hins almáttuga Guðs er að haga tilverunni svo, að fulltrúar hans úr öðrum heimi geti komið til okkar, og skipt sér af okkur, sérstaklega framliðnir ástvinir og vinir. ísland, islenzkir sálar- rannsóknarmenn og aðrir áhuga- menn um dulraen málefni geta borið höfuðið hátt, að hafa átt einn hinn fremsta og bezta miðil i heimi, fyrr og síðar. Líf Hafsteins gekk allt út á að auka gleði og gæfu sem flestra þeirra, er hann mætti á lífsleiðinni. Manngæzka hans var knúin fram af innri þörf, það var Hafsteini aldrei fullljóst hve stórkostlega miklu góðu hann kom til leiðar, meðal samferðar- manna sinna. Margir voru honum skuldugir i andlegum skilningi. Hann gladdi, örvaði vilja og jók sjálfstraust allra, margir eiga Hafsteini líf sitt að launa. Ekkert andans stórmenn i heiminum i dag hefir brjóstið hans, enginn hjartað hans, enginn kærleika hans. Hafsteinn var heitasti og einlægasti postuli mannkærleika og mannúðar. Ungir og aldnir, lærðir og leikir söttust eftir að ná tali af honum. Hafsteinn Björnsson var Skag- firðingur að ætt og uppruna, fæddur að Syðri-Hofdölum i Við- víkurhreppi 30. október 1914, sonur hjónanna Ingibjargar Jósa- fatsdóttur og Björns Skúlasonar, bónda og siðar veghefilsstjóra á Sauðárkróki. Þau eru bæði látin. Hafsteinn unni móður sinni mjög, enda annaðist hún fráeðslu hans, trúkona, en síðast en ekki sízt hafði hún djúpan skilning á hæfi- leikum hans. Ekki er það ætlun mín, með þessum línum, að gera nokkurt heildaryfirlit yfir ævi miðilsins Hafsteins Björnssonar, það munu aðrir mér hæfari gera. Hafsteinn Björnsson var . tvíkvæntur, eftirlifandi siðari kona hans er Guðlaug E. Kristins- dóttir. Heimili þeirra stóð i Hafn- arfirði, sannkölluð gróður-ey á eyðimörk, þar var bjart og friðsælt. Ég stend i ógleymanlegri þakkarskuld við vin minn Haf- stein Björnsson. „Flýt þér vinur. í ft*Bra heim: krjúptu að fótum Frióarhuóans «r fljÚKóu á vængjum morgunroóans meira aó starfa(*uós um geim.“ J.II. Helgi Vigfússon. /fíl þess að fá að tefla í Motala varð sveit Hvassaleitisskóla fyrst að sigra í skákkeppni gagnfræðaskólanna sem fram fór í Reykjavík. Hér sjást þeir sem skipuðu sigursveitina í þeirri keppni. Fra vinstri efst: Jóhannes Gísli Jónsson, Bjarnsteinn Þórsson. neðst: Arnór Björnsson. Þröstur Þórsson. leika seinna meir Hfc8 og síðan b7—b5—b4 við tækifæri) 16. b4! (Þessi leikur veikir aðeins hvítu stöðuna. Betra var 16.f5 — Hfc8, 17. Kbl og ef nú 17. . ,b5 þá 18. b4 — Dc7, 19. Hcl!) Dc7, 17. f5 (Hvítur hafði ekki tima til þess að leika 17. Kbl vegna 17. . ,a5, 18. b5 — a4, 19. Hcl — Da5) Hfe8, 18. f6 — Bf8, 19. h4? (19. Kbl var nauðsynlegt) a5!, 20. b5 —a4, 21. b6 (Hvítur hafði þegar tapað peði. T.d. 21. a3 — Bxb5 og 21. Kbl? gckk ekki vegna 21. . a3) Dc6, 22. a3 — Dxb6!, 23. Hd2 (Eða 23. Hxa4 — Db3, 24. Hxa8 — Hxa8, 25. Bd4 — Hc8 með sókn) I)b3, 24. Bd4 — e5, 25. fxg7 — Be7, 26. Bxe5 (Hvitur átti úr vöndu að ráða. Eftir 26. Bf2 — b5 er staða hans vonlaus) dxe5, 27. Hxd7 — Bxa3!, 28. Hh3 — Bxb2+og hvítur gafst upp. Jozef Dorfman er ennþá titil- laus, en á nú kost á að bæta úr því. eftir MARGEIR PÉTURSSON Sex unglingar úr Hvassa- leitisskóla i Reykjavík héldu i ágúst til Svíþjóðar og tóku þátt i Grunnskólakeppni Norðar- landa í skák. Þetta er i fyrsta skipti sem sveit frá íslandi tek- ar þátt í keppninni, en hún hefur verið haldin síðan 1963. Hér er um skemmtilega ný- breytni að ræða af hálfu yfir- stjórnar skákmála i landinu að gefa svo ungum mönnum kost á að spreyta sig erlendis, en ef haldið verður áfram á sömu braut eykur það áreiðanlega mjög áhuga á skák meðal nem- anda á skólaskyldualdri. En vikjum nú að mótinu, sem fram fór i Motala í Svfþjóð 19.—21 ágúst síðastliðinn. Að sögn fararstjóra sveitarinnar, Ölafs H. Ölafssonar, varafor- manns Taflfélags Reykjavikur, var þegar í upphafi sýnt að íslenzka sveitin mundi ekki sækja gull í greipar andstæð- inga sinna, enda liðsmcnn hennar mun yngri að árum en keppinautarnir. Hvassaleitis- skóla tókst þó að ná fjórða sæti, sem verður að teljast dágóður árangur ef tekið er tillit til reynsluleysis sveitarmanna. Urslit mótsins urðu annars þessi: 1—2. Jellebakkeskolen, Risskov, Danmörku og Höyland Ungdomsskole, Sand, Noregi 18V4 vinningur af 30 möguleg- um. 3. Hasslarödsskolan, Osby, Svíþjóð 16 v. 4. Hvassaleitis- skölinn, Reykjavik 13 v. 5. Zederslundsskolan, Motala 12‘4 v. 6. Hagalunds Samskola, Helsinki, Finnlandi 11!4 v. Fyrir hönd íslands kepptu þeir Jóhannes Gisli Jónsson (14 ára), Arnór Björnsson (11 ára), Þröstur Þórsson (11 ára), Birg- ir Guðmundsson (14 ára), Bjarnsteinn Þórsson (14 ára) og Stefán Þórisson (14 ára). Allir eiga þeir það sameiginlegt að þeir sækja unlingaæfingar hjá Taflfélagi Reykjavikur af miklum áhuga og geta allir tek- ið þátt í grunnskólamótinu næsta árm. Með mikilli ástund- un í vetur ættu þeir þá að hafa góða sigurmöguleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.