Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 33 fWW jj VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI nr ny (/jAjr7r\',íia'// ir stytting en hvað annað að koma þarna og án efa upplyfting fyrir marga. En þessi skortur á verð- miðum fannst mér sem sagt tii- finnanlegur og hálf-skemmdi fyr- ir mér ánægjuna af sýningunni. Það er sjálfsagt það mikið borið í hana af hálfu allra sem að henni standa að svona smáatriði, sem er í raun þýðingarmikið, má ekki vanta, það er athugunarleysi af hálfu sýnenda. Sýningargestur.“ Sú var skoðun sýningargests og kannski ekki alveg út i hött, því varla geta verðlagsmálin verið neitt feimnismál hjá framleiðend- um og seljendum. En ef þeir vilja skýra mál þétta eitthvað er að sjálfsögðu opið rúm hér í dálkun- um. Reyndar er þetta ekki það eina, sem borizt hefur um fyrr- greinda sýningu, Heimilið ‘77, því hér fara á eftir nokkur orð annars sýningargests: 0 Merkilegt framtak „Það sem mér finnst merki- legast við þessa gífurlega miklu sýningu í Laugardalshöllinni er stóllinn rauði, sem nú trónar fyrir framan Hótel Esju. Mér hefur alltaf fundizt skorta eitthvað mjög frumlegt og skemmtilegt þegar svona framtak er annars vegar og því þá að vera að horfa i eina til tvær milljónir af þeim hundruðum, sem sjálfsagt eru lagðar í sýninguna? Én hins vegar er spurningin sú hvað gera eigi við stólinn góða þegar sýningunni sleppir. Verður hann tekinn nið- ur og honum komið fyrir í ein- hverri geymslu eða fær hann að standa þarna óáreittur um alla framtíð? Varla hafa eigendur hans mikið notagildi af honum, svo þeirra vegna má hann senni- legast vera þarna áfram, en málið er kannski það hvort hann strand- ar á einhverjum skipulagsatrið- um. Reykvíkingar, virðum þetta framtak, sem stóllinn er, og stuðl- um að þvi að fundið verði uppá ámóta uppátækjum þegar tilefni gefast til þess. Reykvíkingur." 9 „Hvar er þín fornaldarfrægð?“ Jón á Klapparstígnum skrifar: „Mér finnst ég endilega þurfa að koma því á framfæri að nú orðið heyrir maður aldrei í lúðra- sveitum hér i bæ, nema á 17. júni og 1. mai. Hér áður fyrr fór Lúðrasveit Reykjavíkur oft niður á Austurvöll eða Lækjartorg og spilaði lög sín fyrir borgarbúa, svona í menningarlegum anda. Nú orðið virðist Lúðrasveit_ Reykjavíkur aftur á móti tæplega* rísa undir nafni. Mig langar að leggja eftirfar- andi spurningar fyrir Lúðrasveit Reykjavikur: Hvar er þín fornald- arfrægð? Hvar er músíkgleðin, dugnaðurinn og viljinn til að kafna ekki undir nafni, sem ein- kenndi Lúðrasveitarmenn í gamla daga? Aldrei les maður eitt eða neitt i blöðum bæjarins að „í kvöld“ spili Lúðrasveit Reykja- vikur á Austurvelli. Kannski mundi áhuginn vakna ef Lúðrar- sveitarmenn spiluðu eftir upp- mælingaskala?" Þ»essir hringdu .. . 0 Góðtónlist í útvarpi Ein þrítug hringdi: ,,Ég var að lesa bréf í Velvak- anda frá einum sem er óánægður með vaí tónlistar í útvarpi á laug- ardagskvöldum. Ég er ekki á sama máli og bréfritari að því leyti að skipta ætti tímanum til helminga milli ungra og aldinna eins og lagt er til. Ég hef mikið dálæti á eldri lögum og ýmsum danklögum með mismunandi takti, og er ósköp ánægð með hvernig valið er. Ég vil halda áfram þessum danslögum sem bréfritari talar um, tangó, rúmbu o.s.frv., og finnst að við, sem orðin erum þritug, megum njóta þessar- ar tónlistar á laugardagskvöldum. SKÁK Mér finnst þó vanta að við fáum að heyra tónlist eins og Fóstbræó- ur flytja, og einnig sakna ég að heyra aldrei i Einsöngvarakvart- ettinum. Mikið vildi ég og að sjón- varpið spilaði Fóstbræður, eða eitthvað álíka fallegt, áður en dagskráin byrjar á kvöldin. Ég er orðin dauðþreytt á þessum hippa- hávaða sem þar glymur ætíð.“ Umsjón: Margeir Pétursson Á IBM skakmótinu í Amsterdam í fyrra kom þessi staða upp i skák þeirra Miles, Englandi, sam hafði hvítt og átti leik og Hollendingsins Ligter- inks: 36. Rcxd6! — Hxd6, 37. Rxd6 — Dxd6, 38. Hc! — Bxc6,39. Hxc6. Svartur gafst upp. Eftir 39. . . De7 40. Hg6+ er stutt í mátið. Þeir Korchnoi og Miles urðu efstir á mótinu hlutu báðir 9'A vinning af 15 mögulegum. Mótið varð hins vegar allsögulegt að því leyti, að strax er því lauk baðsl Viktor Korchnoi hælis í Hoilandi sem pólitískur flóttamaður. HÖGNI HREKKVÍSI TÓNUSMRSKÓLI KÓPNOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Tónlistarskóli Kópavogs tekur til starfa 1 7. september. Umsóknarfrestur um skólavist er frá og með 5 til 10 september. Tekið verður á móti umsóknum og greiðslu skólagjalda á skrifstofu skólans að Hamraborg 11, 3. hæð kl. 10—12og 17—18 Auk venjulegra aðalnámsgreina verður tekin upp kennsla á horn, kornet og básúnu. Kennsla í forskóladeildum hefst í byrjun október og verður nánar auglýst síðar. Athygli skal vakin á því að nemendur verða ekki innritað- ir í skólann á miðju starfsári. Vinsamlega látið stundaskrá frá almennu skólunum fylgja umsóknum Skólastjóri. Mosfellssveit, er opið laugardaga, sunnudaga, mánudaga og miðvikudaga, frákl. 1-6. Leirmunir til sýnis og sölu. Steinunn Marteinsdóttir Keramík- verkstœðid Hulduhólum ÍSLANDSMEISTARAMÓT í SANDSPYRNU VERÐUR HALDIÐ SUNNUDAGINN 4. SEPTEMBER AÐ HRAUNI í ÖLFUSI. MÓTSVÆÐIÐ OPNAÐ KL. 10. KEPPNI HEFST KL. 14. KEPPT VERÐUR í FÓLKSBÍLA, JEPPA OG BIFHJÓLA FLOKKUM. STJÓRNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.