Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 17 Albert túlkaði sjónar- mið Laimamálanefndar Blaðinu hefur borizt eftirfarandi frá Launamálanefnd Reykjavfkur- borgar: TALSMAÐUR Stéttarfélags verkfræðinga hefur itrekað skýrt fjölmiðl- um villandi eða jafnvel rangt frá staðreyndum i kjaradeilu félagsins við Reykjavikurborg. Því þykir nauðsynlegt að taka fram eftirfarandi: 1. Það er ekki rétt, að lokaboð Reykjavíkur hafi verið 7.5% hækkun á júlíkaup. Hið rétta er, að borgin bauð verkfræðingum fyrst 7.5% hækkun á júlikaup og samningstíma til 1.11. 1977 í samræmi við samninga B.H.M. og sjúkrahúsalækna. Eftir að verkfræðingar höfðu hafnað þessu bauð borgin 12% hækkun á júlíkaup og áfangahækkanir og samningstfma í samræmi við kjarasamninga A.S.I. Auk þess bauð borgin hlutfallslegar vísitöluhækkanir. Til skýringar á þessu tilboði skal tekið fram, að í júlí höfðu verkfræðingar fengið 6.73% vfsitöluhækkun og 4% áfangahækkun umfram samninga A.S.I. og jafngildir því tilboð bergarinnar um 12% hækkun á júlílaun 24.32% hækkun á vegin meðallaun verkfræðinga frá því að samningar A.S.l. runnu út. Rétt er að sýna eftirfarandi samanburð: A. Hjá Reykjavíkurborg: Maflaun Tilbod Launamála- nefndar HækKun Alm. verkfr. -r- byrjunarl. 129.910 161.504 31.594 Alm. verkfr. — hámarksl. 187.070 232.564 45.494 Deildarverkfr. —byrjunarl. 149.397 185.728 36.331 Deildarverkfr. — hámarksl. 208.318 258.979 50.661 Vegið meðaltal 180.418 224.293 43.875 B. Hjáríkinu: Maílaun Júlflaun Hækkun Alm. verkfr. — byrjunarl. 124.765 148.875 24.110 Alm. verkfr. —hámarksl. 144.912 172.910 28.004 Deildarverkfr. — byrjunarl. 150.438 179.508 29.070 Deildarverkf. —hámarksl. 174.734 208.501 33.767 Samkvæmt tilboðinu hækka vegin meðallaun verkfræðinga i september vegna vísitölu um kr. 8.815.00. Samkvæmt samningum A.S.Í. hækka septemberlaun hins vegar um kr. 3.520.00. Samkvæmt samningum A.S.l. nam hækkun mánaðarlauna miðað við maílaun kr. 18.000.00 auk sérkröfuprósenta. 2. Launamálanefnd borgarinnar er einróma þeirrar skoðunar, að miðað við aðra undangengna kjarasamninga og nýgerð tilboð ríkisins til B.S.R.B. og B.H.M. sé ofangreint tilboð þegar í hámarki. Hefur samningamönnum Stéttarfélagsins verið skýrt frá þessari skoðun nefndarinnar en ekki sem einkaskoðun formanns hennar, Alberts Guðmundssonar. 3. Fullyrðing talsmanns Stéttarfélagsins um að engar teikningar verði stimplaðar hjá byggingarfulltrúa er einnig röng. Byggingarfull- trúi hefur samkvæmt stöðu sinni og reglum um byggingarmál rétt og skyldu til að stimpla og afgreiða teikningar. Hefur hann gert það undanfarna daga og mun gera áfram eftir því sem tök eru á. Á sama hátt munu aðrir embættismenn borgarinnar sem fjalla þurfa um teikningar og önnur mál varðandi byggingar greiða fyrir afgreiðslu þeirra eftir föngum. 4. Þá eru þau vinnubrögð talsmanns verkfræðinga ámælisverð að bera í fjölmiðla ummæli sem höfð eru á samningafundum aðila og á fundi hjá sáttasemjara auk þess sem þar er ranglega skýrt frá staðreyndum. Er það skýlaust brot á vinnulöggjöfinni og viðurkennd- um leikreglum, auk þess sem frásögn umrædds talsmanns verður vægast sagt að teljast vafasöm heimild. Reykjavík, 2. september 1977. Launamálanefnd Reykjavíkurborgar. Sumarauki í Sólon íslandus JÓNINA Guðnadóttir opnar í dag kl. 4 sýningu á listaverkum úr keramik í gallerí Sólon lslandus. Á sýningunni eru hinir marg- breytilegustu listmunir, sem Jón- ína hefur unnió úr steinleir, hrauni, ýmsum ábrenndum leir- tegundum og notað oxíð og gull til skreytinga. Hér er ekki um að ræða fjölda- framleiðslu á nytjahlutum, eins og keramikið hefur yfirleitt verið unnið, heldur listmuni til skreyt- inga, að sögn Jóninu. Er þetta þriðja einkasýning listakonunnar, sú fyrsta var í Unuhúsi 1968 og önnur í bóka- safni Norræna Hússins 1975. Jónína Guðnadóttir hefur kennt við Myndlista- og Handíða- skóla íslands frá því að keramik- deildinni þar var komið á fót 1969, að frádregnum tveimur ár- í um í Kaupmannahöfn, þar sem hún vann á keramikverkstæðum og kynnti sér nýja tækni í keramikvinnuaðgerðum. Hún nam við Myndlista- og Handíða- skólann frá 1959—61 og hélt síðan til náms við hinn þekkta Konstfack listiðnaðarskóla í Stokkhólmi, þar sem hún lærði i fimm ár. Öll verkin á sýningu Jóninu eru til sölu og er verðið að smæstu hlutunum frá fimm þúsund krón- um og þeim stærstu upp í sjötíu þúsund krónur. Eitt samfellt listaverk á sýningunni er frá- brugðið hinum og það kallar Jón- ína Sumarauka. Eru það ótal fugl- ar i öllum stærðum, sem hanga í loftinu. Sýningin stendur til 19. sept. og er opin frá kl. 14—22 alla dagana. Kaupmannahötn 22 Gonf Lissabon London Helsingfors Honolulu Madrid Mallorka Miami Montreal New York Róm Ósló Paris Stokkhólmur Toronto Vancouver Vln 20 27 20 20 32 30 27 27 30 31 24 19 22 21 30 19 24 sól místur bjart rigning sól skýjað bjart skýjaS bjart rigning skýjaS skýjaS rigning sól bjart skýjaS skýjað bjart Stjórnarkreppan í Hollandi að leysast Haag, 2. september. AP. ÚTLIT er nú fyrir, að stjórnar- kreppan í Hollandi sé á enda eftir að væntanlegir samstarfsflokkar um stjórnarmyndun komust að samkomulagi um frumvarp um fóstureyðingar í dag. Er gert ráð fyrir að Joop den Uyl, leiðtogi jafnaðarmanna, myndi stjórna á næstunni þrátt fyrir að enn eigi eftir að afgreiða ýmis mál, þ.á m. útgjöld til varnarmála og stefna f kjarnorkumálum. Þrír flokkar, jafnaðarmenn, kristilegir demókratar og demó- kratar 66, eigi aðild að þessu sam- komulagi, sem gerir ráð fyrir að ný ríkisstjórn semji og leggi fyrir þing nýtt frumvarp um frjálsar fóstureyðingar fyrir 1. janúar 1979, eða ef það ekki tekst að láta þingið taka ákvörðun um málið. Flokkur den Uyls vill að gild- andi löggjöf um fóstureyðingar verði rýmkuð þannig að konur taki sjálfar ákvörðun um hvort þær láti eyða fóstri eða ekki, en kristilegir demókratar eru i grundvallaratriðum andvigir því að fóstri sé eytt nema til að vernda líf möðurinnar. Demókrat- ar 66 hafa almennt stutt jafnaðar- menn i þessu máli. Samkomulag þétta var gert fyr- ir tilstuðlan dr. Gerards Veringa, sem sæti á i rikisráðinu og Júlíana Hollandsdrottning skip- aði sáttasemjara eftir að den Uyl hafði i annað sinn gefizt upp við stjórnarmyndun. Carter vísar reið- ur á bug ásökunum um vafasöm lán Washington 2. septomber Reuter — AP CARTER Bandaríkjaforseti hef- ur vísað algerlega á bug tímarits- grein í blaðinu Republic, þar sem segir að hann hafi tekið vafasöm lán í Georgiubanka, sem Bert Lance, núverandi fjárlaga- og hagsýslustjóri Bandaríkjanna, var þá bankastjóri fyrir. 1 grein- inni segir að Carter hafi tekið þessi lán til að fjármagna kosn- ingabaráttu sína. Segir þar að Carter hafi fengið há lán án þess að þurfa að setja nokkrar trygg- ingar eða mjög litlar. Persónuleg fjármál Lance hafa verið mjög i sviðsljósinu undan- farnar vikur vegna rannsóknar á fjárreiðum hans meðan hann var bankastjóri og ýmsum eignum hans. en rannsóknarnefndir hafa ekkert fundið enn, sem kallazt getur lögbrot. Jody Powell, blaðafulltrúi Carters, var mjög reiður á fundi með blaðamönnum i Hvita húsinu í gær og sagði að greinin væri dæmigerð slúðurblaðamennska, þar sem menn forðuðust að spyrja spurninga eða leita upplýsinga, sem gætu eyðilagt greinina. Sagði Powell að umrædd lán væru miklu heiðarlegri en sá grunnur, sem greinin væri byggð á. öll helztu dagblöð og fjölmiðlar Bandaríkjanna hafa vitnað i greinina. Þar segir m.a. að Carter hafi notað sem tryggingu fyrir lánunum hugsanlegt fé, sem hann fengi skv. lögum um fjármögnun „Gott að fara með þingeyskt loft til Snæfellsness” — segir Jakob V. Hafstein sem opnar í dag sína 15. málverkasýningu í DAG opnar Jakob V. Hafstein slna 15. mélverkasýningu i Tjarn- arbúð, en það mun vera í annað sinn sem málverkasýning er hald in i Tjarnarbúð, áður mun Magnús Jónsson prófessor hafa haldið þár sýningu á striðsárunum. Opnar Jakob sýningu sina i dag kl. 17, en hún verður opin til og með 11. september frá kl. 16—22 daglega nema laugardaga og sunnudaga, þá verður opið frá kl. 14—22. í spjalli við blaðamenn i gær sagði Jakob Hafstein að þetta væri hans 15. einkasýning. Hefði hann haldið sina fyrstu árið 1967 „heima á Húsavlk ', eins og hann orðaði það. Sagðist hann ekki hafa haft meiri kjark í sér þá til a halda sýningu i höfðborginni. Á þessari sýningu sýnir Jakob i fyrsta sinn pastelmyndir, alls 24, sem hann hefur gert á síðustu árum, en auk þess eru á sýningunni 1 1 vatnslita- myndir og 12 oliumálverk „Ég hef fengizt við pastel i nokkur ár, en þorði ekki að sýna pastelmyndir fyrr en nú þar sem mér finnst ég loks nú vera að ná einhverju taki á past- elinu," sagði Jakob i gær Jakob sagðist svo til eingöngu Framhald á bls. 29 Listamaðurinn Jakob V. Hafstein við myndir sinar I Tjamarbúð i gser. Jakob opnar i dag málverkasýningu ITjamarbúð og er það 15. einkasýn- ing Jakobs. Mótmælti með sjálfs- íkveikju Stokkhólmi — 2. september — AP. MAÐUR frá Panama hellti yf- ir sig benzíni og kveikti síðan í fyrir utan bandaríska sendi- ráðið 1 Stokkhólmi. Starfs- mönnum sendiráðsins tókst að kæfa eldinn eftir skamma stund, en maðurinn, sem er lagaprófessor að nafni Leopoldo Aragon, liggur nú í sjúkrahúsi alþakinn brunasár- um. Líf hans er í hættu. Að því er maðurinn tjáði fréttamanni sænska sjónvarpsins áður en athurður þessi átti sér stað, var tilgangur hans að mót- mæla undirritun hins nýja samnings Panama og Banda- ríkjanna um Panamaskurðinn. Aragon kom í hús sænska sjónvarpsins, sem er í næsta nágrenni við sendiráðið, áður en atburðurinn gerðist, og tjáði mönnum þar fyrirætlan sína, og krafðist þess að tekin yrði kvikniynd. Þegar kröfu hans var hafnað hótaði hann að drepa tvo menn, ef þeir gerðu lögreglunni viðvart um það, sem í aðsigi væri. kosninga, sem heimila frambjóð- endum að safna jafnmiklu fé í kosningasjóð sinn meðal stuðn- ingsmanna og nemur upphæð- inni, sem hið opinbera lætur hon- um i té. Segir í greininni að um- rædd lög hafi verið úrskurðuð brot á stjórnarskránni vorið 1976 og þvi ekki hægt að nota slikt fé sem tryggingu. Powell sagði að ekkert af lánum Carters hefði verið tekið með opinbert framlag sem tryggingu, fyrr en lögin hefðu verið umskrifuð og þau tek- ið gildi. Enn finn- ast fleiri lán Bert Lance New York 2. september AP. BANDARtSKA stórblaðið The Wall Street Journal skýrði frá því i dag, að banki Bert Lance, fjár- laga- og hagsýslustjóra Carters Bandaríkjaforseta, hefði í desember og janúar lagt 4 milljónir dollara á vaxtalausa reikninga i öðrum banka, sem á sama tími hefði veitt 400 þús. dollara lán til að greiða skuldir Lance vegna kosningabaráttu hans til fylkisstjórakjörs í Georgiu 1974. Blaðið segir að banki Lance, National Bank í Georgiu, hafi í desember og janú- ar aukið vaxtalausar innstæður sínar í Southern Citizens Bank í Atlanta úr 61000 dollurum í 4.4 milljónir dollara meðalinnstæðu á dag og bankinn hafi á sama tíma lánað kosninganefnd Lance 140 þús. dollara í desember og 250 þúsund doliara í janúar. Seg- ir blaðið, að talsmenn National Bank segi, að innstæðan hafi ver- ið aukin skv. ráðleggingu sér- fræðinga um nauðsyn bankans á að auka innlausnarsamstarfs við Atlantabankann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.