Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 36
PLAST ÞAKRENNUR Sterkar og endíngargóðar Hagstætt verð cffi) Nýborgp Q Armúla 23 — Sími 86755 J 4re0jnttM&fritfr LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 Vinnuslys 1 Kópavogi: Einn maður látinn — annar í lífshættu ALVARLEGT vinnuslys varð við háhýsi í Kðpavogi síðdegis í gær, er vinnu- pallar hrundu undan mönnum, sem þar voru að vinna. Tveir menn á fimmtugsaldri féllu af 5. hæð og niður. 1 gærkveldi var annar mannanna lát- inn, en hinum var vart hugað líf. Samvkæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk um slys betta í gærkveldi, mun hluti /innupallanna hafa hrunið, en allmargir menn voru við vinnu á pöllunum. Mikil mildi var að fjór- ir menn til viðbótar hröpuðu ekki af pöllunum. Mál þetta er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Fagna því að vera kærðir STAFF, Starfsmannafélag Flugleiða hélt i gær hlöðuball i stærsta danshúsi landsins, flugskýii nr. 4 á Reykjavíkurflugvelli. Þar var giatt á hjalla og menn dilluðu sér eftir tónlistinni, en þrjár hljómsveitir léku um kvöldið — allar tegundir tónlistar. ALLMIKLAR breytingar hafa orðið a hverasvæðinu f Krfsuvfk og hafa undanfarið komið upp gamlir og miklir hverir, sem virzt hafa dauðir eða a.m.k. blundað, en hafa skyndilega orðið virkir á ný. Umhverfi borholunnar, sem blásið hefur hvað lengst f Krfsuvfk og ferðafðlk gjarnan skoðar, hefur hreinlega verið að soðna f sundur og er orðið varasamt að fara um svæðið umhverfis holuna. Ekki eru vfsindamenn öruggir um það, hvað þarna er að gerast. Jón Jónsson jarðfræðingur sagði i viðtali við Morgunblaðið í gærkveldi, að breytinganna hafi fyrst orðið vart liklegast I júli. Mikill gufuhver, sem blundað hafði í 3 siðastliðin ár og kallaður hefur verið Pinir, tók þá allt i einu upp á því að opnast. Sagði Jón að liklegast hefði hann opnazt með leirgosi, þvi að niður hlíðarn- ar á fjallinu, sem hverinn er á, hefur runnið leir. Pínir sást hér áður fyrr úr Reykjavík, þegar vel viðraði og sagði Jón að hann væri nú mun virkari en hann hefði verið í gamla daga og í honum væri nú mun meiri kraftur. Hver- inn er I öxlinni suðvestur af bor- Framhald á bls. 20. Smygl í Goðafossi TOLLVERÐIR fundu smyglvarn- ing f m.s. Goðafossi, þegar skipið lá f Keflavfkurhöfn á miðvikudag og fimmtudag. Framhald á bls. 20. Ný ljóðabók eftír Tómas AÐALJÓLABÓK Helga- fells í ár verður ný ljóða- bók eftir Tómas Guð- mundsson, sem höfundur nefnir Heim til þín ís- lands. Staðfesti Ragnar Jónsson, forstjóri Helga- fells, útkomu bókarinnar í samtali við Morgunblað- ið í gær. Tómas Guðmundsson hefur ekki látið frá sér fara ljóðabók síðan 1950 en þá kom út Fljótið helga. í nýju bókinni eru alls um 30 ljóð og hafa sum birzt áður en önnur koma nú í fyrsta sinn fyr- ir sjónir almennings. Tómas Guðmundsson Miklar breytingar hafa orðið á hvera- svæðinu í Krísuvík Samkvæmt upplýsingum Jens Mikaelssonar á Hornafirði verður þessi síld, sem söltuð verður, send á Rússlandsmarkað, en kröfur um fituprósentu eru ekki eins miklar í Sovétrikjunum sem annars stað- ar. Sildin, sem salta á nær ekki alveg 17% fitu. Saltað verður í söltunarstöð kaupfélagsins og Fiskmjölsverksmiðjunnar og eftir helgi er búizt við að söltun hefjist í söltunarstöð Stemmu h.f. Siðustu sýni, sem borizt hafa Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, eru af síld, sem veiddist dag- ana 29. og 31. ágúst. Fituprósenta sýnanna mældist 15%, en til þess að sildin sé söltunarhæf þarf hún a.m.k. að vera 17%, en bezta fitu- prósentan er á bilinu 19 til 23%. Undantekning er þó síld fyrir Rússlandsmarkað eins og áður er vikið að. Missti stjórn á sér í spennu brunaútsölu SJÖTÍU og fjögurra gömul kona hugöi sér gott til glóðarinnar. er hún frétti af brunaútsölunni I verzluninni Geysi. Þegar hún kom é staSinn, var allmikil biðröð fyrir framan dyr verzlunarinnar eins og verið hefur þá daga sem útsalan hefur staðið. Ekki leizt þeirri gömlu 6 það að fara aftast I röðina eins og venja er, heldur vippaði sér fremst ■ röðina með nokkrum pilsaþyt. Ekki voru aðrir i röðinni, sem sjálfsagt höfðu beðið lengi, alls kostar ánægðir með það og kurr fór að færast i röðina Lögregluþjónn. ungur að árum, er þarna gætti þess að allt færi eftir settum „biðraða- reglum '. benti þá konunni vinsam- legast á að hún skyldi fara aftast i röðina Var sú gamla ekki alveg á þvi og kvaðst kunna þvi illa, ef svo ungur lögregluþjónn ætlaði að hafa afskipti af gerðum sinum Þetta strið milli konunnar og lögreglu- þjónsins jókst svo. að hún endaði með þvi að senda stóra lummu af munnvatni beint i andlit lögreglu- þjónsins. Framhald á bls. 20. FULLTRÚAR Sambands málm- og skipasmiðja og Landssam- bands rafverktaka lýstu báðir fögnuði sínum við Morgunblaðið í gær, yfir þeirri ákvörðun verð- lagsstjóra að kæra samböndin fyrir meinta ólöglega útgáfu á töxtum fyrir útselda vinnu félaga í viðkomandi samböndum. Þeir sögðu, að þegar málið væri komið fyrir dómstóla, yrðu aðferðir | Nýtt kynferðis- afbrotamál: Spánverji í gæzlu- varðhaldi SPANVERJI, 33 ára gamall, hefur veriö úr- skurðaður í allt að 15 daga gæzluvarðhald á meðan rannsókn fer fram á meintu kynferð- isafbroti mannsins. Málavextir eru þeir, að kona í Hafnarfirði hitti manninn á skemmtistað í Reykjavík kvöld eitt í vikunni og Framhald á bls. 20. beggja aðila kannaðar og þá einn- ig, hvort verðlagsnefnd hefði far- ið út fyrir verksvið sitt með þvf að segja að kaupið sé eitthvað allt annað en um er samið. Arni Brynjólfsson, formaður Landsambands rafverktaka, sagði að rafverktakar væru verðlags- stjóra ákaflega þakklátir. Hann kvað sambands sitt hafa sent út fréttabréf í ágústbyrjun, sem sent var félagsmönnum sambandsins. Þar segir: „Við lítum svo á að gerðir verðlagsnefndar séu lög- leysa, sem fá þyrfti hnekkt fyrir dómstóli. Að sækja slíkt mál fyrir rétti tæki langan tima, svo lang- an, að jafnvel þótt það myndi vinnast, yrði tilefnið löngu gleymt og hefði ekkert raunhæft gildi. Sókn í málinu er því æski- leg af hálfu verðlagsstjóra, því að þá skapast betri aðstaða fyrir mál- flutning af hálfu samtaka okkar.“ Arni kvaðst því fagna mjög ákvörðun verðlagsstjóra og hann taldi þetta æskilega meðhöndlun málsins fyrir báða aðila, þvi að deilan stæði í raun ekki um það — eins og kom fram i Mbl. í gær, — um upphæð seldra klukku- stunda, heldur um það, hvort verðlagsnefnd hefði farið út fyrir verksvið sitt með þvi að segja að kaupið sé ekki það sem um er samið, heldur eitthvað allt annað. „Um þetta hlýtur málið að snúast fyrir dómstólunum,“ sagði Árni, „og þegar það er komið fyrir rétt, þá er það ekki Ólafur Jóhannes- son, sem einn ræður eða ráðu- neyti hans, heldur verður það Framhald á bls. 20. á Homafirði í dag ÁKVEÐIÐ hefur verið, að sfldarsöltun hefjist á Höfn í Hornafirði klukkan 10 árdegis í dag. t fyrradag bárust á land í Höfn 1.000 tunnur af sfld og f gær 600 tunnur. Allt þetta magn var fryst og var þá allt frystirými þar eystra orðið fullt. Eftir að ákvörðun um söltun hafði verið tekin, fóru sfldveiðibátarnir síðan á sjó f gær. A Snæfellsnesi blæs hins vegar ekki eins byrlega fyrir síldveiðum og á suðausturhorninu. 1 gær var þar bræla, norðaustan strekking- ur. Nokkrir bátar reru og lögðu upp við land, en afli var fremur rýr. Síldarsöltun hefst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.