Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 15 Egilsstaðir: Blöndun olíu malar hafin Egiisstöðum 31. ágúst. Nú er hafin að nýju blöndun olíumalar hér á staðnum en fyr- ir þremur árum'var gerð til- raun með slíkt, þrátt fyrir hrak- spár og fullyrðingar um að hér fengist ekki nothæft efni. Sú tilraun tókst með ágætum og er blöndun olíumalar hafin aó nýju. Eru heimamenn afar ánægðir með að geta unnið þetta með eigin tækjum og kunnáttu og vona að rætist hið gamla orðtæki, að hollt er heima hvað. — Steinþór. Hreyfill á risa- þotu sprakk New York 1. september AP. HREYFILL á risaþotu af gerðinni Boeing 747 frá baadaríska flugfé- laginu TWA sprakk skömmu eftir flugtak frá Kennedyflugvelli i gærkvöldi. Rigndi málmbrotum yfir hús og götur í grennd við flugvöllinn, en flugstjóra þotunn- ar tókst að lenda heilu og höldnu með 222 farþega og 17 manna áhöfn. Þotan var á leið til Rómar. Komið og kynnið ykkur Detta undratæki. Honum fylgja eftirtaldir hlutir: 0 Hnífur sem t.d. sker grænmeti og lagar þessa fínu grænmetis- súpu. 0 Þeytari, sem þeytir rjóma, býr til ís og ýmislegt fleira. 0 Gatastykki, sem býr til mayones, sósur o.fl. £ Auk þess fylgir kvörn, sem mal- ar kaffi, baunir, möndlur, súkkulaði og jafnvel molasykur. AthugiÓ--------------------- Við bjóðum sérstakan sýningarafslátt. Rétt verð .... kr. Sýningarverð kr. 12.000 & Vörumarkaðurinn hl. Ármúla 1a Frá ráðstefnu Nordforsks um umhverfistækni á Hótel Esju. Hafnar rannsóknir á vatni í fiskiðnaði hjá Nordforsk Ráðstefna á vegum NORD- FORS, samstarfsstofnunar Norð- urlanda á sviði hagnýtra rann- sðkna, var f gær haldin á Hótel Esju, og var fjaliað sérstaklega um umhverfistækni, sem er einn umfangsmesti málaflokkur sem samtökin eru nú að vinna að, með yfir 25 verkefni. tslendingar taka þátt í nokkrum þeirra og eiga þar fulitrúa. Sátu ráðstefnuna um 20 erlendir gestir, flest fulltrúar hinna Norðurlandanna í um- hverfisverkefnum stofnunarinn- ar. Einnig fjöldi Islendinga. Var um 70 manns fra stofnunum og samtökum, sem fást við ýmsar hliðar umhverfismála, boðin þátt- taka. Steingrimur Hermannsson, framkvæmdastjóri Rannsóknar- ráðs og fulltrúi íslands í stjórn Norforsk, bauð gesti velkomna og kvaðst vona að þessi hringborðs- umræða, sem þarna færi fram, yrði til þess að Islendingar tækju enn meiri átt í því en hingað til sem NORDFORSK ynni að þá gaf Reynir Hugason, sem er ritari af Islands hálfu iNordforsk, yfirlit yfir þátttöku Islendinga í samtök- unum. Sagði hann að það fé sem íslendingar hefðu lagt í Nord- forsk hefði skilað sér margfalt í auknum tengslum. og betri upp- iýsingum til islenzkra vísinda- manna og nokkur af þeim verk- efnum, sem unnin hefðu verið í samvinnu við Nordforsk, hefðu verið mjög dýrmæt fyrir íslenzka rannsóknastarfsemi. Siðar stýrðu þrir fulltrúar Islands í undir- nefndum á sviði umhverfistækni frá þátttöku okkar þar. Pétur Sig- urjónsson um vantsnefndina svo- nenfdu, sem fjallar um rannsókn- ir á vatnasviðinu, Trausti Eiríks- son um nýhafnar rannsóknir á vatni i fiskiðnaði, þar sem Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins legg- ur til talsvert mikið starf, ög Hjálmar R. Bárðarson um hávaða- mælingar í skipum sem unnið er að. Þá talaði Hrafn V. Friðriks- son, framkvæmdastjóri Heilbrigð- iseftirlitsins, um umhverfis- vandamál á Islandi, en hann er fulltrúi íslands í skipulagsnefnd- inni. Af hálfu erlendu gestanna fluttu inngangserindi Per Grön- borg frá Danmörku um uppbygg- ingu og störf Nordforsk og þeir Rolf Marstrander og Nils Muste- lin, sem hafa forustu í umhverfis- málaþætti starfseminnar innan Nordforsk, skýrðu frá þeim þætti. Eftir kaffihlé hófust svo umræð- ur um viðfangsefni ráðstefnunn- ar. í erindum komu fram miklar upplýsingar um störf Norforsks, sem er skammstöfun fyrir „Nord- isk Samarbetsorgan for Anvánt Forskning“. Stofnuninni var ætl- að að auka samstarf Norðurlanda á sviði hagnýtra rannsókna og eru meðlimir rannsóknráð eða skyld- ar stofnanir að Norðurlöndunum fimm, sem eiga einn fulltrúa hvert í stjórn þeirra. Rannsókna- ráð ríkisins var áheyrnarfulltrúi frá 1960 til 1970, en gerðist þá fullgildur meðlimur. Höfuðstöðv- arnar eru í Stokkhólmi en skrif- stofa fyrir umhverfismál í Hel- sinki, auk þess sem rekin er upp- lýsingaþjónusta í Washington, þar sem starfa 5 manns. Fyrir nokkrum árum var unnin sérstök langtímaáætlun fyrir starfsemi Nordforsk og þvi valin 6 meginsvið að vinna að: 1. Tæknileg upplýsingaþjónusta, 2. Efnatækni, 3. Félagsmála- og sjúkratækni, 4. Tölvutækni og sjálfvirkni 5. Þverfagleg verkefni og 6. Umhverfistækni, sem er langumfangsmest og nú á dagskrá á ráðstefnunni. íslendingar taka þátt í verkefn- um á sviði umhverfistækni. Eitt þeirra er um súrnun andrúmsloft og tók Flosi H. Sigurðsson á Veð- urstofu Islands þátt í þeim rann- sóknum og mælingum hér á landi. Þóttu upplýsingar, sem þaðan fengust, mjög mikilvægar um dreifingu þessa súra andrúms- lofts um Norður-Atlantshaf. Rannsóknir á vatni og fiskiðnaði, sem fyrr eru nefndar, eru nýhafn- ar og vatsnefndin starfar sem eins konar undirskipulagsnefnd fyrir rannsóknir á vatnasviðinu. Ymis önnur rannsóknaverkefni á þessu sviði eru athyglisverð, svo sem t.d. rannsóknir á úrgangsefn- um frá textiliðnaði, meðferð á skólpi o.fl. Umhverfismálanefnd NORD- FORSK hefur hér stjórnarfund nú og undirnefndirnar tvær um vatnsverkefnin starfa einnig auk þess sem efnt var til hringborðs- umræðnanna. Bamix Töfra- sprotinn er sýndur og seldur á sýningunni HEIHILIOT7 Töfrasprotinn getur gert ótrúlegustu hluti, þótt einfaldur sé. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.