Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 MEP MORödK/- KAF F7NU XI S— GRANI göslari Stjórn fyrirtækisins gat ekki orðið við ósk þinni um stöðuhækkun. — en ég minnist þess ekki að hafa heyrt eins mikið hlegið á nokkrum fundi fyrr! lásnum upp fyrir mig. Það er rétt sem stendur í ferðamannapésanum um þessa yfju: manni finnst sem maður sé heima hjá sér! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Bresku konurnar enduðu í öðru sæti í sínum flokki á nýloknu Evrópúmeistaramóti. Lið þeirra var óvenjulega ungt. Aðeins tvær af sex komnar yfir þrítugt og sú yngsta tuttugu og þriggja ára. En þær voru ásamt ítölsku frúnum í sérflokki á mótinu. Spilið í dag er frá leik þessara liða og sýnir góða samvinnu ensku kvennanna. Suður gaf, norður og suður á hættu. Norður S. D32 H. AD75 T. D964 L. 94 Vestur S. 1098764 H. 64 T. A52 L. 85 Austur S. AG H. 10932 T. K103 L. Á1032 Mætti vera vandaðri „Eg er einn hinna fjölmörgu þúsunda, sem hafa nú þegar og eiga eftir að leggja leið sina á sýningu nokkra, sem stendur yfir í Iþróttahöllinni i Laugardal í Reykjavík. Svo mikið hefur nú verið ritað um þessa sýningu að varla er á það bætandi, en ég vil samt fá að láta í ljós álit mitt á henni í nokkrum orðum. Svona sýningar eru sjálfsagt góðra gjalda verðar, þarna er margt sýnt, sem e.t.v. hefur lítið verið kynnt áður og seljendur fá kjörið tækifæri til að komast i náið samband við fólk, væntan- lega tii að geta selt því vöru sína þarna strax eða við síðara tæki- færi. En stóran galla sá ég á þessu strax i fyrstu básunum og það er að verðmerkingar eru naumast fyrir hendi nema, í örfáum af þeim tugum bása sem þarna eru. Þessi sýning er ekki bara sýning, heldur og kynning vörunnar og þá á auðvitað að taka fram hvert verð hennar sé. Hver einasti hlut- ur sem þarna er sýndur ætti að vera verðmerktur, sé það á annað borð ætlunin að hafa hann til sölu. Þessar verðmerkingar sáust aðeins í nokkrum básum og lik- lega eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar. Vitanlega er fólk i hverjum bás til að gefa upplýsingar, en stundum er svo fullt i básunum að ekki nennir fólk að bíða eftir þvi að komast að til að spyrja um verð og þar með er kannski áhuginn fyrir hlutnum dottinn uppfyrir. Ég hélt að það væri eitt af kappsmálum fram- leiðenda og seljenda að gera við- skiptavinum sinum sem auðveld- ast fyrir og þá ætti einmitt að gefa sem mestar upplýsingar á sem auðveldastan hátt og verðið er það sem yfirleitt er spurt um fyrst. Annars er allt gott um þessa sýningu að segja, þarna koma menn og drepa timann, eyða pen- ingum og glápa úr sér augun, framleiðendur selja vörur sínar væntanlega eitthvað betur á næstu misserum og hjól viðskipta- lifsins snúast hraðar og hraðar. Þetta er alls ekki verri dægra- Suður S. K5 H. KG8 T. G87 L. KDG76 Enskur árásarhugur réð á báð- um borðum. Sagnirnar í öðru her- berginu gengu þannig: Suður Veslur Austur Norður 1L 2 S 2G pass Pass 3S og allar pass Vestur fékk auðvitað sina sjö slagi. Tveir niður, 100 til ítalíu. En í hinu herberginu opnaði suður, 39 ára aldursforseti enska kvennaliðsins, á einu grandi og varð siðan sagnhafi í þrem grönd- um. Vestur spilaði út spaðaniu, austur tók á ásinn og spilaði siðan gosanum. Sagnhafi réðst á laufið. Spilaði út kóngnum, sem austur tók með ás og spilaði laufi til baka. Eftir dálitla umhugsun lét suður lágt frá hendinni og fékk á niua i blindum. Þar með átti hún níu slagi. Samtals 500 til Eng- lands eða 11 impar. Að hleypa laufinu á níuna var i reynd góð spilamennska. Vitað var, að vestur átti lengd í spaða en það minnkaði likurnar á að laufið félli 3—3. En með þrem slögum á lauf átti suður niu slagi. Og varla var auðvelt fyrir vestur að skipta í tígul þó svo færi, að hún fengi á lauftíuna. RETTU MER HOND ÞINA Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi 33 ir svertlngjarnir lyftu hægri hendi til merkis um, að þeir væru sammála. — Ndabezitha! Herra! Siyezwa! Við heyruin! Biðum. þangað til hann vaknar, svo að hann fái að finna fyrir /úlúhefndinni! Þeir sóttu fötu af vatni og helltu úr henni yfir andlit Eriks. Matsveinninn hvarf á bakvíð runna, strax og Erik fór að rumska. Ilár, grannvaxinn svertingi settist ofan á brjóst hans. Erik reyndi að losna undan honum, svo að hann gæti notað hend- urnar. Svertinginn hélt löngum hnffi að hálsi Eriks og sagði á lélegri ensku: — Kf herrann er með derr- ing eða kallar á hjálp. þá sting ég hnffnum f háls- háls-uqoqoqo, strax. Erik, var í raun og veru ekki hræddur, en varð gagntekinn eins konar vitfirringu. Hann braut heilann f ákafa og reyndi að finna eitthvert ráð. l'atnið draup enn úr hári hans, og hann var viðþolslaus af kvölum f hnakkanum. — Qalani-bo, madoda! Hefj- umst handa, piltar, sagði for- inginn. Steinn var lagður undir annan handlegg Eriks. Maður steig upp á aðra öxl hans, annar hélt handleggnum föstum, en sá granni með örið tók að troða á olnboga hans. Sársaukinn f handleggnum var nfstandi. Þegar handleggg- urinn brotnaði, féll Erik aftur í ómegin. Svertingjarnir settust og biðu rólegir, meðan matsveinn- inn sótti meira vatn. Einn þeirra hrækti öðru hverju framan f Erik. Annar sat við hlíð hans og fitlaði við byssuna, og var augljóst, að honum leizt vel á hana. Jafnskjótt og Erik var vakn- aður aftur, lóku þeir til við hinn handlegginn á sama hátt. Einn svegtinginn, sem var f skóm, hóf að sparka f brjóst honuin en hinir skellihlógu. — Eaðir minn drap þrjá Englendinga með spjóti f orrustunni við Isandlwana, sagði foringinn. — Ilvfti mað- urinn skal á brott úr /úlúlandi. Erik var f mókí vegna sárs- aukans. Honum fannst eins og líkaminn þyti áfram gegnum göng, þar sem hávaðinn var ær- andi — en f brjóstið fékk hann hvert sparkið af öðru. Loks lét sá fótfimi af iðju sinni. Einn maðurinn settist klofvega ofan á brjóst Eriks, og sá litli með örið settist á hækj- ur sér við fætur Eriks og tók að sarga með bitlausum hnffi fyrir ofan hæla honum. Loks som hann hnffnum gagnura húðina og fór að „saga“ hásin- arnar f sundur. Hugsanir Eriks urðu skýrar andartak. Hann gerði sér Ijóst, að nú voru þeir að eiga við hásinarnar. Ilann sparn fætin- um að öllu afli og lét hann sfðan falla máttlausan niður. Svertinginn hélt, að sinin væri komin f sundur. Hann kumraði ánægður, dró hnffinn út og sett- ist við hinn fótinn. Hinir raul- uðu /úiú-strfðssöng: — Hinn voldugi Dabulamanzi öskrar sem Ijón- ið.IIýenan skelfur, hýenan skelfur... Allt f einu fóru tveir skærir Ijósgeislar yfír grundini og beindust að lokum að hápnum, sem var umhverfis Erik. Nágranni, sem var á heimleið, hafði ekið inii f næsta húsa- garð. Svertingjarnir fjórir hurfu hljóðlausf inn f runnana. Sá fimmti, sem hafði fengið sparkið, skreið á fjórum fótum. Erik reyndi að snúa sér í áttina að Ijósinu, en höfuðið hneig aftur niður, og hann missti meðvitund. Þegar hann vaknaði aftur til Iffsins, voru matsveinninn og hvfti nágranninn að bera hann inn f bflinn. Orðin streymdu af vörum matsveinsins. Fimm grimmir glæpamenn hefðu ruðzt inn og ráðizt á sig og hvfta manninn, sagði hann. Honum hefði tekizt með naumindum að sleppa úr klóm þeirra, og fela sig f runna. Þar hefði hann legið, skjálfandi á heinunum, unz bíllinn kom. Honum fannst hræðilegt að sjá, hvernig þeir misþyrmdu hvfta manninum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.