Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 __ÁLYtAMÍX „Vegna rökþrots síns reyna „ herstöSvaandstæðingar" að notfæra sér raunir Tékkóslóvaka, en margt er til marks um óheilindi þeirra. " eftir HANNES GISSURARSON NÍÐZTÁ TÉKKÓSLOVÖKUM Staðreyndir alþjóðastjórnmála hafa verið óþægar samtökum þeirra manna ó íslandi, sem kalla sig „herstöðvaand- stæðinga‘‘.'Til marks um rökþrot þeirra er það, að á þessu ári hafa þeir tvisvar helgað aðgerðir sinar öðru málefni en þeirri gömlu kreddu að íslendingar eigi ekki að tryggja varnir sínar með samvinnu við aðrar vestrænar þjóðir. Önnur aðgerðin var ganga „herstöðva- andstæðinga" frá Straumsvik til Reykjavikur 23. marz sl. — sem mis- tókst þrátt fyrir margar auglýsingar í Þjóðviljanum um, að „áherzla væri lögð á skemmtilegheitin" — en hún var gengin gegn mengun, iðnvæðingu og auðhringum, auðvaldi og hervaldi. En Tékki fyrirframan byssukjafta kommúnista óri5 1968 starfsmaður Kremlverja á íslandi og skrifar i fleiri blöð en Þjóðviljann, því að hún er ritstjóri og ábyrgðarmaður Frétta frá Sovétríkjunum. En „MFÍK“ eru Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna, og Maria Þorsteins- dóttir, sem var formaður þessara kommúnistasamtaka 1968, studdi innrásina i Tékkóslóvakiu, taldi hana í þágu „friðarins“. Þessi trúnaðarmaður „herstöðvaandstæðinga“ er einn af fáum Islendingum, sem hafa tekið slika afstöðu opinberlega. Einn ræðumaðurinn i mótmælastöðu „herstöðvaandstæðinga" 21. ágúst var Vésteinn Ölason, lektor i bókmenntum við Háskóla Islands. Frá honum er það að segja, að hann er fylgismaður „marxiskrar bókmenntagagnrýni“. Hvað merkir það? Hafnar Vé- steinn verkum Kafka, Prousts og Joyces vegna þess að höfundarnir hafi verið „úrkynjaðir afturhalds- seggir“ eins og George Lukács gerði? OVIÐFELLDINH AROÐUR afstaða „herstöðvaandstæðinga" til varna Islands kemur ekki við mengun- arvanda nútimaríkja, iðnvæðingu og auðhringum, þó að gild rök megi reyndar fæfa fyrir því, að i markaðs- kerfi Vesturlanda sé auðveldara að leysa þennan vanda allra iðnríkja en í miðstjórnarkerfi sósialista — bæði vegna sveigjanleika markaðskerfisins og dreifingar efnahagslegs valds. Reynslan er sú, að minna er hirt um mengunarvandann í miðstjórnarkerf- um Ráðstjórnarríkjanna og Kína en á Vesturlöndum. Og hvar er „auðvaldið“ og „einokunin" meiri en í ríkjum sósíalista, þar sem allt efnahagsvald er í höndum einnar miðstjórnar? Hin aðgerð „herstöðvaandstæðinga" á árinu — sem einnig mistókst — var mótmælastaða við sendiráð Ráð- stjórnarrikjanna i Reykjavík 21. ágúst sl. vegna innrásar Varsjárbandalags- ríkjanna í Tékkóslóvakíu árið 1968. Ég get ekki orða bundizt vegna þessarar aðgerðar, þvi að „herstöðvaand- stæðingar" leyfa sér í áróðri sinum að likja kúgun Kremlverja og leppa þeirra á Tékkóslóvökum við samskipti Islendinga og Bandaríkjamanna. Þessi málflutningur „herstöðvaandstæð- inga“ er móðgun við Tékkó- slóvaka, á þeim er níðzt vegna rök- þrotsins. Er í alvöru unnt að bera almenning í Tékkóslóvakfu saman við íslenzka „herstöðvaandstæðinga", sem gera það sér til dægrastyttingar að ganga um nágrenni Reykjavíkur og gefa út blöð? Eiga örlög Jans Masa- ryks, utanrikisráðherra Tékkósló- vakíu, sem framdi sjálfsmorð eða var myrtur af kommúnistum árið 1948, og stúdentsins Jans Palachs, sem lagði sig eldi vegna kommúnistakúgun- arinnar árið 1968, eitthvað sameigin- legt með óbyggðagöngum islenzkra „herstöðvaandstæðinga"? Tugþúsund- ir manna voru handteknar að loknu valdaráni kommúnista í Tékkóslóvakíu árið 1948 og ófáir teknir af lífi, næstu túttugu árin var menning Tékka og Slóvaka hneppt i fjötra, sjálfs- ákvörðunarréttur borgaranna í efna- hagsmálum og stjórnmálum hafður að engu, sýndarréttarhöld haldin, ógnar- stjórn var eins og í öðrum kommúnista- ríkjum. Og þegar stjórnarfar varð lýðræðislegra árið 1968, skriðu vig- drekar Varsjárbandalagsins inn i Iand- ið og komu enn á alræði kommúnista. Hvernig geta „herstöðvaandstæðingar" á Islandi leyft sér að bera aðstöðu Tékkóslóvaka i Varsjárbandalaginu saman við aðstöðu Islendinga í Atlanz- hafsbandalaginu? Hafa þeir enga sómatilfinninu? REYNSLAN Fræðimenn hafa talið það einkenna menn í sértrúarsöfnuðum, að þeir eru njörvaðir niður við einhverja kreddu, taka fráleita afstöðu til staðreynda. Kreddur sértrúarmanna eru stundum meinlausar og skemmtilegar og koma öðrum ekki við. En kredda íslenzkra „herstöðvaandstæðinga" er siður en svo meinlaus, því að varnir íslendinga varða lif eða dauða. Reynsla Tékkó- slóvaka þrjú örlagaár þeirra 1938, 1948 og 1968, getur einungis orðið að rökum fyrir máli þeirra Islendinga, sem vilja varnarsamvinnu við aðrar vestrænar þjóðir. Arið 1938 áttu Tékkóslóvakar enga bandamenn, með þvi að Bretar og Frakkar brugðust þeim, gerðu Miinchenarsamkomulagið við Hitler, og Tékkar urðu þess vegna að láta undan öllum kröfum Hitlers um lönd. Aðstaða þeirra i samningum við nazista var svipuð þeirri aðstöðu, sem Is- lendingar væru i samningum við Kremlverja, ef Islendingar hefðu enga sterka bandamenn. Árið 1948 gátu kommúnistar rænt völdunum í Tékkó- slóvakiu, þótt í minni hluta væru með þjóðinni, með þvi að þeir höfðu komið flugumönnum sínum til valda í lög- reglu og her. Af því má draga þann lærdóm, að kommúnistum er ekki treystandi til að fara með varnarmál eða dómsmál i rikisstjórnum á Vestur- löndum. Og árið 1968 gerði Varsjár- bandalagið innrás í Tékkóslóvakíu, af þvi að tekið var að virða borgaraleg réttindi, stefnt var að frjálsara stjórn- kerfi og hagkerfi en Kremlverjar og leppar þeirra gátu þolað. Það minnir tslendinga á það, að máli skiptir fyrir smáríkið, hvert stórveldið er, sem það er i bandalagi við — hvort það er Ráðstjórnarrikin eða Bandarikin. Ein ástæðan til þess, að „herstöðva- andstæðingar" reyna að gera sér mat úr máium Tékkóslóvaka, er að þeir telja innrásina i Tékkóslóvakíu 1968 hafa verið árás á umbótasinnaða sóslalista. (Við getum velt þvi fyrir okkur, hvort árás á umbótasinnaða borgara hefði verið réttlætanleg með þessum ,,rökum“.) En þessi söguskoð- un islenzkra sósialista er röng að minu viti. I Tékkóslóvakíu hefur lifað sterk hefð borgaralegrar menningar og mannréttindahugsjóna, en fremstu fulltrúa hennar má telja heimspeking- inn Tómas Masaryk, fyrsta forseta lýð- veldisins (sem samdi ágæta bók þar sem hann gagnrýnir kenningar Marxs), og rithöfundinn Franz Kafka, sem lýsti sálarlausu alræðisríkinu í skáldverkum sinum, einkum i Mála- ferlunum. Og það var þessi hefð, sem blómgaðist vordagana 1968 i Prag, áður en vetraði af mannavöldum. Það rennir stoðum undir þessa skoðun mína, að samfara auknu frelsi í menningarleg- um efnum ætlaði Pragstjórnin 1968 undir forystu hagfræðingsins dr. Ota Siks að hleypa nýju lífi í atvinnuvegi landsins með auknu atvinnufrelsi og minna miðstjórnarvaldi. En hvað er það annað en aukinn „kapítalismi"? Það skiptir minna máli, að umbóta- mennirnir kusu að kalla stefnu sína „sósíaliska", en auðvitað var hún það ekki, ef orðið „sósialismi" er notað um miðstjórnarkerfi og altækan áætlunar- búskap. En með þvi að sameignarsinn- ar á Vesturlöndum trúa orðum, en ekki staðreyndum, hafa þeir talið hana sósialíska. ,JIerstöðvaandstæðingar“ leggja Atlanz- hafsbandalagið og Varsjárbandalagið að jöfnu og halda, að öll hernaðarbanda- lög séu af hinu vonda og að málefna- legt mat á þeim sé óhugandi, tsland sé á áhrifasvæði Bandarikjamanna eins og Tékkóslóvakía sé á áhrifasvæði Kremlverja. En innrásin í Tékkóslóva- kiu árið 1968 er til vitnis um það, að þessi bandalög eru ekki sambærileg og Bandaríkjamenn leggja annan skilning í orðið „áhrifasvæði" en Kremlverja. Greinarmunur lýðræðisríkja og ein- ræðisríkja varðar miklu, en hann gera „herstöðvaandstæðingar“ ekki. Á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna er fulltrúi Ráðstjórnarríkjanna til dæmis ekki fulltrúi íbúa landa sinna, heldur einungis stigamannaforingjanna í Kremlkastala. En fulltrúar lýðræðis- ríkjanna eru fulltrúar íbúa landa sinna, Islendinga, Norðmanna, Banda- ríkjamanna, Frakka, Portúgala, Spán- verjá og annarra núverandi eða tilvon- andi ríkja Atlanzhafsbandalagsins. SAMUÐ með TÉKKÓSLÓVÖKUM? Kommúnistar i Chile og Víetnam, sem fréttamenn Þjóðviljans og hljóð- varpsins kalla „þjóðfrelsissinna", studdu innrás Ráðstjórnarríkjanna i Tékkóslóvakíu árið 1968, en Alþýðu- bandalagið íslenzka lýsti yfir andstöðu sinni við hana, þó að Magnús Kjartans- son fagnaði þvi á innrásardaginn að Tékkóslóvakar ættu hvorki „Morgun- blað“ né „Sjálfstæðisflokk". En ástæða er til að.efast um heilindi sumra „her- stöðvaandstæðinga1' í þessari síðustu aðgerð þeirra. í Þjóðviljanum 18. maí sl. gat að lita tilkynningu vegna áður- nefndrar göngu þeirra 23. maí: Þessi trúnaðarmaður „herstöðvaand- stæðinga", Maria Þorsteinsdóttir, er Ég veit það ekki, en Lukács var upphafsmaður „marxískrar bókmennta- gagnrýni" og hinn eini fylgismaður hennar sem hefur getið sér alþjóðlegt orð. Og að minnsta kosti hafa valdhafar i Tékkóslóvakíu stundum bannað verk Kafka. En Vésteinn ritar ekki einímgis og ræðir um bókmenntir með „marxískum“ hætti, hann skapar þær einnig. Hann var í ritstjórn Frjálsrar þjóðar árið 1968, en 16. ágúst það ár birti blaðið (nafnlausa) skopstælingu — vafalaust „marxiska" — á skrifum Matthiasar Johannessens. Þar sagði m.a. svo: „Skyldu Rússar vera komnir inn i Tékkóslóvakiu? Áreiðanlega. Þessir níðingar djöflar. Ég veit, að þeir ráðast inn i Tékkóslóvakiu, eins og ég finn blóðið streyma eftir æðum mér. Évtú- sénkó, Évtúsénkó, Tarsis. Ég verð að muna að hlusta á fréttirnar." Við skul- um vona, að hlátrasköllum Vésteins og samherja hans vegna þessarar fyndni hafi linnt fimm dögum siðar, þegar Rauði herinn réðst inn í Tékkó- slóvakíu. NAUÐSYN VARNA Margir „herstöðvaandstæðingar" á tslandi eru ekki sameignarsinnar, heldur nytsamlegir sakleysingjar, sem skilja það ekki, sem Jón Sigurðsson kom skýrlegum orðum að árið 1843: „Það er að vísu enginn kostur á mann- kyninu, að hver þjóð skuli verða að vera viðbúin til varnar á móti annarri eins og á móti villidýrum, og að þvi leyti betur sem mennirnir eru slægari en dýrin. En svo verður að búa sem á bæ er titt.“ Herstöðin á Miðnesheiði verður að vera hlekkur i hinni sterku varnarkeðju Atlanzhafsbandalagsins, sem ein sýnir Kremlverjum fram á það, að þeir geta ekki farið að dæmi Hitlers eftir Miinchenarsamkomulagið 1938. Allir frjálslyndir menn eru herstöðva- andstæðingar i þeim skilningi, að þeir kjósa frið — samvinnu stétta og þjóða — og hafna ófrið. Herstöðin á Islandi er ill nauðsyn, En hún er nauðsyn. Það má ráða af reynslu Tékkóslóvaka og annarra þjóða, sem eru eða hafa verið undir oki kommúnista og fasista. Inn- rásin í Tékkóslóvakfu árið 1968 kom mörgum þessara sakleysingja mjög á óvart. En hvers vegna kom það þeim á óvart, að kommúnistar virtu einskis sjálfsákvörðunarrétt manna? Höfðu þeir gleymt Finnum, Eystrasalts- þjóðunum, Pólverjum, Ungverjum, Austur-Þjóðverjum...? Að ihlutun kommúnista I Tékkóslóvakiu hlaut að koma, þvi að veldi þeirra i austanverðri Norðurálfu hefði hrunið, ef Tékkó- slóvakar hefðu fengið frelsi og orðið nágrannaþjóðum sinum fyrirmynd. Kerfi Kremlverja stendur og fellur með kúguninni. Þeir geta þolað kommúnistum nágrannarikjanna eitthvert sjálfstæði (t.d. rúmenskum kommúnistum), en ekki frelsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.