Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 f Höldum áfram þar sem við hættum í Hollandi — ÞESSI leikur leggst vel í mig og því sk.vldum við ekki geta náð einu stigi, eða jafnvel sigri á móti Belgunum, sagði Ellert B. Schram, formaður KSl, á fundi með íslenzkum fréttamönnum hér í Briissel í gær. Minnti Ellert á að haustið 1975 hefði Island leikið í Frakklandi og tapað þar 0—3, en síðan farið til Belgíu og tapað þar aðeins 0—1, eftir mjög góðan leik. — Ég vona að sagan endurtaki sig núna. Strákarnir voru eins í leiknum gegn Hol- landi og þeir voru í Frakkaleikn- um á sínum tíma og ég hef trú á því að þeir nái toppleik gegn Belgum, nú eins og þá og tapi ekki óverðskuldað eins og 1975, sagði formaðurinn. Meiðsli hrjá nokkra leikmenn islenzka liðsins, aðallega þá Guð- geir Leifsson og Janus Guðlaugs- son, en þeir munu samt að líkind- um báðir hefja leikinn gegn Belg- um. Enn hafa Knapp og landsliðs- nefndin ekki ákveðið hvort Sig- urður Dagsson eða Arni Sveins- son verði í markinu, en trúlegt er að Arni f-ái tækifæri að spreyta sig í leiknum i dag. /----------------------------- Ágúst I. Jónsson skrifar frá Briissel -------------1________________/ Atli Eðvaldsson kemur nú inn í liðið í stað Arna Sveinssonar frá Akranesi og Asgeir Elíasson mun nú hefja leikinn en það gerði hann ekki í Hollandi. Liðið verður skipað eftirtöldum leikmönnum í dag: Arni Stefánsson eða Sigurður Dagsson verða í markinu, en aðrir Ieikmenn verða: Ölafur Sigur- vinsson, Janus Guðlaugsson, Mar- teinn Geirsson, Gísli Torfason, Asgeir Elíasson, Hörður Hilmars- son, Atli Eðvaldsson, Guðgeir Leifsson, Asgeir Sigurvinsson og Matthías Hallgrímsson. Ekki er enn ákveðið hvaða tveir leikmenn verða „úti í kuldanum" í kvöld, en trúlega verða það þeir Teitur Þórðarson og Ingi Björn Albertsson sem geta fylgzt með leiknum í sparifötunum. Yrðu þá varamenn þeir Jón Gunnlaugs- son, Guðmundur Þorbjörnsson, Arni Sveinsson og Kristinn Björnsson. — Þetta verður vafalaust erfið- ur leikur. Strákarnir eru enn þreyttir eftir leikinn gegn Hol- landi, nokkrir þeirra eiga við meiðsli að stríða og Jóhannes Eð- valdsson leikur ekki með okkur og það hefur meiri áhrif en fólk heldur. Samt er ég bjartsýnn á leikinn, sagði Tony Knapp er Tony Knapp landsliðsþjálfari virðist hvergi hræddur kjör f þrá og vonast eft- ir a.m.k. öðru stiginu f leiknum ídag. Morgunblaðið ræddi við hann um leikinn. — Ef við gætum haldið áfram þar sem við hættum í Hollandi, þá gætum við unnið Belgana. Það nægir okkur þó ekki að spila vel í 45 minútur — við þurfum að leika af krafti allan leiktímann í kvöld, ef við ætlum að gera stóra hluti hér. — Leikaðferð okkar fer að verulegu leyti eftir því hvernig þeir spila. Asgeir Sigurvinsson hefur gefið okkur miklar og gagn- Iegar upplýsingar um Belgana og það á örugglega eftir að hjálpa okkur mikið. — Atli Eðvaldsson fær væntan- lega það hlutverk að gæta Gools eins og skuggi, en Gools er geysi- sterkur leikmaður frá FC Brtigge. Ég valdi Atla sérstaklega I liðið með þetta í huga, en Atli er leik- maður sem ég held að geti hlaupið allan liðlangan sólarhringinn. Þá verður Asgeir Sigurvinsson I fremstu víglínu og eftir þeim upp- lýsingum sem við höfum þá er Martens gæslumaður hans. Sá leikmaður er mjög góður en hann er orðinn rösklega þrítugur og því farinn að missa örlítið snerpu. Guðgeir Leifsson mun i kvöld leika á vinstri vængnum og sóknir íslenzka liðsins munu því senni- lega flestar verða upp vinstri r ........................................................ . Verður gert út um mál Guðgeirs í dag? ÞJÁLFARI hollenzka liðsins NEC frá Nijmegen hefur greínilega mikinn áhuga á þvl að fá Guðgeir Leifsson til sin. Hefur hann fengið samþykki framkvæmdastjóra félagsins fyrir þvl að Guðgeir verði keyptur. náist hagstæðir samningar. Munu þeir báðir fylgjast með landsleiknum við Belgiumenn i Brussel i kvöld og væntanlega gera Guðgeiri tilboð að honum loknum. Þá hefur félagið Telstar einnig sýnt áhuga á Guðgeiri og verða útsendarar þess einnig leiknum. Segist Guðgeir vona að sem flest félög sýni honum áhuga, — hann geti þá valið úr. Staða Telstar og NEC i hollenzku 1. deildar keppninni er mjög ólik. Að loknum fimm umferðum er Telstar á botni 1. deildarinnar en NEC trjónar mjög óvænt i 1. sæti. Hefur liðið unnið alla sina leiki og er því með fullt hús stiga. NEC var I fallhættu ( fyrra. en tókst að bjarga sér og leikmenn liðsins hafa greinilega látið hendur standa fram úr ermum i sumar og æft vel. Þjálfari félagsins var áður hjá belgíska félaginu Charleroi. siðan hjá Anderlecht og hefur hann jafnan náð góðum árangri með lið sin. Belgíumennirnir vilja ekki Teit ÞEGAR Teitur Þórðarson fékk ekki leyfi frá Jönköping til þess að leika með íslenzka landsliðinu gegn Belgum var hann ekki settur i þann 22 manna hóp sem tilkynntur var FIFA um leikmenn i þessum leik. og var Jón Alfreðsson frá Akranesi valinn i hópinn i hans stað. Á síðustu stundu fékkst hins vegar leyfi frá sænska félaginu fyrir Teit og var FIFA sent skeyti og beðið um leyfi fyrir Teit, þótt tilkynningin hefði komið of seint. Var talið liklegt að það leyfi myndi auðveldlega fást. Nú hafa Belgar hins vegar mótmælt að Teitur verði meðal leikmanna i islenzka liðinu og standa fast á rétti sinum. Er greinilegt að þeir óttast „stormsenterinn" frá Akranesi og litlar líkur á þvi úr þessu að Teitur verði með i leiknum. TVEIR TOPPMENN LEGGJA SENN SKÓNA Á HILLUNA TVEIR af sterkustu leikmönnum íslenzkrar knattspyrnu undanfar- in ár íhuga nú alvarlega aó leggja skóna á hilluna. Þetta eru þeir Jón Gunnlaugsson, miðvörðurinn sterki frá Akranesi, og Sigurður Dagsson, markvörður úr Val. Blaðamaður Mbl. rabbaði stutt- lega við þá Iandsliðsfélaga í Brússel í gær. — Það er rétt að ég hafði hugs- að mér að þetta yrði síðasta keppnistímabil mitt í knattspyrn- unni, sagði Sigurður Dagsson. — Ég verð auðvitað alltaf i kringum knattspyrnuna, en það kemur sterklega til greina hjá mér að fara utan til náms á næsta ári og geti maður þá haft tekjur eða þægindi af þvi að leika knatt- spyrnu er ekki ólíklegt að ég geri það. — Hvað um frammistöðu Vals- liðsins og þína eigin í sumar? — Við misstum taktinn í Vals- vörninni í lok mótsins. Það vant- aði einhvern veginn sambandið milli manna. Ég var hins vegar ánægður með liðið fram undir það að þetta tímabil hófst. En það er eins og ein mistök leiði af sér önnur og markið sem við fengum á okkur gegn FH sat í manni, þó svo að maður héldi að það hefði engin áhrif. Sjálfsöryggið minnk- ar ósjálfrátt. — Eigum við möguleika á að sigra Belga? — Belgarnir eru mjög sterkir, það fer ekki á milli mála. Náum við að sýna eins góðan leik og í seinni hálfleiknum gegn Hollend- ingum þá eigum við möguleika á stigi. Ég hef nokkrum sinnum leikið gegn belgískum liðum og það lið sem þeir stilla upp núna er greinilega mjög reynt. Þeir Ieika örugglega fast og gefa minni frið en Hollendingarnir, en samt eig- um við möguleika, sagði Sigurður Dagsson að lokum. Sigurður er nú 32 ára og hefur 17 landsleiki að baki. Jón Gunn- laugsson er hins Vegar ekki nema 27 ára og hefur hann leikið 4 landsleiki. Jón hefur 12 sinnum verið varamaður með landsliðinu. Við spurðum Jón að því hvernig honum hefði liðið í fyrri hálf- leiknum er Hollendingarnir voru í sem mestum ham. — Ég hélt ró minni allan leik- inn, enda hef ég orðið töluverða reynslu á bekknum, sagði Jón og hló. — Auðvitað var erfitt að vera Islendingur í fyrri hálfleiknum, en ég bjóst þó aldrei við neinu 14—2 ævintýri. Islenzka liðið er orðið það reynslurfkt að þetta Sigurður Dagsson hlaut að Iagast. — Hvað um leikinn gegn Belg- um? — Ég held að við eigum mögu- leika á móti þeim, og dæmi ég það af úrslitum í síðustu leikjum þjóð- anna. Við töpuðum 0—1 i Reykja- vík í fyrra og sama markatala varð í leiknum f Liege 1975. Nú er kominn tími til að ná í það minnsta jafntefli. — Af hverju hyggst þú leggja skóna á hilluna? — Knattspyrnan tekur einfald- lega svo gffurlegan tíma, að mað- ur getur ekki leyft sér að vera í þessu. Það er aldrei friður. Leik- irnir eru orðnir svo margir og 1 kantinn. Ásgeir Sigurvinsson á að draga sig svolítið til vinstri, þann- ig að gott samband ætti að verða milli þessara sterku leikmanna. Asgeir Sigurvinsson verður fyrirliði íslenzka landsliðsins í leiknum í kvöld en Lambert er fyrirliði Belganna. Búizt er við um 20.000 áhorfendum á leikinn i kvöld sem verður á Anderlecht leikvanginum i Brussel. Landsleikurinn f kvöld verður sjötti landsleikur Islands og Bel- gíu. Fyrsti leikurinn fór fram fyr- ir réttum 20 árum hér i Brussel og sigruðu Belgar þá 8—3, en siðar sama sumar var leikið í Reykjavík og unnu Belgar þá 5—2. Mörk Islands í fyrri leiknum skoruðu þeir Ríkharður Jónsson og Þórður Þórðarson, faðir Teits Þórðarson- ar, tvö. i marki í seinni leiknum stóð Helgi Danielsson, en hann er nú varaformaður KSl og einn af fararstjórum íslenzka liðsins I Belgíu. Gfsli Torfason nær í kvöld þeim merka áfanga að leika sinn 25. landsleik og fær gullúr svo sem venja er, þegar þessu marki er náð. LEIKNUM SJÓNVARPAÐ LANDSLEIKUR Hollands og Is- lands i Nijmegen á miðvikudags- kvöldið verður sýndur frá upp- hafi til enda i islenzka sjónvarp- inu i dag. Hefst sjónvarp frá leiknum kl. 17.15, og verður leik- urinn sendur út í lit. Að sögn Bjarna Felixsonar,, íþróttafrétta- manns Sjónvarpsins er líklegt að leikurinn við Belgíumenn verði svo sýndur á mánudagskvöldið í íþróttaþættinum, en þá stendur einnig til að endursýna valda kafla úr leiknum við Hollendinga. Jón Gunnlaugsson fylgja þeim aukin ferðalög sem ég held að bitni meira á okkur Akur- nesingum en flestum öðrum lið- um. Það fara örugglega meira en 20 klukkustundir á viku i knatt- spyrnuna hjá manni yfir háanna- tímann, — já, og svo bætist lands- liðið ef til vill ofan á öll ósköpin. Ég er því fylgjandi að allt móta- kerfið verði einfaldað, en það segi ég satt að það verður ekki með glöðu geði að ég hætti i knatt- spyrnunni. Að öllu óbreyttu verð ég þó að gera það. VISSULEGA ERU TILBOÐIN KITLANDI EN NÁMIÐ GENGUR FYRIR — ÉG held að ég verði að segja það hreint út, að ég hef heldur Iftinn áhuga á þessu tali um atvinnusamning, sagði Guð- mundur Þorbjörnsson, mið- herjinn úr Val, er Morgunblað- ið ræddi við hann í Brússel í gær. Fyrr í sumar hafði belgíska félagið CS Brúgge sýnt mikinn áhuga á að fá Guð- mund til sín og ræddi fram- kvæmdastjóri félagsins nokkr- um sinnum við hann, með samning í huga. Forráðamenn Standard Liege hafa einnig sýnt áhuga á að fá Guðmund i sínar raðir og fylgdust þeir með landsleik lslands og Hol- lands á miðvikudaginn, og verða á Anderlechtleikvangin- um í kvöld. I Hollandi var Guðmundur ekki í 16 manna hópnum en i kvöld kemur hann væntanlega inná sem varamaður á móti Belgum. — Vissulega er það dálítið spennandi að þessi félög skuli sýna áhuga á manni, það virkar hvetjandi, sagði Guðmundur, — samningur kemur hins vegar ekki til greina af minni hálfu næstu fjögur árin, nema eitthvað stórkostlegt sé í boði og mér verði gert tilboð sem ég get ekki hafnað. Ég byrja nám í verkfræði við Háskóla tslands í haust og á ekki von á því að ég fari út meðan ég stend í því. — Sjálfur hef ég ekkert heyrt frá Standard Liege, sagði Guðmundur, — en samkvæmt þvf sem ég hef heyrt um áhuga þeirra á mér þá er Standard það félag sem mér finnst áhugaverðast af þeim sem nefnd hafa verið, einfaldlega vegna Asgeirs Sigurvinssonar. Það væri ekki amalegt að kom- ast að hjá sama félagi og hann. Væri ekki námið framundan myndi ég athuga vel hvað þeir hafa að bjóða og ef ekki væri skólinn væri það eflaust at- vinnumennskan sem maður stefndi að, sagði Guðmundur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.