Morgunblaðið - 23.10.1977, Page 1

Morgunblaðið - 23.10.1977, Page 1
Sunnudagur 23. október 1977 Bls. 33 - 64 Magnús Magnússon ritstjöri Storms: Skrínu kostur Kafli úr nýrri bók eftir Magnús Storm, sem út kemur nú fyrir jólin á forlagi Skuggsjár. Bókin heitir: Ætlar hann aldr- ei að þagna, karlskrattinn. I Ég var orðinn einmana. Einmana — ósköp er eitthvað ömurleg- ur hljómur i orðinu, og þó leggur Drottinn það á suma að vera einmana allt sitt líf, án þess að þeir vilji vera það, og svo eru líka til einstöku undarlegar sálir, sem sækjast eftir einveru, vilja vera einmana, enda þótt þeim bjóðist fjöldi förunauta á hinum grýtta vegi hérvistarlífsins. Ég er i raun og veru þannig gerður, að mér likar bæði einveran illa, til lengdar að minnsta kosti, og sömuleiðis margmennið. Helst kýs ég að hafa einn eða tvo menn og í hæsta lagi þrjá til fjóra einhvers staðar í námunda við mig, en þó helst ekki mjög nærri mér, nema alveg sérstaklega standi á, sem ég útskýri ekki nánar. Annars er mér bölvanlega við það, ef menn eru eitt- hvað að dinglum-danglast utan i mér. Ég vil helst vera i friði með mina hluti, og gæti þess lika nokkurn veginn, að vera ekki að kássast upp á annarra manna jússur. Satt að segja skil ég ekkert í eðli þess fólks, sem alltaf er að skipta sér af annarra manna högum og er lifandi dag- bók um einkalíf og háttu fólks, sem þvi kemur ekki lifandi vitund við. — 0 — Já, nú er ég orðinn einmana, og í raun og veru var það ég, sem hafði búið mér þessi örlög. Og þó var það í raun og veru aðeins þátturinn af sjálfum mér, sem hafði orðið öðrum yfirsterkari — þáttur, sem alltaf hefir verið nokkuð ríkur í mér, frá þvi ég komst yfir unglingsárin — undanlátssemin eða ósjálfstæðið, ef kven- menn eru annars vegar. Blessuð konan mín hafði sem sé gefið mér það í skyn í hálfkveðinni visu, að þótt það væri auðvit- að yndislegt að búa með öðrum eins fyrir- myndar eiginmanni og mér, reglusömum, trúum og fyrirhyggjusömum, þá gæti það samt verið dálítið hressandi að yfirgefa mig svo sem fimm til sex vikna tima á meðan sólin væri hæst á lofti, og svo myndi hún þá enn betur en áður finna til þess, hversu ómissandi ég væri henni. Mér fannst þessi röksemdaleiðsla hennar, sér- staklega siðari hlutinn, mjög skynsamleg- ur, og eitt andartak fannst mér jafnvel sjálfum, að mér mundi vera líkt farið og henni, og þetta yrði dálitil tilbreyting í þjóðstjórnar-tilbreytingarleysinu, og vegna þess, að ég hef ávallt verið fljótur að afráða hlutina við mig, þá samþykkti ég samstundis þennan skilnað að borði og sæng um fimm til sex vikna tíma, og fór svo alveg ósjálfrátt að hugsa um það, hvar mundi nú búa í bænum ljómandi falleg stúlka, sem ég hafði orðið málkunnugur fyrir nokkrum árum áferðalagi. — 0 — Og svo fór konan mín i ferðalagið, og ég fyldi henni niður á farþegaskipið „Fagra- nes“, sem er alveg skip við okkar hæfi, að dómi hans Jónasar mins, einn fagran júní- morgun, og þar kvaddi ég hana með handabandi á þilfarinu, en við hliðina á okkur kvöddust hjón með svo mörgum og innilegum kossum, að vel hefði mátt halda, að þetta væru síðustu skilnaðar- kossarnir, en svo var þó ekki, því að þegar hið skrautbúna-skip renndi frá landi, veif- aði konan, hnellin og blóðrík hnyðja á fertugsaldri, til mannsins og kallaði: „Ég kem áreiðanlega í kvöld aftur, elskan mín“. Mikill dæmalaus kærleikur, tautaði ég um leið og ég gekk upp eftir bryggjunni. II Ég gekk heim til mín og hallaði mér aftur á bak á dívaninn, þarfasta hlutinn, sem mennirnir enn hafa fundið upp í allri sinni uppfyndingasýki. Ég hefi átt þennan dívan lengi og fjaðrirnar i honum eru farnar að láta sig, en það brakar samt aldrei í honum. Það er eins og hann viti, að mér er meinilla við alla slíka bresti, eins og mér raunar er við allan hávaða, þvi að ég er hljóðlátur að eðlisfari. — Én hvað allt er kyrrt og hljótt i herberginu. Mig langar til að sofna, því að ég hef vaknað óvenjulega snemma, vegna þess að ég fylgdi konunni minni til skips. En sú náttúra hefir ávallt fylgt mér að geta aldrei sofið á daginn, svo að ég grip bók- ina hans Péturs míns Sigurðssonar: Ásta- lif hjóna, og fer að blaða i henni. Mér finnst það svo vel viðeigandi, þegar konan mín er farin, og svo hefi ég heldur ekki lesið bókina, þótt hún hafi legið á borðinu hjá mér vikum saman. Og nú vill svo einkennilega til, að ég er ekki fyrr búinn að lesa nokkrar línur en ég er oltinn út af steinsofandi, og sef í fulla þrjá tíma, vær- um og föstum svefni. Þvilík dásamleg bók. Ég vil ráðleggja öllum til að fá hana, sem eiga bágt með svefn, og ég tel jafnvel að læknar ættu að nota hana i stað klóró- forms við sjúklinga, sem eru bilaðir fyrir hjarta vegna ofdrykkju og þola illa svæf- ingu. Ég þori næstum því að ábyrgjast, að þeir myndu ekki vakna, þótt gerður væri á þeim holskurður. Og svo eru engin eftir- köst eftir svefninn, ekki einu sinni, að það, sem maður hefir lesið í bókinni, sé að þvælast i huganum, eins og efnið i sumum bókum er að gera. — Já, þetta er alveg dásamleg bók hjá honum Pétri mínum, og Pétur er líka alveg óviðjafnanlegur, því að sálardjúp hans eru botnlaus og ómælandi eins og pytturinn í Ægissiðutúninu. III En nú er mig farið að dauðlanga í kaffi eftir allan þennan svefn. Ég kalla upp: Góða mín, gefðu mér kaffi, en í sömu andránni man ég eftir þvi, að það er engin „góða»,mín“ hjá mér. Nei, það er ekki um annað að gera en að fara niður í bæ og fá mér kaffi, eða þá að hita það sjálfur, og ég vel siðari kostinn, þvi að mér er ákaflega illa við allt stjákl. Og suo fer ég fram í eldhús og set ketilinn i samband og fer svo aftur inn og halla mér á meðan vatnið er að hitna. En krafturinn i Sogsvirkjuninni er mikill, og þegar ég kem aftur fram í eldhúsið sýður og bullar vatnið upp úr katlinum og herbergið allt fullt af gufu, svo að ég sé ekki handaskil. Ég kippi í snatri úr sambandi, en ferst það einhvern veginn svo óhönduglega, að ketillinn fell- ur á gólfið og allt úr honum. Til allrar hamingju brenni ég mig ekki, en mér þykir þetta samt bölvað, þvi að ég hafði einsett mér, að þvo aldrei gólf á meðan konan mín væri í burtu, því að mér er bölvanlega .við alla þvotta og hreingern- ingar í húsum inni. Ég þurrka það mesta upp af gólfinu og set siðan ketilinn aftur í samband, og nú þori ég ekki annað en að standa yfir honum, svo að ég sjái, þegar bólurnar fara að koma upp. En á meðan tek ég pokann úr kaffikönnunni, þvæ hann vandlega og sný upp á hann, uns ekki lekur úr honum deigur dropi. Siðan set ég hann í könnuna og helli volgu vatni í hann, þvi að það hefir konan min sagt mér, að væri betra. Svo tek ég upp kaffi- • boxið og læt hálfa þriðju kúfaða matskeið af kaffi i pokann — nákvæmlega helmingi meira en konan mín sagði, að ég ætti að láta.Jm að ég er hræddur um, að hún hafi hugsað of mikið um, að ég færi sparlega með efnin, og síðan læt ég drjúgt af ex- porti og loks talsverða góflu af salti, þvi að gömul kona, sem ég var eitt sinn meó, hafði sagt mér, aó þá yrði kaffið skarpara á bragðið, ög auk þess er ég mjög gefinn fyrir salt. Siðan byrja ég að hella á könn- una, því að nú eru bólurnar komnar upp. Ég fer að öllu rólega, helli hátt og tigulega á könnuna og sýg að mér kaffiilminn, sem er enn ljúffengari en bragðið, og betri en nokkur annar ilmur, nema ef vera skyldi ilmur af vel þurri, grænni töðu. Mikið eiga konurnar gott að geta alltaf andað þessu að sér, og líklega er miklu betra aó vera kvenmaður en karlmaður, ekki sist eftir að leiðbeiningarnar hennar Kátrínar Thoroddsen komu, hugsa ég með mér. Og þegar ég er búinn að hella öllu vatninu á kaffikönnuna, helli ég kaffinu þrisvar sinnum i bolla og i könnuna aftur, svo að það trekkist, og þegar ég er búinn að öllu þessu, helli ég fleytifullan bollann af ilm- andi, brúnrauðu kaffinu og bergi á. — En hvað er þetta, það er ekkert kaffibragð af því, heldur brimsaltur keimur, líkur því, sem er af sjónum i Nauthólsvíkinni, þar sem marglittan var nærri búin að gera út af við hann Pétur minn Jakobsson. En til allrar hamingju sigraðist Pétur á óvætt- inni, og þá gaf hann út seinni kvæðabók- ina sína, eins og nokkurs konar þakklætis- eða ljóðfórn til drottins almáttugs fyrir frelsunina úr þessum ógeðslega sjávar- háska. — Auðvitað sé ég undir eins, hvernig i öllu liggur, því að ég er fljótur að álykta eins og nafni minn Magnús Torfason, náttúrlega hef ég látió heldur mikið af saltinu. En þegar ég var lítill sagði gamla fólkið mér, að það væri synd að fara illa með mat, og kaffi er matur, svo að ég læt mér hvergi bregða og drekk þrjá bolla af kaffinu, og verkunin er alveg eins og vanalega, léttur sviti um allan líkam- ann og notalegur hjartsláttur. Svo helli ég afganginum i hitabrúsa, og læt fáeina brennivinsdropa saman við, til þess að það geymist betur. Og nú man ég eftir þvi, aó ég hef alveg steingleymt i öllu þessu heimilisvafstri og umhyggju fyrir munni og maga, að sjá sálinni fyrir hollri nær- ingu með því að lesa morgunleiðarann eftir hann Valtý minn. Ég hefi upp á blaðinu, og halla mér aftur á bak á divan- inn og byrja auðvitað á leiðaranum. En hvað er þetta? Það setur að mér geispa, og svei mér ef mér finnst ekki, að mér ætli að liða í brjöst. Nei, þetta getur ekki verið heilbrigt, heilbrigður maður geispar ekki yfir lestri greinar eftir Jiann Valtý, það hlýtur að vera einhver bölvun að byrja i mér, sem best er að koma með varnir gegn í tíma. Stend ég siðan upp og teyga kaffið úr hitabrúsanum og byrja svo aftur á leiðaranum, og snilld máls og efnis lyftir sál minni á flug og gefur mér sýn langt út i framtiðina. IV Ég hafði einsett mér það, að hafa skrínukost á meðan konan mín væri í burtu. Ekki var þetta þó beinlínis af sparnaðarástæðum, heldur var annað, sem úrslitum réði. Ég er fremur ómannblend- inn og kann því illa við að*borða á mat- söluhúsum, og sitji kvenmenn einhvers staðar i námunda við mig. fer ég allur hjá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.