Morgunblaðið - 23.10.1977, Síða 28

Morgunblaðið - 23.10.1977, Síða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1977 MOBgdtv-Y^ (ð 0 v MJ/ k^Fvn. XAffinu j GRANI göslari Samkvæml farþega- listanum var þessi ekki með þegar flugvélin fór frá Kaupmannahöfn? Fáðu þér sopa vinur, þú ert nær dauðanum en ég! Hvimleiður óþrifnaður BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Öll viljum vió tryggja okkur gegn míklu tapi. Og þegar það kostar ekki mikið er engin ástæða til að sleppa því. En gegn hverju þarf að tryggja sig? Hætturnar og óhöppin gera ekki boð á undan sér við spilaborðið frekar en í daglega lífinu. Suður í spilinu hér að neðan kom ekki auga á hætturnar sem ógnuðu samningi Itans. Norður gaf en austur og vestur voru á hættu. Norður S. 1053 H. AK762 T. 532 L. A6 Suður S. AKD764 H. D T. AKD109 L. 7 Án þess að austur og vestur blönduðu sér í sagnir varð suður sagnhafi í sex spöðum. Og vestur spilaði út laufdrottningu. Sagn- hafi tók á ásinn og spilaði strax spaðaþristi frá blindum. Þar með var spilið tapað. 1 ljós kom, að austur átti alla spaðana fjóra, sem úti voru en vestur átti tígulgos- ann ásamt þrem smáspilum. Ell- efu slagir voru orðnir hámarkið. En hvaða tryggingu gat suður splæst á sig? Jú, galdurinn var að trompa lauf áður en tekið var á spaðaás. Mismunurinn er, að þá eru iaufin farin af höndum blinds og spilarans. En þó þarf að spila spilið með aðgát. Sjá lesendur hvernig haga ber framhaldinu eftir að í Ijós kemur, að vestur á engan spaða? Fyrst verður suður að taka á hjartadrottníngu. Og síðan spila tíglunum ofanfrá. Skiptist tígl- arnir 3—2 á höndum andstæðing- anna er aðeins einn tapslagur í spilinu. Og ef austur á fjóra eða fimm tígla verður tígull trompað- ur í blindum og síðasti tígullinn fer í hjartaás. Aftur aðeins einn slagur gefínn. En komi í ljós, að vestur á tígullengdina þá má aust- ur trompa þegar hann vill. En það kemur honum ekki að gagni því hann á þá ekkert útspil og getur engu spilað án þess að gefa tólfta slaginn. Þökk sé iauftrompuninni í upphafi spilsins. COSPER Ég ætla bara aö láta þig vita, að þó að þú hafir sagt áðan aö ég hefði á réttu að standa — þá er ég ekki þeirrar skoðunar nú! Undir þessari fyrirsögn hefur O.G. sent nokkrar línur þar sem rætt er um prentsvertu dagblaða: „Það er ástæðuiaust að kvarta yfir því, að okkur fbúum höfuð- borgarinnar sé ekki dagiega séð fyrir nægjanlegu iesmáli til að fylgjast með því markverðasta, sem hér gerist og raunar einnig því, sem fréttnæmt þykir víða í heiminum. Mörg íslensku dag- blöðin koma út í hlutfallslega mjög háu upplagi og er gott eitt um það að segja. Enn er þó hvimleiður galli á gjöf Njarðar. Eftir lestur blað- anna verður varla hjá því komist að þvo sér um hendur (ekki þó af líkum ástæðum og Pílatus forð- um, að maður frábiðji sér ábyrgð á sumu því, sem þar er skrifað) því engu er líkara en að komið sé frá kolauppskipun, eins og hún tíðkaðist hér áður fyrr. Rétt er þó að geta þess, að í þessu efni eru árdegisblöðin skárri að skömm- inni til en síðdegisblöðin. Fyrr á þessu ári dvaldist ég um skeið á heimili erlendis, en þang- að bárust að jafnaði þrjú dagblöð — sum þeirra útgefin í milljóna upplagi. Við lestur þeirra taldist það til undantekninga, ef ég varð að ráði var við þennan hvimleiða óþrifnað, sem að framan getur hjá íslenzku dagblöðunum. Nú er það svo, að mér skilst, að hér sé fyrir hendi fullkominn vélakostur, byggður á nýjustu prenttækni. Hvað veldur? Er hér kannski „froðsað“ með prent- svertuna? O.G.“ Eitthvað hefur verið kvartað undan þessu áður, eftir því sem Velvakanda minnir, en hér er e.t.v. eitthvað á ferðinni, sem ekki er auðvelt að koma í veg fyrir. # Ökuhraði f þéttbýli „Nú um nokkurt skeið hef- ur ökuhraði á Reykjavíkursvæð- inu verið örlítið hraðari, en oft áður og má þar e.t.v. um kenna að minna er um eftirlit af hálfu lög- reglunnar vegna verkfallsins. Einn eða tveir bögglar fylgja þó skammrifi, ef svo má að orði kom- ast, en það er i fyrsta lagi að óprúttnir ökumenn gerast allum- svifamiklir á götum borgarinnar og hirða ekki um það sem heitir tillitsemi og í öðru lagi eru til nokkrir „draugar", sem ekki virð- ast hafa annað að gera en að aka of hægt og tefja fyrir öðrum. Það eru kannski verkfallsverðir, eða verkfallsfólk, sem hefur ekki ann- að að gera en tefja fyrir okkur hinum, sem erum að vinna. 1 49. grein umferðarlaga segir svo um ökuhraða: „ökuhraða skal ávallt miða við gerð og ástand ökutækis, staðhætti, færð, veður og umferð og haga þannig, að aksturinn valdi ekki hættu eða RETTU MER HOND ÞINA 76 þetta bæli syndarinnar, hugs- aði Niekerk. En hann fór ekki. Ilann langaði fyrst í kaffisopa. Erik gaut augunum til Arnar. Nú skulum við fyigjast með því, hvernig siðbótarmaðurinn bregzt við, hugsaði hann. Nú ætti hann sannarlega að gefa Búanum góða ráðn- ingu. — Erik fann skyndi- lega, að hann tók algjörlega málstað Arnar og Hiatshwayos. En örn yljaði Búanum ekki undir uggunum, þó að hann ætti mjög erfilt með að stilla sig. Helzt hefði hann viljað standa upp og hrópa: — ÍVIaður þessi, Illats- hwayo, er vinur minn! Ef þér viljið koma inn á heimili mitt, þá verið kurteis við hann og heilsið honum með handa- bandi. Að öðrum kosti getið þér haft yður á brott. En fleiri hugsanir komu upp 1 huga hans, og þær drógu úr athafnasemi hans. Gesturinn átti jarðarskika, þar sem Örn hafði fengið leyfi til að byggja skóla eftir að hafa farið bónar- veg að honum aftur og aftur eins og betlari. Niekerk gat hvenær sem var eyðilegt skól- ann fyrir honum, ef hann færi nú að móðga hann. Og þá misstu fimmtíu Zúlúbörn tæki- færið til að komast nokkurn tíma í skóla. Það væri dýrlegt aó geta leyst frá skjóðunni, en það kæmi niður á landsbúum. Þess vegna varð örn að þegja. Hlatshwayo reyndi að bjarga málunum. Hann stóð upp og sagði hæversklega: — Ég verð víst að koma mér af stað. Mörg verkefni bíða mfn heima. Þá vaknaði Örn. Nei, það skyldi ekki verða. Svo langt var ekki hægt að ganga ( undanláts- seminni. Hann þrýsti hönd- unum fast um úinliðina, horfði rólegur og einbeittur á Hlatshwayo og sagði spenntur: — Nei, vertu kyrr ofurlftið lengur. Þú ert ekki svo önnum kafinn. Hlatshwayo sá skipunina í augnaráði Arnar og settist, án þess að segja orð. Síðan bauð Örn mönnum að reykja, og það tókst að koma af stað samtali milli Eriks og Niekerks um daginn og veginn, áður en hann fór fram til að sækja kaffi. Erik rann blóðið til skyldunnar. Hann varð að halda samtalinu áfram við gest- inn, en honum re.vndist erfitt að leyna fyrirlitningu sinni á honum. Niekerk var ótilhald- inn og óhreinn að sjá, og svör hans háru ekki heinlínis vott um miklar gáfur. þegar Örn kom aftur með kaffið, hafði hann þegar lagt áætlun. Hann ætlaði að láta Hlatshwayo sýna svolitiö þekk- ingu sfna. Niekerk skyldi fá að finna til vanmetakenndar gagn- vart svertíngja. Hann leiddi samtalið með hnitmiðuðum orðum að heim- speki og bað um að fá að heyra skoðun Hlatshwayos á mjög erfiðu viðfangsefni, sem Kant fjallaði um. Hann vissi, að Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddt Hlatswhwayo var vel heima í þessu atriði, enda skildi hann, hvað vakti fyrir Erni, og beit á agnið, ánægður, en jafnframt órólegur. Niekerk hafði að sjálfsögðu enga hugmynd um, um hvað samtalið snerist. Honum reyndist einnig torvelt að fylgjast með, vegna þess að umræðurnar fóru fram á ensku. Erik gat ekki heldur tekið þátt í hinum heimspeki- legu umræðum, en hann naut stundarinnar. Loks fannst Niekerk sem hann yrði nú að leggja orð f belg. Honum fannst hann þekkja nokkur orð, sem örn mælti, og hann svaraði þeim. En svarið var átakanlega klaufaiegt og bar þess vott, að því fór víðsf jarri, að hann gerði sér grein fyrir, um hvað hann var að tala. Þetta var einmitt það, sem þremenningarnir voru að bfða eftir. Það varð þvingandi þögn, er þeir störðu á komumann og úr augnaráði þeirra mátti lesa bæði undrun og samúð. Og þetta var svo aug-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.