Morgunblaðið - 23.10.1977, Síða 15

Morgunblaðið - 23.10.1977, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTOBER 1977 51 ... í veiðiferð med fyrsta rækjutogara íslendinga... í veidiferd með fyrsta rækjutogara íslendinga .. Rækjan er flokkuð í þrjá stærðarflokka í þessum flokkunarvóluiii. Willard Fiske stýrimaður fylgist með botninum á dýptarmælinum. norður af Horni. I h'aust hefur rækja í Grimseyjarmiðum verið frekar smá, öfugt við það sem var í fyrra og hitteðfyrra, en miðin norður af Horni hafa ekki verið könnuð nógu vel í haust. Betri afli yfir sumarið ,,Það ó eftir að taka nokkur ár fyrir þessar veiðar að þróast, þar sem það á eftir að kanna feikni- stór svæði. bæði við Vestfirði, Norðurland og Austfirði, og þau svæði sem vel koma til greina fyrir rækjuveiðar eru stærri en maður gerir sér í hugarlund. Ann- ars hefur útkoman hjá okkur ver- ið sú, að veiðarnar hafa komið betur út yfir sumarið, fyrst og fremst vegna betra veðurs,“ segir Snorri. Það eru 13 menn i áhöfn á Dalborgu og ganga þeir tvískiptar vaktir 6 tíma i senn, eins og skip- verjar á skuttogurunum. Það halda margir að ekki sé mikið að gera um borð i svona skipi, en staðreyndin er sú, að næg verk- efni eru alltaf fyrir hendi, þar sem margir þurfa að vera við frá- ganginn á aflanum, auk þess sem allt vinnsluþilfarið er þvegið hátt og lágt einu sinni á sólarhring, og suðupotturinn hreinsaður, ásamt kælikerum. Veiðist bezt á morgnana Það var haldið áfram að toga á þessum slóðum og rækjan sem veiddist var sæmilega falleg, en kringum 100 stykki fóru í kilóið af stærsta flokknum, en hins vegar hátt i 300 i kilöið af minnsta flokknum. Almennt er togað í 3—4 tíma í senn og af einhverri ástæðu veiðist alltaf bezt á morgn- ana, og spurði ég Snorra hverju það sætti. Lóðar ekkert ,,Við erum ekki vissir unt það. en talið er að rækjan fari upp í sjó Rækja fer í þessa bakka þegar hún kemur úr flokkunarvélinni, og því næst er hún sett í suöupottinn. Þegar rækjan hefur legið nokkra stund i kælikerinu fer hún eftir færibandi inn í frystitækin og á leiðinni blæs kraftmikill blásari á hana, þannig að hún þornar að mestu. og dreifi sér þegar líður á daginn, en annars er engin örugg skýring til á þessu. Þá verður alltaf erfitt að stunda rækjuveiðar fyrir þá sök, að það lóðar ekki á rækjunni eins og öðrum fisktegundum, nema þá grálúðu og verður maður því meir að stundá þessar veiðar samkvæmt tilfinningu." in. Eftir 1970 var rætt um að fyrirtækið sneri sér að lagmetis- iðnaði, en málið komst aldrei svo langt og svo var það i marz 1975 að ákveðið var að koma rækju- vinnslu á laggirnar í húsakynnum félagsins, og hófst vinnsla í mai- mánuði það ár í húsnæði fyrir- tækisins sem er á 700 fermetra gólffleti ó tveimur hæðum. Vantar meira hráefni „Þegar rækjuvinnslan tók til starfa gerði Snorri Snorrason út Sæþór, og^einnig lögðu nokkrir aðrir bótar upp rækju hjá okkur, en hráefnisöflun var frekar stopul, og varð enn óstöðugri þegar Snorri seldi sinn bát, og ætlaði síðan að kaupa annan stærri til þessara veiða, sem ekki varð af. Hráefnisöflunin var orðin svo stopul um mitt síðasta ár, að við ákváðum að kaupa tvo báta, hvað við gerðum, en siðan var annar seldur, þegar viö festum kaup á Dalborgu." sagði Jóhann Antonsson, framkvæmdastjóri Söltunarfélags Dalvikinga, þegar ég ræddi við hann. Þá sagði Jóhann, að í sumar, hefðu nokkrir aðkomubátar lagt upp afla hjó þeini eins og t.d. Langanes frá Þórshöfn. Ég spurði Jóhann, hvernig rekstur fyrirtækisins og útgerð togarans gengi. Svona útgerð á góða framtíð f.vrir sér „Það má fullyrða að við höfum orðið að berjast fyrir allri fyrir- greiðslu og það hefur ekki alltaf gengið vel. Hvað rekstur togarans snertir, þá er það að segja, að sá lærdóm- ur, sem vió höfum öðlast á stutt- um tima er mikils virði og útkorn- an jákvæð að því leyti að svona útgerð virðist eiga góða framtíö fyrir sér. En fyrstu þrír mánuðirnir hafa veriö erfiðir fjárhagslega. Hins vegar stendur fyrirtækið sjálft á gömlum merg, það átti byggingar og þó nokkra peninga. þegar byrjað var á núverandi byggingu, þannig að eiginfjár- staðan er traust, en lausafjárstað- Það eru mörg handtökin við frá- ganginn, hér gengur skipsmaður frá einum rækjukassanum. an mjög erfið. Það skal heldur engan undra það, þar sem fjar- festing hefur verið mjög rnikil á stuttum tíma. Til að mæta örðug- leikunum höfum viö aukið hluta- fé þess, en ekki þó rnikið, þar sem engir sérstaklega fjársterkir aðil- ar eru með. Það var fyrst og fremst vegna eigin áræðis manna, að lagt var út í kaupin ó rækju- togaranum," segir Jóhann. í framhaldi af þessu sagði Jóhann, að rækjuaflinn kæmi til með að skera úr rekstrarmögu- leikum skipsins, og þegar hefði sýnt sig að íslenzk djúprækja væri mjög vel fallin til aö. fara ópilluð á erlenda markaði. Kaup- endur erlendis hefðu verið nijög ánægðir með rækjuna sem Dal- borg landaði í Svíþjóð fyrir nokkrum vikunt, en engu að siður hefði rækjan reynsl heldur smærri en þeir hefðu átt von á í upphafi. „Við vonum aðeins að Datborg fiski sem mest á næstu mánuðum, en frystitæki skipsins afkasla mest 6—7 lestum á sólar- hring. „Það er nú fullvist að minnsta rækjan verður unnin hér i rækju- vinnslunni á Dalvík. Hér er hún þýdd upp og unnin á venjulegan hátt og við höfum nú nóð góðum tökum á að þýða hana upp og vinna, en smárækja i afla Dal- borgar er mjög mikilvæg fyrir verksmiðjuna. Þó að rækjuvinnslan sé í þokka- legu húsnæði, þá vantar okkur tilfinnanlega meira geymslurými og stefnum að því að auka fr.vsti- rýmið, og urn leið stefnum við að þvi að hafa jafnt og stöðugt hrá- efni," sagði Jóhann að lokum. Myndir og texti: Þórleifur Ólafsson Eigandi Daíborgar er Söltunar- félag Dalvíkur sent var stofnað árið 1943 og allt fram til ársins 1967 var fyrirtækið með sildar- söltun á Dalvik, en þá hvarf síld- Smærri rækja er sett f plastpoka og síðan er hún unnin á Dalvík. Einnig sagði Snorri aðspurður, að ekki væri hægt að fullyrða neitl um útkomu skipsins á þess- unt veiðum, það sent af væri, sök- um ýmissa barnasjúkdóma, sem komu fram fyrstu mánuðina og langan tima hefur tekið að laga, t.d. hefði fyrsta veiðiferðin tekiö miklu lengri tima, en upphaflaga var ráð fyrir gert. Hins Vegar hefði rækjan likað mjög vel, en hún var seld í Svíþjóð. Um þessar mundir er mikil eftirspurn eftir ópillaðri rækju, en vissulega væri verið breytilegt á markaðnum, sagði Snorri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.