Morgunblaðið - 23.10.1977, Page 14

Morgunblaðið - 23.10.1977, Page 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTOBER 1977 * 0 I veidiferd með fyrsta rækjutogara Islendinga... í veiðiferð med fyrsta rækjutogara íslendinga ÞRATT fyrir að bæði Norðmenn, Danir og Færeyingar hafi stund- að úthafsrækjuveiðar í fjölda ára, og þá sérstaklega á miðunum við Grænland, þá hafa Islendingar enn sem komið er, ekki lagt mikla áherzlu á þessar veiðar, af ein- hverjum ástæðum. Síðustu tvö til þrjú árin hefur hins vegar orðið nokkur breyting á, og nú stunda nokkrir bátar djúprækjuveiðar úti fyrir Norðurlandi og á þessu ári bættist fyrsti rækjutogari ís- lendinga í hópínn, Dalborg frá Dalvík, sem nú er búin að fara í eina siglingaferð og leggur bráð- lega af stað í þá næstu. Miðin sem veitt er á norður af landinu, eru hvorki stór né mörg, og því þarf eðlilega að leggja mikla áherzlu á djúprækjuleit á næstu árum, en orðið hefur vart við djúprækju víðs vegar við landið á siðustu árum. Sú reynsla, sem fengist hefur á þeim stutta tima, sem Dalborg hefur verið á veiðum, sýnir, að góður grundvöllur á að vera fyrir þessum veiðum, þ.e.a.s. ef afla- brögð eru sæmileg, en sem stendur er skipíð ávallt á sömu slóðinni, suðvestur af Kolbeinsey, og hafa eigendur skipsins og skip- stjóri ekki þorað að reyna við veiðar á öðrum miðum, á meðan verið er að komast yfir örðugasta rekslrarhjallann nú í byrjun. P\vrs(a verk- smiðjuskipið Munurinn á þvi að fiska rækju á innfjörðum og á djúpslóð er mjög mikill. Innanfjarðarbátar leggja aflann á land daglega, sem fer síðan í ' rækjuverksmiðjur, rækjan pilluð, fryst og síðan flutt út. Minni bátar, sem stunda djúp- rækjuveiðar, leggja aflann á land þriðja og fjórða hvern dag, en um borð í Dalborg er rækjan unnin um borð, sem sagt tilbúin á borðið fyrir neytendur, og má því með sanni segja, að Dalborg sé fyrsta verksmiðjuskip íslendinga — kannski að Hæringi undanskild- um. — Um borð í Dalborgu er rækjan soðin ópilluð og fryst og komin í neytendaumbúðir u.þ.b 20 mínútum eftir að hún kemut ínn fyrir borðstokkinn. Skipstjórinn á Dalborgu er Snorri Snorrason frá Dalvik, en hann hefur manna lengst stundað þessar veiðar eða frá árinu 1969, og er nánast brautryðjandi meðal Islendinga á djúprækjumiðum. Þann stutta tíma, sem ég var um borð í Dalborg á dögunum, kom bersýnilega í ljós, að Snorri Eg keypti síðan Sæþór, 50 tonna bát, 1973, og þá náði ég sæmileg- um árangri á rækjuveiðunum. Fyrsta árið var ég við veiðarnar frá því i desember fram í febrúar þ.e. á hinum hefðbundna dauða tíma. Eg byrjaði á ný í ágúst 1974 og eftir það var ég við þessar veiðar árið um kring. Hins vegar er það ekki fyrr en í sumar, að umtalsverð þátttaka verður i þess- um veiðum og margt bendir til að næsta ár muni enn fleiri bátar verða á þessum veiðum, jafnvel 20 bátar, á móti 10—12 bátum í sumar.“ I framhaldi af þessu sagði Snorri, að þvi væri ekki að neita, að það gæti orðið erfitt að stunda rækjuveiðar við Kolbeinsey að vetrarlagi vegna veðurs, nema á stórum skipum og gæti jafnvel orðið erfitt á þeim. Því væri nauð- synlegt að reyna að finna önnur mið, og menn vonuðu að það tæk- ist. Önnur helztu veiðisvæði djúp- rækjubátanna eru við Grímsey og Þegar rækja kemur út úr frysti- (ækjunum er henni pakkað I 5 kílóa pakkningar. full af sjó. Ur þrónni er rækjan tekin inn á fæhband og þaðan yfir á færiband, sem tveir menn standa við og hreinsa rusl og fisk úr. Af færibandinu fer rækjan yfir í flokkunarvélarnar, sem flokka hana í 3 stærðarflokka. Tveir stærstu flokkarnir eru heil- frystir um borð í neytendapakkn- ingar, en rækjan er sett óskelflett á markað, og þykir herramanns- matur. Þriðji flokkurinn, þ.e. minnsta rækjan, er fryst og siðan sett í plastpoka. Er henni skipað á iand á Dalvík, þýdd á ný, pilluð og unnin á venjulegan hátt i rækju- verksmiðjunni þar. I þessum flokki fara upp í 320 stk. i kíló, en í stærsta flokkinn fara-aðeins um 100 stk. í kíló. Goður poki á dekkinu, i þessum poka voru u.þ.b. 600 kíló af rækju. Þegar flokkun á rækjunni er lokíð fer hún í sérstakan suðu- pott, þar sem hún er soðin í um hefur mikla trú á þessum veiðum ef rétt verður staðið að rækjuleit af hálfu stjórnvalda og hefur Snorri miklu til kostað til að fá rækjutogarann til Dalvíkur en hann er í eigu Söltunarfélags Dal- vikur h.f. Siglingin á rækjumiðin tekur um 5 klukkustundir, en miðin eru 10—15 sjómílur suðvestur af Kol- beinsey, og á þessari slóð, sem ekki er stór, var aðeins 1 bátur, Arnarborg, á rækjuveiðum þegar við komum út, og var afli heldur tregur. Trollið var strax látið fara og Snorri Snorrason I brúnni á Dalborgu. Jóhann Antonsson, framkvæmda- stjóri Söltunarfélagsins. var togað í um það bil þrjár klukkustundir, þar til híft var. I þessu hali reyndust vera um 30 kíló af rækju og nokkurt magn af fallegum þorski, ennfremur nokkrar grálúður. Rækjan soðin í 4 mínútur Þegar rækjupokinn var kominn inn á dekkið var leyst frá pokan- um og rækjunni siðan hleypt nið- ur í geymsluþróna undir þilfari. Til að koma í veg fyrir að rækjan verði fyrir hnjaski er hún fellur niður í þróna, er þróin höfð hálf- hér við Norðurland," segir Snorri þegar ég spyr hvert hafi verið upphafið að rækjuveiðum úti fyr- ir Norðurlandi, „ég átti þá 25 tonna bát, Arnar, og síðan hef ég verið á djúprækjuveiðum af og til. Fljótlega ætlaði ég að gera alvöru úr þessu og keypti 150 tonna bát, en ég náði þá ekki lagi á þessum veiðiskap og seldi bát- inn. Þegar ég byrjaði á rækjuveið- um, var ég fyrst með svonefnt tveggja poka troll, annar pokinn átti að veiða fisk, en hinn rækju en þetta blessaðist ekki eins og til var ætlast. Þannig lítur stór djúprækja út. Rækjan flokkuð soðin og fryst á 20 mínútum um borð í Dalborgu það bil 4 mínútur, þaðan fer hún í kæliker, þar sem hún er kæld niður. Að því loknu fer hún eftir færibandi inn í frystitækin, en á leiðinni fer hún undir kraftmik- inn blásara, sem þurrkar hana að mestu. Frystitækin í Dalborg eru svonefnd lausfrystingartæki, og er rækjan í um það bil 10 mínútur inni í þeim. Lausfrystingin hefur þann kost, að engin hætta er á að rækjan frjósi saman. Þegar rækj- an kemur að lokum eftir færi- bandi út úr frystitækjunum, fer hún beint í umbúðirnar, sem eru 5 kílóa pakkningar. Byrjaöi á þessum veiöum 1969 „Það var árið 1969, sem ég byrj- aði að nafninu til á rækjuveiðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.